Forsíða

Jökul-
heima-
annáll

Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur
1912 - 1983

Hver var Sigurður Þórarinsson og hver var flétta hans inn í ferðir, líf og gleði umhverfis Jökulheima? Þessari verðugu spurningu verður aðeins svarað í lengra máli og fyrir tilstilli fleiri skrifara.

8. jan.
1912
Sigurður fæddist 8. janúar árið 1912 á Hofi í Vopnafirði. Hann var sonur hjónanna Þórarins Stefánssonar og Snjólaugar Filippíu Sigurðardóttur sem bjuggu á Teigi í Vopnafirði. 
Stúdent
1931
Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1931 og cand. phil. - próf frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið eftir.
Háskóla-
nám í 
Stokk-
hólmi
Fil. cand. - prófi lauk hann frá háskólanum í Stokkhólmi árið 1938. Það var í almennri landafræði, bergfræði, landafræði og grasafræði. Árið eftir tók hann fil. lic. - próf í landafræði og árið 1944 lauk hann fil. dr. - gráðu frá sama skóla. 
Kennsla
og
störf
Árið 1944 varð Sigurður dósent í jarðfræði við háskólann í Stokkhólmi og vann að jöklarannsóknum, eldfjallarannsóknum, jarðfræði- og jarðskjálftarannsóknum í Svíþjóð og einnig hér heima á íslandi. 1947 - 1949 var hann forstjóri land- og jarðfræðideildar Náttúrugripasafnsins og var settur prófessor í landafræði og jafnframt forstöðumaður landafræðideildar Stokkhólmsháskóla 1950 - 1951 og 1953. Hann var aukakennari við Háskóla Íslands 1952 - 1968 og prófessor í jarðfræði og landafræði við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands frá árinu 1968. 
Mikið
ævi-
verk
Sigurður starfaði að margvíslegum félagsmálum og náttúruverndarmálum. Ásamt Ármanni Snævarr samdi hann fyrstu náttúruverndarlögin sem samþykkt voru á alþingi árið 1956. Á starfsævinni skilaði Sigurður mörgum og miklum ritverkum og fjölda ritgerða. 
D.
8.2.
1983
Kona Sigurðar Þórarinssonar var Inga Backlund, fædd 7.10.1918. Börn þeirra eru Snjólaug, f. 12.2.1943, og Sven Þórarinn, fæddur 26.06.1945.

Sigurður Þórarinsson lést 8. febrúar 1983

Heimild: Merkir Íslendingar í DV miðvikudaginn 8. janúar 2003

Efst á þessa síðu * Forsíða * Jökulheimaþættir