GÓP-fréttir Ferðatorg Vaðatal Ferðaskrá |
Suður yfir SkaftáForferð haustferðar 1992 |
28.-29. ágúst 1992 | Föstudagskvöldið 28. ágúst var lagt úr
Reykjavík í forferð í Jökulheima að kanna leiðina suður yfir Skaftá í afrétt
Skaftfellinga og niður á veginn frá Laka. Ferðina fóru:
Í Jökulheimum hittum við fyrir smiði frá Jöklarannsóknafélaginu sem voru þar komnir í vinnuferð að ljúka við að einangra gamla skálann. Ætlunin er að hafa hann framvegis læstan - eins og nýja skálann. Þá þurfa menn sem þar vilja gista að hafa samband við félagið í Reykjavík til að fá lykil og hafa hann meðferðis. Ástvaldur Guðmundsson, rakari, var fyrir þeim hópi sem taldi marga vaska smiði og nokkra kornunga ferðalanga. Lítill svefn var leyfður í Jökulheimum því svalt viðraði svo mögulegt þótti að komast yfir Skaftá - eins og kom á daginn. Það fór því svo að þótt við legðum okkur þrjár stundir í Blágiljum neðan Laka síðdegis næsta dag var þreyta í liðinu á heimferðinni um kvöldið. Það var því til að stytta þá stund sem meðfylgjandi ferðarlýsing tók að fæðast. Til þess að fylgja henni er nytsamt að hafa við höndina nýtt kort af svæðinu því á næstliðnum árum hefur Vatnajökull hopað verulega frá Langasjó og Fögrufjöllum. |
Þetta var
næturferð. Hitastigið fór lækkandi. Blásturinn jókst og vegarslóðar hurfu sjónum. |
Þó að líði ár og öld |
Sigurjón var
ögn á undan og stóð með smiðum JÖRFÍ þegar okkur bar að garði. |
Ókum raunar eins og ljón |
Ástvaldur rakari tók okkur vel - og allt hans fólk. |
|
Við sváfum á nýja gólfinu í uppgerða gamla skálanum og hvíldumst sannarlega eins og unnt var í einn og hálfan klukkutíma. |
|
Skaftá er ekki lamb að leika sér við og þegar svellkólnar í veðri í ágústlok verður skyndilega hugsanlegt að finna á henni nothæft vað. |
|
Það er munaður að fara frá Jökulheimum upp á Breiðbak við sólarupprás í heiðskíru lognveðri. |
|
Að þessu sinni fórum við
að Fögru sem er innsta fjallkeilan í Fögrufjöllum. Sú leið niður að Skaftá er um jökulurðarhrauka og er nú aflögð. |
|
Állinn var svo sem 75 sm
djúpur og lygn en botnfastir voru í honum stórir steinar. Að lokum fannst akanleg braut milli þeirra. |
|
Skaftá er þarna í tveimur álum eftir að kuldatíð fer að draga niður í henni. Syðri állinn kemur stuttleiðis úr jöklinum, oft stríður en ekki mjög vatnsmikill. |
|
Við vorum komin yfir
vötnin í Innri Skaftárbotnum. |
|
Ekki langt frá syðri
álnum
liggur leiðin um dalverpi
sem opið er í báða enda
en fjöll til austurs og vesturs. Austurhliðin liggur að undirfjöllum Vatnajökuls en vesturhliðin er fjall sem nefnist Sjónaukinn því þaðan sér vítt um völlu. |
|
Sunnan Sjónaukans eru Fremri Skaftárbotnar. Oftast eru þar nokkrar lænur sem flæmast um. Alltaf kemur öflugur sandbleytulækur norður með Fljótsoddanum sem krækir svo vestur í aðal farveginn. |
|
Afar erfitt getur verið
að
komast af sandinum upp
á veginn sem þræðir hraunbrúnina við Tröllhamarinn. Að þessu sinni reyndist fært að klettunum og þar upp úr grunnri lænu. |
|
Það var gleðilegt að komast upp úr farvegi Skaftár á veginn sem lagður hefur verið suður um hraunið að Laka. Sá hraunaslóði er þó sérlega grýttur og seinfær - og er þó sem malbikaður þegar miðað er við hraunið sjálft til hliðar. Þar er varla unnt að sjá að fært sé nokkurri skepnu - án vængja. |
|
Á leið okkar suður frá
Laka renndum við yfir á
Blágil. Þegar inn var litið í
kojurnar sem brostu til okkar ákváðum við að sofa þar til sex. |
Vökuþreyta veitti títt |
Ferðafólk hafði mætt okkur | og leit við í skálanum í Blágiljum eftir
að við vorum sofnuð - utan Pétur Örn. Hann varð var við fólkið og skynjaði
undrun þess á því að við höfðum farið hjá því skömmu fyrr - en hér voru allir
sofandi. Heima í Reykjavík vorum við á síðkvöldinu. |