GÓP-fréttir FKE-vefurinn |
Ólöf
Pétursdóttir
Hér hefur Ólöf tekið saman merk atriði frá dvöl Dillons á Íslandi 1834-35. Hún hefur stuðst við bókina |
>> |
Ferð Arthurs Dillon til Íslands 1834-35
19 * Dillon var hér 1834 - 35. |
1834-5 |
Það var í ágúst árið 1834 að danskt herskip kom inn á leguna
í Reykjavík. Það var komið til að sækja Friðrik Danaprins, seinna Friðrik
VII, sem hafði dvalist um sumarið í umsjá Kriegers stiftamtmanns. Auk háttsettra liðsforingja á skipinu voru tveir farþegar, Íslendingur og Breti. Þeir voru Tómas Sæmundsson, þjóðkunnur af ferðum sínum um alla Evrópu og hafði verið mörg ár í háskólanámi, og hinn var Arthur E.D.Dillon, efnaður aðalsmaður af tignarætt í Bretlandi, sem átti óðul og veiðilendur. Þeir töluðu báðir ítölsku og fóru samræður þeirra fram á því máli. Ekki er að efa að Tómas hefur veitt félaga sínum margháttaða fræðslu um, land sitt og þjóð. Tómas tók að sér að útvega Dillon húsnæði og fæði. Kunningi hans, Hannes St. Johnsen kaupmaður, lánaði tvær stofur. Þá var eftir að fá fæði og þjónustu. Tómas fór með Dillon í Klúbbinn sem var veitinga- og skemmtistaður bæjarbúa. Í því húsi var einnig spítalinn. Seinna varð þetta hús Hjálpræðishersins. Í Klúbbnum réð ríkjum maddama Sirre Ottesen sem í kirkjubókum er nefnd Sigrid Elizabet, var fædd í Kaupmannahöfn 1799 og hafði að mestu alist þar upp eins og málfar hennar þótti bera með sér. Hún þótti mikilsháttar að atgervi og glæsileik. Faðir hennar var Þorkell Guðmundsson Bergmann kaupmaður, seinna forstjóri Innréttinganna. Þann tíma sem Friðrik Danaprins dvaldi í Reykjavík hafði honum verið tíðförult í Klúbbinn - Krieger stiftamtmanni til mikillar mæðu. Sirre Ottesen hafði gifst Lárusi Ottesen kaupmanni 1814 tæpra 15 ára. Þau eignuðust tvo syni, Þorkel Valdimar sem varð verslunarmaður í Reykjavík og Pétur Odd Ottesen sem seinna varð þjóðkunnur héraðshöfðingi. Hann var afi Péturs Ottesen alþingismanns. Þau Sirre og Lárus skildu 1819. Eftir skilnaðinn eignaðist Sirre dóttur með ungum skólapilti, prestssyni frá Útskálum. Það barn dó litlu síðar. Það er af Sirre að segja að hún gerðist ráðskona í Petræusarhúsi hjá Petersen faktor. Hann var einhleypur 28 ára gervilegur maður. Með þeim tókust góð kynni og ól hún faktornum son, Carl Petersen. Hann dó á fyrsta ári. Arthur Dillon ferðaðist um nágrenni Reykjavíkur og fór að Gullfossi og Geysi. Veturinn gekk snemma í garð með frostum, langvarandi stormi og hretviðrum. Þá varð kalt í stofum kaupmannsins. Þar var engin kynding. Varð það úr að Dillon flutti í Klúbbinn. Með þeim Sirre tókst góður vinskapur. Þegar leið á veturinn fór Sirre að þykkna undir belti. Hinn 13. júní elur hún dóttur sem breskur aðalsmaður gefur nafn móður sinnar, Henríetta Dillon. Sirre Ottesen var mæld út lóð undir hús og matjurtagarð. Tekið var til við byggingu hússins. Hvorki skorti Sirre hugmyndir né fjármuni til að gera húsið sem best úr garði. Þar voru gerðar arinn-eldstór í fleiri stofum en einni að enskri fyrirmynd. Dillon hafði hug á að setjast að á Íslandi til
frambúðar og giftast Sirre Ottesen. Stirðlega gekk að fá leyfi til
hjónavígslu. Kansellíið hafnaði henni. Einn íslenskur embættismaður ætlaði
að framkvæma á eigin ábyrgð hjónavígslu þeirra. Það var Gunnlaugur Oddsson
dómkirkjuprestur en svo óheppilega vildi til að hann lést áður en af því
varð. Henríetta giftist Pétri L. Livinsen, dönskum kaupmanni
árið1862. Þau
eignuðust son, Pétur Arthur. Hann dvaldi lengi í Danmörku hjá föðurfólki
sínu. Þegar hann kom til Íslands hafði hann meðferðis legstein yfir föður
sinn en náði ekki að fylgja móður sinni til grafar. Lengst af voru þær
samvistum, Sirre og Henríetta dóttir hennar, en undir það síðasta fluttist
Sirre til sonar síns, Péturs á Ytra-Hólmi. Þar dó hún 78 ára þann 26. janúar
1878. Að eigihn ósk var hún jörðuð í Reykjavík. Arthur Dillon lést 1892. Um 1875 kvaddi kona dyra í húsi einu í London og hitti þar son Arthurs
Dillons.
|