Forsíða  
GÓPfrétta




Jökulheimasafn

Frá 1958 13. september - ferð JÖRFÍ

 13.sept.-ferðin 13. - 14. sept. árið 2003 (myndir)
 13.sept.-ferðin 13. - 15. sept. árið 2002 (myndir)

1958 Árið 1953 var farin fyrsta jöklarannsóknarferð JÖRFÍ á Vatnajökul. Fyrstu árin voru farnar tvær rannsóknarferðir á ári - nema auðvitað - þegar farið var oftar. Árið 1958 hafði Jón Eyþórsson eina af sínum uppástungum. Þessi var svona: Förum í Jökulheima 13. september og tökum á móti jöklaförunum með viðeigandi hætti. 

Ekki er að orðlengja að þetta varð þegar að þjóðráði. Raunar slitraðist um haustferðir á jökul þegar árin liðu en "13. september"-ferðir voru slíkt þjóðráð að þær voru farnar af mikilli gleði hvort sem þá voru félagar að koma af jökli - eður ei.

Árið 1958 er í Gestabók Jökulheima skráð "13. sept."-ferð. Nokkur lýsing er á henni svo sem sjá má hér

"13. sept." Einn ferðafélaganna úr "13. sept."-ferðum lýsir þeim þannig:
Farið var inneftir á föstudegi og komið þar um kvöldið seint - eða um nóttina. Risið var nokkuð árla úr rekkju og farin skoðunarferð um nágrennið með Guðmundi Jónassyni.  Komið heim síðdegis og tekið til hendi með það sem ganga þurfti frá undir vetur. 

Um kvöldið var slegið upp samsæti með sameiginlegri súpu og kaffi auk þess sem hver maður hafði sitt eigið nesti. Stefán Bjarnason hafði með höndum það embætti að safna saman öllum gullnum þrúgnatárum og var þeim saman blandað í fötu og hafði það margvísleg þægindi í för með sér. Ein þeirra voru til dæmis þau að menn sóttu nokkuð jafnt fram í táraflóðið og að lokum þyrrti samtímis hjá öllum.

Á sunnudagsmorgni var ætíð farið að upptökum Tungnaár. Þá var gaman að bera saman stöðu útfallsins árinu og árunum áður og fylgjast með hopi jökulsins.

Þetta voru ekki venjulegar fjölskylduferðir og alls ekki gert ráð fyrir að börn væru með í för. "13. sept." - ferðir voru bara fyrir fullorðna.  

Tímar líða Þessi gerð "13. september"-ferða hélst fyrstu áratugina. Haustferðir á jökul urðu þó æ sjaldgæfari. Þegar svo hinir öflugu liðsoddar hurfu af sjónarsviðinu fór hinn gamli andi ferðanna að hopa hægt og hægt af hólmi og ferðirnar tóku á sig breyttan svip.  
"13. sept." 
- ferðir á 
21. öldinni.
"13. sept." - ferðir þessarar aldar eru kynntar sem fjölskylduferðir og þótt ekki þurfi lengur sérstaklega stóra fötu undir þrúgnatárin eru skoðunarferðir laugardagsins sífellt fastur liður og för að upptökum Tungnaár á sunnudagsmorgninum. Það er hins vegar ljóst að hinn gamli tími glóir í hugum eldri félaga og þar blikar á skálar um leið og menn gera sér ljóst að nú er nýr tími og önnur ferð. Hún þarf þó hreint ekki að vera neitt síðri - það allt fer eftir umhyggju og anda. 
Frá 1963 Örnefnið Jöklasystur
Á kortum:
Kerlingar

Um Jöklasystur
í bók Péturs
Sumarliðasonar

Pétur við
veðurathuganir
í Jökulheimum

 

Fjöllin sem Pétur Sumarliðason nefnir Jöklasystur  heita á landakortum Kerlingar. Syðri-Jöklaystir sést af Heimabungu við Jökulheima og er aldeilis glæsilegt fjall. Föst sumarbúseta veðurathugunarmanns var í Jökulheimum á árunum frá 1963 til 1970. Þeim sem þar bjó þessi sumur þótti nógu mikið um kerlinga-heiti á íslenskum fjöllum þótt þessar fengju gleggri einkunn og fjölskyldutengsl og nefndi þær Jöklasystur. Það nafn er því fertugt um þessar mundir. 

Skauta tróður tvær á slóð
tröllamóðurinnar
þessum fljóðum flyt ég óð
fróns og þjóðar minnar. 

Vífin greiða veðrin reið
vetrarseiðinn standa
sólin heið á sumarleið
sendir þreyðan anda. 

Jöklasystur sá ég fyrst
sólu kysstar rísa
hvassar, byrstar, efst og yst,
ímynd nyrstu dísa.
 

GÓP 26. júní 1968

Frá 1968 PS: Örnefnatafla - stefnuviti
Örnefnatafla

Pétur 
Sumarliðason
nefnir töflu
þessa svo:

Bráða-
birgða-
tafla fyrir
veður-
athugunar-
mann í 
Jökul-
heimum

* *

Ath! Hæð
Jökulheima
yfir sjó var
til 1970
talin 674 m

Það rímar
við GPS-
mælingu
árið 2004:
675 m

Í samtali
GÓP við
Gunnar
Þorbergs-
son í apríl
2003 hafði
hann hæðina
819,3 m

Uppi á Heimabungunni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð frá árinu 2003 sem sögð er í 726 metra hæð yfir sjó og loftvogin einum metra hærri. Það merkir að stæði stöðvarinnar er um 50 metrum yfir hraunpallinum þar sem Jökulheimahúsin standa.

Stefnuviti - örnefnatafla Péturs Sumarliðasonar.
Uppsettur bæði í lista og einnig teiknaður á hringferil út frá Jökulheimum. Hér kemur listinn - orðið hærri í listanum merkir að örnefnið er hinum tilgreinda metrafjölda hærra en Jökulheimar. Stefna er í gráðum, fjarlægð er í heilum og hálfum km.:

Jökulheimar: hæð bolta við flaggstöng - yfir sjó er 675 metrar:

  • Örnefni - - - -  gráður - -  fjarlægð - -  hærri - - aths
  • Bláfjöll - - - - - - 15o - - - - - 5 - - - - - 360 - - -
  • Jöklasystur - - -  45o - - - - 15 - - - - -  660 - - - Sjást ekki
  • Heimabunga - - 80o - - - - 0,5 - - - -  - - - - -
  • Nýjafell - - - - - 90o - - - - - 3 - - - - - - - - - - -
  • Tindur 
    á Breiðbak - - 160o - - - - - 5 - - - - - - - 200 - - -
  • Rati - - - - - - 190o - - - - - 2,5 - - - - - - 80 - - -
  • Tindur
    við Fit - - - - - 220o - - - - - 7 - - - - - - - 150 - - -
  • Mosaskeggur- 214o - - - - 9,2 - - - - - - 220 - - -
  • Skálahnjúkur- 240o - - - - 1,5 - - - - -  -  80 - - -
  • Ljósufjöll - - - 260o - - - - 7 - - - - - - - - 170 - - - Sjást ekki
  • Tindur
    í Gjáfjöllum - 310o - - - - - 8 - - - - - - - - 230 - - -
  • Gíghóll - - - - 340o - - - - - 2 - - - - - - -  - - - - -
  • Tindur 
    í Gjáfjöllum - 345 - - - - - 8,5 - - - - - - - 250 - - -

Ath. það sem segir um hæð Jökulheima yfir sjó hér vinstra megin.
Hér verður miðað við hæðartöluna 675 m yfir sjó.

Mosaskeggur hefur Hjörsey55-hnitin: 
64 14.486N og 18 21.156W 
og er 902,38 m yfir sjó.

Frá 2003 Gunnar Þorbergsson: Örnefnatafla
Mæli-
punktar
á
fjalla-
toppum
Gunnar Þorbergsson hafði umsjón með landmælingasamstarfi Orkustofnunar, Landmælinga Íslands, Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar um áratuga skeið. Þar voru ljósmyndir af landinu hæðarfestar með því að mæla sérvalda hæðarpunkta á landinu. Hér sækirðu töflu yfir nokkra mælipunkta í nágrenni Jökulheima.
  • Word-skrá - Umreiknað í g-m,mmm úr töflu frá Gunnari Þorbergssyni 4.4.2003.
  • Excel-skrá - Umreiknað í g-m,mmm úr töflu frá Gunnari Þorbergssyni 4.4.2003.
    Í þessari skrá eru frumgögnin líka. Þau eru í földum dálkum. Þú opnar þá með því að velja allt skjalið og músa á Format > Column > Unhide. 
  • dum.res - skráin frá Gunnari Þorbergssyni 4.4.2003.

Örnefnin eru:
BLÆNGUR
B
REIÐBAKUR
FLJÓTSODDI
F
ÖGRUFJÖLL
FONTUR
GRÆNIFJALLGARÐUR S
HAMRAFELL
KLAKKAFELL
KVÍSLARFELL
LJÓSUFJÖLL
MIÐNÆTURALDA
MÓKOLLUR
MOSASKEGGUR
SVEINSTINDUR
UXATINDAR
ÚTFALL

Efst á þessa síðu * Forsíða