GÓP-fréttir




Jökulheima-
annáll

Útdrátt í vinstri dálki
gerði GÓP

Egill Ágúst Kristbjörnsson
24. ágúst 1916 – 8. sept. 2012

Upplýsingar eru m.a. fengnar úr útfararkynningu
og eftirmælum sem birtust í Mbl
á útfarardegi, 19. september 2012.

Fæddur
24. ág. 1916

dáinn
8. sept. 2012

96 ára

Egill Ágúst Kristbjörnsson fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1916. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 8. september 2012.

Foreldrar hans voru Kristbjörn Einarsson, f. 1881 í Reykjavík, d. 1948, skipstjóri og gasvirki við Gasstöðina í Reykjavík og Guðrún Jónsdóttir, f. 1889 í Reykjavík, d. 1918. Systkini Egils eru: Guðrún Sigurborg (Bogga), f. 1910, d. 1984; Jón Karel, f. 1911, d. 1933 af slysförum í knattspyrnuleik á Melavelli; Karítas Ósk, f. 1913, d. 1998; Anna Magnea, f. 1915, d. 1920 og Svanhvít Svala, f. 1918, d. 1998.

Egill missti móður sína í spönsku veikinni 1918. Við heimilinu tók Sara D.W. Kristjánsdóttir, seinni kona föður Egils, f. 1895 á Borgarfirði eystra, d. 1990. Annaðist hún börnin og ól upp ásamt föður þeirra.

  Egill kvæntist 20.2. 1948 Ingigerði Jónsdóttur, f. 1.2. 1921, d. 4.1. 2012 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson, f. 1883, d. 1938 í Reykjavík og Guðbjörg Sigríður Jónsdóttir, f. á Melabergi á Miðnesheiði 1887, d. 1962. Börn Ingigerðar og Egils eru: 1) Auður, f. 1947, húsfreyja, maki Einar Elías Guðlaugsson, f. 1946, flugstjóri. 2) Kristbjörn, f. 1949, líffræðingur, maki Ólafur Guðbrandsson, f. 1957, hjúkrunarfræðingur. 3) Guðbjörg, f. 1951, hjúkrunarfræðingur, maki Steingrímur Þormóðsson, f. 1951, hæstaréttarlögmaður. 4) Logi, f. 1952 lögmaður, maki Anna Guðmundsdóttir, f. 1953, framkvæmdastjóri. Barnabörnin eru 10, barnabarnabörnin eru 21 og eitt barnabarnabarn.
Störf

og

áhugasvið

 

  • Lærði gasvirkjun í Gasstöð Reykjavíkur.
  • Starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
  • á borgarskrifstofum Reykjavíkur
  • og hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga.
  • Var frumkvöðull í hálendis- og jöklaferðum.
    • Tók þátt í fjölda leiðangra um jökla og óbyggðir með fræðimönnum og leikmönnum sem rannsakað hafa jökla og eldfjöll, notið útivistarinnar þar, eða sinnt björgunarstörfum.
    • Síðla vetrar 1951 réðu Loftleiðir Egil til að vera leiðangursstjóri við björgun bandarísku björgunarflugvélarinnar af Vatnajökli, en vélin hafði legið vetrarlangt á jöklinum eftir að hafa lent þar vegna björgunar flugvélarinnar Geysis er týndist á Vatnajökli 14. september 1950.
  • Gekk ungur í knattspyrnufélagið Val og keppti þar í 15 ár.
    • Varð fimm sinnum Íslandsmeistari í knattspyrnu og varð fyrsti Íslandsmeistari í handknattleik.
    • Hlaut Valsorður úr silfri 1976 og úr gulli á aldarafmæli félagsins 2011.
  • Hann var félagi í skíðadeild Ármanns og reisti ásamt fimm félögum skíðaskála í Bláfjöllum sem þeir kölluðu Himnaríki. 
Steingrímur
Þormóðsson
vitnar í
Egil
um
fund
Hófsvaðs
Í kveðju Steingríms Þormóðssonar nefnir hann frásögn Egils frá fundi Hófsvaðs:

"Það hefur enginn ekið meira um Vatnajökul en Guðmundur Jónasson, sagði Egill. Og enginn gengið meira um jökulinn en Egill Kristbjörnsson sagði þá Guðmundur. Þeir voru miklir félagar og ferðagarpar. Brautryðjendur til marga þeirra staða öræfa Íslands, sem nú eru mest sóttir af ferðamönnum.

Egill sagði mér er þeir fundu Hófsvað á Tungná. Hafi þeir vaðið ána. Fundið hraunbrú. Ekið trukknum út á þessa brú. Fljótlega hafi vélin drepist. Þá hafi þeir með trukkinn í gír snúið vélinni með gangsetningarsveif þar til trukkurinn var kominn það langt í land, að vélin var úr vatni og hægt að setja í gang. Hafi verkið tekið um sólarhring. Urðu þeir að fara á kaf í ána með sveifinni við hvern snúning."

Frásögn
frá Agli
úr förinni
á Bárðarbungu
1951
að bjarga
skíðavélinni
Steingrímur hefur eftir Agli um aðkomuna þegar Egill fór fyrir leiðangrinum á Bárðarbungu að bjarga skíðavélinni sem ekki náðist á loft þegar hún lenti þar til að bjarga áhöfn Geysis í september árið á undan.

"Er komið var með tæki og tól á staðinn, þar sem vélin átti að vera, var þar bara snjór yfir að líta. Engin sást flugvél. Voru menn vantrúaðir á, að hægt yrði að finna vélina við þessar aðstæður. Sagði Egill, að er tjöld voru reist, hafi hann gengið með ýtustjórann, Erik Eylands, um svæðið. Bent á snjóalög þar í grennd. Að þar væri vélin. Brosti þá Erik vantrúaður. Varð að sama skapi hissa daginn eftir. Hafði ekki ýtt lengi á þessum stað er vélin blasti við."

Lindarkot Egill og fleiri ferðafélagar hans ásamt Guðmundi Jónassyni fengu hjá Reykjavíkurborg hús sem átti að víkja og flytjast burt. Þeir fluttu það inn í Þóristungur og nefndu það Lindarkot. Það var mörgum vinsæll gististaður og var áður fyrr öllum opið meðan húsrúm leyfði.
Ólafur
Þorsteinsson
um
ferðaævi
Egils
Í upphafi kveðju Ólafs Þorsteinssonar segir hann um hálendisferðir Egils:

"Almennt er talið, að helstu frumkvöðlar öræfaferða á Íslandi á fjórða og fram á fimmta áratug síðustu aldar hafi verið þeir Guðmundur Jónasson, fjallabílstjóri og síðar ferðaskrifstofurekandi, Einar Magnússon, rektor MR, Páll Arason ferðafrömuður og Egill Kristbjörnsson skrifstofumaður. Yfir mörgum ferðum þeirra félaga hvíldi ævintýraljómi því þeir brutu sér leið á bílum þeirrar tíðar yfir vegleysur og jökulvötn sem einungis hestar eða gangandi menn höfðu fram að því farið. Enn í dag eru þessar slóðir helstu umferðaræðar hálendisins Íslands."

GÓP-fréttir forsíða * Jökulheima-annáll * Ferðatorg