GÓP-fréttir
Ferðatorg
|
Einar Magnússon (17.03.1900 -
12.08.1986) kennari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1922 og rektor 1965-1970 segir frá Bílferð um
Suðuröræfin |
Úr Árbók FÍ 1951 |
Svona millifyrirsagnir eru frá GÓP
|
Leitað leiðar norðan Hofsjökuls | 1949 Leitað
leiða norðan Hofsjökuls Í fyrra sumar, 1949, gekkst ég fyrir leiðangri í bílum til þess að finna bílfæra leið milli Kjalvegar og Sprengisands norðan Hofsjökuls og þar með bílfæra leið frá Reykjavík til Miðnorðurlands. Því ferðalagi er lýst í grein í Árbók Ferðafélagsins 1950. Enda þótt okkur tækist að komast þessa leið hindrunarlítið með okkar ágæta bílakosti getur sú leið ekki talist bílfær vegna vatnsfalla. |
27. ágúst
fundu Guðmundur og Egill Hófsvað og það breytti áætlun ferðarinnar | 1950 Leitað
leiða sunnan Hofsjökuls Síðastliðið sumar, 1950, gekkst ég því fyrir öðrum leiðangri til þess að finna bílfæra leið milli Kjalvegar og Sprengisands sunnan Hofsjökuls. Ég fékk Ingimar Ingimarsson bílstjóra í lið með mér og síðar þá bílstjórana Pál Arason og Guðmund Jónasson svo að ég hafði þar með mér hina mestu kappa. Var upphaflega áætlunin að leggja upp frá Kerlingarfjöllum og halda þaðan austur á Sprengisand. En seint í ágúst fundu þeir Guðmundur Jónasson og Egill Kristbjörnsson bílfært vað á Tungnaá vestan undir Vatnaöldum. Varð það því að ráði að fara fyrst þá leið norður yfir Tungnaá og síðan vestur yfir Köldukvísl, norður á Sprengisand og síðan vestur með Hofsjökli til Kerlingarfjalla. |
14.
sept. af stað Alls 42 |
Lagt af stað Eftir allmikinn undirbúning var svo lagt af stað snemma morguns 14. september í 3 stórum fólksbílum og einum stórum vörubíl með farangri. Í förinni voru alls 42, þar af 3 konur, 12 ára drengur og hollenskur blaðaljósmyndari. |
Ekið yfir Tungnaá á Hófasvaði og tjaldað við Fossvatn |
Var ekið eins og leið liggur upp Landssveit. Veður var kalt, norðan stormur og sandbylur svo að varla sást út úr augunum þegar komið var austur fyrir Sölvahraun. Um fjögur leytið var komið að Tungnaá undir Vatnaöldum. Áin er þar breið og í mörgum kvíslum. Undir forustu þeirra Guðmundar og Egils var ekið rakleitt yfir ána og var hún hvergi dýpri en í mitt læri, en botn var víða stórgrýttur og varasamur. Tók það tæpan klukkutíma að koma öllum bílunum yfir. Síðan var ekið eftir sléttum sandöldum í öskuroki og svo svörtum sandbyl að það var eingöngu meðfæddri eðlishvöt Guðmundar að þakka að við komumst að Fossvatni kl. tæplega sjö. Við slógum þar upp tjöldum og áttum þar allgóða nótt þótt stormur væri mikill. |
15.
sept. | Ekið um
Jökulheimasvæðið Skoðuð Veiðivötn Flugvélin Geysir týnd
|
Austur fyrir Ljósufjöll yfir Heljargjá að Köldukvísl gegnt Illugaveri |
Leið 16 - erfitt yfir Heljargjá Við ókum síðan áfram um slétta vikursanda sunnan Ljósufjalla og allt austur fyrir þau, þar til við áttum eftir 8 km að Vatnajökli. Veður fór batnandi og var útsýni fagurt til jökulsins. Þar var snúið til vesturs norðan Ljósufjalla að Heljargjá sunnan undir Gjáfjöllum. Gekk allerfiðlega að komast eftir gjánni og upp úr henni varð að draga bílana með vindum. Tók þá við allgreiðfært hraun norður að Gjáfjöllum og þá var komið myrkur um kl. sjö um kvöldið. Varð því að aka við ljós vestur sandorpið hraunið og gekk það furðu greiðlega, en góður er sá vegur ekki. Um kl. 8:30 var komið að Köldukvísl gegnt Illugaveri og tjaldað þar á graslendi við lítinn læk. |
16. sept. | Yfir Köldukvísl, kannað
Sóleyjarhöfðavað og gist í Nýjadal/Jökuldal Laugardaginn 16. september var gott veður en sólskinslaust. Var haldið af stað yfir Köldukvísl rétt við hraunnefið gegnt kofanum í Illugaveri og áin í mitt læri en lítið var í ánni því að frost var um nóttina. Var nú komið yfir á Sprengisandsleið sem áður hefur verið ekin, fyrst af Sigurði Jónssyni frá Laug 1933 og síðar 1948 af Páli Arasyni og fleirum. |
Sjá hér pdf-frásögn Jóns Víðis |
Einar nefnir það ekki en hann var með
Sigurði frá Laug ásamt Jóni Víðis mælingamanni og Valdimari Sveinbjörnssyni,
menntaskólakennara í fyrstu ferðinni norður árið 1933. |
* | Var nú ekið vestur að Sóleyjarhöfða og kannað vaðið á Þjórsá. Taldist þeim sem þar óðu yfir að áin mundi vel fær bílum okkar. Þaðan var snúið við og ekið yfir margar slæmar kvíslar í Eyvindarkofaver og skoðaðar rústirnar af kofa Fjalla-Eyvindar. Þaðan var svo ekið rakleiðis eftir melöldunum austur í Jökuldal í Tungnafellsjökli og síðustu tvo tímana við ljós. Tjaldað var í mynni dalsins. Um nóttina var talsverð hríð. |
Svörtu hringirnir tákna næturstaði |
|
17.
sept.
|
Yfir Þjórsá að jökulgörðum, suður
til Arnarfells Sunnudaginn 17. september var gengið skammt inn í dalinn og var jörð þar alhvít. Um kl.12 var svo ekið af stað norður í Tómasarhaga og síðan vestur yfir Sprengisand í áttina að Klakki. Þarna eru harðir melar og hvergi grýttir. Bergvatnskvísl og Þjórsá voru þarna litlar. Síðan var ekið alveg upp að jökulruðningunum, suður með jöklinum og yfir fjölmargar kvíslar og voru þær sumar dálítið varasamar. Hefði sjálfsagt verið betra að vera fjær jöklinum. Veður var mjög fallegt, glampandi sólskin og lítill vindur. Útsýni var fagurt til suðurs en dimmt til norðurs. Sunnan og austan Arnarfells eru grasflesjur og blautt og gekk seint í myrkrinu að finna færa leið yfir eystri Arnarfellskvísl svo að klukkan var orðin 10 er við tjölduðum undir Arnarfelli í kulda og byl. |
18.
sept.
|
Vestur með Arnarfellsmúlum í þungu
færi. 15 km dagleið. Mánudagurinn 18. september rann upp bjartur og kaldur. Fegurð er mikil í Arnarfelli og gróður dásamlegur en var nú fölnaður. Um hádegisbil var haldið vestur að Arnarfellsmúlum. Það eru grasi grónir hólar sem jökullinn hefur velt fram. Sunnan undir þeim er sökkvandi mýri en að baki þeim lón og kvíslar en milli þeirra og jökulsins jökulruðningur sem fjölmargar smákvíslar skerst gegn um. Í þessum smákvíslum festust bílarnir hvað eftir annað svo draga varð þá upp úr þeim æ ofan í æ og gekk ferðalagið því seint. En veður var mjög gott. Eftir 8 klukkutíma erfiði höfðum við komist 14-15 km vestur með Múlunum og var þar tjaldað í hörkufrosti. Þessi spotti má teljast ófær, a.m.k. þungum bílum eins og við höfðum. |
19.
sept. Hringnum Erfið | Áfram vestur yfir
Miklukvísl, Blautukvísl og Hnífá. Hringnum lokað. Þriðjudaginn 19. sept. var svo haldið af stað vestur með Hjartafelli, neðst í jökulruðningunum. Skammt frá jökulröndinni komum við að hver, 70-80 gráðu heitum. Var svo haldið vestur með Ólafsfelli og yfir Miklukvísl og suður af Söðulfelli fengum við sæmilegt vað yfir Blautukvísl þó að botn væri þar nokkuð laus. Þaðan taka við sléttir sandar vestur að Hnífá. Þar komum við á bílför eftir ýmsa sem þangað hafa farið á bílum úr Þjórsárdal og Kerlingarfjöllum. Var þá okkar för eiginlega lokið. Við höfðum ekið bílum fyrir sunnan Hofsjökul. Frá Hnífá var svo ekið til Kerlingarfjalla og má telja þá leið sæmilega greiðfæra. Þar er brekka ein austan Illahrauns, svo snarbrött að draga varð bílana upp á spilum. Þar þarf að moka sneiðing í brekkuna. Hin torfæran er brekkan austan við sæluhúsið í Árskarði. Þar sátu bílarnir fastir í móunum. Þá brekku þarf að laga. um kvöldið ókum við til Reykjavíkur í dásamlegu veðri. |
Ein greiðfær leið er þvert yfir hálendið og hana á að opna |
Árangur ferðarinnar Hver er svo árangurinn af þessu ferðalagi? Hann er sá að við þykjumst hafa gengið úr skugga um það að leiðin sunnan Hofsjökuls er ekki fær bílum á kaflanum frá Þjórsá að Blautárkvísl (Blautukvísl). Það eru um 20-25 km. og eru þar Arnarfellsmúlarnir verstir. Leiðin norðan Hofsjökuls er heldur ekki venjulegum langferðabílum. Það er því ekki nema ein greiðfær leið eftir þvert yfir hálendið. Það er leiðin sem Sigurður frá Laug fór fyrir 18 árum á litlum, vélvana bíl, leiðin yfir Tungnaá á Haldin og norður Sprengisand norður í Bárðardal. Þess vegna á að byggja brú yfir Tungnaá á Haldinu og varða svo leiðina norður. Þá er leiðin opin öllum bílum með framhjóladrifi að minnsta kosti. |
Öræfin eru ekki í einkaeign |
Á hálendið að vera fyrir útvalda? Ýmsir þeir sem ég hef rætt við um þetta eru mótfallnir þessari hugmynd. Þeir segja að öræfin eigi að vera friðuð fyrir bílum og venjulegu ferðafólki. Með bílunum séu töfrar öræfanna búnir að vera. Þar til er því að svara að þó að ein leið þvert yfir öræfin verði opnuð bílum þá eru þau svo víðáttumikil að nóg er eftir fyrir þá fáu menn sem hafa svo mikil efni eða aðrar aðstæður að þeir geti farið ríðandi um hinar miklu víðáttur. |
Því víðar
sem unnt er að aka þeim mun fleira opnast almenningi til að njóta. Hlutverk FÍ er að stuðla að því. |
Ferðafélagið er félag almennra ferðamanna og á að berjast fyrir hagsmunum
þeirra En það eru fleiri en þessir fáu útvöldu sem eiga að geta sótt til öræfanna sér til sálubótar. Bílfær leið þvert yfir landið ásamt nokkrum sæluhúsum gæti gert gangandi fólki mögulegt að ganga austur í Vonarskarð, á Tungnafellsjökul, vestur að Hofsjökli og í Arnarfell og þaðan til Kerlingarfjalla og víðar og víðar. Ég tel því að Ferðafélagið gerði vel í því að vinna að því að fá brú á Tungnaá og það sem fyrst því einhvern tíma verður þetta gert. Einar Magnússon |