On Giancarlo Gianazza's Enrico Catapano:
Leonardo, Raffaello, |
|
|
|
Isa Di Domizio translated |
GÓP þýddi á íslensku |
Giancarlo Gianazza is a graduate in engineering and a lover of medieval art, philosophy and astronomy. He has spent the last eight years deciphering paintings by Leonardo, Botticelli and Raphael as well as Dante's Divine Comedy. He has carried out thorough research work and fieldwork in Iceland in an attempt to find evidence in support of the assumption that Dante's extra-terrestrial journey, as described in his poem is none but the description of an actual journey by the poet to and inside Iceland. | Giancarlo Gianazza er menntaður á sviði verk- og tæknifræði og áhugamaður um miðalda listir, heimspeki og stjörnufræði. Síðastliðin átta ár hefur hann helgað sig rannsóknum og lesið úr gátum í málverkum Leonardos, Botticellis og Rafaels og einnig í hinum Guðdómlega Gamanleik Dantesar. Hann hefur lagt mikla vinnu í að finna þess merki á Íslandi að þangað hafi Dante farið og sé að lýsa þeirri ferð sinni í kvæðinu - en ekki för til einhvers annars heims. |
The soundness of his intuitions, corroborated by accurate mathematical calculations and recurring geometrical schemes (applied to paintings by Botticelli, Leonardo and Raphael) has increasingly found credit with scholars from different schools and nationalities. | Fjölmargir menntamenn ólíkra greina og af ýmsu þjóðerni hafa snúist til hans skilnings við að kynna sér þær stoðir sem hann hefur skotið undir ályktanir sínar og stutt nákvæmum stærðfræðilegum útreikningum og endurteknum flatarmálskerfum í myndum sem þeir hafa málað, Botticelli, Leonardo og Rafael. |
To fully appreciate Gianazza's theories some explanation must be given about the relationship between Dante and the Templars, a knightly order created after the first crusades by some noble French knights with the aim of protecting the Christian pilgrims in the Holy Land from attacks by the Muslims. | Til þess að átta sig á kenningum Gianazza þarf að skýra tengingu Dantes og Musterisriddaranna en þeir voru riddararegla sem stofnuð var eftir fyrstu krossferðirnar af nokkrum velviljuðum frönskum riddurum í því skyni að vernda kristna pílagríma fyrir múslimskum árásum á ferðum þeirra til landsins helga. |
These knights also had another purpose, a "secret purpose", i.e. to find immensely powerful relics which are thought to have been found among the ruins of the Temple of Jerusalem. At first they were called "The Poor Knights of Christ" and were a monastic and warrior Order. Within a few years of its foundation the Order managed to quickly achieve great power and wealth, which gained them suspicion and jealousy by the mighty of the time. Particularly, they attracted the hatred of King Philip of France, who with the help of Rome managed to eradicate the Templars Order in 1307. It was then believed that all affiliates had been done away whereas an undefined number of them survived either by taking refuge in other orders or fleeing to more peaceful lands. | Riddararegla þessi átti sér einnig annað markmið, leynimarkmið. Það var að leita afar mikilvægra helgra dóma sem talið er að hafi fundist í rústum Musteris Jerúsalems. Í fyrstu var reglan nefnd Hinir fátæku riddarar Krists og var stríðsmunkaregla. Á fáum árum tókst reglunni að að ná undir sig miklum völdum og auði og það aflaði þeim grunsemda og óvildar valdaafla samtímans. Einkum leit Fillippus Frakkakóngur til þeirra hatursauga. Honum tókst að fá páfann í lið með sér og þeir gjöreyddu Musterisreglunni árið 1307. Þá var talið að allar deildir hennar hefðu verið þurrkaðar út en í raun lifðu margir þeirra þetta af ýmist með því að leita skjóls í öðrum reglum eða með því að forða sér til friðsamlegri svæða. |
Most important to notice is that among them were the restricted number of knights in whose hands rested the "knowledge" of the Templars and that has been protected for centuries. But who were the members of such group and what could such knowledge amount to, to make it so dreaded and powerful? | Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að meðal þeirra sem sluppu frá þessum ofsóknum var útvalinn hópur sem gætti þekkingar Musterisriddaranna - og hennar hefur verið gætt í aldir. En - hverjir voru í þessum hópi og hver getur verið sú þekking sem sjálfrar sín vegna er svo ógnandi og svo máttug? |
Here is where Giancarlo Gianazza comes in and publishes with Gian Franco Freguglia the first results of his research in the book "I Custodi del Messaggio" | Það er hér sem Gianazza kemur til sögunnar og gefur út fyrstu niðurstöður sínar í bók sem Gian Franco Freguglia skrifar með honum, I Custodi del Messaggio. |
According to Gianazza the greatest names in the Medieval and
Renaissance periods (Dante, Botticelli, Leonardo and Raphael) would be the
trustees of the old Templar knowledge. This would have been handed down to
posterity encoded in their masterpieces. Such knowledge would concern the
Grail, which according to Gianazza "is not a concrete object as it was
believed to be for a long time but rather a primitive nucleus of the message
of Christ, an original doctrinal "body" handed down secretly throughout the
centuries". (v. I Custodi del Messaggio - p. 215) |
Gianazza telur að merkustu
fulltrúar endurreisnar á miðöldum, þeir Dante, Botticelli, Leonardo og
Rafael, hafi verið þeir sem gættu hinnar fornu þekkingar
Musterisriddaranna. Henni hafi síðan verið skilað til komandi
kynslóða með duldum skilaboðum í snilldarverkum þeirra. Þekkingin snerti
Hinn heilaga kaleik, sem Gianazza segir vera ekki þann hlut eða grip
sem svo lengi hefur verið talið heldur fremur frumstætt safn skilaboða frá
Kristi. Upphaflega kenningaheild sem haldist hafi í leynum um aldir. (Sjá I Custodi del Messaggio - s. 215). |
Dularfull dagsetning |
|
All of Gianazza's work began in May 2002 when, analyzing Botticelli's Primavera he realized that the artist had concealed a message within the painting using a "digital" code, a true finger language used to express numbers. Such code goes back to the gestures which were made by monks in medieval monasteries to avoid interfering with the meditation of their brethren. To hand down his secret, Botticelli also used an "astronomical" code based on the position of a planet in relation to each character in his painting. This secret proved to be a date, 14 March 1319, by which according to Gianazza, Botticelli surely wanted to communicate something which however could not be connected with any event in the life of the artist, who lived in the second half of the 15th century. | Upphaf þessa umfangsmikla starfs Gianazza var í maí 2002. Hann var að skoða Vorkomu Botticellis og áttaði sig á því að listamaðurinn hafði fléttað skilaboð í myndina. Í myndinni voru sýnilega notuð talna-tákn úr fingramáli sem miðalda munkar hagnýttu sér til að miðla tölulegum upplýsingum sín á milli án þess að trufla íhuganir hvers annars. Til þess að koma boðunum til skila notaði Botticelli einnig stjörnufræðileg tákn og gat þannig stillt upp innbyrðis afstöðu reikistjarnanna í málverkinu. Það sem hann var að túlka reyndist vera dagsetningin 14. mars 1319. Gianazza ályktaði að Botticelli væri að koma skilaboðum á framfæri sem þó var ekki líklegt að væri tengt honum sjálfum því hann lifði á síðari hluta fimmtándu aldar. |
Further accurate studies brought Gianazza to find a connection between Botticelli's painting and Dante's Divine Comedy. | Gianazza lagðist í frekari nákvæmnisathuganir og rakti sig fram til tengsla milli málverks Botticellis og Guðdómlega gamanleiks Dantes. |
A first analysis of the Comedy led to a disconcerting discovery: the date of the 14 March 1319 was also found in the form of an astronomical periphrasis in the first few verses of Dante's Paradise. | Fyrstu athuganir Gianazza á Gamanleiknum vöktu honum enn frekari spurn. Það kom nefnilega í ljós að hann fann dagsetninguna 14. mars 1319 ofna inn í fyrstu versin í Paradís Dantes með umorðuðum tilvísunum til stjarna. |
After further analyses and mathematical calculations Gianazza has come to maintain that Botticelli's Primavera is none but the representation of the Garden of Eden and of Dante who, after being immersed in the Eunoè River to purify himself is ready to ascend the kingdom of heaven. | Eftir frekari rannsóknir og útreikninga hefur Gianazza komist að þeirri niðurstöðu að Vorkoma Botticellis sé beinlínis af þeim Edens-garði sem Dante er í þann veg að stíga inn í eftir hreinsun sína í ánni Eunoè og þannig reiðubúinn að stíga inn í himnaríkið. |
Here is where Giancarlo Gianazza appreciated the kind of approach he was to use with the Comedy in order to unveil the other various mysteries and messages cleverly concealed by the Poet. | Þær viðmiðanir og aðferðir sem Giancarlo Gianazza notaði hér í upphafi rannsókna sinna á kvæðinu þróaði hann áfram og hagnýtti við yfirferð þess alls og náði þannig að leiða í ljós margvísleg fleiri dulin boð sem skáldið hafði fólgið af mikilli list. |
In his letter to Cangrande della Scala, it is Dante himself who suggests the correct approach, by mentioning that his work has "manifold meanings", i.e. the Comedy is to be read bearing in mind that in it there are more meanings present at the same time in the same verses; and since its allegorical and moral meanings had been amply dealt with in previous studies, Gianazza experienced "a new systematic approach to the Comedy in order to detect in the text any passages whose meaning would allow it to be read as the story of a journey by the poet that had actually taken place from the dark forest to the White Rose of the Blessed". | Í bréfi sem Dante skrifar Cangrande della Scala gefur hann vísbendingar um hvernig lesa skuli kvæðið til skilnings á boðskap þess. Hann segir þar að verk sitt hafi fjölþættan boðskap. Gamanleikinn beri sem sagt að lesa með það í huga að boðskapur hans sé margþættur - samtímis - á sama stað og í hverju stefi. Þar sem táknrænn og siðrænn boðskapur ljóðsins hefur notið nauðhugullar athygli frá upphafi prófaði Gianazza að lesa Gamanleikinn á nýjan hátt til að greina setningar og ljóðlínur sem lesa mætti sem sögu af ferð sem skáldið hefði í raun sjálft farið. Ferðina frá Myrku skógum til Hvítu rósar hinna Blessuðu. |
In short, Giancarlo Gianazza completely changed the traditional approach to the interpretation of the Divine Comedy, neglecting any allegorical meaning and keeping to the literal meaning of the words. | Í stuttu máli, Giancarlo Gianazza breytti gjörsamlega um aðferð frá því sem fram til þessa hefur verið notuð við að lesa og skilja kvæðið. Hin hefðbundna aðferð skilur kvæðið eftir orðanna hljóðan og er blind fyrir öðrum boðskap. |
This is where a "new" analysis of the Divine Comedy began. On the basis of complex calculations obtained from certain clues within the verses (from their numbers to the position of certain syllables within them) Gianazza managed to decipher some data concerning latitude and longitude of the various stages along Dante's journey. | Þar með hófst ný greining á hinum Guðdómlega gamanleik Dantes. Með nokkuð flóknum útreikningum út frá vísbendingum úr stefjunum, staðsetningu þeirra í kvæðabálkinum og staðsetningu tiltekinna atkvæða innan þeirra, tókst Gianazza að leiða í ljós upplýsingar um hnattræna lengd og breidd margra þeirra staða sem Dante fór um á ferðalagi sínu. |
|
|
This new discovery led Gianazza to think that other famous artists might have shared the knowledge of Dante's code. In fact, in Leonardo's Last Supper the same code methods can be traced as used by Botticelli; and it is precisely in Leonardo's Last Supper that the co-ordinates can be found of the locations, where in the course of centuries was concealed what was later found in Jerusalem, i.e. the Isle of Citera in Greece, Mount Cardou in France and finally an unidentified location in central Iceland. | Þessar nýju uppgötvanir leiddu til þess að Gianazza fór að leita í verkum annarra frægra listamanna eftir vísbendingum um að þar væri einhvers staðar að finna merki um sama skilning á verki og dulmáli Dantes. Hann fann í Síðustu kvöldmáltíð Leonardos sömu aðferð notaða og í verki Botticellis. Þar fann hann hnattstöðu staða sem um aldir hafa fólgið það sem fundist hafði í Jerúsalem. Þ.e. grísku eyjuna Citera, Mount Cardou í Frakklandi og ótilgreindan stað í miðju Íslands. |
|
|
|
|
The calculations made on the Last Supper open the way to the deciphering of the whole route followed by Dante in Iceland, and even more disconcerting is the fact that the shape of such route, when drawn in outline on a map of that territory, is exactly the same as the outline of Jesus and the person sitting on his right. | Reikningar Gianazza út frá Síðustu kvöldmáltíðinni gera mögulegt að fylgja nákvæmlega þeirri leið sem Dante fór á Íslandi. Enn athyglisverðara er að þegar dregin er leið hans á kort af landsvæðinu er hún nákvæmlega eins og útlína Jesú og þess sem situr honum á hægri hönd á málverkinu. |
According to Gianazza's calculations, Dante began his journey from a definite point along the River Jokulfall (in the Comedy it is none other than the starting point of his way through the Holy Forest in the Garden of Eden), which runs parallel to the oldest Icelandic road, the Kjolur Route to finally reach the place where he would meet Beatrice in the White Rose of the Blessed. | Eftir útreikningi Gianazza hefst ferð Dantes á tilteknum stað þar sem hann er kominn yfir Jökulfallið. Í Gamanleiknum er það sjálft upphaf ferðar hans gegnum hinn heilaga skóg í garðinum Eden. Jökulfallið rennur samsíða Kjalvegi sem er elsti fjallvegur Íslands. Leið hans liggur síðan til þess staðar þar sem hann að lokum finnur Beatrice í hinni Hvítu rós hinna Blessuðu. |
Walking along the river and with the help of the geographical clues concealed in the masterpieces of these Artists, Gianazza came to a natural amphitheatre in the middle of which, slightly to the left of the perfect centre, was a rectangular stone in the shape of a throne. | Gianazza fór til Íslands og gekk fram með þessari á. Með aðstoð flatar- og fjarlægðavísa sem faldir eru í snilldarverkum þessara listamanna, gekk hann beint að náttúrulegu vatnasviði þar sem örlítið vinstra megin við miðju var rétthyrndur steinn eins og hásæti í laginu. |
This place could only be the final destination of Dante's journey, the White Rose with the rectangular stone in the middle, Beatrice's "seat". This is therefore the place which hides what Dante and the Templars have guarded for such a long time. | Lokamark ferðar Dantes hlaut að vera hér. Hvíta rósin með rétthyrnda steininn fyrir miðju, sæti Beatrice. Þess vegna er þetta staðurinn sem geymir það sem Dante og Musterisriddararmir hafa gætt svo lengi. |
Another artist involved in Gianazza's research work was Raphael who, in the 12 frescos of the "Stanza della Segnatura" concealed connections with the Divine Comedy, representing in two of them also Dante himself; the figures of Apollo and Marsia are mentioned in the invocation to the god of poetry in the first verses of Paradise; on mount Parnassus Raphael shows Virgil who, together with Stazio shows Dante the way through the Holy Forest to the Garden of Eden. | Málarinn Rafael málaði nokkur af þeim málverkum sem Gianazza kannaði í þessu skyni. Frescurnar 12 af Stanza della Segnatura bera með sér vísanir til Gamanleiksins. Í tveimur þeirra sést Dante sjálfur. Myndir Apollo og Mars eru nefndar í ákalli til skáldaguðsins í fyrstu stefjum Paradísar-hlutans. Á Parnassus-fjalli sýnir Rafael Virgil, þar sem hann og Stazio vísa Dante til vegar gegnum hinn heilaga skóg - til Eden. |
In the "Disputa del Sacramento" Raphael goes even further suggesting the existence of a secret temple in Iceland; in fact on the left some workers can be discerned who are building a temple while on the right Dante stands in front of a white building in the shape of a cube, which can only be the room that must be under Icelandic territory. Dante is therefore the guardian of the temple. Moreover, Raphael, in the same "Disputa del Sacramento" depicts Bramante examining Dante's Comedy. | Í málverkinu Disputa del Sacramento gengur Rafael enn lengra og gefur í skyn að á Íslandi sé að finna leynilegt musteri. Raunar má þar vinstra megin sjá nokkra verkamenn vera að byggja musteri - en hægra megin stendur Dante framan við teningslaga hvíta byggingu sem ekki getur verið annað en það herbergi sem hlýtur að vera í íslenskri jörð. Í sömu mynd málar Rafael ennfremur Bramante að gaumgæfa Gamanleik Dantes. |
All these data have been made available by Giancarlo Gianazza who, thanks to Icelandic architect Thorarinn Thorarinsson and geologist Thorgeir Helgason as well as geophysicist Gianfranco Morelli has and is still verifying them. His research is now centered on this temple, inside which the Templars have concealed their "secret" entrusting its custody to Dante. | Allar þessar upplýsingar hefur Giancarlo Gianazza fundið fram og hefur - með aðstoð íslenska arkitektsins Þórarins Þórarinssonar og jarðfræðingsins Þorgeirs Helgasonar og jarðeðlisfræðingsins Gianfranco Morelli - leitað að enn frekari staðfestingum. Leitin beinist núna að musterinu þar sem Musterisriddararnir hafi fólgið leyndardóm sinn og falið varðveislu hans í hendur Dante. |
At this stage, Gianazza is confident to have identified, with a certain amount of accuracy, the location as well as the size of the temple. He says: | Nú er þessum málum svo komið að Gianazza telur sig með nokkurri vissu vita hversu stórt musterið sé og hvar það sé að finna. Hann segir: |
|
|
Back to Main * Table of Contents * Top of this page | Til baka á aðalsíðu * Til baka í efnisyfirlit * Efst á þessa síðu |