Forsíða



Jökul-
heima-
annáll

Jón Eyþórsson
1895 - 1968

Hér er stuttur útdráttur úr grein Hlyns Sigtryggssonar, Gerði fyrstu veðurspána hérlendis, í tímaritinu sem heitir Skjöldur - tímarit um menningarmál nr. 32, 2. tbl., 10. árg. 2001, bls. 14 - 18. Aðeins er drepið á lítinn hluta þess sem Hlynur greinir frá í fróðlegri og afar læsilegri samantekt um Jón Eyþórsson, rannsóknarverkefni hans, ritstörf og þátttöku í félagsmálum - þar á meðal í JÖRFÍ.

27.01.1895 Jón Pétur Eyþórsson fæddist að Þingeyrum 27. janúar 1895 og þá var næstum tíu ára, hálfbróðir hans, Sigurður Nordal, síðar prófessor. Foreldrar Jóns voru búand-hjónin Eyþór Benediktsson og Björg Jósefína Sigurðardóttir. Þegar Jón var á öðru árinu fluttist fjölskyldan að Hamri í Ásum. Þar bjó faðir hans í mörg ár. Yngri systkini Jóns voru Benedikt, Hólmfríður Guðrún, Jónína Jórunn, Margrét Sigríður og Björg Karítas.
Mennta-
vegurinn

1917-19
Kaupmh

1919-1923
Osló

Jón fór í Gagnfræðaskólann á Akureyri, útskrifaðist þaðan árið 1914 (Grétar G. Ingvarsson, 11. feb. 2005: ... með 82 stig - hvað sem það nú þýðir). Hann fór svo í Menntaskólann (MR) og útskrifaðist stúdent vorið 1917. Hann hélt til Kaupmannahafnar og hóf nám í verkfræði en strax á öðru ári breytti hann til og hóf nám í náttúrufræði og í janúar 1919 birtist í Skírni grein hans um Veðurfræðistöð á Íslandi. Þar lýsir hann starfsemi dönsku veðurstofunnar og bendir á að slík stofnun mundi vera gagnleg á Íslandi.

Jón færði sig til Noregs 1919 og lauk cand. mag. prófi frá háskólanum í Osló 1923. Samtímis hóf hann í ágúst 1921 nám í Bergen og starf við veðurstofuna þar.

Störf í Noregi
1921-26
Að loknu náminu í Osló fór hann í fullt starf í Bergen og fór þá fljótlega að gera veðurspár. Honum var einnig falið að koma í gang veðurathugunum í Jötunheimum. Það var meðal annars fólgið í því að gera út leiðangra til að koma upp veðurathugunarstöðvum sem allra hæst við fjallatinda og við það vann Jón fyrstu tvö eða þrjú sumrin.
Svíinn
Hans W. Aahlman
Samstarfsmaður Jóns var þá Hans W. Aahlman, jöklafræðingur.
1926
Veðurstofa
Veðurstofa Íslands var sett í lög árið 1926 og Jón skipaður fulltrúi þar. Jón flutti veðurspárnar sjálfur í útvarpi - sem og aðrir þeir sem hverju sinni gerðu spárnar.
1930
jöklarann-
sóknir
Árið 1930 hóf Jón að mæla framskrið og hop jökla og fékk til þess styrk frá Menningarsjóði. Hann fór um landið, setti niður fastmerki til viðmiðunar og fékk menn til að annast mælingar og eftirlit þar sem hann ekki gat komist sjálfur. Skriðjöklar hafa víðast verið mældir samfellt síðan.
1936
Sænsk-íslenski
Vatnajökuls-
leiðangurinn
með Aahlman
Vatnajökulsleiðangurinn 1936.
Jón og Hans Aahlman voru leiðangursstjórar og fóru víða um jökulinn, hrepptu langar veðurteppur en náðu mjög góðum árangri og upplýsingum um úrkomu á jöklinum og ákomu á hann. Hvort tveggja reyndist til muna meiri en hann hafði sjálfur áætlað í jöklaritgerð sinni fimm árum áður.
1951
Fransk-íslenski
Vatnajökuls-
leiðangurinn
Fransk-íslenski Vatnajökulsleiðangurinn 1951
mældi þykkt jökulsins með hljóðbylgjum. Jón var leiðangursstjóri. Allgott yfirlit fékkst um þykkt jökulsins og ísmagn hans og undirliggjandi landslag og vatnaleiðir.
Loftslags-
breytingar
Jón samdi ritgerðir um loftlagsbreytingar, skoðaði þær sem orðið höfðu á undanförnum áratugum og ályktaði um afleiðingar þeirra.
Hafís-
rannsóknir
Jón gekkst fyrir því að hafísrannsóknum var haldið við og tekið var upp ískönnunarflug norður í haf og það er að miklu leyti honum að þakka að samfelldar hafísathuganir er til frá Grænlandssundi frá ársbyrjun 1953. Hann birti árlega skýrslu um ísinn í Jökli allt til æviloka.
Útvarpið 1927 var Jón kjörinn í milliþinganefnd til undirbúnings útvarpsreksturs. Hann var fulltrúi útvarpsnotenda og kjörinn ritari nefndarinnar. 1928 lagði nefndin fram álit sem mótaði lögin sem sett voru um útvarp. 1932 var hann kjörinn í útvarpsráð og sat í því til 1946 og var formaður árin 1939-43. Hann hafði veruleg áhrif á mótun útvarpsins og tók einnig þátt í flutningi dagskrár - svo sem í þáttunum um daginn og veginn.
Fjölskylda 1921 kvæntist Jón Kristínu Vigfúsdóttur frá Vatnsdalshólum. Hún lést árið 1946. Börn þeirra urðu 6: Björg, Sverrir, Eyþór, Ingibjörg, Eiríkur og Kristín. Ingibjörg dó ung en Sverrir flugstjóri fórst í flugslysi við Norðfjörð í janúar 1966. Síðari kona Jóns var Ada V. Aagot fædd Holst en þau slitu samvistir.
Jón Eyþórsson,
leiðangurs-
stjórinn
"Aldrei átti ég þess kost að kynnast Jóni á leiðangursferðum. En þeir sem til þekkja segja hann hafa verið frábæran leiðangursstjóra, hagsýnan og örvandi, fór að öllu með gát en þrautseigur ef með þurfti. Og þessu líkur var hann einnig við dagleg skyldustörf."
6. mars 1968 Jón var oft þungt haldinn síðustu mánuðina sem hann lifði en hélt þó einnig þá áfram að sinna þeim málum sem hann hafði helgað langt ævistarf. Hann reyndi eftir mætti að tryggja að aðrir tækju upp þráðinn þar sem hann varð frá að hverfa.

Jón lést 6. mars 1968 og var jarðsettur á Þingeyrum.

Skjöldur
nr. 32 * 2. tbl.
10. árg 2001
Þessi útdráttur er úr grein Hlyns Sigtryggssonar, veðurstofustjóra, í Skildi - tímariti um menningarmál. bls. 14 - 18. Greinin er um Jón Eyþórsson og ber nafnið: Gerði fyrstu veðurspána hérlendis.
1921 Jón Eyþórsson gekk í hjónaband á Íslandi árið 1921, fór sjálfur til Noregs en skildi konuna eftir. Af því tilefni setti Jón Helgason saman þennan sálm
Brúðkaupssálmur
Jón 
Helgason:

 

Tekið úr 
marg-
ljósrituðu 
19 bls
hefti 
þar sem
á forsíðu
segir:

Kvæði
eptir
Jón 
Helgason

Kver 
þetta
er
tileinkað
Birni
Svein-
björns-
syni
á
helgum
jólum
1965

 

Oft hefur það verið í holdsins vist
þeim helgustu mönnum gáta
hve hjón fengi komist hjá heimsins lyst
á hreinferðugasta máta
því, sál mín, það varast sífellt ber
undan Satan og girndinni að láta.

En hallelúja með hæstum gný
nú hefur loks ráðið fundist.
Því fagnar mín önd eins og fugl við ský
og fær ekki orða bundist.
Af mikilli furðu og fagurri hind
hafa forlagaþræðirnir undist.

Því um það var sannlega sárlítil von
og síst meðal kunnustu granna
að útvalinn mundi Jón Eyþórsson
til oddvita skírlífismanna.
En sá væri dári sem dyldist þess nú
hvað dæmin svo ótvírætt sanna.

Á meðan bóndinn í Björgvin einn
í brekánum kropp sinn vefur
þá liggur hans maki svo hjartahreinn
í Húnavatnsþingi og sefur.
Hvað forðum var hugsjón postulans Páls
í praxís nú umbreyst hefur.

Því látum oss, sála mín, hrópa hátt
að hjónaband slíkt megi standa
og hljómi þess orðstír í hverja átt
til heimsins siðspilltu landa
svo fólkinu verð það fyrirmynd
frá Fiji til Haparanda.

Húsgangur Húsgangur?
2007
Högni Egilsson lærði
þessa vísu um 1950
- en þekkir ekki höfundinn.
Eyþórssonur segir: regn,
sunnanátt og hlýju.
Þetta er vitlaus veðurfregn
og verður spáð að nýju!

Efst á þessa síðu * Forsíða * Jökulheimaþættir