GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

Sérstakir viðburðir í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnað var árið 1980

Efnisatriði eru tekin eftir fundargerðarbókum FKE.
Sumt er orðrétt en annað meira og minna klippt til, stytt og endursagt af GÓP.
>>
Sumar-
ferðir
FKE
Sumarferðir FKE
15.-17. ágúst
2014

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar!

 

 

Sumarferðin 2014

Samtíð og saga í Húnaþingi

Músaðu á myndina - eða hér - til að komast inn á myndasafn
Kristjáns Sigfússonar úr sumarferð félagsins um Húnaþing.
Netfang Kristjáns er [email protected]

Ferðar-
lýsing

í

kynningu

 

Dagur 1, föstudagur 15. ágúst.
Lagt af stað frá Umferðarmiðstöð í Reykjavík klukkan 8:30 árdegis og ekið norður heiðar. Á dagskrá þessa fyrsta dags er m.a. að skoða Borgarvirki, og aka síðan fyrir Vatnsnes. Þar verður væntanlega stansað við Hvítserk, að Tjörn, við Illugastaði (Svalbarð) og á Hvammstanga. Mælt er með því að fólk hafi með sér nesti fyrir þennan dag en einnig verður hægt að kaupa veitingar á leiðinni.

Kvöldverður og gisting verður í Reykjaskóla. Vakin er athygli á því að gisting í þessum fyrrum heimavistarskóla er í góðum her-bergjum, eins eða tveggja manna, en salerni og baðaðstaða er ekki inni á herbergjunum.

Dagur 2, laugardagur 16. ágúst..
Þennan dag verður farið að Þingeyrum, Þrístapar í Vatnsdalshólum verða heimsóttir, ekin Svínvetningabraut að Húnavöllum og síðan umhverfis Svínavatn.

Eftir hádegi, Vatnsdalur austan ár allt að Grímstungu og út dal að vestanverðu. Farið verður að Kolugljúfri og Laugarbakka í Mið-firði, þar sem verður stansað. Hugað verður að leiði Vatnsenda-Rósu og síðan ræðst það af tíma dags hvort víðar verður farið áður en kemur að kvöldverði og náttstað á Reykjum.

Dagur 3, sunnudagur 17. ágúst..
Byggðasafnið á Reykjum verður heimsótt eftir morgunverð, áður en lagt er upp í lokaáfanga til Reykjavíkur. Það verður óvissuferð þar sem ýmsir möguleikar verða nýttir á þeirri leið sem valin verður, en stefnt er að heimkomu milli klukkan 17:00 og 18:00.

32. suf
25. júlí
2014

Ferðar-
lýsing

í

kynningu

Dagsferð 25. júlí -

um virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár

Brottför frá Umferðamiðstöðinni kl. 9 árdegis.

Ekið verður sem leið liggur um Selfoss að Búrfelli. Þar er gagnvirk orkusýning í gestastofu, og kostur á léttum veitingum.
Síðan verður eftirtalið skoðað: Vindmyllur á Hafinu – Sultar-tanga¬stöð – Búðarhálsvirkjun Hrauneyjafossstöð – Sigöldustöð – Vatns¬fellsstöð – Hrauneyjar.

Viðstaða verður lengst í Búrfellsstöð enda er hún eina mannaða aflstöðin og þar eru skoðunarferðir í boði. Miðdegisverðaráning verður í Hrauneyjum. Þátttakendur komi með eigið nesti í ferðina.

Næst er ekið í Árnes og þar skoðuð Þjórsárstofa sem er áhugaverð upplýsingamiðstöð. Þar er hægt að fá veitingar. Þá verður komið við í Skálholti og dómkirkjan skoðuð. Kvöldverður í Hótel Eddu á Laugarvatni. Ekið heim um Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði.Brottför frá Umferðamiðstöðinni kl. 9 árdegis.

Ekið verður sem leið liggur um Selfoss að Búrfelli. Þar er gagnvirk orkusýning í gestastofu, og kostur á léttum veitingum.
Viðstaða verður lengst í Búrfellsstöð enda er hún eina mannaða aflstöðin og þar eru skoðunarferðir í boði. Miðdegisverðaráning verður í Hrauneyjum. Þátttakendur komi með eigið nesti í ferðina

Næst er ekið í Árnes og þar skoðuð Þjórsárstofa sem er áhugaverð upplýsingamiðstöð. Þar er hægt að fá veitingar. Þá verður komið við í Skálholti og dómkirkjan skoðuð.

Kvöldverður í Hótel Eddu á Laugarvatni. Ekið heim um Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði.

31. suf
9.-11. ág.
2013
31. sumarferð FKE 9.-11. ágúst 2013

9. - 11. ágúst 2013 >> Þriggja daga ferð um Dali og Strandir

Músaðu á myndina!
Þá kemstu
inn á
mynda-
vef
Kristjáns
Sigfús-
sonar

!!

Myndir Kristjáns Sigfússonar

Músaðu á myndina til sjá þær allar á myndavef Kristjáns


Hópurinn á heimleið við kirkjuna í Skarði
Mynd: Kr.Sigf.

Laugardag ekið vestur í Dali. Komið við á Eiríksstöðum í Haukadal. Ekið um Hlíðina fríðu út á Reykjanes að Reykhólum og út á Stað. Á Reykhólum er verksmiðja sem framleiðir ýmislegt úr sjávargróðri, þar er hlunnindasýning og bátasafn. Þetta verður skoðað eftir föngum áður en haldið verður í náttstað í Bjarkarlundi og á Reykhólum.

Sunnudag farið um Þröskulda (Gautsdal og Arnkötludal) og Hólmavík og sem leið liggur í Norðurfjörð, um Bala, Kaldbaksvík, Djúpavík og Gjögur. Kaffiveitingar í Norðurfirði og svo ekið aftur í náttstað í Bjarkarlundi og á Reykhóla. 

Sunnudag haldið heim til Reykjavíkur um Skarðsströnd, fyrir Klofning og inn Fellsströnd.  

30. suf
10. júlí
2013
30. sumarferð FKE 10. júlí 2013

10. júlí 2013 >> umhverfis Tindfjöll

Ekið um Suðurland austur að Keldum á Rangárvöllum. Þaðan farin Syðri Fjallabaksleið (F210). Hjá Laufafelli er farið á vaði yfir Markarfljót. Leiðin liggur hjá Álftavatni, um Hvanngil og Emstrur, hjá Einhyrningi á Markarfljótsaura og vestur Fljótshlíð á Hvolsvöll þar sem snæddur verður kvöldverður.

29. suf
12.-14. ág
2012

 

Músaðu
á
myndina
til að sjá
allar

 

29. sumarferð FKE 12 ágúst 2012

12.-14. ágúst >> Snæfellsnes og Breiðafjörður


Myndir tók Kristján Sigfússon - músaðu á myndina til að sjá allar.

Kristján sendir kveðju sína með þökkum
"fyrir samveruna þessa dásamlegu daga í ágúst 2012"
og opnar okkur aðgang að myndasafni sínu úr ferðinni.

28. suf
11. júlí
2012

 

 

 

Músaðu
á
myndina
til að sjá
allar

28. sumarferð FKE 11. júlí 2012

Dagsferð: Reykjanes og Suðurstrandarvegur

Myndirnar tók Skúli Jón Sigurðarson.
Músaðu á myndina til að sjá allar.


Við Reykjanesvita. Horft vestur úr hlíðum Valahnúks til klettsins Karls.

Ekið var um Reykjanesið og síðan austur eftir nýja Suðurstrandarveginum.
Kvöldverður var snæddur á Eyrarbakka.

27. suf
21.-23.
ágúst
2011
27. sumarferð FKE dagana 21. - 23. ágúst 2011

Þriggja daga ferð í Þingeyjarsýslu
Gist tvær nætur á Narfastöðum.

Myndirnar tók Kristján Sigfússon.
Músaðu á myndina til að opna myndasafnið hans Kristjáns úr þessari ferð.


Músaðu á myndina til að sjá þær allar

Athugaðu!!
Aðgangsorðið er nafnið hans Kristjáns í lágstöfum -
svona >> kristjansigfusson

26. suf.
12. júlí
2011

100
fóru
góða
ferð

26. sumarferð FKE 12. júlí 2011

Dagsferð til Vestmannaeyja


Myndirnar úr ferðinni tók Skúli Jón Sigurðsson

Ekið var austur sveitir til Landeyjahafnar. Þátttakendur og hópbílarnir fóru með ferjunni út í Eyjar þar sem ekið var um og skoðað undir leiðsögn heimamanna.

Síðdegis var aftur haldið til baka í Landeyjahöfn og ekið á Hvolsvöll í hátíðarkvöldverð.

Heim var komið fyrir kl 23 eftir frábæra ferð.

25. suf.
18. ág.
2010
25. sumarferð FKE 18. ágúst 2010

Dagsferð í Veiðivötn

 


Músaðu á myndina til að fá aðra stærri - og læsilega!

Ekið austur sveitir, um Þjórsárdal og Hrauneyjar í Veiðivötn.
Eftir skoðunarferð um vötnin haldið heim á leið
og kvöldverður snæddur í Rauða húsinu á Eyrarbakka.


Myndir Huldu Jóhannesd. - Þaðan er einnig vísað til mynda Kristjáns.


Húsin við Tjaldvatn í Veiðivötnum - Mynd: Kristján Sigfússon
Músaðu á myndina til sjá allar hans myndir úr ferðinni.

24. suf.
11.-13. ág.
2010

 

Hér
sérðu
myndir
Huldu
Jóhannes-
dóttur
úr
ferðinni

24. sumarferð FKE dagana 11. - 13. ágúst 2010

Þriggja daga ferð um Skagafjörð, strendur og dali


Við hina svonefndu Eyvindartóft á Hveravöllum.

 


Músaðu á myndina til að fá aðra stærri - og læsilega!

Fyrsta daginn er ekið um Kjöl til Hveravalla og áfram í Skagafjörð
þar sem gist var á Bakkaflöt og Steinsstöðum.

Músaðu á myndina til að fá aðra stærri - og læsilega!

Annan daginn ekið til Hóla, út á Siglufjörð og
um göngin í Héðinsfjörð og til Ólafsfjarðar.
Til baka um Lágheiði.

Þriðja daginn farið vestan megin út með firðinum og fyrir Skaga.
Eftir ýmsar skoðanir haldið heim um Holtavörðuheiði.

Hinrik
Bjarnason:

Vegaljóð

Vegaljóð í sumarferð 11.-13. ágúst 2010


Hinrik Bjarnason á góðri stund

Hver og einn ferðalangur semur sín vegaljóð þó ekki sé fyrir aðra förunauta en þann sem sífellt er honum samferða, hugsun sína. Sumir tjá vegferðina í þeim miðli sem þeir eru handgengnastir, aðrir geyma vegaljóð sín í handröðum hugskotsins.

Þegar best lætur eru vegaljóðin dýrmætur skáldskapur.
Við megum vera hæstánægð ef okkar vegaljóð teljast viðunandi kveðskapur.

1. dagur

Hólmfríður Gísladóttir var fararstjóri og dró hvergi af sér í hlutverkinu, lýsti strax næmum skilningi á tilurð vegaljóða, varaði við náttúruhamförum sem einatt yrðu á tímum hennar ferða og sagði svo frá grafstæði Ingólfs og hans tryggasta förunautar.

Ekki er vafi að vísurnar
verða margar í ferðinni,
en skyldu þær hafa, skvísurnar,
skemmtun af ljóðagerðinni?

Hólmfríður segir hiklaust frá.
Hún er fróð og mælsk að vonum,
en í bíl með henni búast má
við bölvuðum jarðskjálftunum.

Uppá fjalli eina þúfu leit ég:
Ingólfur varp hund sinn möl og sandi.
Enga gröf nær almættinu veit ég
æsum falda hér á Suðurlandi.

Eftir þægilega ferð um mjúka vegi í blómlegum uppsveitum Árnessþings var ekið á óblíðum slóðum Kjalvegar um ægifagran bláfjallageim. Einnig hér bar á góma kynlegar greftranir, óttast var um örlög bílsins og minnisrýr vegaskáld fundu til skráningaróþæginda.

Ætti ég betri brauta völ
og byðist ferð um veginn
myndi ég ekki keyra Kjöl
Kerlingarfjallamegin.

Stígvél áttu ögurstund
eftir gösl í hyljum.
Þau hefur einhver heygt sem hund
hér í Bláfellsgiljum.

Þæg er ´ún ekki, þessi slóð,
þýðir samt lítt að vola.
Vegurinn kyrjar kynleg ljóð.
Hvað skyldi rútan þola?

Fegurð jöklanna fagnar blítt.
Fínleg og blá er hlíðin.
Slóðin er bæði grá og grýtt.
- Góð er samt blessuð tíðin.

Kveðskapur er kynlegt sport
og kannski von að litlu skili
hyggja þeir, sem hafa ort
og hneppt á blað í rútu á Kili.

Allt tekur enda, vötn tóku að renna í norður og degi að halla.

Falla vötn úr fjallasal
um fagra veröld norðan heiða.
Nú er bjart í Blöndudal
og blíðar stundir hugann seiða.

Eftir grýtta ferð um fjöll
fannst oss til um grænan svörðinn.
Hér er dagleið okkar öll
- indælt að líta Skagafjörðinn.

2. dagur

Vegaskáld áttu indæla kvöldstund og nótt á höfuðslóðum hestamanna og minntust þess að morgni um leið og rakið var atferli Sturlunga og Ásbirninga.

Þykkari en þelmjúk ull;
þær eru stóðhests virði.
- Neista eins og norrænt gull
nætur í Skagafirði.

Á Flugumýri feyktu glóð
fantar og vígahanar.
- Ásbirningum eyddu blóð
eyfirskir talíbanar.

Fussum svei – í fúlan pytt
fari þeir og veri,
en Gissur faldi greyið sitt
geymdur í sýrukeri.

Yfirþyrmandi sagnaveldi Hólastaðar og örlagasaga vesturfaranna olli kviðlingatregðu, aftrámóti var það huggun að telja sig geta rakið ættir til kirkjunnar þjóna.

Hólar, Kolka, Hofsósbær,
- hvar skal byrja, enda?
Úti gerist úfinn sær.
Engar stökur lenda.

Hér fundu löngum fljóð og synir
funheitt lífið á sér bresta.
Eg er eins og allir hinir,
afkomandi Hólapresta.

Það grillti í Grímsey, svo var ekið inná torg safnabæjarins Siglufjarðar; þar áttu ýmsir falinn hluta af sinni fortíð á plani, verksmiðjum, í bröggum, samkomustöðum og Hvanneyrarskál. Einn hápunktur ferðarinnar var samt aksturinn gegnum fjallið til Héðinsfjarðar og eftir það var sæmst að kveðja Sigló. Margir mundu þar góða félaga frá fyrri tíð og vegaskáldi var vestfirskur vinur efst í huga.

Síldin kom og síldin fór,
sú var öllum nokkurs virði,
en nú er ekki svartur sjór
af síldinni í þessum firði.

En veröldin fær vænni sýn
og verður meira virði
sjáirðu hvernig sólin skín
á sjóinn úr Héðinsfirði.

Við köstum Sigló kveðju á
frá kærum, gömlum vini.
Já, höfðingleg voru heimboð hjá
Hauki Magnússyni.

Síðan lá ferðin í náttstað við upprifjun á lífi manna, huldufólks og trölla allt frá landnámi til okkar daga.

Flókadalur er falin byggð
sem fæstir trúi ég þekki,
því landneminn sýndi litla tryggð
og lofaði dalinn ekki.

Hegranesið hýsir margt af huldum vættum.
Álfkonum við áðan mættum
við Utanverðunes í gættum.

3. dagur

Að leiðsögumanni frátöldum er aðeins einn samferðamaður nafngreindur á þessari vegferð. Það er konan Guðríður Þórhallsdóttir, sem strax við fyrstu kvöldmáltíð fann að því undir forréttinum að ekki væri um sig kveðið.

Veraldargengið er valt og grátt
og vafalaust margur á kúpunni,
en Guðríður lifir í góðri sátt:
Guð, það er vísa í súpunni.

Um tíma lá það orð á að Guðríður/Dúdda væri vond með víni, en þetta reyndist erfitt að sanna eða afsanna vegna bindindis konunnar. Samt var álitið að tæpt hefði staðið að kveldi 2. dags.

Í sumarkæti sólin skín.
Syngur við náttmál dagsins gleði.
Af glasi Dúdda drekkur vín,
- dýrmætt orðspor er í veði.

Heimferðardagurinn var í fyrstu votur en stytti upp á Króknum. Það gætti tilbreytingarlítillar bjartsýni í ferðinni fyrir Skaga og velvildar í garð landsins vætta.

Morgunn vermir vota jörð,
vefur þoka tinda.
Fela skúrir Skagafjörð,
skóga, tún og rinda.

Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Krókurinn liðin saga.
Varla mun okkur verma sól,
- við skulum halda á Skaga.

En þótt ég sé klæddur og kominn á ról
og Kristur veiti mér eilíft skjól,
þá tilgreini ég við Tindastól
að tröllin eigi þar friðarból.

Nokkur veðrabrigði urðu við komu í Húnaþing, ferðalangar skynjuðu ferðalok og tímabært að ljúka klastri kviðlinga.

Leiðarendaljóð

Það birtir í lofti og blítt umkring
blankalogn vefur Húnaþing.
Hallbjörn kallar fram kántrýbönd
í Kántrýbænum á Skagaströnd.

Víst mun hann kveða vegaljóð,
um vonir og kúrekans ástarglóð,
um svikular meyjar, sorg og nauð,
um sálarháska og daglegt brauð.

En vestur á bóginn víkja skal
og vekja á Þingeyrum annað tal.
Á þeirri blessun er þörfin rík
og þaðan er áfanginn Reykjavík.

Lýkur þar ferð um landsins fjöll,
um ljúfar sveitir með gróinn völl.
Jafnt grýttir stígar og gullin slóð
geyma svo okkar vegaljóð.

23. suf.
23.-25. ág.
2009

Myndir

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar

 

 

23. sumarferð FKE 23.-25. ágúst 2009

Þriggja daga ferð í Öskju


Í mynni Drekagils

Ferðaleiðin norður

 

22. suf.
12. ág.
2009

Dagsferð um Suðurland
21. suf.
27. ág.
2008

Myndir

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar

 

21. sumarferð FKE 27. ágúst 2008

Dagsferð um Snæfellsnes


Stykkishólmshöfn

20. suf.
14.-16. ág.
2008

Myndir
vantar
!!

20. sumarferð FKE dagana 14. - 16. ágúst 2008

Þriggja daga ferð um Kjöl og Norðurland

19. suf.
13.-14. ág.
2008

Myndir

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar

19. sumarferð FKE dagana 13. - 14. ágúst 2008

Tveggja daga ferð um Fjallabak og í Lakagíga


Fagrifoss í Geirlandsá

18. suf.
22.-23. ág.
2007

Myndir

Músaðu
á
myndirnar
til að
sjá þær
allar

 

18. sumarferð FKE dagana 22. - 23. ágúst 2007

Tveggja daga ferð um Þingeyjarsýslu


myndir ferðarinnar tók Hulda Jóhannesdóttir


Höfnin á Húsavík

17. suf.
14.-17. ág.
2007

Myndir

Músaðu
á
myndirnar
til að
sjá þær
allar
 

17. sumarferð FKE dagana 14. - 17. ágúst 2007

Fjögurra daga ferð um Vestfirði
myndir ferðarinnar tók Hulda Jóhannesdóttir


Á Bolafjalli


Á leið út í Jökulfirði


Látrabjargbúinn

Gleðikveður:

Bjarni Aðalsteinsson:

Ef að nú í eftirlaun einn fimmeyring ég fengi,

Hinrik Bjarnason:

Íhuganir

Bjarni
Aðalsteinsson

Gert
í
Vestfjarðaferð
FKE
2007

Ef að nú í eftirlaun

Ef að nú í eftirlaun einn fimmeyring ég fengi,
þá færi ég með Hermanni í aðra svona ferð,
því minningar úr svona reisu endast afar lengi,
eins og þeirri um Vestfirði, sem hér og nú er gerð.

Og þér, minn kæri Emil, við þökkum leiðsögnina.
Þekking þín er staðbetri en vitleysan í mér.
Og ástarþökk hann Reynir fær – frá öllum væntanlega,
Af öryggi og snilld hann þræðir vegi sem hann fer.

En nú á dögum fimmeyringi finnst hann stundum bara
svo fjarskalega lítill og skynjar vanmátt sinn.
Notum hnn með gætni því nú er þörf að spara,
því næst skal fara á heimsenda fyrir afganginn.

Hinrik
Bjarnason

úr
Vestfjarðaferð
FKE
14. – 17.
ágúst
2007.

Nokkrar íhuganir
Fyrsti stans var við uppkomu undan Hvalfirði, Akrafjallsmegin. Þar bættist í hópinn síðasti ferðafélaginn, en í hlíðinni undi sér blesóttur hestur í blessuðu blíðviðrinu.

Sá ég með hömrum fljúga fýl.
Fallega pissar Blesi.
- Hér kom Ólína inn í bíl
utanaf sínu nesi.

Sveitirnar voru umvafðar sólskini og sögum fornum og nýjum. Ýmsir gripu til gullakistunnar, meðal annars Hólmfríður, sem minntist ættmenna sinna í byggðunum.

Sólin skín á Skessuhorn,
skýlir kennileitum,
og Hólmfríður rekur fræði forn
um frændur hér í sveitum.

Ættarböndin rýmkuðust uns þau náðu til tröllkvenna, nytjastráka þeirra og örlagaríkra sjóferða.

Við Þorgerði er bundin brák
sem burt má ekki rífa
þótt komi af fjöllum köll frá strák.
- Köld er sjávar drífa.

Þegar nær dró fjallvegum varð umræða um klæðaburð í Borgarfirði, einkum buxnaleysi.

Eftir því hér einhver tók
(sem ekk´er lítils virði)
að ekki nota allir brók
uppí Borgarfirði.

Á þessum slóðum kölluðu brókarumræður á hugrenningatengsl.

Æskunnar við greiddum gjöld
gleðin þó að sjatni.
Ung við reistum okkar tjöld
uppá Hreðavatni.

Eftir því sem ofar dró og nær skilum milli Suður – og Norðurlands urðu frásagnir nöturlegri af vondum veðrum, erfiðri vegagerð, illvígum draugum og þreytandi landslagi.

Fé að naga, fáein ber,
fátt sem gleður auga.
Holtavörðuheiðin er
heimur ótal drauga.

En í Hrútafjarðarbotni urðu landsgæðin aftur rík í minningunni, bæði afurðir búfjár og englaraddir símastúlknanna, þeirra er voru á Brú.

Í Hrútafjörðinn hringdi fólk.
Þá hreif oss símans ljómi.
Sótt var hingað sauðamjólk
og sýrður nautarjómi.

Eins og oft vill verða var kaldrani um Hrútafjörðinn utanverðan.

Hryssingur og hráslagi um Hrútafjörðinn.
Fáleg eru fjallaskörðin,
fífan sest á melabörðin.

Ekki tók betra við er norðar dró.

Sögð er vera sól og hiti suðrí löndum.
Öðruvísi er allt á Ströndum,
enda mörgum kalt á höndum.

Heldur hlýnaði ferðalöngum þó í Steingrímsfirði, einkum vegna hinna pólitísku hitaeininga í nafninu.

Steingrímsfjörðin stóran, víðan strax við könnum.
Er hann byggður einkum sönnum
óháðum og vinstri mönnum.

Svo var komið í Djúp. Umræða um orðsins list tók flug er minnst var bræðranna Hjartar og Aðalsteins Kristmundssona.

Þó að Djúpmenn vísast vel
vandi sínar ræður
þeirra fremsta trútt ég tel
Tyrðilsmýrarbræður.

Eftir langan dag var komið í náttstað á Ísafirði. Morgunúttekt á kvöldi og nótt var fljótgerð.

Út hér sváfu allir rótt,
eymd og lúi farin,
enda höfðu ýmsir sótt
orkuskammt á barinn.

Enn minntust ferðamenn horfinna félaga, atgervis þeirra og æskuslóða; ekki getur slíkur hópur farið um Hnífsdal og Bolungavík án þess að hugsa til Hákonar Magnússonar.

Váleg eru vesturfjöll.
Víst býr í þeim drákon
sem og hetjur, hatröm tröll.
Hérna fæddist Hákon.

Útsýni af Bolafjalli var eins og af þaki heimsins í himneskri morgunstillu; þó grunaði ýmsa að gamanið gæti gránað.

Brött er slóð en bjart er þak á Bolafjalli,
Trúi ég vondir vindar kalli
vítt um björgin, stall af stalli.

Bolvíkingar við fjallsræturnar höfðu tekið þessa viku frá til þess að berjast á virkan og nærtækan hátt við fólksfækkun í fjórðungnum.

En niðrí víkum nærist fólk við nægtabrunna.
Vífum mega virðar unna
vikuna þessa – ef þeir kunna.

Ekki var þó talið tilefni fyrir hópinn að blanda sér frekar í hátíðahöld staðarfólks, en sumir vildu þó sýna lit með heimsókn á safn.

Ástarvikan ennþá hlaut
undir að standa nafni,
og margur hennar nokkuð naut
á náttúrugripasafni.

Nú tók við einn af hápunktunum: Hesteyrarferð. Farkosturinn var gott skip, þó voru önnur stærri og meiri nálæg í höfninni. Einhver hélt því fram að Haukur Ísfeld hefði spurt um barinn í gleði sinn, en það var lygi.

Við Bremen kafaði kópurinn,
kræsingar geymir þarinn.
Til Hesteyrar stefndi hópurinn.
- Haukur var kominn á barinn.

Á Hesteyri reyndist drjúpa smjör af hverju strái og seðjandi, gleðjandi og græðandi jurtir um allar fjörur, bakka og brekkur. Þessu til viðbótar meðtóku gestir rabarbaragraut, rúgbrauð, pönnukökur og harmóníkkuspil.

Hesteyrar ég hugsa til,
hægir á öllum þrautum.
Sumarlangt ég sitja vil
og svelgja ber úr lautum.

Ef mér skyldi aukast þraut
et ég brúnan þara
til bættrar heilsu, og borða graut
úr blessuðum rabarbara.

Ofan á allt annað upplýstist að höfuðjurt staðarins kvað vinna gegn gleymsku, nokkuð sem snerti taug hjá ýmsum er mundu gleymni sína,
en birgðasöfnun var talin myndi sæta hindrunum.

Eflaust þá er sagan sönn
sem þú munað getur:
Etirðu mikið magn af hvönn
manstu stórum betur.

Víst er þessi saga sönn,
sögð um gest, er skar upp hvönn
á Hesteyri, hundrað sekki.
Sinnti hvorki um boð né bönn,
bar til skips, en leið þar önn:
Farmrými fékk hann ekki.

Sjóferðir Hafsteins og Kiddíar skiluðu hvanngrænum ferðalöngum aftur til Ísafjarðar á bullandi lensi, en heldur var kælan svöl.

Um það ríkir alger sátt
enda lítill vafi
að nöpur er þessi norðanátt
norðan úr ballarhafi.

Í Dýrafirði blasti Haukadalur við handan fjarðar af hlaðinu á Núpi.

Horfi ég inn í Haukadal,
heilsa gömlum vini
heima í þessum sólarsal:
Svavari Helgasyni.

Reksturinn á hinu veglega skólasetri mátti muna sinn fífil fegri og virtist æði fábrotinn.

Gerðum á Núpi stuttan stans,
standa þar brattir hamrar.
Í virtasta skóla vestanlands
virðast helst reknir kamrar.

Hér sem annars staðar var á takteinum arfur sagna og munnmæla um menn og skepnur.

Kýrin Sæunn synti fjörð,
síðar náði burði,
átti mektarævi á jörð
ásamt Sigga skurði.

Leiðsögumaðurinn Emil hlaut sitt uppeldi á þessum slóðum og meðtók ungur fræðslu um margvísleg lífsins gildi.

Emil kynntist ungur sveinn
við upphafið á hjúskap
gildi þess að ganga beinn
að glórulausum búskap.

Annar nafngreindur samfélagsþegn byrjaði að beygja sinn krók á þessum slóðum, og var talið að hans gæti beðið nokkur starfsframi hjá afa sínum.

Snemma beindist hugur hans
helst að starfi fínu:
Ólafur Ragnar átti sjans
ungur í bensíninu.

Heiðarnar eru háar, brekkurnar brattar og léttir þegar þær eru að baki.

Hrafnseyrar – er heiðin há,
hættum stráð um veginn.
Eftir henni engir sjá
Arnarfjarðarmegin.

Þegar sást til Bíldudals minntist einhver á að eini Bílddælingurinn í ferðinni hefði verið talinn morgunsvæfur í æsku; þetta var strax borið til baka.

Kveðið skal nú hátt um hal,
Haukur nefndur var hann.
Í barnæskunni á Bíldudal
býsn af hrútum skar hann.

Áð var við eina veitingastað staðarins sem var þessu flóði viðskiptavina nokkuð óviðbúinn. Lítið sást til staðarfólks; einhverja langaði að tjútta.

Það er bjart um Bíldudal.
Þar beljar Jón með rokki snjöllu.
Hér er fátt um hrund og hal,
en hér gefst svöngum ein með öllu.

Ýmsar athugasemdir sem fæstar eru eftir hafandi voru gerðar við ofanverð fjöllin á suðurfjörðunum.

Urð og möl og aftur grjót,
einnig klettar, skriður.
Sumum þykir leiðin ljót,
- hún liggur upp og niður.

Síðustu gististaðir voru Breiðavík og Patreksfjörður. Gestir í Breiðuvík létu vel af sínu viðurværi og ein sæmdarkona bauð vinum náttverð í íbúð sinni.

Nóttin vefur nyrsta haf,
njóta húmsins dróttir.
Melónu sínum gestum gaf
Guðríður Þórhallsdóttir.

Leiðir höfðu legið um slóðir margra nafnkunnra vegagerðarmanna; tveir skulu nefndir, Þorsteinn Ólafsson og Magnús í Botni. Magnús er horfinn en Þorsteinn var með í ferðinni, taldi af sínu lítillæti fráleitt að ferðin hefði að verulegu leyti verið farin á hans vegum. Auk vegagerða var Þorsteinn kennari en Magnús farandkaupmaður.

Magnús í Botni marga slóð
mokaði, tróð og ýtti.
Seldi glaður sinni þjóð
sykur, mjöl og kítti.

Sú athyglisverða kenning var kynnt að Þorskafjörðurinn væri kenndur vi þurrk, en ótengd var sú kenning frægasta syni fjarðarins.

Í Þorskafirði þjóðskáld óx úr þurru grasi.
- Mig langar til að lyfta glasi
til lofs og dýrðar Matthíasi.

Er hér var komið sögu var náð slóðum fyrri ferða og minni þörf athugana og skráninga, uns þar kom að slá mátti botninn í á viðeigandi stað.

Af forsjálni var ferðin gjörð.
Fín var blessuð tíðin.
Nú er bjart um Borgarfjörð
og búin vísnasmíðin.

16. suf.
23. ág.
2006

Allar
myndir
úr
ferðinni
eru
hér
!

 

16. sumarferð FKE 23. ágúst 2006
Hópferð úr Reykjavík vestur í Dali - leiðsögumaður Jón Hjálmarsson.
Skoðaðu allar myndirnar í myndafrásögninni inni á myndavefnum.

Haldið var frá Reykjavík árla morguns og ekið um Bröttubrekku í Búðardal og áfram í Sælingsdal. Hjá hinum sögufræga Tungustapa var haldið um Svínadal yfir á Skarðsströnd

og skoðuð kirkjan á Skarði. Þaðan var haldið að Eiríksstöðum í Haukadal.

Nokkrar
íhuganir
úr
ferð
FKE
í
Dali
Dalakútur - 23. ágúst 2006


Hinrik Bjarnason
gladdi þátttakendur í hendingum og hrynjandi
- eins og honum er tamt:

Í upphafi olli það Hermanni formanni nokkrum vonbrigðum hve bókunarefndir félaga reyndust stopular.

Loforð sem menn létu í té
lítils reyndust virði.
- Betur Hermann heimti fé
á haustin í Berufirði.

Við ókum um mýrlendi uppfrá járnblendi; sú mýri er örlagasvæði í Íslandsklukkunni.

Kóngsins böðul karl frá Rein
kvaldi í mýrlendinu.
Hér eru bú á grænni grein,
græða á járnblendinu.


Svo kemur í Mýrasýslu, land sagna og reiðlistamanna.

Út á Mýrar ökum við,
út í fen og rosa.
Hérna æxlast Egils lið
innanum merar Flosa.


Í Kolbeinsstaðahreppnum var dumbungur, á æskuslóðum Helga Jónassonar.

Þótt ekki lýsi árdagsglóð
ei við munum hörfa,
enda er þetta ættarslóð
öðlingsins frá Jörfa.


Álftafjörðurinn bar nafn með rentu.

Syndir í logni svanahjörð,
senn mun langflug þreyta.
Ekið var um Álftafjörð
er með sann skal heita.


Leiðin um Skógaströnd fannst sumum löng og tilbreytingarlítil.

Fell og móar, flæðilönd,
fúamýrar, hólar, björg.
Ekki er skömm að Skógaströnd
en skelfing eru holtin mörg.


Á þessu svæði urðu tilvísanir í dalaskáldin tíðar og sjálfsagðar.

Jóhannes úr Kötlum kvað
kátt um fjallasali
og víst þykir mér vænt um það.
- Við erum komin í Dali.


Sambandsleysi var milli ferðabílanna tveggja, sem orsakaði óhæfilegar kröfur til hins frábæra leiðsögumanns, Jóns R. Hjálmarssonar.

Þó að Jón minn hafi hátt
og hvergi geri víla
nær það ekki nokkri átt
hann nái milli bíla.

Svo vorum við þá komin í Búðardal þar sem beið listagóð súpa og þar sem sönglist er einkum iðkuð undir einu lagi.

Er ég kem heim í Búðardal
bíður mín súpa þar
sem ég veit að verður gott að smakka.
Sötra mun allur hópurinn.
Sætt lúrir kópurinn.
Allt er þetta Hermanni að þakka.

Ágætismatur, en borðhald tvískipt svo nokkur tímaröskun varð.

Í magann fengu flestir nóg,
fáir lágu í valnum.
Seinétin varð súpan þó
sumum í Búðardalnum.


Tvær samferðakonur, ferðafélagar úr hringferð fyrr í sumar, bentu á nauðsyn þess að halda til haga minnisverðum upplýsingum sem þar voru gefnar af Sveini, yfirbílstjóra. Hann er afbragðsmaður til orðs og æðis, enda Austfirðingur, og meðal annars það gefið að geta útskýrt flókin atriði, hvort sem er í líffræði eða véltækni, á mannamáli sem höfðar til hvers og eins.

Um Austurlandið ekur Sveinn
afskaplega fimur.
Með honum er alltaf einn
ótrúlegur limur.


Í Sælingsdalslaug var áð og borðað í afargeðslegu hæglætisumhverfi. Þar minntumst við þeirra tíma er félagi vor, Ólafur Jensson, stýrði menntamálum á staðnum.

Hér var áður glaumur, glens
og gæðastand á taugum,
enda var þá Óli Jens
allsráðandi á Laugum.


Laxdæla, magnþrungið ævihlaup og örlög hennar fólks, stóð Jóni R. og áheyrendum hans hjarta nær.

Ástarstandið einlægt er
ógnarþunga vafið.
Laxdælufólkið lagt var hér
lágt í mold – og grafið.


Við vorum loks á slóðum skáldsnillingsins frá Hvítadal.

Svanir fljúga hratt til heiða,
haustsins leið í skýjum valin.
Á götu sé ég löngun leiða
ljóðasmið um Hvítadalinn.


Svo lá leið framhjá Staðarfelli. Saga staðarins var rifjuð upp en enginn bað um að fá að verða þar eftir.

Hér hefur margur brotið blað
og byrðum lyft frá velli,
en hratt við förum fyrir það
framhjá Staðarfelli.


Það var orðinn viðsnúningur og haldið heim á leið.

Fagurt er í fjallasal
í ferð á meðal vina.
Frá Ballárfjalli í Búðardal
ber oss um Fellsströndina.


Minningu Auðar djúpúðgu var haldið kristilega til haga.

Auðar stendur á kletti kross.
Kristur steininn blessi.
Undir klettinum kljást svo hross.
- Kyndug er vísa þessi.


Tveir stórmerkir áningarstaðir biðu, Eiríksstaðir og Munaðarnes. Á þeim fyrri beið stórmerk upprifjun sögunnar, á þeim síðari steik með öllu tilheyrandi. Mátti ekki á milli sjá hvort vakti meiri óþreyju í hópnum og í anda þeirrar tilhlökkunar verður hér sett spons í dalakút.

Fórum Klofning, langri leið
lukum við með hraði
og brautin liggur bein og greið
beint í Eiríksstaði.


En þaðan varð að fara fljótt.
Firn hvað tíminn líður.
Á Munaðarnes er miðað skjótt.
Munum að steikin bíður!


Hinrik Bjarnason

15. suf.
16.-18. ág.
2006

Allar
myndir
úr
ferðinni
eru
hér
!

15. sumarferð FKE dagana 16. - 18. ágúst 2006
Hópferð úr Reykjavík til Akureyrar þar sem norðanmenn bættust í hópinn til ferðar á Kárahnúka og um Austfirði og Suðurland til Reykjavíkur. Leiðsögumaður Jón Hjálmarsson.
Veðrið var aldeilis frábært alla ferðardagana og það skilar sér vel í myndafrásögninni inni á myndavefnum.

 
Aldeyjarfoss þar sem Skjálfandafljót hefur brotist


gegnum stuðluð berglög.

Fyrsta daginn var ekið austur í Árnessýslu og upp í Hrauneyjar. Þaðan var haldið inn í Nýjadal sem er í miðju hálendi Íslands. Þaðan var farið um Sprengisand í Bárðardal og skoðaðir Aldeyjarfoss


og Goðafoss í Skjálfandafljóti.

Gist var á Stóru-Tjörnum og á Akureyri.


Næsta dag var leiðin lögð um Möðrudal


og farið hjá Sænautaseli á Jökuldalsheiði

á leið í Kárahnúka. Þaðan var ekið að Skriðuklaustri og síðan gist á Eiðum.


Heimleiðin lá suður Austfirðina


og um Suðurlandið - hjá Breiðamerkurlóni. Hér eru aðalstarfsmenn ferðarinnar þeir Jón Hjálmarsson leiðsögumaður og Hermann Guðmundsson formaður félagsins.


Haldið var vestu hjá Lómagnúpi


og litið inn í kirkjuna á Núpsstað.

14. suf.
23. ág.
2005

Myndir
úr
ferðinni
norður
Kjöl
og
suður
aftur

*

*

*

*

Myndir
úr
ferðinni
í
Fjörður
og
Flateyjar-
dal

14. sumarferð FKE dagana 23. - 25. ágúst 2005
Hópferð úr Reykjavík til að taka þátt í sumarferðinni frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal

Norður Kjöl


Músaðu á myndina - til að sjá þær allar úr hópferðinni norður - og suður aftur

46 fóru hópferð frá Reykjavík til Akureyrar til að taka þar þátt í sumarferðinni í Fjörður og Flateyjardal. Farið var úr Reykjavík kl. átta og ekið á Þingvöll og svo um Geysi og Gullfoss til Hveravalla á Kili. Þaðan var ekið norður af til Blöndustíflu og þar austur yfir í Skagafjörð og inn í Austurdal og horft til Merkigils og Ábæjarkirkju.

Ferðin í Fjörður og Flateyjardal


Músaðu á myndina - til að sjá þær allar úr ferðinni í Fjörður og Flateyjardal

Vestur um til Reykjavíkur

Morguninn eftir bættust 44 í hópinn á Akureyri í sumarferðina þaðan í Fjörður og Flateyjardal. Leiðsögumenn í þeirri ferð voru þeir snillingar, Valgarður Egilsson sem tók að sér Flateyjardalinn, og Björn Ingvarsson sem annaðist Hvalvatnsfjörðinn. Ferðinni var þannig hagað að meðan helmingur hópsins fór á Flateyjardal fór hinn helmingurinn í Hvalvatnsfjörð og síðan skiptu hóparnir um bíla sem aftur fóru sömu ferð. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður í Grenivík og heima á Akureyri vorum við um klukkan ellefu.


Músaðu á myndina - til að sjá þær allar úr hópferðinni norður - og suður aftur

Á fimmtudeginum 25. ágúst var veðrið dimmt og mikil kalsarigning í byggð með gráum fjöllum og stormviðvörunum og snjókomuspám til fjalla. Var þá horfið frá því að fara Sprengisand eins og áformað hafði verið en leiðin lögð vestur um og suður um Holtavörðuheiði. Í Borgarfirðinu tók Árni Pálsson að sér að gefa okkur sýn listamannsins, Ásmundar Sveinssonar, á verk hans, Sonatorrek, sem stendur við Borg á Mýrum. Heim til Reykjavíkur komum við í glaða sólskini og blíðuveðri eftir afar vel heppnaða ferð.

Stökur
úr
stórri
ferð
Um þessa ferð


Hinrik Bjarnason
gladdi okkur í ferðinni með upprifjun atburða í hendingum og hrynjandi sem hann að lokum tók þannig saman:

Langur akstur í bíl og góðum félagsskap kallar á ýmsar hugrenningar. Svo var um frábæra ferð FKE norður Kjöl, í Flateyjar-
dal og Fjörður og um þjóðveg 1 í vestur til baka, dagana 23. – 25. ágúst 2005.

Þegar í upphafi var veðurútlit óvisst og síðsumarástand á vegum.

Þótt leiðin örg og illfær sé
og eitthvað rign´ í bili
er gleðin söm hjá GÓP
og gamanmál á Kili.

Staðan var metin þannig að allrar aðgátar væri þörf.

Ekk´ er nú á öðru völ
- öllu settar skorður –
en að keyra norður Kjöl
og komast edrú norður.

Staðargleði fólks á ferð ræðst ævinlega nokkuð af uppruna og mægðum.

Lundin kætist, lyftist brún.
það léttir allan vanda
að aka inní Austur-Hún,
yfir grjót og sanda.

Sú er ósk mín ein og best
uppí fjallasalinn
að ferðin berist fyrir rest
fram í Blöndudalinn.

Ekki rætast allar óskir; það var þverbeygt í Skagafjörðinn, en það hafði sínar björtu hliðar.

Hratt um heiðar bílinn ber.
Um bliku ei ég hirði
því hann er á sunnan, sýnist mér,
og sól í Skagafirði.

Bæjarnöfnin minna á félaga og vini sem ekki náðist að heimsækja á æskuslóðum. Einn þeirra var Hjörtur heitinn Guðmundsson.

Að Lýtingsstöðum loks mig bar,
en löngu var þá Hjörtur fallinn.
Fátt er af hans frændum þar
og fæstir virðast þekkja karlinn.

En ætt hans teygðist áður langt, langt inn í landið.

Að veður séu væn og blíð
þarf varl´ að fletta blöðum.
Frændi hans bjó forðum tíð
frammá Skatastöðum.

Leiðin lá um ótrúleg dalalönd, klifur, skorninga og illfærur, hin fornu óðul Móníku og hennar samtíðarmanna. Þar kom að lokum í Austurdal að leiðsögumanni varð örlítill fótaskortur á tungunni í yfirgripsmikilli yfirferð.

Fagurt er í fjallasal
og fjöldamargt að sýsla.
Nú hef ég verið í Vesturdal.
Ég var þar með honum Gísla.

Þarmeð lauk kveðskap hins fyrsta ferðadags. Daginn eftir var veðrið heldur grárra, á Akureyri. Ferðalangar mátu stöðuna með blöndu af veðurkvíða og minningum.

Hér er suddi, sólarlaust
og sennilega gjóla.
Nú er komið norðlenskt haust.
Nú fara börn í skóla.

Það breytti þó engu um bjartsýnina né óbilandi tiltrú á Sveini okkar Sigurbjörnssyni.

En líklega þó léttir til,
líklega skín í vörður,
og bílstjórann ég biðja vil
að beina leið í Fjörður.

Aðbúnaður á Akureyri hafði reynst ákaflega góður og fólk sofið mikið og vel.

Mér verður í geði glatt
er góða frétt ég heyri:
þau segjast hafa sofið hratt
sum á Akureyri.

Á akstri út með firði var þess minnst að í landnámi Helga magra voru fleiri skáld borin en Davíð.

Fjörðurinn Eyja, fjöll og börð,
af fjörum og víkum skorinn.
Hér dafnaði snemma drottins hjörð.
Hér var drengurinn Hjálmar borinn.

Nýr og framúrskarandi leiðsögumaður hafði bæst í hópinn, Valgarður Egilsson, fádæma staðkunnugur og ættfróður, benti m.a. á þær sauðfjárhjarðir málsmetandi stjórnmálaskörunga þar sem hægt myndi úr að velja steikur á fæti.

Valgarði býðst að velja kjöt;
vekur það mynd í sinni
af steikinni sem hann fær á föt
frá ættingjum Dals - í mynni.

Áður en við yrði litið var komið fram á grónar lendur Flateyjardalsheiðar og svipmikill gróðurinn kallaði fram jaxlavatnið.

Um heiðarinnar hag ég syng,
hennar lit og berjafláka.
Ó, þú bleika beitilyng,
best í krydd og vítið Áka.

Á langri ævi hlotnast ýmsum mörg ábyrgðarstörf. Svo varð um kviðlingahöfund, sem hvorki taldi eftir sér starfið né samanburð við þekktasta starfsbróður fyrr og síðar.

Að gæta hliða er göfugt og erfitt starf
og geysileg ábyrgð er verkið mönnum setur.
Til sinnu á þessu er sannað löngu að þarf
sérfræðinga á borð við Hinrik og Pétur.

Síðan tel ég sjálfsagt að koma á framfæri einni ágætri vísu, sem Sigurður vinur minn Jóelsson orti um hliðvörð nokkurn:

Opnaði bæði hurðir og hlið
Hinrik af stakri prýði.
Flestum á ævinni lagði hann lið
í lífsins erfiða stríði.

Einnig á Flateyjardal var minnst uppruna gamalla samstarfsmanna, frændanna Hjalta Jónassonar og Arnar Guðmundssonar.

Nú höfum við farið um Flateyjardal
og fetað í spor þeirra Hjalta og Arnar,
en burðugt er ekki bændanna tal,
búin horfin og ættirnar farnar.

Þar kom sögu að hópurinn stóð á ströndinni við ysta haf og varð ekki lengra komist.

Loks er komið á svartan sand,
sýður þar brim við kletta.
Núna hverfur Norðurland,
það nær ekki lengr´ en þetta.

Skálda svæðisins var minnst; það var eftilvill gæfa kynslóðanna hve gönguferðir þeirra voru langar og stundirnar með til að meitla vísur sem lifa eins lengi og hugsað er í hendingum.

Gil hef ég litið giska mörg,
gerðust þar tröllasögur
á leiðum þar sem hún Látra-Björg
ljóðaði sínar bögur.

Ein konan í ferðinni var m.a. komin á ströndina við ysta haf til þess að líta augum nöfnu sína.

Margir hafa Þóru þráð
en Þóra valið bundið.
- Hér hefur Þóra að Þóru gáð
og Þóru sjálfa fundið.

Það leið á dag og hungraðir ferðalangar hugsuðu æ oftar til velframgenginna hjarða ættmenna leiðsögumanns og kvöldveislunnar í Grenivík. En leiðin var torfær.

Til kvöldverðar ég komast vil
með konu uppábúna,
en brúin yfir Illagil
er ekki féleg núna

Allt fór þó vel að lokum, veislan dýrleg og gengu menn nauðugir frá leifðu við borð sem svignuðu undan völdum steikum af vænstu lömbum nafntogaðra Grenvíkinga.

En lokadag ferðar lá ekki leið um Sprengisand heldur þjóðveg 1 og fór því vel á að lokahendingar ferðarinnar væru festar niður á Holtavörðuheiði.


Af hábrún síðustu heiðar

Það líður senn að lokum okkar ferðar
sem lengi verður minnst á góðum stundum,
því víst er að við erum þeirrar gerðar
sem vel mun fagna öllum gleðifundum.
Og þó við ökum óvænt svona að lokum
yfir Húnaþing með stefnu á Vesturland,
er dagaljóst að léttir öllum þokum
um lífsins dularfulla Sprengisand.


Nú hefur Sveinn þá flokknum öruggt ekið,
um þetta land, í fjörð og fjallasal,
og Gísli hefur tilsögn að sér tekið
um tilverunnar grýtta Vesturdal.
það sæmir vel á Holtavörðuheiði
að hylla þessa tvo af hjartans list,
og þó að Hermann heiðurs ekki beiði
skal hann að vísu lenda í sömu vist.


Já, það er satt að fagurt er á fjöllum
og fagur er hver staður sem þú kýst,
því ævi vor er ekki gefin tröllum
og eftir góðir kaflar, það er víst.
En söm er ósk vor, sú er eftir stendur
og silfurbjört hjá hrund og hverjum hal,
að Sveinn oss aka megi um lífsins lendur
með léttum áningum í Möðrudal.

Hinrik Bjarnason

13. suf.
17. ág.
2005

 

Myndir

13. sumarferð FKE
miðvikudaginn 17. ágúst 2005
frá Reykjavík í Flatey á Breiðafirði.

50 manns fóru undir fræðandi og skemmtilegri leiðsögn dr. Árna Björnssonar í Stykkishólm og með ferjunni Særúnu um Breiðafjörðinn, meðal annars út í Flatey. Veðrið var frábært með logni og í Flatey voru hlýindi. Særún gengur 36 km á klst eða sem samsvarar 10 m/sek og það varð gjólan á okkur í logninu á glampandi sléttum sjó undir marglitum himni. 

Músaðu á myndina - til að fá þær allar!

12. suf.
25. ág.
2004

frá
Akureyri
!!

Myndir

12. sumarferð FKE miðvikudaginn 25. ágúst 2004 - frá Akureyri.
Ekið frá Umferðamiðstöðinni á Akureyri í þurru og hlýju ágætisveðri og við vorum 22 saman.

Ekið var suð-vestur Hörgárdal og Öxnadal í Skagafjörð og um Vatnsskarð í Langadal og svo til Blönduóss þar sem snædd var frábær súpa í veitingahúsinu Við árbakkann. Þaðan var haldið kl. 13  og menn gerðu góðan róm að umsögninni:

Súpan var einmitt matur sem magana gleður
og magnaði orkuna hjá okkur, félögum, öllum.
Á Blönduósi er logn og ljómandi veður.
Við leggjum af stað og stefnum að Hveravöllum.

Þeirri stefnu var haldið upp á Kjöl og komið á Hveravelli kl. 15. Þar gengum við um hverasvæðið og skoðuðum uppgert leitarmannahús og fangelsis-minnið um vistir útilegumanna á svæðinu. Við settumst fyrir myndatöku í Eyvindartóft og tókum mynd af Eyvindarhver.

Nú eru Hveravellir komnir úr umsjón Ferðafélags Íslands. Það er Hveravallafélagið sem tekið hefur við rekstrinum og fyrir aðeins kr. 200 fær hver gestur aðgang að allri aðstöðu á staðnum.

Við snæddum nú nestið og tókum lífinu með ró í ljúfu veðri þótt sól væri handan skýja. Síðan runnum við norður heiðar og komumst að því að fyrir aðeins þremur dögum var í Blönduvirkjun hætt að taka á móti gestum sem vildu skoða virkjunina. Þess vegna fórum við í mestu makindum austur yfir Vatnsskarð og í Skagafjörð og hvíldum okkur í þægilegu stofunni í Löngumýrarskóla áður en veislukvöldverðurinn var framreiddur.

Staðarhaldarinn, Gunnar Rögnvaldsson fræddi okkur um staðinn og rekstur hans og sló gítartóna og varð okkur forsöngvari að loknum matnum. Við notuðum svo tækifærið og sögðum ögn hvert af sínu áður en tíminn var sannlega frá okkur fokinn og við runnum austur á Akureyri.

Þangað var komið kl. 22:30 eftir frábæra ferð sem við þökkum hvert öðru hjartanlega fyrir.

11. suf.
18. ág.
2004

Myndir
!!

11. sumarferð FKE miðvikudaginn 18. ágúst 2004.
Ekið frá BSÍ kl. 08 í aldeilis einmuna yndislegu veðri.

Ekið var á tveimur bílum og alls vorum við 108 FKE-félagar á ferð. Stuttur stans var gerður við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en síðan haldið norður um Bolabás og hjá Meyjarsæti, hjá Sandkluftavatni á Kaldadalsleið. Horft var af Langahrygg austan Oks þar sem sést vítt til norðurs og suðurs og veðurblíðan bærði ekki hár á höfði.

Tómas Einarsson var fararstjóri eins og í öllum fyrri ferðum félagsins en það var einmitt hann semkom þessum ferðum á með aðstoð samstarfsmanna sinna í stjórn félagsins árið 1994 og vegna samtengingar bílanna nutu allir leiðsagnar hans. Haldið var niður í Borgarfjörðinn hjá Húsafelli og skammt neðan við Hraunfossa haldið suður í Reykholtsdal og ekið svo vestur með Reykjadalsá til Reykholts. Þar var súpa og brauð á borðum og af bestu gerð. Veðrið var ótrúlega yndislegt og við gengum með séra Geir Waage um svæðið. Síðan runnum við upp að Hraunfossum og að Húsafelli þar sem steinverðir Páls Guðmundssonar heilsuðu okkur - en þó fremur þögulir að venju - sem var dálítið annað en séra Brynjólfur sem við heimsóttum í Stafholti og náði að segja okkur fjölmargt um kirkjuna og staðinn á þeim stuttu tíu mínútum sem fararstjórinn hafði afmarkað honum.

Við settumst að veisluborði í Munaðarnesi og áttum þar góða stund. Meðal annars fluttu hjónin Ásthildur og Hörður Zophaníasson okkur brot úr menningarsögunni í ljóðum borgfirskra kvenna. Auðunn Bragi Sveinsson lagði inn létta frásögn og Valgeir Gunnlaugur Vilhjálmsson fór með gamanmál. Góður rómur var gerður að þessari frábæru för og íslenska handboltaliðið vann í leik sínum á Ólympíuleikunum og íslenska knattspyrnulandsliðið lagði það ítalska 2-0 í Reykjavík - sem allt var mönnum til enn aukinnar gleði og efldi auðvitað sönginn við undirleik Sigurðar Jóelssonar.

Við komum heim kl. 22:30 og það var nákvæmlega eins og áætlað hafði verið - og svo var um allar aðrar tímasetningar þessarar frábæru ferðar með skipulagi Tómasar Einarssonar - sem enn einu sinni hefur gefið félagsmönnum tíma sinn, leiðsögn og fararstjórn.

Það var tekið hraustlega undir þessi tilmæli formanns, sem var fundarstjóri:

Yfir fjöll og eftir velli
upp oss fræðir lon og don!
Handgerum nú háa skelli!
Heiðrum Tómas Einarsson!!!

með dynjandi lófataki.

10. suf.
26. ág.
2003

10. ferð
með
myndum

110 fóru

10. sumarferð FKE þriðjudaginn 26. ágúst 2003 í Þórsmörk.
Ekið frá BSÍ kl. 08 í þoku og súld. Þokan þéttist mjög á Hellisheiðinni. Það glaðnaði til þegar komið var niður úr Kömbum og hlýnaði og birti eftir því sem austar dró og endaði með 25 stiga hita í Þórsmörk.

Ekið var á þremur bílum og ferðalangarnir urðu alls 110. Stuttur stans var gerður á Hvolsvelli þar sem menn fengu sér kaffisopa eða aðra hressingu. Tómas Einarsson var fararstjóri og vegna samtengingar bílanna nutu allir leiðsagnar hans. Hann sagði m.a.: Bíll komst í fyrsta sinn í Mörkina 1934. Skógarhögg var stundað í Þórsmörk fram til 1950. Fé var látið ganga í Mörkinni framan af vetri. Gæslumenn fylgdu fénu og bjuggu í hellisskútum. Árið 1802-1803 var búið í Húsadal á Þórsmörk í við harðindi og þröngan kost. Bændurnir, Sæmundur Ögmundsson, faðir Tómasar Sæmundssonar, og Magnús Árnason réðust til að flytjast af búum sínum í sveitinni og fara inn í Þórsmörk í framhaldi af kóngsskipan frá 15. apríl 1776 sem ætlað var að efla framfarir í búskap á Íslandi. Útilegumaðurinn Snorri er sagður hafa hafst við í Snorraríki sem er torsóttur hellir í Mörkinni og náðu héraðsmenn honum ekki. Hugðu þeir þá að svelta hann inni en þegar hann átti aðeins tvo bóga óétna kastaði hann öðrum út. Töldu menn þá einsýnt að hann ætti nógan mat og hurfu frá. Margir fleiri fróðleiksmolar hrutu af vörum Tómasar sem ekki verða tíundaðir hér.

Einn bíllinn var trukkur mikill og kom það sér vel því vatnsföllin eru alltaf söm við sig. Varð að ferja fólkið yfir Hvanná og Krossá í trukknum. Í Langadal snæddu menn nestið sitt. Sumir fóru í gönguferðir en aðrir héldu kyrru fyrir og nutu veðurblíðunnar.

Klukkan 16 voru menn aftur komnir í rúturnar og var nú haldið heim á leið. Numið var staðar við jökullón og aftur við Seljalandsfoss. Góður kvöldverður var snæddur að Laugalandi í Holtum. Þar var kvöldvaka undir stjórn Hermanns Guðmundssonar. Happdrættismiðar höfðu verið seldir í rútunum og var nú happið dregið út. Óli Kr. Jónsson hlaut ferðavinning fyrir næstu sumarferð en María Kristjánsdóttir hlaut 2 miða á næstu árshátíð.
Hermann sagði frá veru þeirra hjóna á Laugalandi en þar hafði hann verið skólastjóri í 14 ár. Nokkrir félagar tóku til máls á kvöldvökunni. Einnig voru sungin lög við undirleik Kristjáns Sigtryggssonar.
Síðan var ekið heim á leið. Raddböndin þanin til hins ítrasta. Allir glaðir og þakklátir fyrir frábæran dag. Þótt Hellisheiðarþokan væri enn svartari en um morguninn náðu menn háttum á skikkanlegum tíma.
Ólöf H. Pétursdóttir, ritari.

9. suf.
20. ág.
2002

9. ferð
135 fóru

9. sumarferð FKE þriðjudaginn 20. ágúst kl. 08 frá BSÍ - um Suðurland.
Rigning var og þoka en hiti þokkalegur eða um 10 gráður. Þátttakendur voru 135 sem er nýtt met.
Ekið var í þremur rútum. Þær voru samtengdar þannig að rödd Tómasar Einarssonar, fararstjóra, náði eyrum allra. Að loknu stuttu ávarpi í upphafi ferðar hóf hann þegar að fræða okkur á leið út úr bænum.
Stutt viðdvöl var bæði á Selfossi og í Vík. Í Kirkjubæjarklaustri fengum við heita súpu, brauð og kaffi. Var þetta góð hressing sem ljúft var að njóta í hinu fagra umhverfi.
Eftir góða hvíld og smárölt um staðinn var ekið um Landbrot og Meðalland. Tómas gerði okkur góða grein fyrir því hvað íbúar Skaftafellssýslna hefðu mátt þola af völdum vatns, eldsumbrota og sandfoks. Einnig hve erfitt hefði verið með alla aðdrætti - sen næsta verslun var á Eyrarbakka.
Á heimleið var aðeins komið við í Vík. Síðan ekið að Básnum í Ölfusi. Þar beið okkar veisluborð. Í upphafi borðhalds ávarpaði formaður hópinn. Meðal annars gat hann þess hvað hann saknaði Óla Kr. Jónssonar, sem ætíð er með ljóð og glens á vörum. Kona hans var jarðsungin 19. ágúst. Bað Ólafur Haukur viðstadda að heiðra minningu hennar með því að rísa úr sætum.
Hófst svo borðhaldið og var matnum óspart hrósað.
Þá var dregið í happdrætti félagsins en miðar höfðu áður verið seldir í rútunum. Ferðavinninga hlutu Jóna Sveinsdóttir og Hulda Jósefsdóttir. Tvo miða á árshátíð félagsins hlaut Anna Þorsteinsdóttir.
Að máltíð lokinni léku Ernst Backman á píanó og Sigurþór Þorgilsson á munnhörpu. Margir tóku lagið og nokkrir stigu dans.
Óskar Ágústsson þakkaði ánægjulega ferð.
Rannveig Sigurðardóttir hvatti söngglatt fólk til liðs við EKKÓ-kórinn.
Á leiðinni að austan söng og las Auðunn Bragi ljóð frumsamin við góðar undirtektir.
Séra Ingólfur Guðmundsson óskaði eftir skýringu á orðinu Rangá og kom sjálfur með uppástungur.
Að veislulokum þakkaði formaður frábæra leiðsögn og samferðarmönnum ánægjulega samfylgd.
Þrátt fyrir óhagstætt veður voru menn ánægðir með vel lukkaða ferð.
Komið var að Umferðarmiðstöð kl. 23. 
Ólöf H. Pétursdóttir, ritari.
8. suf.
21. ág.
2001

8. ferð
133 fóru

8. sumarferð FKE þriðjudaginn 21. ágúst. Ferðinni var heitið að Veiðivötnum.
Ekið á þremur bílum enda met þátttaka, samtals 133.
Veður var stillt en þungbúið og rigningarsuddi.
Eftir að formaður, Þórir Sigurðsson, hafði ávarpað ferðafólkið fól hann Tómasi Einarssyni fararstjórnina. Kallkerfi var milli bílanna þannig að allir nutu fræðandi og skemmtilegrar frásagnar hans.

Stutt viðdvöl var á Selfossi. Síðan var ekið upp Skeið, Hreppa, Þjórsárdal og áfram upp á hálendið. Í Hrauneyjum fengu menn súpu og nýbakað brauð og kaffi. Þá var ekið áfram yfir sandauðnina í átt að Veiðivötnum. Á þessari leið eru nokkrar virkjanir og uppistöðulón. Vöktu þessi mannvirki aðdáun ferðalanga. Tómas lét þess getið að á Íslandi væri stærsta eyðimörk í Evrópu. Komið var í skálann við Tjaldvatn laust eftir hádegi. Gengið um svæðið og margt skoðað, m.a. hellisgjóta er hjón bjuggu í um tíma á sl. öld. Þá var Vatnahringurinn ekinn. T'ómas greindi frá nöfnum vatnanna. Sum þeirra voru mjög skemmtileg svo sem Ónýtavatn og Ónefndavatn.
Lítilsháttar rigning var á svo að fjallasýn var ekki eins og best varð á kosið. Hins vegar  bjargaði rekjan mönnum frá mýbiti við vötnin og sandfoki úti í auðninni.
Eftir að hafa skoðað sig vel um og notið náttúrufegurðar við vötnin var haldið heim á leið. Smástans var í Hrauneyjum en síðan ekið niður Landsveit og Holt. Komið í Básinn upp úr kl. 18. Þar var vel tekið á móti hópnum með veisluhlaðborði. Að venju voru seldir happdrættismiðar og vinningar dregnir út. Ferðavinninga hlutu Aðalbjörg Albertsdóttir og Helga Þórarinsdóttir. Miða á árshátíð félagins hlaut Ingibjörg Þorvaldsdóttir.
Jón Hjörleifur Jónsson stjórnaði söng og var vel tekið undir.
Í ljós kom að skáldskapargyðjan hafði verið með í för og las Þórir kveðskap ferðalanga í hátalarann. Voru sumar vísur dýrt kveðnar, jafnvel sléttubönd.
Er leið að ferðarlokum flutti formaður fararstjóra og ferðafélögum þakkir sínar. Fararstjóri þakkaði einnig samfylgdina.
Komið var á Umferðarmiðstöðina kl. 22 eftir ánægjulega ferð.
7. suf.
22. ág.
2000

7. ferð
109 fóru

7. sumarferð FKE þriðjudaginn 22. ágúst í Dali, Reykhóla, að Eiríksstöðum og snætt í Munaðarnesi.
Þátttakendur 109. Fararstjóri Tómas Einarsson.
Ekið var á tveimur bílum sem voru samtengdir þannig að allir nutu skemmtilegrar frásagnar fararstjórans. Eftir stuttan stans í Borgarnesi var ekið áfram norður og síðan yfir Bröttubrekku og um Dali. Aðeins var komið við í Búðardal og kíkt í kaupfélagið. Þá var ekið áfram að Reykhólum. Í forföllum sóknarprestsins tók Eygló Gísladóttir, kennari, á móti hópnum en hún er sóknarnefndarformaður. Hún sýndi gestum kirkjuna og fræddi okkur um staðinn. Eftir að menn höfðu neytt nestis síns var ekið að Þörungaverksmiðjunni. Ekki var farið inn í verksmiðjuna en utan dyra var okkur sagt í stórum dráttum frá starfseminni sem nú er með nokkrum blóma.
Náttúrufegurð er mikil á Reykhólum.
Næst var ekið að Eiríksstöðum í Haukadal þar sem eitt sinn bjuggu Eiríkur rauði og Þjóðhildur, kona hans. Þar er talið að Leifur heppni sé fæddur en hann fann Ameríku sem kunnugt er. Þar hafa verið grafnar upp rústir af skála frá landnámsöld. Skammt vestan við þær er búið að reisa tilgátubæinn, þ.e bæ sem menn halda að sé líkur þeim er þar stóð fyrir meira en 1000 árum. Hann er hlaðinn úr torfi og þiljaður innan með timbri sem unnið er úr rekaviði.
Við bæinn stendur stytta af Leifi gerð af Nínu Sæmundsen.
Koman að Eiríksstöðum var hápunktur þessarar skemmtilegu ferðar sem farin var í blíðskaparveðri þrátt fyrir óhagstæða veðurspá. Það fór reyndar að rigna þegar farið var yfir Bröttubrekku á heimleið og rigndi duglega því meir sem sunnar dró.
Var nú ekið að veitingasalnum í Munaðarnesi þar sem dýrindis krásir biðu hópsins. Að venju voru seldir happadrættismiðar. Dagný Valgeirsdóttir  hlaut 2 miða á árshátíð félagsins 2001 en Ingólfur Guðmundsson 2 farmiða í næstu skemmtiferð.
Á heimleiðinni voru sagðar nokkrar góðar sögur en menn voru tregir til að tjá sig í bundnu máli. Komið var í bæinn kl. rúmlega 22 eftir velheppnaða og ánægjulega ferð.
6. suf.
24. ág.
1999

6. ferð
92 fóru

6. sumarferð FKE - farin þriðjudaginn 24. ágúst 1999. Ferðinni var heitið um Húnaþing vestra.
Þátttakendur voru 92 og var ekið á tveimur bílum.
Fararstjóri var Tómas Einarsson og þar sem kallkerfi bílanna var samtengt nutu allir frábærrar frásagnar hans.
Lagt var af stað frá Umferðarmiðstöð kl. 8 árdegis í þoku og sudda sem hélst að mestu norður á Holtavörðuheiði. Norðan heiðar var þurrt, fremur hlýtt en dálítil gola.
Eftir hálftíma stans í Staðarskála var ekið að Bjargi í Miðfirði. Þar var skoðaður minnisvarði um Ásdísi á Bjargi, móður Grettis. Þá var ekið til Hvammstanga og síðan norður Vatnsnes.
Nú hafði Tómas fengið undirritaðri, sem er fædd og uppalin á Nesinu, hljóðnemann í hendur. Næst var numið staðar á leitinu fyrir ofan Hamarsrétt en hún þykir falleg í sérkennilegu umhverfi. Síðan var ekið niður að sjónum að Hamarsbúð þar sem við fengum að borða nestið okkar. Að því búnu héldum við áfram norður Vatnsnesið með viðkonu á krikjustaðnum Tjörn. Kirkjan var skoðuð og kirkjugarðurinn. Var einkum staðnæmst við leiði þeirra Agnesar og Friðriks er tekin voru af lífi á Þrístöpum 12. janúar 1830. Saga þeirra hafði lítillega verið rakin þegar ekið var framhjá Illugastöðum.
Næsti viðkomustaður var við Hvítserk og voru margir ferðalangarnir að koma þar í fyrsta sinn. Nú vorum við komin á Síðuna sem svo er kölluið og tók Tómas þá aftur við hljóðnemanum. Þá var ekið að Borgarvirki sem er klettaborg á ásnum milli Vesturhóps og Víðidals. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir.
Við höfðum nú komið á þá staði sem fyrirhugað var að skoða í þessari ferð. Var því lagt af stað suður en stansað í Staðarskála stundarkorn. Í Munaðarnesi beið okkar stórkostlegt hlaðborð og nutu menn kræsinga og hvíldu sig um hríð. Ernst F. Backman lék á harmonikku og sungu menn fullum hálsi með.
Á suðurleiðinni komu ýmsir að hljóðnemanum, fluttu ljóð eða sögðu gamansögur.
Komið var í bæinn um kl. 22:20. Allir ánægðir eftir vel heppnaða ferð. 
Ólöf H. Pétursdóttir, ritari.
5. suf.
25. ág.
1998

5. ferð
109 fóru

5. sumarferðFKE farin, að þessu sinni um Tungnaársvæðið að Landmannalaugum. Þátttakendur voru 109 í tveimur bílum. Hægt var að samtengja kallkerfi bílanna svo Tómas Einarsson var einn fararstjóri. Lagt var af stað kl. 8. Veður var þurrt en þungbúið og á Hellisheiði var þoka. Á Kambabrún létti örlítið til en sólin lét standa á sér. Á Selfossi bættust tveir í hópinn og síðan einn við vegamót að Flúðum (Hrunamanna). Tómas tilkynnti hálftíma stans í Árnesi sem lengdist í klukkutíma vegna aðstöðuleysis og fjölda okkar. Nú var haldið austur í Þjórsárdal og áfram til fjalla. Kom nú í ljós hver virkjunin á fætur annarri. Eru þetta ólýsanleg mannvirki, borað gegnum fjöll, ár þurrkaðar og mynduð ný stöðuvötn. Þó skýjað væri sást Þóristindur. Þegar inn í Landmannalaugar kom var fyrir fjöldi bíla svo sýnilegt var að ekki væri hægt að borða inni. Fékk fólk sér sæti í klettum og skorum en sumir voru svo heppnir að ná sér í borð úti. Veðrið var sæmilegt en sólina vantaði til að litadýrðin skilaði sér. Eftir að hafa snætt og litast um var aftur haldið af stað. Nú var farin Dómadalsleið og komið við í Landmannahelli. Var hann skjól fyrir gangnamenn áður fyrr og vafalaust verið kærkominn. Nú eru komin betri hús.
Síðan var ekið niður Landsveit og ekki stansað fyrr en í Básum í Ölfusi. Þar beið okkar dýrleg máltíð. Í Básum var spjallað, dansað og sungið undir stjórn hins ágæta söngstjóra, Jóns Hjörleifs. Ýmsir komu fram með vísur og fleira. Tómas var frábær fararstjóri eins og vant var.
Komið heim kl. rúmlega 22. Held ég að allir hafi farið mjög ánægðir heim.
Valborg Helgadóttir, ritari.
4. sf.
21. ág.
1997

4. ferð
67 fóru

4. sumarferð FKE farin á Snæfellsnes.
Þátttakendur voru 67 sem smellpassaði í stærstu rútu landsins.
Þegar lagt var af stað var veðrið heldur drungalegt, lágskýjað og suddi, en þegar upp í Borgarnes kom var sýnilegt að veðurguðirnir virtust ætla að verða okkur hliðhollir sem endranær, því þar var komið besta veður og sól skein á vesturfjöllin. Eftir stuttan stans í Borgarnesi var haldið af stað sem leið liggur og þegar komið var vestur í Staðarsveit var meira að segja Snæfellsjökull búinn að taka ofan lopahettuna sem hann svo gjarnan klæðist, og skartaði sínu fegursta. Næsti áfangastaður var á Búðum. Gengu menn að kirkjunni og nutu útsýnisins en guðshúsið var harðlæst svo fólk varð að láta sér nægja að gægjast á glugga. Þegar komið var vestur á Arnarstapa var tekið upp nesti og menn hresstu sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Stans var gerður á Hellnum og farið í fjöru. Þá var haldið fyrir jökul og stoppað í Ólafsvík. Síðan var ekið yfir Fróðárheiði og sem leið liggur til Borgarness þar sem beið okkar hinn besti kvöldverður. Eftir góðan stans við söng og spjall var svo haldið heim á leið og komið til Reykjavíkur um kl. 10 eftir ágæta ferð.
Fararstjóri var Tómas Einarsson og sinnti hann sínu hlutverki með prýði.
3. sf.
20. ág.
1996

3. ferðin
74 fóru

3. sumarferðin FKE farin í Þórsmörk 20. ágúst.
Þátttakendur 74 í tveimur rútum. Nokkur töf varð í upphafi ferðar. Kallkerfið sem átti að tengja bílana saman virkaði ekki og tókst ekki að lagfæra það. Bílarnir reyndust gamlir og lúnir og þegar kom í Holtin gafst annar þeirra upp og neitaði að fara lengra. Þá tók bílstjórinn til sinna ráða og hóf viðgerðarþjónustu á staðnum sem dugði vel. Tóku nú allir gleði sína á ný og var brunað af stað.
Tómas Einarsson, hinn ágæti leiðsögumaður, brást ekki og var hann í bílunum til skiptis til að upplýsa farþega um sögu og örnefni. Keyrt var sem leið liggur í Langadal. Þar var hið besta veður svo að fólk gat notið þess að setjast utandyra, borða sitt nesti og njóta kyrrðarinnar í þessum dásamlega fjallasal.
Síðan fengu sumir sér göngutúr í Húsadal en aðrir fóru styttri leið eða nutu sólarinnar í hlýlegu rjóðri.
Eftir þriggja tíma stans var haldið til baka að veitingastaðnum Básum í Ölfusi þar sem beið okkar hlaðið borð með ljúffengum kræsingum. Var spjallað og sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur auk þess sem seldir voru happdrættismiðar og auðvitað dregnir út vinningar á staðnum.
Komið var á Umferðarmiðstöðina kl. rúmlega 22 og virtust allir með bros á vör að leiðarlokum.
2. sf.
23. ág.
1995

2. ferð
74 fóru

2. sumarferð FKE
Farið vestur á Mýrar. Meðal viðkomustaða eru Álftanes, Straumfjörður, Akrar og Hítardalur.
Kvöldverður snæddur á Hótel Borgarnesi.

Lýsing Óla Kr. Jónssonar eftir bókun Rannveigar Sigurðardóttur á 99. skemmtifundi þann 9. sept.:
Farið var þann 23. ágúst á tveimur bílum. Farþegar voru 74. Að þessu sinni var haldið vestur á Mýrar, fyrst sem leið lá til Straumfjarðar. Þar tók á móti hópnum jarðareigandinn, Sigrún Guðbjarnardóttir, og fræddi um staðinn og sagði frá því mikla sjóslysi þegar rannsóknaskipið Pourquoi Pas? fórst þar undan ströndu aðfararnótt 16. sept. 1936. Áfram hélt hóurinn vestur á Mýrar og næsti stanz var í Vogi. Þar var gengið upp á kletta og notið útsýnis yfir eyjar og sker enda frábært veður og gott skyggni. Þaðan var haldið að Hítarvatni. Því næst keyrt til Borgarness með stuttum stansi við býlið Hítardal, þann sögufræga stað. Á Hótel Borgarnesi var snæddur kvöldverður og síðan haldið heim. Allir virtust ánægðir með ferðina. Óli lauk máli sínu með því að fara með nokkrar ferskeytlur sem fæddust í ferðinni.

1. sf.
24. ág.
1994

1. ferð
70 fóru

1. sumarferð FKE miðvikudaginn 24. ágúst 1993. Farið var um Þingvöll, síðan línuvegur norðan Skjaldbreiðs á Kjalveg. Farið upp í Hvítárnes en svo aftur suður að Gullfossi.
Síðasti áningarstaðurinn var við Geysi þar sem snæddur var afbragðs kvöldverður og öll þjónusta til fyrirmyndar.
Veður var ágætt og þótt ekki væri sól var fjallasýn fögur. Þátttakan fór fram úr öllum vonum og fóru tvær rútur fullar eða rúmlega 70 manns. Ferðin gekk mjög vel í alla staði.
1999
22. ág.
Minnisvarði
um Freystein Gunnarsson
og minningarskjöldur
22. ág.
1999

Minnis-
varði

Á Freysteinsvöku semhaldin var á Selfossi fyrir hálfu öðru ári var sú hugmynd fullmótuð að reisa minnisvarða um Freystein Gunnarsson, skólastjóra Kennaraskólans. Nemendur Freysteins tóku verkið að sér. Framkvæmdanefnd skipuðu Hjörtur Þórarinsson, Þuríður Kristjánsdóttir og Óli Kr. Jónsson. Öllum núlifandi nemendum Freysteins var sendur gíróseðill að upphæð kr. 1.000. Einnig lögðu nokkrir frímúrarar og Flóamenn fram fjármuni og vinnu. Minnisvarðinn var reistur í landi Hróarsholts en þar ólst Freysteinn upp. Skammt frá var bærinn Voli þar sem Freysteinn fæddist.

Þann 22. ágúst 1999 komu um 200 manns saman við minnisvarðann.
Athöfninni stjórnaði Hjörtur Þórarinsson.
Fyrst lék ung stúlka, nemandi í Tónlistarskóla Flóamanna, á trompet.
Þá afhjúpuðu börn Freysteins, Guðrún og Sigmundur, minnisvarðann.
Séra Sigurður Pálsson flutti stutta ræðu og bæn.
Aldraður Flóamaður flutti kvæðið Flóinn blaðalaust.
EKKÓ-kórinn söng skólasönginn.

Síðan var haldið í samkomuhúsið Þingborg. Þar hófst dagskráin einnig með trompetleik.
Þuríður Kristjánsdóttir flutti aðalræðu dagsins um Freystein.
Óli Kr. Jónsson flutti ljóð er hann hafði ort Freysteini til heiðurs.
Jón Sigurðsson, fulltrúi frímúrara flutti nokkur orð en Freysteinn var heiðursfélagi í þeim félagsskap.
EKKÓ-kórinnsöng 3 lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar.
Kór Flóamanna söng önnur 3 lög.
Síðan sungu báðir kórarnir saman eitt lag undir stjórn Ólafs.

Sigmundur Freysteinsson mælti nokkur þakkarorð.
Að lokum var þjóðsöngurinn sunginn.
Þessari skemmtilegu athöfn lauk með kaffidrykkju.

Þórir Sigurðsson, formaður.   Ólöf H. Pétursdóttir, ritari.

Á
aðal-
fundi
6. maí
2000

Minn-
ingar
skjöld-
ur

Framhald á aðalfundi 6. maí.
Undir liðnum
Önnur mál
Óli Kr. sagði frá því að þegar minnisvarðinn um Freystein hafði verið reistur, að mestu leyti fyrir fé frá kennurum á eftirlaunum, voru eftir nokkrir peningar. Á síðasta aðalfundi kom fram rödd um að minnisvarðinn ætti að vera við Kennarahúsið. Menn voru sammála um að þar væri ekki pláss fyrir hann. Því var ákveðið að nota þessa afgangspeninga til að útbúa minningarskjöld með nöfnum þeirra tveggja skólastjóra sem starfað höfðu í gamla skólanum. Þessi skjöldur prýðir nú Kennarahúsið Barónsstígs-megin.

Eftir að venjulegum aðalfundi lauk
kvaddi Hjörtur Þórarinsson sér hljóðs. Hann minntist þeirra tveggja, Magnúsar Helgasonar og Freysteins Gunnarssonar. Á minnisvarðanum í Vola standa þessi orð: Öllum kom hann til nokkurs þroska. Taldi Hjörtur að það ætti við um báða þessa heiðursmenn. Síðan var gengið út og skólasöngurinn sunginn við minningarskjöldinn. Nokkrum gestum hafði verið boðið vegna þessarar stuttu athafnar. Mætt voru börn Freysteins, Guðrún og Sigmundur, makar þeirra og nokkrir afkomendur. Rektor KHÍ, Ólafur Proppé, og fyrrverandi rektor, Þórir Ólafsson. Hins vegar var enginn mættur fyrir hönd KÍ þar sem forystusveit KÍ er öll stödd erlendis.
Nú var borið fram langþráð veislukaffi og því gerð góð skil.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta