GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

Velkomin í Félag kennara á eftirlaunum

Mundu að senda inn netfangið þitt - líka ef þú breytir því!

Nyt-
samar
upp-
lýsingar
 

Til baka
á
FKE-vef

Nokkrar upplýsingar
um starfsemi FKE

Félag kennara á eftirlaunum er - eins og nafnið segir: félag allra kennara og einnig annarra félagsmanna KÍ sem komnir eru á eftirlaun. Um leið verður makinn fullgildur félagsmaður og kjörgengur til allra starfa innan félagsins - með þó einni takmörkun: ef hann er ekki líka kennari getur hann ekki orðið fulltrúi félagsins á þingi KÍ - en þar er raunar ekki mikils í misst.

Þátttakan kostar ekkert.

Makinn er fullgildur félagi þótt kennarinn falli frá.

Þessu fylgir þátttaka í því sem félagið boðar til og flest er undir kostnaðarverði. Til dæmis um það er kaffigjaldið á Fræðslu- og skemmtifundunum - og þegar farin er hin hefðbundna dagsferð í ágúst þá er gjaldið í raun um það bil hálfvirði. Félagið greiðir nokkurn veginn bílakostnaðinn en það sem þátttakendur greiða er um það bil fyrir kvöldverðinum sem þá er ætíð í hátíðarbúningi.

Þátttaka í hópastarfsemi félagsins kostar ekkert - þar er átt við bókmenntaklúbbinn, tölvustarfið og kórstarfið en það fer allt fram í Reykjavík.

Félagið fær dálítið rekstrarfé frá sjóði KÍ sem notað er í þessu skyni. Þú skalt ekki falla í stafi yfir því. Þar er um að ræða um það bil félagsgjald eins einstaklings í sjóði KÍ eftir starfsævina og þeir sem nú eru virkir í KÍ og dást að afli þess og eigum - tóku það allt í arf frá okkur - ef rétt er að tala um arf eftir fólk sem enn er ofar moldu.

Ef þú varst á félagaskrá í aðildarfélagi KÍ þegar þú fórst á eftirlaun hefði kerfið auðvitað átt að færa þig sjálfvirkt af þeirri skrá á FKE-skrána. En - kerfið er ekki þannig og þess vegna þarft þú að senda inn ósk um skráningu í félagið. 

Skráðum félagsmönnum FKE bjóðast sérkjör við leigu orlofshúsa hjá Orlofssjóðnum. Sjá nánar hér.

Umsjón með félagaskránni hefur:
Fjóla Ósk Gunnarsdóttir
Netfang: [email protected]
Sími: 595-1111 / 595-1115. 

Félagsblað FKE nefnist FKE-fréttir. Það segir frá starfsemi félagsins og er sent í tölvupósti til þín - þ.e. allra þeirra sem hafa netfang. Þetta hraðar upplýsingum til félaganna og sparar félaginu póstkostnað - en félagsmenn eru um 1500 talsins. Ef þú þekkir aðra félaga sem hafa netfang en fá blaðið samt með póstberanum væri gott ef þú bentir þeim á þetta sparnaðarráð okkar.

Og - ef þú skiptir um netfang þá láttu okkur vita!

Og - ef þú ert fjarri atburðum okkar, dvelur afskekkt eða í öðru landi og vilt létta okkur starfið og spara okkur að senda þér netpósta þá er svar okkar þetta:

Það er okkur ókeypis að hafa þráð til þín
og það er skemmtilegt að ver'í bandi
og ef að þér er sama þá er það óskin mín
um leið - þér óska góðs í öðru landi.

Vísanir

Efst á þessa síðu * Til baka >> FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta