Forsíða |
Sigurður
Þórarinsson
|
8. jan. 1912 |
Sigurður fæddist 8. janúar árið 1912 á Hofi í Vopnafirði. Hann var sonur hjónanna Þórarins Stefánssonar og Snjólaugar Filippíu Sigurðardóttur sem bjuggu á Teigi í Vopnafirði. |
Stúdent 1931 |
Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1931 og cand. phil. - próf frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið eftir. |
Háskóla- nám í Stokk- hólmi |
Fil. cand. - prófi lauk hann frá háskólanum í Stokkhólmi árið 1938. Það var í almennri landafræði, bergfræði, landafræði og grasafræði. Árið eftir tók hann fil. lic. - próf í landafræði og árið 1944 lauk hann fil. dr. - gráðu frá sama skóla. |
Kennsla og störf |
Árið 1944 varð Sigurður dósent í jarðfræði við háskólann í Stokkhólmi og vann að jöklarannsóknum, eldfjallarannsóknum, jarðfræði- og jarðskjálftarannsóknum í Svíþjóð og einnig hér heima á íslandi. 1947 - 1949 var hann forstjóri land- og jarðfræðideildar Náttúrugripasafnsins og var settur prófessor í landafræði og jafnframt forstöðumaður landafræðideildar Stokkhólmsháskóla 1950 - 1951 og 1953. Hann var aukakennari við Háskóla Íslands 1952 - 1968 og prófessor í jarðfræði og landafræði við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands frá árinu 1968. |
Mikið ævi- verk |
Sigurður starfaði að margvíslegum félagsmálum og náttúruverndarmálum. Ásamt Ármanni Snævarr samdi hann fyrstu náttúruverndarlögin sem samþykkt voru á alþingi árið 1956. Á starfsævinni skilaði Sigurður mörgum og miklum ritverkum og fjölda ritgerða. |
D. 8.2. 1983 |
Kona Sigurðar Þórarinssonar var Inga
Backlund, fædd 7.10.1918. Börn þeirra eru Snjólaug, f. 12.2.1943, og Sven
Þórarinn, fæddur 26.06.1945.
Sigurður Þórarinsson lést 8. febrúar 1983 |
Heimild: | Merkir Íslendingar í DV miðvikudaginn 8. janúar 2003 |