GÓP-fréttir  
Ferðatorg 


Jón Þorláksson, verkfræðingur (17.03.1900 - 12.08.1986)
fyrsti forseti Ferðafélags Íslands á stofnfundi sunnudaginn 27. nóvember 1927.

FERÐAFJELAG ÍSLANDS

Úr
Árbók
FÍ 1928
bls. 3-6.

GÓP er uppskrifari og setti atriðisorð í vinstri dálk.
Á síðu 3 hefst fjögurra síðna frásögn af stofnun félagsins.
Undir frásögninni eru höfundarstafirnir >>
J. Þ.
Uppskrifari ályktar höfundurinn hafi verið Jón Þorláksson.

Stofnun
Ferðafélags
Íslands
Félagið var stofnað á fundi í Kaupþingssalnum í húsi Eimskipafélags Íslands sunnudaginn 27. nóv. 1927. Fyrir fundarboðun hafði gengist Björn Ólafsson stórkaupm. og nokkrir menn með honum, og höfðu þeir undirbúið frv. til félagslaga, sem rætt var á fundinum og samþykkt, með litlum breytingum, sem bráðabirgðalög fyrir félagið, og gilda fyrst um sinn til næsta aðalfundar, í febr. 1929. Á fundinum var félaginu kosin stjórn, og er hún þannig skipuð:
Kosin
stjórn
  • Forseti:

  • Varaforseti:

  • Meðstjórnendur:

  • Jón Þorláksson verkfræðingur f.: 3.3.1877 - d.: 20.3.1935,
  • Björn Ólafsson stórkaupm. f.: 26.11.1895 - d.: 11.10.1974,
  • Helgi Jónasson frá Brennu, verslunarmaður í Reykjavík, f.: 1.1. 1887 - d.: 18.9. 1959,
  • Geir G. Zoëga vegamálastjóri f.: 28.09.1885 - d.: 04.01.1959,
  • Eggert P. Briem bókari - sem gaf út Sjálfstætt fólk eftir HKL,
  • Magnús Kjaran kaupmaður,
  • Valtýr Stefánsson ritstjóri,
  • Tryggvi Magnússon fulltrúi,
  • Haraldur Árnason kaupmaður,
  • Níels Dungal læknir,
  • Gunnlaugur Einarsson læknir,
  • Guðm. Kr. Guðmundsson kaupmaður.
63
félagsmenn
Á fundinum voru skrásettir 63 félagsmenn, og teljast þeir stofnendur félagsins.

Bráðabirgðalög félagsins hljóða svo:

Bráða-
brigða-
lög
  1. Nafn félagsins er "Ferðafélag Íslands" og nefnist í starfinu út á við samsvarandi nöfnum á erlendum tungumálum (Islands Turistforening, Tourist Association og Iceland etc.).
    Höfuðaðsetur félagsins er í Reykjavík.
  2. Tilgangur félagsins er að stuðla að ferðalögum á Íslandi og greiða fyrir þeim.
  3. Tilgangi sínum leitast félagið fyrst um sinn að ná með þeirri starfsemi, sem hér segir:
    1. Að vekja áhuga landsmanna á ferðalögum um landið, sérstaklega þá landshluta, sem lítt eru kunnir almenningi en eru fagrir og sérkennilegir. Til þess gefur það út ferðalýsingar um ýmsa staði, gerir uppdrætti og leiðarvísa.
      Félagið beitir sér fyrir byggingu sæluhúsa í óbyggðum, stærri og fullkomnari en nú tíðkast hér á landi. Það gengst fyrir því, að ruddir séu og varðaðir fjallvegir og hefir gát á að slíkum leiðum sé við haldið.
      Félagið gerir eftir föngum ráðstafanir til þess að meðlimir þess geti ferðast ódýrt um landið.
      Félagið gengst fyrir því að kynna mönnum jarðfræði landsins og jurtaríki og sögu ýmsra merkra staða.
    2. Félagið starfar út á við með því að gefa út bækur og ritlinga á erlendum tungumálum um náttúru landsins, atvinnuvegi, sögu og þjóðarhætti, til þess að kynna það meðal erlendra þjóða og vekja áhuga erlendra manna fyrir landinu. Félagið beitir sér fyrir nauðsynlegum umbótum innanlands til þess að taka á móti erlendum ferðamönnum, með því að styðja að vegalagningu til markverðra staða, koma upp gistiskálum og greiðasölustöðum og gera ferðalög auðveld og ódýr svo sem kostur er á.
    3. Félagið kemur fram gagnvart stjórnvöldum landsins í öllum málum, sem lúta að stefnuskrá þess.
  4. Félagar geta allir orðið án tillits til þjóðernis eða aldurs. Minnsta árgjald er 5 krónur. Félög, stofnanir, iðnaðar- og verslunarfyrirtæki geta gerst félagar og er minnsta árgjald 25 krónur. Slíkar stofnanir hafa aðeins eitt atkvæði á fundum félagsins.
  5. Stjórn skipa 10 félagsmenn auk forseta og varaforseta og eru fimm kosnir á hverjum aðalfundi til tveggja ára í senn. Forseti félagsins og varaforseti skulu kosnir sérstaklega til eins árs. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér störfum. Innan vébanda stjórnarinnar starfar 5 manna framkvæmdastjórn og skulu í hana sjálfkjörnir forseti, varaforseti, ritari og féhirðir félagsins. Stjórnin skipar varamenn framkvæmdastjórnar. Félagið getur, þegar efni leyfa, tekið sérstakan fulltrúa til þess að annast daglegan rekstur félagsins. Er honum greitt kaup úr félagssjóði og er hann háður fyrirmælum stjórnarinnar.
  6. Stofna má þrjár sérstakar deildir utan Reykjavíkur, eina í hverjum landsfjórðungi utan Sunnlendingafjórðungs. Þessar deildir hlíta yfirráðum aðalstjórnarinnar í Reykjavík og skulu háðar nánari fyrirmælum er stjórnin setur þegar tiltækilegt þykir að setja þær á stofn.
  7. Aðalfund félagsins skal halda í febrúarmánuði ár hvert. Skal dagskrá aðalfundar fara fram sem hér segir:
    1. Skýrt frá framkvæmdum á árinu sem leið.
    2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. Skýrt frá fjárhag félagsins.
    3. Kosin stjórn, samkvæmt 5. gr. félagslaganna.
    4. Kosnir tveir endurskoðendur reikninga og einn til vara og fastar nefndir.
    5. Önnur mál.

    Aðalfundur skal haldinn í Reykjavík og auglýstur að minnsta kosti með eins mánaðar fyrirvara. Enginn bæjarmaður getur falið öðrum að fara með atkvæði sitt á aðalfundi, en félagsmenn utan Reykjavíkur geta falið öðrum félagsmönnum, með skriflegu umboði, atkvæði sitt á fundinum. Fundurinn er lögmætur er 50 félagsmenn sækja fundinn. Verði ekki fundarfært skal boða til fundar á ný og er hann þá lögmætur hversu fáir sem sækja hann. Til aukafundar getur stjórnin boðað þegar henni þykir ástæða til.

  8. Lögum þessum má breyta á löglegum aðalfundi með meirihluta atkvæða.

Þannig samþykkt á stofnfundi félagsins 27. nóvember 1927.

Úr
umræðum:
Í umræðunum á stofnfundinum kom það greinilega í ljós, að stofnendur vildu að svo stöddu leggja mesta áherslu á framkvæmdir samkvæmt 1. lið 3. gr., þ.e. til fyrirgreiðslu á ferðalögum innlendra manna um landið, og að kynna landsmönnum sjálfum náttúru landsins og fegurð hennar.
Sýn
stjórnar
á
félagið
Það er ekki tilætlun þessa félags, að reka sjálft neina atvinnu í sambandi við ferðalög. Félagið á fyrst og fremst að vera leiðbeinandi milliliður milli ferðamanna annarsvegar og atvinnurekenda í þeirri grein hinsvegar. Starfsemi félagsins þarf að komast í það horf, að skrifstofa þess geti veitt þeim, er ferðast vilja, upplýsingar um ferðaleiðir, farartæki, gistingastaði og greiðasölustaði, hvað hægt sé að fá á hverjum stað, og við hvaða verði. Í þessu skyni þarf félagið að ná sambandi við sem flesta þá, er eitthvað hafa á boðstólum sérstaklega fyrir ferðamenn, hvort sem eru hestar, bílar eða önnur farartæki, veitingar eða gisting og greiði. Félagið þarf að hafa sem nákvæmasta vitneskju um hvað þessi atvinnufyrirtæki hafa að bjóða ferðamönnum, og fyrir hvaða verð, til þess að geta gefið sem bestar upplýsingar. En það er félagsstjórninni ljóst, að þessi starfsemi getur ekki komist í viðunanlegt horf, nema félagið geti haldið skrifstofu og fulltrúa, svo sem ráðgert er í niðurlagið 5. gr. félagslaganna, og verður gjörð tilraun í þá átt um sumarmánuðina nú þegar á þessu ári.

Til byrjunar vill félagsstjórnin gefa út árlega rit í svipuðu sniði og það, sem hér birtist, með lýsingu á einni ferðamannaleið að minnsta kosti. Ætlast er til, að þessar ferðalýsingar félagsins verði einnig sérprentaðar, svo að þeir, sem vilja, geti keypt þær og haft þær með sér á ferðalögum, án þess að skemma með því það heftið af Árbókinni, sem lýsingin er í. Að öðru leyti verður reynt að hafa í Árbókinni sem fjölbreyttast efni, af því, er ferðamönnum má sérstaklega verða til gagns og ánægju. Loks mun Árbókin flytja auglýsingar. Er rétt að vekja athygli þeirra, sem eitthvað hafa á boðstólum fyrir ferðamenn sérstaklega, á því, að Árbókin er hið allra hentugasta rit til birtingar auglýsinga um þetta.

Samskonar félög og þetta hafa lengi starfað hjá frændþjóðum vorum á Norðurlöndum, og í mörgum öðrum löndum Norðurálfunnar, og unnið þar mikið gagn. Er það von stofnendanna, að Ferðafélagi Íslands með með tímanum takast að fullnægja samskonar ætlunarverki hér á landi, en þeir vilja biðja alla góða menn að virða á hinn hægra veg, þótt ýmsu verði áfátt í byrjun.

J. Þ.            

Jón
Þorláksson
verkfræðingur

Fyrsti forseti
Ferðafélags Íslands

Kjörinn
á stofnfundi
félagsins
27. nóv. 1927.

Mynd og texti af vef alþingis.

Jón Þorláksson verkfræðingur f.: 3.3.1877 - d.: 20.3.1935

F. í Vesturhópshólum 3. mars 1877, d. 20. mars 1935. For.: Þorlákur Þorláksson (f. 28. mars 1849, d. 22. nóv. 1908) bóndi og hreppstjóri þar og k. h. Margrét Jónsdóttir (f. 27. nóv. 1835, d. 15. sept. 1927) húsmóðir.

K. (10. ágúst 1904) Ingibjörg Claessen (f. 13. des. 1878, d. 7. ágúst 1970) húsmóðir. For.: Jean Valgard van Deurs Claessen og 1. k. h. Kristín Eggertsdóttir Briem. Kjördætur: Anna Margrét (1915), Elín Kristín (1920.

Stúdentspróf Lsk. 1897. Verkfræðipróf Kaupmannahöfn 1903.

  • Starfaði á vegum landsstjórnarinnar að rannsóknum á byggingarefnum og húsagerð hér á landi 1903—1905.
  • Landsverkfræðingur 1905—1917.
  • Rak sjálfstæða verkfræðiskrifstofu ásamt byggingarvöruverslun í Reykjavík 1917—1923,
  • en frá 1923 til æviloka byggingarvöruverslun í félagi við Óskar Norðmann.
  • Skip. 22. mars 1924 fjármálaráðherra,
  • settur 6. júlí 1926 jafnframt forsætisráðherra í stað Jóns Magnússonar, sem látist hafði 23. júní. Skip. 8. júlí 1926 forsætis- og fjármálaráðherra, lausn 28. júlí 1927, en gegndi störfum til 28. ágúst.
  • *
  • (Innskot GÓP:) Fyrsti forseti Ferðafélags Íslands. Kosinn á stofnfundi félagsins 27. nóvember 1927.
  • *
  • Kosinn 30. des. 1932 borgarstjóri í Reykjavík frá 1. jan. 1933 að telja og gegndi því starfi til æviloka.
  • Skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík frá stofnun hans 1904-1911, stundakennari 1916-1917.
  • Formaður Verkfræðingafélags Íslands 1912-1914 og 1922-1924.
  • Formaður mþn. til undirbúnings Flóaáveitunni 1916-1917.
  • Í mþn. um vatnamál (fossanefndinni) 1918-1920.
  • Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1906-1908 og 1910-1922, forseti 1920-1922.
  • Formaður Íhaldsflokksins 1924-1929, Sjálfstæðisflokksins 1929-1934.
  • Í landsbankanefnd 1928-1935.
  • *
  • Alþm. Reykv. 1921-1926, landsk. alþm. 1926-1934 (Heimastjfl., Uflbl., Sparbl., Borgfl. eldri, Íhaldsfl., Sjálfstfl.).
    Fjármálaráðherra 1924-1926, forsætis- og fjármálaráðherra 1926-1927.
  • *
  • Samdi rit og greinar um verkfræði og þjóðfélagsmál.
Björn
Ólafsson

Aðal-
hvatamaður

stofnun
Ferðafélags
Íslands
1927

Mynd og texti af vef alþingis.

Björn Ólafsson stórkaupmaður f.: 26.11.1895 - d.: 11.10.1974

F. á Akranesi 26. nóv. 1895, d. 11. okt. 1974. For.: Guðmundur Ólafsson (f. 5. nóv. 1852, d. 14. mars 1901) útvegsbóndi þar og 2. k. h. Ingibjörg Ólafsdóttir (f. 16. febr. 1869, d. 18. okt. 1964) húsmóðir. K. (22. nóv. 1929) Ásta Pétursdóttir (f. 1. des. 1906, d. 25. des. 1968) húsmóðir. For.: Pétur Sigurðsson og k. h. Jóhanna Gestsdóttir. Börn: Pétur (1930), Ólafur (1932), Edda (1934), Iðunn (1937).

  • Póstmaður í Reykjavík 1908—1916.
  • Verslunarfulltrúi 1916—1918.
  • Stórkaupmaður og iðnrekandi frá 1918 til æviloka.
  • Skip. 16. des. 1942 fjármála- og viðskiptamálaráðherra, lausn 16. sept. 1944, en gegndi störfum til 21. okt.
  • Skip. 6. des. 1949 fjármála- og viðskiptamálaráðherra að nýju, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars.
  • Skip. sama dag mennta- og viðskiptamálaráðherra, lausn 11. sept. 1953.
  • Fulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur 1922—1928.
  • Aðalhvatamaður að stofnun Ferðafélags Íslands og forseti þess 1929—1934. (Leturbreyting GÓP)
  • Stofnandi og síðar formaður Bálfarafélags Íslands.
  • Átti sæti í innflutnings- og gjaldeyrisnefnd 1930—1937.
  • Kosinn 1940 í mþn. um gjaldeyrisverslun og innflutningshömlur,
  • 1941 og 1942 í gjaldeyrisvarasjóðsnefnd og
  • 1954 í togaranefnd.
  • Skip. 1954 í endurskoðunarnefnd laga um lax- og silungsveiði.
  • Kosinn 1955 í okurnefnd.
  • Í bankaráði Útvegsbankans 1957—1968, formaður 1965—1968.
  • Skip. 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga, formaður nefndarinnar.
  • Alþm. Reykv. 1948—1959 (Sjálfstfl.).
  • Fjármála- og viðskiptamálaráðherra 1942—1944 og 1949— 1950,
  • mennta- og viðskiptamálaráðherra 1950—1953.
Geir G.
Zoëga

vegamála-
stjóri

Mynd og texti af vef Vegagerðarinnar.

Geir G. Zoëga vegamálastjóri f.: 28.09.1885 - d.: 04.01.1959

Geir G. Zoëga var fæddur í Reykjavík 28. september 1885.
Hann lauk prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1911 og var vegamálastjóri frá 1917 til 1956.

Uppskriftin Við uppskriftina var textanum fylgt nákvæmlega en á einstaka stað stafsetningu vikið til þess er nú tíðkast.

GÓP-fréttir * Ferðatorg