Giancarlo Gianazza
sent to GOP-frettir by Giancarlo Gianazza |
|
The interview in English - (Back to Main) | Viðtalið á íslensku - (Til baka á aðalsíðu) |
The eradication of the Order of the Knights Templar, ordered by Rome and Phillip the Fair in 1307, caused a dramatic shift in the ages political and economic balances. The Knights Templar were mercilessly exterminated, imprisoned, tortured or burnt at the stake. It was only a matter of time before the warrior monks became the ghosts of a world no more. Many now believed that all the followers of the most powerful monastic order of the Middle Ages had been done away with; in fact, a number of Knights had secretly joined other orders or fled the more dangerous areas, seeking refuge in countries such as Portugal or Scotland. | Uppræting reglu musterisriddaranna að skipun og í samstarfi Filippusar fríða (og fjórða) Frakkakonungs og Klemensar 5. páfa árið 1307 ollu miklum sviptingum á stjórnmálalegu og efnahagslegu jafnvægi álfunnar. Musterisriddurunum var miskunnarlaust útrýmt. Þeir voru fangelsaðir, pyntaðir og brenndir á báli. Á örskotsstundu voru þessir stríðsmunkar orðnir sem fulltrúar horfins heims. Margir töldu að allir fylgjendur þessarar öflugustu munkareglu miðalda hefðu týnt lífi en nokkrir þeirra höfðu á laun orðið liðsmenn annarra reglna eða flúið frá hættulegustu svæðunum og leitað hælis í löndum eins og Portúgal og Skotlandi. |
Not everyone realised that the chosen Knights the guardians of the Orders gnosis had survived throughout the centuries, protected by their complete anonymity. But who were these Knights? What secrets were they guarding? Were they the keepers of the Holy Grail? And what had they found in the temple of Jerusalem? Most importantly, where did they hide their treasure? To solve the puzzle, we must consider that there may be an ulterior link between the frozen plains of Iceland and the most prominent men of science and art of the age: Dante, Botticelli, Raffaello and, more than anybody else, Leonardo Da Vinci. | Fáir gerðu sér grein fyrir því að útvaldir riddarar - sem gættu þekkingar reglunnar - lifðu ofsóknirnar af og héldu starfinu áfram um aldir í skjóli fullkominnar leyndar. En - hverjir voru þessir riddarar? Hverjir voru þeir leyndardómar sem þeir voru að gæta? Voru þeir að gæta hins heilaga kaleiks? Gralsins? Og - hvað var það sem þeir höfðu fundið í musterinu í Jerúsalem? Ennþá mikilvægari er spurningin: Hvar földu þeir það mikla dýrmæti sem þeir gættu? Til þess að leysa þá gátu verðum við að gera okkur grein fyrir því að til kunna að vera fjarlæg og falin tengsl milli hinna frosnu háslétta Íslands og merkustu vísinda- og listamanna aldarinnar - þeirra Dante, Botticelli, Raffaello og - umfram alla aðra - Leonardo Da Vinci. |
Does it sound like the plot of some esoteric fiction movie? Quite the contrary. This is in fact the scenario that emerges from the discoveries of Giancarlo Gianazza. In his book I custodi del messaggio (The keepers of the message), written with Gianfranco Ferruglia and published by Sperling & Kupfer, Mr Gianazza explains his stunning theory, according to which the greatest men of science and art of the Middle Ages were the keepers of a secret that they passed down as cleverly coded messages woven into their major works. A secret relating to the search for the Grail, which according to Gianazza was concealed in a 5x5m secret chamber by a group of Knights Templar in the heart of Iceland, with the permission of the local authorities | Er þetta ef til vill leyniþráðaflétta í skáldsögukvikmynd? Nei, þvert á móti. Þetta er í rauninni það sem Giancarlo Gianazza hefur dregið fram í dagsljósið. Hann útskýrir sína mögnuðu tilgátu í bók sinni I custodi del messaggio sem á íslensku útleggst sem Verðir skilaboðanna. Bókin er skrifuð af Gianfranco Ferruglia og gefin út af Sperling & Kupfer. Þar lýsir Giancarlo Gianazza hvernig framúrskarandi menn miðalda gættu leyndarmálsins og ófu úthugsaðar vísbendingar í sín mikilhæfustu verk til að koma upplýsingunum áfram til eftirkomenda. Upplýsingum sem tengjast leitinni að hinum heilaga gral - sem samkvæmt Gianazza - var varðveittur í 5x5m leynirými inni í hjarta Íslands - og var fluttur þangað með leyfi þeirra sem þar réðu þá málum. |
But what does the Divine Comedy have to do with all this? Well, according to Gianazza, Dantes masterpiece is a coded account of an actual trip the supreme poet made to Iceland, possibly in 1319. At the end of the Divine Comedy Dante stands before the so-called White Rose of the Blessed, where Beatrice sits. The image depicted in Dantes verses is somehow factual, as it corresponds to a natural amphitheatre near the Jökulfall river. It would appear that during his final quest in Iceland, Dante did indeed find that natural amphitheatre and much more. Experts have established that the subsoil features where Dante located the secret chamber match this theory. Tests performed with state-of-the-art measuring, prospecting and tomography devices all point in the same direction. Finally, hidden in the profiles of the characters of Leonardos Last Supper is a map showing the course of the Jökulfall river. The map can be discovered only by correctly decoding the path along which Dante follows Matelda to Beatrice in the garden of Eden. | En - hvernig snertir þetta
Hinn guðdómlega Gamanleik? Samkvæmt Gianazza er þetta meistaraverk Dantes flétta sem geymir vísbendingar sem eru lýsing á ferð sem þetta stórskáld fór til Íslands - sennilega árið 1319. Í lok hins guðdómlega Gamanleiks stendur Dante frammi fyrir hinni svonefndu Hvítu Rós hinna Blessuðu þar sem Beatrice situr. Myndin sem Dante þar dregur styðst við staðreyndir þar sem hann lýsir stað í gljúfrum Jökulfalls nærri Kerlingafjöllum þar sem nota mætti lýsingu eins og stórt hringleikahús þar sem gólfið er sléttstreymandi yfirborð árinnar. Svo virðist sem Dante hafi hafi fundið þennan stað og margt fleira. Sérfræðingar hafa staðreynt að við tilgátu Gianazza ríma jarðvegseinkenni þessa staðar þar sem Dante fann leynihvelfinguna. Rannsóknir á staðnum renna einnig stoðum undir tilgátuna. Auk þess er kort af svæðinu við Jökulfallið falið í útlínum einstaklinga í mynd Leonardo da Vinci Síðasta kvöldmáltíðin. Kortið kemur þó ekki í ljós nema fylgt sé göngu Dantes þegar hann eltir Matelda til Beatrice í Eden. |
Gianazzas fascinating arguments are explored in the following interview and open up a ground-breaking approach to the study of esoteric knowledge, not only in the Middle Ages but in other times as well. | Hrífandi rökstuðningur Gianazzas er skoðaður hér á eftir en hann opnar alveg nýja nálgun við rannsókn dulfræða bæði á miðöldum og síðar. |
What pushed you to undertake this quest? | Hvað varð til þess að þú ákvaðst að ráðast í þetta verk? |
It all began one time when I was looking at Botticellis Spring. I noticed there was a number code in the painting. At first I simply wanted to figure out the concealed number. After a months hard work I realised it was a date: March 14, 1319. My curiosity was roused I wanted to learn what the date meant. | Þetta byrjaði allt þegar ég eitt sinn var að skoða Vorið eftir Botticelli. Ég tók eftir því að það voru talnatákn í málverkinu. Fyrst langaði mig bara að finna út hinar tilvísuðu tölur. Eftir að hafa legið yfir því í hálfan mánuð gerði ég mér grein fyrir að það var dagsetning: 14. mars árið 1319. Þar með vaknaði forvitni mín. Ég vildi finna út hvað þessi dagsetning átti að tákna. |
One thing was for sure: Botticelli wanted to communicate something. After five centuries, number decoding was making it possible to come into contact with the artists most secret thought. I wanted to understand why Botticelli did it, so I decoded other paintings of his and found consistent reference to Dantes Divine Comedy. By then I knew I was on to something: Botticelli was saying, I have painted what is coded into the Comedy. So the next step was to decode Dantes masterpiece. And thus my quest began. | Það var alveg ljóst að Botticelli ætlaði
myndinni að koma skilaboðum áleiðis. Núna, fimm hundruð árum eftir að myndin
var máluð, varð þessi talnagreining til þess að unnt gat verið að komast nær
þeim leyndardómi sem búið hafði í huga listamannsins.
Ég vildi skilja hvers vegna Botticelli gerði þetta og þess vegna skoðaði ég aðrar myndir hans og fann að í þeim vísaði hann stöðugt í guðdómlega Gamanleik Dantes. Þá vissi ég að ég var kominn á sporið. Botticelli var að segja: Ég hef málað það sem fléttað er í Gamanleikinn. Næsta verk var því að lesa í boðskap Dantes. Þar með var ég lagður af stað. |
What kind of code is it? | Hverslags tákn eru þetta? |
Dularfull dagsetning |
|
The first code I figured out in
Botticellis Spring is digital, in its aboriginal meaning: numbers expressed
using finger language. The code refers to the gestures the mediaeval monks
used in order not to disturb meditation and break the Benedictine oath of
silence. The monks would resort to this code whenever they needed to
communicate for practical purposes.
Since I had no access to the codes of the time, I had to proceed by trial and error. Not very scientific, but it paid off. |
Fyrstu táknin sem ég rakst á
í Vori Botticellis eru tölur táknaðar á fingramáli. Táknin eru þau
sem munkar miðalda notuðu til að trufla ekki hugleiðslu og komast hjá því að
brjóta þagnareið Benediktusar. Þeir notuðu aðferðina til að skiptast á
upplýsingum sem tengdust daglegum störfum þeirra.
Þar sem ég hafði engan aðgang að táknfræði þeirra tíma varð ég að þreifa mig áfram og reka mig á. Þetta var ekki mjög vísindalegt - en það skilaði árangri. |
Remember that if a person decides to pass down a coded message, he or she will use more than one means to ensure that anyone trying to decode the message can interpret it correctly. Well, Botticelli also used an astronomic code, as it were. He painted in the morning of that very day by depicting the relative angular positions of the seven planets known at the time. |
Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að sá sem hyggst koma til skila tilteknum boðum verður að nota fleiri en eina aðferð til þess að vera viss um að hver sá sem reynir að lesa boðin geti túlkað þau á réttan hátt. Botticelli gerði það með því að nota stjörnufræðitákn. Hann málaði morgunn þessa dags með því að sýna innbyrðis horna-afstöðu þeirra sjö reikistjarna um sólina sem þá voru þekktar. |
The geometric scheme of the angles among the planets at the dawn of the same day: 14 March 1319. Þverskurður hornanna milli reikistjarnanna þennan sama dag: 14. mars árið 1319.
|
|
Thats not all: the same date is in the Divine Comedy as well. Everyone agrees that in the first verses Dante refers to a spring equinox. So far, however, nobody had realised that the planet that forges the human souls (v. 41-42) and is rising with the Sun during this equinox is Saturn. Now, Saturn is in conjunction with the Sun only once every thirty years, so the conjunction must have occurred in 1289, 1319 and 1349. Dante wrote the Divine Comedy between 1300 and 1321, so the date indicated in the first verses of Paradise must be March 14 1319. | Sama dagsetning er einnig í guðdómlega Gamanleiknum. Allir eru sammála um að fyrstu versunum vísi Dante til jafndægurs á vori. Fram til þessa hafði hins vegar enginn gert sér grein fyrir því að stjarnan sem mótar mannshugann (vers 41-42) og er rísandi á þessu jafndægri er Satúrnus. (GÓP: Sjá nánar á Wikipedia um hugmyndir stjörnuspekinnar um áhrif Saturnusar á mannshugann). Í raun rís Satúrnus með sólu aðeins á þrjátíu ára fresti. Það merkir að þessi viðburður hlýtur að hafa orðið árið 1289 eða 1319 eða 1349. Dante skrifaði guðdómlega Gamanleikinn á árunum frá 1300 til 1319. Dagsetning fyrsta versins um Paradís hlýtur því að vera 14. mars árið 1319. |
This is the part of the Comedy in Botticellis Spring: we are still in the garden of Eden and after the rite Dante is pure and ready to rise to the stars. | Þetta er hluti Gamanleiksins í Vori Botticellis: Við erum enn í garðinum Eden og eftir helgiathöfnina er Dante orðinn syndlaus og reiðubúinn að hefjast til stjarnanna. |
Are there any astronomic correspondences in the Divine Comedy? | Eru einhverjar stjörnuspekivísanir í Hinum guðdómlega Gamanleik? |
Certainly. For instance, Dantes date of birth is concealed in two tercets (v. 112-117) of canto XXII of the third part, which includes tenth-of-degree accurate reference to the position of the planets on June 13 1265. | Vissulega. Til dæmis er fæðingardagur Dantes fólginn í tveimur þríhendum (vers 112-117) í kafla XXII í þriðja hlutanum þar sem er að finna tilvísun til afstöðu stjarnanna hinn 13. júní árið 1265 - með nákvæmni upp á einn tíunda úr gráðu. |
But the issue is another one. Why did Dante choose to conceal his birthday in his greatest work and not simply state it directly? I believe he wanted us to discover it, because in my opinion he wanted to provide the clues to understand his code. Once youve figured out his birthday you have the key to the structure of the entire code used to conceal much more significant information. | Á þessu er hins vegar
önnur markverð hlið. Hvers vegna kaus Dante að hylja fæðingardag sinn í sínu
mesta stórvirki - í stað þess einfaldlega að skrifa hann með venjulegum
hætti?
Ljóst er að hann leggur þetta tiltölulega einfalda verkefni fyrir lesandann í sérstökum tilgangi. Sá lesandi sem áttar sig á því að hér er boðskapur fólginn - getur lesið úr honum og - með upplýsingum annars staðar frá um fæðingardag hans - sannfærst um að hafa lesið rétt í tilvísanirnar - hefur þannig fengið lykil að því tilvísanakerfi sem Dante notar til að geyma miklu merkilegri upplýsingar. |
Are there space indications as well as time indications? | Er vísað bæði til staða og tíma? |
The time indications have been cleverly coded into the work. They allow the accurate marking of a specific moment regardless of varying calendar customs. A similar criterion was used to indicate geographic distances a criterion that relies on universal parameters and not on local measurement units. The method used refers to longitude and latitude. As regards the former, the meridian of reference is the one passing through Jerusalem; as regards the latter, the parameters are exactly the same as ours: the equator and the Arctic circle. | Tímavísanirnar hafa verið fléttaðar inn í verkið með úthugsuðum hætti. Hver þeirra gefur nákvæma vísun til ákveðinnar stundar óháð því hvernig dagatali lesandans er háttað. Svipaðar aðferðir eru notaðar til að tiltaka vegalengdir. Þar eru notaðar altækar viðmiðanir en ekki sértækar mælieiningar. Aðferðin miðast við lengdar og breiddarbauga rétt eins og nú. Eini munurinn er sá að núllbaugur í þessu kerfi er hugsaður dreginn um Jerúsalem. |
Where does Leonardo come into play? | Hvar kemur Leonardo í leikinn? |
After a year spent working on Botticelli and Dante I realised that they could not have been alone in all of this. To substantiate my findings I needed further evidence, particularly in works of pictorial art. Since Leonardo, as a boy, had worked in Verrocchios studio the same as Botticelli it seemed plausible that Leonardo might have received the same up-bringing and partaken of the knowledge of the Divine Comedy. And indeed, Leonardos paintings feature the same type of code used in Botticellis works. | Þegar ég hafði notað eitt ár í að rannsaka Botticelli og Dante gerði ég mér grein fyrir því að þeir gætu ekki verið tveir einir í þessu verki. Til þess að renna fleiri stoðum undir ályktanir mínar þyrfti ég að finna fleiri samhljóma vísanir - einkum úr myndverkum. Þar sem Leonardo hafði í æsku starfað í myndveri Verrocchios eins og Botticelli virtist líklegt að hann hefði hlotið sama uppeldi og sömu þátttöku í vitneskjunni um guðdómlega Gamanleikinn. Við nánari skoðun kom í ljós að málverk Leonardos geyma sömu tegund tilvísana og verk Botticellis. |
Tell us more about the anomalies in the Last Supper. | Segðu okkur meira um frávikin í Síðustu kvöldmáltíðinni |
The bread that Jesus indicates with his left hand is not made in accordance with Hebrew dictates. It is a loaf, whereas a table laid for Passover should have unleavened bread on it the type of bread eaten by the Jews during the eight days of celebration of their passage from slavery to freedom, their Exodus from Egypt under Moses guide. | Brauðið sem Jesús vísar til með vinstri hönd er ekki gert eins og fyrirskrifað er í hebreskum sið. Það er gerlyftur brauðhleifur. Á hátíðarborði páskanna hefði hins vegar átt að vera gerlaust brauð - eins og venja er hjá Gyðingum á þessari átta daga hátíð til minningar um brottför þeirra frá Egyptalandi - ferðinni úr þrældómi til frelsis undir leiðsögn Mósesar. |
How can Leonardo have made such a mistake in his most important work? Is it really a mistake? Or is there more to it? | Hvernig getur Leonardo hafa gert slík mistök í sínu merkasta verki? Eru þetta í raun mistök eða býr fleira undir? |
Theres no questioning Leonardos extreme care for detail; therefore, I dont believe he made a chance mistake in fact, I think the mistake is there on purpose to provide the discerning observer with a very specific clue. Leonardo wanted to draw attention to the bread; in it, he concealed three indications. These indications, decoded on a cartographic basis, show three European locations: the Greek island of Kythira, Mount Cardou (France) and a place in the heart of Iceland. Using unleavened bread, which is flat, this would not have been possible. | Alþekkt er sérstök nákvæmni Leonardos um hvert smáatriði svo að engar líkur eru á að honum hafi orðið á einhver óvart mistök. Ég hygg að þessi mistök séu gerð í þeim tilgangi að vekja athygli glöggs athuganda á sérstakri vísbendingu. Leonardo vildi draga athyglina að brauðinu. Þar lagði hann inn þrjár vísbendingar. Þegar þessar bendingar hafa skilist og verið lesnar á kortagrunni sýna þær þrjár staðsetningar í Evrópu: grísku eyjuna Kythira, fjallið Mont Cardou í Frakklandi og stað í hjarta Íslands. Ef hann hefði notað flatt, óhefað brauð, hefði þetta ekki verið hægt. |
The interesting thing is that the ratio of the distances expressed in degrees between Mount Cardou and Jerusalem and between Iceland and Mount Cardou is such that you can indicate the position of these locations with two adjacent squares the sides of which are in a two-to-three ratio. These two adjacent squares are the summation of a secret: the exact position of the location in Iceland in relation to Jerusalem. I have noticed these patterns in many of Leonardos paintings. | Hlutföll fjarlægðanna í gráðum milli Mont Cardou og Jerúsalem og milli Íslands og Mont Cardou eru þannig að unnt er að tákna þessar staðsetningar með tveimur samlægum ferningum sem eru í stærðarhlutföllunum tveir á móti þremur. Þessir samlægu ferningar geyma til samans leyndarmálið: nákvæma staðsetningu á Íslandi miðað við Jerúsalem. Þetta munstur hef ég fundið í mörgum verkum Leonardos. |
Where does Iceland fit into the code? | Hvar kemur Ísland fyrir í þessum vísbendingum? |
The message coded into the Divine Comedy tells us that Dante himself went to Iceland. If you think it sounds strange, remember that there is documented evidence that pilgrimages from Iceland to Rome and the Holy Land were taking place as early as the 12th century, so there is no reason why Dante should not have made the journey the other way. And Dante did indeed visit Iceland, probably in 1319. | Skilaboðin sem lesin verða úr guðdómlega Gamanleiknum segja okkur að Dante fór sjálfur til Íslands. Ef þér finnst það hljóma undarlega skaltu hafa í huga að pílagrímar frá Íslandi fóru til Rómar og til landsins helga að minnsta kosti frá 12. öld. Það er því ekkert sem mælir gegn því að Dante hafi getað farið hina leiðina - frá Róm til Íslands. Dante fór raunverulega til Íslands - sennilega árið 1319. |
|
|
The description of the journey is coded into canto XXVII of the Purgatory. Here, Dante passes through Luni, Sarzane, the Stura Valley and Colle della Maddalena; he enters the territories of the French king at Macon, passes through Reims and Amiens, boards a ship an Strouanne and arrives in Dover, carries on to Stirling Castle in Scotland and then to Iverness, where he boards a boat to the Shetland Islands and finally to Iceland. | Ferðalýsingin er fólgin í kafla XXVII í Hreinsunareldinum. Dante fer um Luni, Sarzane, Stura-dalinn, og Colle della Maddalena. Hann fer inn á umráðasvæði Frakkakonungs við Macon, fer um Reims og Amiens, um borð í skip í Strouanne og siglir til Dover. Þar fer hann áfram til Stirling kastala í Skotlandi, þaðan til Inverness þar sem hann fer á báti til Shetlandseyja og loks þaðan til Íslands. |
Hvað tengir Dante Alighieri og Leonardo da Vinci? |
|
When he eventually reaches the amphitheatre of the White Rose of the Blessed, he observes it as a pilgrim redeeming himself as he beholds the temple he has pledged to visit. Dante is referring to the natural amphitheatre near the Jökulfall river. In the amphitheatre there is a very particular stone, shaped just like a throne the seat of Beatrice. In another tercet Dante tells us that about 20 m behind the stone there is a secret chamber: the Temple. | Þegar hann að lokum kemur að vatns-hringleikasvæði Hvítu Rósar hinna Blessuðu skoðar hann það eins og pílagrímur sem endurmetur sjálfan sig þegar hann hefur náð þeim helgistað sem hann hefur heitið að sækja heim. Dante vísar til náttúrulegs vatns-hringsviðs við ána Jökulfall. Þar er að finna afar sérstakan stein sem er í laginu eins og höfðingjasæti - sæti Beatrice. Í annari þríhendu segir Dante okkur að um 20 metrum bak við sæti Beatrice sé leynirúm: Musterið. |
If your theory turns out to be correct, it will be an amazing discovery. How is the on-field research going? | Ef tilgáta þín reynist á rökum reist er þar á ferðinni stórkostleg uppgötvun. Hvernig miðar rannsóknum á svæðinu? |
Last year I located the area Dante indicated a 13x13m (1" longitude) square. This year we worked on the prospecting. In July I went to Iceland with two geophysicists, Gianfranco Morelli from Livorno and Douglas Labrecque from Nevada, and a geologist, Mario Ferguglia from Turin. Together we carried out georadar and electric tomography measurements. The data show that the area presents an anomaly matching my theory. Hopefully the Icelandic authorities will allow me to carry on with the excavations. | Í fyrra (árið 2005) afmarkaði ég svæðið sem Dante vísar til. Það er 13x13m ferningur sem samsvarar 1"-ferningi á lengdarskala málverksins. Í ár unnum við að frekari rannsóknum. Í júlí fór ég til Íslands ásamt tveimur jarðeðlisfræðingum, þeim Gianfranco Morelli frá Livorno og Douglas Labrecque frá Nevada, og Mario Ferguglia, jarðfræðingi frá Turin. Við framkvæmdum sneiðskoðanir á jarðvegi með jarðradar- og raftækjum. Niðurstöðurnar sýna að um er að ræða frávik sem eru í samræmi við tilgátuna. Vonandi heimila íslensk yfirvöld mér að rannsaka svæðið til fullnustu. |
|
|
And theres more. The Icelandic authorities have put me in touch with Thorarinn Thorarinsson, the president of the Icelandic order of architects and an expert of local history. Mr Thorarinsson has provided me with a further, very mysterious element. He has told me that in the official historic records of Iceland it is stated that in 1217, during the meeting of the Althing the Parliament established in 930 the leader and poet Snorri Sturlusson appears next to what the text defines 80 knights from the south, all dressed and armed in the same fashion and is elected as commander for that year. Nowhere else in Icelandic history is there such a unique event. It is a sheer anomaly. Historians do not know who these knights from the south are, nor do they know what their role was in the election of Sturlusson. When I got in touch with Mr Thorarinsson, telling him that something had been hidden in the heart of Iceland in the 13th century, the link with the Knights Templar was immediate. I am convinced that in 1217 a group of Knights Templar travelled to Iceland and backed the election of Sturlusson in exchange for his support in the building of a secret chamber to be filled over the years with sacred books and objects from the Temple of Jerusalem. |
Hér er nokkru við að bæta.
Íslensk yfirvöld hafa komið mér í samband við Þórarinn Þórarinsson arkitekt
sem er sérfræðingur í sögu Íslands. Hann hefur upplýst mig um enn eitt mjög
dularfullt sögulegt atriði. Hann hefur sagt mér að í fornum íslenskum heimildum
segi frá því að á alþingi Íslendinga sem stofnað var árið 930 - hafi árið
1217 leiðtoginn og skáldið Snorri Sturluson verið fjölmennur "og voru
átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir". (GÓP: Sturlunga saga, 1909, kostnaðarmaður Sigurður Kristinsson. Annað bindi, á bls. 72 í kafla 39 á bls. 70 - 73. Sjá textann hér í fullri lengd hér fyrir neðan.) Hvergi annars staðar í sögu Íslands er getið slíks atburðar. Hann er þar ólíkur öllum öðrum skráðum atburðum. Sagnfræðingar vita ekki hverjir þessir menn voru eða hvert þeirra erindi var í flokki Snorra til alþingis. Þegar ég komst í samband við Þórarinn og sagði honum að hlutir hefðu verið faldir í Íslandi á þrettándu öld tengdust þeir í hugum okkar strax við Musterisriddarana. Ég er sannfærður um að árið 1217 hafi hópur þeirra farið til Íslands og stutt Snorra og í staðinn notið liðsinnis hans við að útbúa leynirými þar sem síðar var komið fyrir bókum og munum úr Musterinu í Jerúsalem. |
I believe that the chronological journey matches that described by Leonardo, where the treasure is found by the knights around 1125, partly in Jerusalem and partly in Citera, transferred to France and finally hidden in the underground chamber in Iceland, little more than a century later. | Ég tel að tímasetning ferðarinnar sé í samræmi við það sem Leonardo lýsir sem fundi hinna dýrmætu muna um 1125, að hluta til í Jerúsalem og að hluta til í Citera, flutningi þeirra til Frakklands og að lokum felum þeirra í neðanjarðarrými á Íslandi rúmlega einni öld síðar. |
Where does Raffaello fit in? | Hvar kemur Raffaello til sögunnar? |
I believe Raffaello was involved by Bramante. Leonardo coded much information into the Last Supper but must have realised that his work could be jeopardised and his message lost because of the terrible flood that struck Milan in 1500. My theory is that Leonardo expressed his worries to his friend Bramante, who may have suggested to Leonardo to give him his codes so that he could pass them on to others; this way, the message and the codes could survive throughout the centuries. So with the help of Bramante, Raffaello coded all the information into the frescos of the Stanza della Segnatura. The twelve paintings can be read on the basis of a single underlying theme: the Divine Comedy. | Ég tel að það hafi verið Bramante sem fékk Raffaello til liðs við verkefnið. Leonardo fól mjög miklar upplýsingar í Síðustu kvöldmáltíðina en hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að skilaboð hans kynnu að fara forgörðum í hinum miklu flóðum sem urðu í Mílanó árið 1500. Ég hugsa að Leonardo hafi tjáð Bramante, vini sínum, áhyggjur sínar. Bramante hafi síðan tekið að sér að koma tilvísununum og skilaboðunum til annarra sem gætu séð um að þær skiluðu sér til komandi tíma. Þannig hafi það orðið að Raffaelli naut aðstoðar Bramantis til að flétta allar upplýsingarnar inn í freskurnar í Stanza della Segnatura. Í þau tólf málverk má lesa eitt grunnþema: hinn guðdómlega Gamanleik. |
What is the link between Leonardo, Iceland and cartography? | Hvaða tengsl eru milli Leonardos, Íslands og kortafræði? |
Canto XXXIII of the Purgatory reads:
(Thy reason slumbers, if it deem this height and summit thus inverted of the plant without due cause, trans. by Rev. H. F. Cary). It appears that Dante is talking about the part of the plant in Eden. A plant with an unusual shape. He describes how the plant opens up at the top and is slit across the summit. Now, if we read the original tercets literally and not allegorically, the verses take on an entirely different meaning. I asked myself what kind of plant could have its height and summit thus inverted. If we use a cartographic code, we can see that the expression
(literally, so extraordinarily high) refers to a place at a very high latitude. The numbers of the verse (66) and of the canto (33) correspond to the latitude of the Arctic circle (66°33). Now, what is that place so extraordinarily high, i.e. so far north, and thus inverted near the Arctic circle? It can only be Iceland, which opens up to the north with two peninsulae and is precisely touched on the eastern one by the Arctic circle. |
Í kafla XXXIII í
Hreinsunareldinum segir:
(Rökskyn þitt dottar ef það lítur til þessarar
umhverfðu hæðar og hátopps plöntunnar án þess að kafa dýpra eftir
skynsamlegum skýringum - GÓP þýddi úr enska texta
séra H.F.Cary.)
Svo virðist sem Dante sé að tala um hluta plöntunnar í Eden. Plöntu sem
er óvenjuleg í laginu. Hann lýsir hvernig plantan opnast í toppinn og er
rist sundur þar sem hún fer hæst. Ef við hins vegar lesum upphaflegu
þríhendurnar orðrétt en ekki með þeim hætti sem þær hafa hingað til verið
útskýrðar þá skipta þær algerlega um merkingu. Ég spurði sjálfan mig
hverslags planta gæti verið með sína hæð og hápunkt þannig umhverft.
Ef við notum kortafræðilegar vísanir sjáum við að yrðingin
............ eccelse (orðrétt: afbrigðilega hár) vísar til staðar sem er á afar hárri
breiddargráðu. Númer versins (66) og kaflans (33) vísa til breiddargráðu
heimskautsbaugsins (66o33'). Hvaða staður er þá það sem er svo
afbrigðilega hár þ.e. langt til norðurs og þannig umhverft við
heimskautsbauginn? Það getur aðeins verið Ísland sem opnast til norðurs með
tvö nes og það eystra snertir nákvæmlega heimskautsbauginn. |
But why Iceland? | En hvers vegna Ísland? |
For two reasons: first, Iceland was the most distant land known in Dantes time. It must have seemed like the perfect hiding place. Second, among the nine Knights Templar who made the discovery at the Temple of Jerusalem there was a member of the Sinclair family, of Scottish descent. The family owned the Orkney Islands, from which one could sail to Iceland in a matter of days. It seems reasonable to assume that the Sinclair family chose Iceland as the stronghold of the Jerusalem discoveries. | Til þess liggja tvær ástæður. Sú fyrri er að Ísland var nyrsta landið sem þekkt var á tíma Dantesar. Það hefur því þótt heppilegur felustaður. Hin ástæðan er sú að meðal hinna níu Musterisriddara sem fundu gripina í Musterinu í Jerúsalem var einn meðlimur Sinclair-fjölskyldunnar sem átti ættir að rekja til Skotlands. Fjölskyldan átti Orkneyjar og þaðan mátti sigla til Íslands á fáeinum dögum. Það er nærtækt að álíta að Sinclair-fjölskyldan hafi valið Ísland sem geymsluvirki fyrir gripina frá Jerúsalem. |
So what is the actual link between Dante and the Knights Templar? | Hver er þá hin raunverulega tenging milli Dante og Musterisriddaranna? |
After the Knights Templars downfall in 1307, brought by Rome and Phillip the Fair, admitting to being a part of the order was out of the question. Nevertheless, the gnosis and the secrets of the knights lived on. Many knights survived and joined other orders; many fled to Portugal and Scotland; others built up secret organisations. I believe there was also a secret elite above the Knights Templar that the repression failed to eradicate. I am convinced Dante belonged to this elite. There is a very interesting book by Robert John called Dante, in which the author points out the parts of the Divine Comedy where Dante shows his appreciation for the Order of the Knights Templar. | Eftir að Róm og Filip fríði höfðu náð svo gott sem að útrýma Musterisriddurunum 1307 var það hverjum dauðadómur að viðurkenna að vera tengdur reglunni. Engu að síður lifði þekking hennar og leyndardómur áfram. Margir riddaranna lifðu ofsóknirnar af og gengu í aðrar reglur, sumir flýðu til Portugals og Skotlands, aðrir stofnuðu leynireglur. Ég tel að það hafi einnig verið til leynilegt stjórnarráð yfir Musterisriddurunum sem sloppið hafi undan ofsóknunum. Ég er sannfærður um að Dante hafi verið í þessu ráði. Til er afar áhugaverð bók eftir Robert John sem heitir Dante þar sem höfundurinn dregur fram hluta úr Hinum guðdómlega Gamanleik þar sem Dante lætur í ljós aðdáun sína á Musterisreglunni. |
So you believe there was a sort of handover between Dante, Botticelli, Leonardo and Raffaello. When and how did this end? | Þú telur þá að um hafi verið að ræða nokkurs konar tilvísanaröð frá Dante til Botticelli, Leonardos og Raffaellos. Hvenær og hvar endaði hún? |
I have managed to single out and document the passing down of this knowledge all the way to Raffaello. I cannot yet say whether it was ever passed down again. The book I have written with Gianfranco Ferruglia suggests that the passing down may have ended with Raffaello simply because he died in 1520, only one year after Leonardo. Perhaps Raffaello never had the time to find a successor. I would like to point out, therefore, that the information decoded thus far dates up to 1520. | Mér hefur tekist að finna út og sýna hvernig þekkingin hefur skilað sér alla leið til Raffaellos. Ég get ekkert sagt um hvort hún skilaði sér lengra. Í bókinni sem ég hef skrifað með Gianfranco Ferruglia er gert ráð fyrir að röðinni hafi lokið með Raffaello einfaldlega vegna þess að hann dó árið 1520, aðeins einu ári eftir Leonardo. Ef til vill tókst Raffaello aldrei að finna nýjan tengilið. Það merkir að þess vegna er hér um að ræða upplýsingar frá árinu 1520. |
What has happened in Iceland since then I do not know. I do not know if the secret chamber with the Jerusalem findings has been broken into and destroyed. I believe it is still intact. The secret chamber may have resisted so long because the location is snowed under for most of the year and even today offers outstanding natural protection. | Ég veit ekki hvað gerst hefur á Íslandi. Ég veit ekki hvort leynirúmið með því sem fundist hafði í Jerúsalem hefur fundist og verið eyðilagt. Ég held að það sé enn óhreyft. Leynirúmið kann að hafa varðveist svo lengi sökum þess að mestan hluta ársins er það hulið þykku snjólagi og er auk þess mjög vel varið í náttúrunni sjálfri. |
Back to Main * Top of this page | Til baka á aðalsíðu * Efst á þessa síðu |
Þegar þessi hluti frásagnarinnar er tengdur hugmyndum Giancarlos Gianazzo um það verkefni Musterisriddaranna að koma munum til geymslu á Íslandi án þess að mikið bæri á þá eru því gerðir skórnir að Herburt hafi verið einn á ferð og hafi haft það verkefni að stofna svo gott sem til ófriðar á alþingi í því skyni að það teldist skiljanlegt að hið næsta ár væru til staðar fleiri vinir hans til að styðja málstað hans.
Hjaltinn, Hjaltlendingurinn, kann að hafa þekkt Herburt og hans fólk frá Skotlandi. Það hefði getað verið ástæða þessa vígaframferðis Herburts í því skyni að hefta fréttaflutning af för hans til Íslands - en einnig gat það verið ástæða þess að Hjaltinn vildi ekki láta Skota vaða yfir sig. |
Sturlunga saga,
1909, kostnaðarmaður Sigurður Kristinsson. Annað bindi, kafli 39 á bls. 70 - 73: Árið 1216 Nær þessu var það tíðinda eitt sumar á þingi að búðir þeirra Snorra Sturlusonar stóðu hið næsta og Allsherjarbúð er Magnús goði átti, sonur Guðmundar gríss og Solveigar, dóttur Jóns Loftssonar. Þeir voru fylgdarmenn Snorra Valgarður Styrmisson og Herburt. Hann var Suðurmaður og kunni allra manna best við buklara. Þeir gengu með nokkra menn til búðar Magnúsar og hjuggu kylfur úr viðarkesti sem þá var títt að bera til dóma. En sá hét Erlendur bakrauf, Hjaltur einn sem þar var heitumaður og geymdi viðarins. Hann hljóp til og vildi eigi að viðurinn væri dreginn. Þá var sagt Magnúsi að þeir héldust á úti og var þar hlaupaför. Hann bað sína menn til fara og hljóp út fyrstur. En er hann kom út hafði Herburt brugðið sverði og vildi höggva Hjaltinn. Magnús tók berum höndum sverðið og stöðvaði höggið. Hann skeindist mjög á höndunum. Þá var sagt Sæmundi að unnið væri á Magnúsi. Sæmundur lét tómlega við áður Páll sonur hans spurði hvort hann mundi sitja kyrr þótt Magnús systurson hans væri drepinn úti. Þá mælti Sæmundur að menn skyldu taka herklæði sín. Nú var ok sagt Snorra að menn hans voru barðir úti og hljópust allir til vopna og út í búðarsundið og fylktu þar. Snorri sendi orð bræðrum sínum Þórði og Sighvati. Komu þeir þá til báðir með sína menn og þótti Sighvati Snorri eigi vel hafa haldið stöðunni áður hann kom til. Dreif nú til allur þingheimurinn og veitti hver sínum vin. Voru hvorirtveggja mjög fjölmennir og þó var Sæmundur miklu aflmestur. Þorvaldur Gissurarson réð til meðalgöngu og margir menn með honum. En þeir Páll Sæmundarson og Loftur biskupsson eggjuðu mest til atgöngu, en Þorvaldur gat komið á griðum um nokkurra nátta sakir. Senda þá allir höfðingjar heim eftir liði. Þórður Sturluson sendi Þórð Kolbjarnarson eftir Böðvari syni sínum. Riðu þeir föstudag af Þingvelli út til Staðar en Böðvar kom á laugardaginn að nóni á Eyjarsanda með hálft annað hundrað manna. Kom þá orðsending mót honum að þeir voru sáttir. En þær urðu málalyktir að Sæmundur skyldi gera fé svo mikið sem honum líkaði og allar sektir voru fráskildar. Bændur af Akranesi gengu til handsala fyrir Snorra. Þá er Sæmundur kom í búð sína þá talaði einn hans maður að enn færi sem oftar að Sæmundur hefði einn virðing af málum þessum. Sæmundur svarar: "Hvað tjóir slíkt að mæla því að bræður þessir draga sig svo fram að nær engir menn halda sig til fulls við þá." Eftir þetta fóru menn af þingi og Snorra líkaði illa. |
Í framhaldi af athugasemdinni hér fyrir ofan er þess að geta að Snorri er þekktur fyrir fjárgírugheit sín en hér gæti hann auðvitað hafa verið að undirbúa mikla flokkadrætti á alþingi sem gerðu það eðlilegt að hann mætti þar með mikinn liðsafnað - svo mikinn að ekki bæri um of á því þótt í för með honum væru hvorki meira né minna en 80 alskjaldaðir musterisriddarar. |
Jórunn hin auðga hét kona
er bjó á Gufunesi. Atli hét maður sá er að búi var með henni. Þeir voru þrír
bræður, Svartur og Eiríkur synir Eyjólfs Óblauðssonar. Í þann tíma andaðist
Jórunn og átti engan erfingja þann er skil væri að. Hún var í þingi með
Magnúsi og ætlaði hann sér fé hennar en skipta frændum hennar til handa
slíkt sem honum sýndist. Er Snorri spurði þetta sendi hann suður á nes
Starkað Snorrason. Er hann kom sunnan hafði hann með sér þann mann er Koðran
hét, strák einn, og kallaði Snorri þann erfingja Jórunnar og tók hann það
fémál af Koðrani. Um vorið um stefnudaga fór Snorri suður á Seltjarnarnes og
hafði tvær ferjur af Akranesi og fjóra tigi manna á hvorri. Þeir létu fáa
eina sjá er þeir fóru suður að nesinu og komu þeir mjög á óvart Magnúsi.
Stefndi Snorri Magnúsi skóggangsstefnu til Þverárþings. Magnús kallaðist þar
utanþingsmaður. Snorri bað hann þar vörn fram að færa. Eftir það fór Snorri
heim og fór málum sínum fram á Þverárþingi og varð Magnús sekur skógarmaður.
Eftir þetta fjölmenntu mjög hvorir tveggja til alþingis. Snorri lét gera búð þá upp frá Lögréttu er hann kallaði Grýlu. Snorri reið upp með sex hundruð manna og voru átta tigir Austmanna í flokki hans alskjaldaðir. Bræður hans voru þar báðir með miklu liði. Allir voru þeir fyrir vestan á. Dylgjur miklar voru um þingið. Magnús biskup fékk sætta þá og hann leysti landið á Gufunesi til handa Atla og lagði þá mjölskuld á landið. Snorri hafði virðing af málum þessum. Og í þessum málum gekk virðing hans við mest hér á landi. |
Lítið er eftir kaflans en þar segir almennt um Snorra að "Hann gerðist skáld gott og var hagur á allt það er hann tók höndum til ..." - orti kvæði um Hákon galinn, sendi honum og fékk gjafir, hugðist heimsækja hann en frestaði því þar sem Hákon dó um sama leyti. |
...
GÓP: Hér lýkur þeim hluta kaflans sem snertir það efni sem Giancarlo Gianazza fjallar um í viðtalinu. |
Back to Main * Top of this page | Til baka á aðalsíðu * Efst á þessa síðu |
Gunnlaugur Magnússon is the
farmer who found the medieval dagger |
|
* Back to Main * Table of Contents * Top of this page |
* Til baka á aðalsíðu * Til baka í efnisyfirlit * Efst á þessa síðu |
GÓPfrettir >> Forsíða - Front Page