GÓP-fréttir forsíða


Vetrarferð í Þórsmörk 1993

9. - 11. janúar - vetrarfegurð - snjór - bylur

Af gefnum tilefnum er hér pdf-skrá sem geymir frásögn af þessari ferð
Hér er
pdf-skrá
sem geymir
frásögn af
þessari ferð
Laugardaginn 9. janúar kl. 07 var lagt af stað í mjög góðu veðri og undir fullu tungli. Safnast var saman á Hvolsvelli og haldið þaðan á ellefta tímanum. Ekið var austur yfir gömlu brúna á Markarfljóti og inn með Fljótinu. Lækirnir voru í ágætu standi en mikill snjór og slóðin þung en troðin af þremur eða fjórum bílum á risahjólum sem fóru á undan okkar hópi frá Hvolsvelli. Þó þurftu menn að minnka loft í dekkjum þegar innar dró. Veður var stillt og lítið frost.
Snjór
í
strompi
Klukkan var rétt að verða 15 þegar komið var inn yfir Krossá að Skagfjörðsskála. Þar var djúpur lausasnjór svo vaða þurfti vel í hné. Menn komu sér fyrir í skála og kveiktu upp en snjóað hafði svo í nyrðri strompinn að talsverða tilfæringar þurfti til að opna reyknum leið. Þegar það tókst stóð ekki á að hlýnaði.
 

Laugardagur
kl. 16

 

 

 

 

 

Matti
ekki
í
æfingu

Dálítil húmganga ...

Klukkan 16 var haldið í gönguferð norður Langadal í átt til Húsadals. Göngufæri á Mörkinni reyndist vera yfirleitt í mitt læri nema þar sem dýpra var og er það til marks að fyrsta hvíldarstopp var eftir um það bil 100 metra göngu - við fyrstu brúna á læknum undir Álagabrekkunni. Gengið var í Skugga og fram að Snorraríki. Þaðan var aftur snúið og þá var farið að rökkva. Haldið var upp á moldirnar til austurs úr skarðinu og gengið norðan við dalverpin upp af Langadal og klifið efst upp í Fremri-Slyppugilsbrún.

... verður mögnuð kvöldganga

Rétt er að segja dálítið nánar frá þessari göngu. Hugmynd ritara var sú að við hefðum nokkuð fyrir stafni áður en kæmi í skálann því það mundi stytta okkur biðina eftir kvöldvökunni. Ritari brá því hetjulega af troðnu slóðinni og lagði af stað upp brattann austan í skarðinu. Þegar lítt var komið áleiðis var ritari orðinn svo þreyttur að hann kallaði til hvíldar og leitaði til Matta að fara fyrir okkur. Hann varð strax við því og ruddi hópnum braut. Snjórinn var hér víða dýpri og aldrei grynnri en í hné. Leiðin lá hátt upp á hrygginn þar til álitlegt var í tunglsljósinu að halda niður á moldirnar upp af Álagabrekkunni. Allan tímann ruddi Matti brautina og þurfti að kalla til hans ef hópurinn vildi doka við. - Nei, Matti kvaðst ekki vera í neinni þjálfun. Klukkan 18.30 voru allir heima í Skagfjörðsskála - þreyttir og svangir.

 

Gleði
og
tunglsljós

Kvöldvaka og stjörnuskoðun

Samseta og söngvaka var frá klukkan 20.30 til 24 þegar stór hópur bjó sig upp og hélt til stjörnuskoðunar á Slyppugilshrygg. Áfram var blæjalogn, himinninn skafheiður, tunglið fullt og stjörnur blikandi. Veröldin björt og uppljómuð svo að margir kváðust aldrei hafa bjartara haft að næturlagi en aðrir töldu að ein fyrri stjörnuskoðun af sama stað hefði verið í enn bjartara tunglsljósi. Krossá niðaði næsta hlýlega milli kafsnjóaðra bakka og liðaðist eins og breitt, svart band um hvíta breiðuna og tunglsljósið merlaði Slyppugilslækinn fyrir neðan okkur. Þetta var ein þeirra unaðsstunda sem greypist í minninguna og oft er tekin fram - enda fóru menn fyrst að tínast inn í skálann þegar klukkan fór að nálgast 01. Sumir töldu lítið frost en aðrir þóttust lesa 12 stig af mæli. Næsta dag voru þó ekki merki um verulegt frost.

Morgun-
ganga

Glugghellir í Slyppugili

Vært var sofið og upp risið um klukkan 09 og gengið af stað í Glugghelli klukkan 10.30. Þá var bílafloti lagður af stað úr Básum áleiðis til byggða. Göngufærið var þungt sem fyrr en ferðin var ævintýraleg við þessar aðstæður og veðrið var ljómandi gott með hægum andvara. Heim var aftur komið um klukkan 12 og frá Skagfjörðsskála haldið klukkan 13.20 yfir í Bása. Færið var þungt ferðin tók klukkustund. Þegar við renndum í Básana mættum við annari bílalest sem hélt þaðan til byggða. Um nóttina höfðu í Básum dvalið mun fleiri en við vorum í Langadal og á fleiri bílum.

Í
Básum

Í - og úr - Básum

Gengið var inn Básana meðfram læknum að hefðbundnum myndatökustað og var göngufærið nú enn dýpra og þyngra en áður. Af öllum þeim fjölda sem gisti Bása hafði enginn lagt í gönguferð svo það kom í okkar hlut að ryðja þessa braut eins og aðrar. Eftir stutt stopp í Myndahvammi var haldið rakleiðis í bílana aftur og af stað til byggða.

Veðrið
vex

Bylur

Klukkan var nú farin að nálgast 15. Ekið var viðstöðulaust fram yfir Hvanná og ákveðið að sleppa göngu í Stakkholtsgjá. Veðrið var gott en hvítt var í loft að líta. Þegar kom fram í Fagraskóg byrjaði að auka í vind og skafa. Fljótt varð lélegt skyggni og vindur svo mikill að menn urðu að gæta sín að fjúka ekki. Ljós bílanna sáust ekki nema úr lítilli fjarlægð. Í hópnum voru 13 bílar. Einn hlóð ekki svo hann varð að aka ljóslaus og fékk lánaðan geymi úr öðrum bíl en var að öðru leyti sjálfbjarga eins og aðrir. Lestin rofnaði í þrjá hluta og mjög hratt fennti í slóðina. Fremstu bílarnir fóru nokkuð hraðfari til að kanna og fríska slóðina svo að öllum yrði auðveldara að fylgja henni.

Farir
og
fyrirstöður

Framúr - og innúr aftur

Klukkan 17.30 var fremsti hópurinn, Gunnar Eydal, Sigurjón, Matti og Magnús Ásgeirsson, kominn fram úr flestum þeim bílum sem farið höfðu úr Básum um morguninn en þeir voru í hreyfingarlitlum lestum. Þeir öftustu voru enn innan við Sauðá en þeir fremstu út af Réttarnefinu fram undan Stórumörk. Þegar komið var niður fyrir Merkurána og Hólalækinn eru aðeins eftir Miðmerkurlækurinn og svo Syðstumerkurlækurinn sem áður var brúaður lengi. Hér sneru þrír bílar af fjórum aftur inn eftir til móts við hina. Þá var klukkan 18.

Hópar

Miðhópurinn fer framúr

Leiðin inneftir sóttist seint því slóðin var óglögg, bílarnir þungir af klaka og skyggni úr þeim oft ekkert nema í hvíta iðuna. Þá þurfti að ganga fyrir með veðrið hvasst á móti. Nærri fremri  Akstaðaá hittum við Þorstein Ólafsson með miðhópinn klukkan 19.30 og Matti tók að sér að fara fyrir þeim niður til byggða. Hinir tveir héldu áfram inn Langanesið og inn á aurinn sem þá er ekinn inn að Jökulsá. Ekki þurfti þó að fara nema hálfa þá leið því þangað var aftasti hópurinn kominn. Þá var klukkan 20.30. Þeir höfðu í samráði við okkur hin ákveðið að skilja eftir einn bíl sem hélt ekki lofti í einu dekki. Þeir höfðu tafist við að reyna að laga hann og síðan við að bíða eftir varadekki sem til stóð að færa þeim - en við það var hætt þegar veðrið þyngdi og miklu þótti muna að þeir þokuðust áleiðis.

Hæga-
gangur

Gengið og ekið

Ferðin til baka gekk hægt en örugglega. Halda varð sama hætti og fyrr að ganga fyrir bílunum en stundum gátu þeir þó skotist hraðar þegar lát varð á renningnum. Allir lækir voru undir snjó nema Innri-Akstaðaáin innst í Langanesinu og lækirnir við Nauthúsagil. Þeir voru dálítill farartálmi því í þá hafði fokið mikill snjór og hann var gegnrakur án þess að hafa frosið. Vel gekk þó að finna leiðir þar yfir og þá var klukkan 04.

Fyrir-
stöður

Erfitt í neðstu lækjum

Stöðugt bárust fréttir í talstöð og síma um bílana sem komnir voru niðureftir. Sá fyrsti hafði átt í erfiðleikum með síðustu lænuna sem reyndist öllum mjög erfið. Tveir stórir bílar úr Básunum voru þar fastir og kallað hafði verið í stórt vinnutæki frá nálægum bæ til að aðstoða þá. Flestir bílar úr okkar hópi komust fram yfir fyrir atbeina Matta sem leiddi miðhóp okkar en að lokum festi hann sig einnig og tveir aðrir okkar bíla voru enn innan við lækinn.

Loks -

Leiðin lögð um Stórumerkur-hlað

Þegar aftasti hópurinn kom niður fyrir Nauthúsalækina var haldið eftir gömlu leiðinni heim að Stórumörk. Töluverður snjór var í skorningunum og þungt að komast en með þessu móti varð komist hjá öllum lækjum. Við Stórumörk var öllum fyrirstöðum lokið og klukkan var 06 þegar þaðan var haldið. Klukkutíma áður hafði vinnutækið hjálpað öllum framyfir Hólalækinn sem þar biðu og þeir voru nú komnir á Hvolsvöll.

- á
Hvolsvöll

Á Hvolsvöll

Fremri hóparnir fóru um gömlu brúna yfir að vegamótunum við Vorsabæ en sá aftasti fór fram á nýju Markarfljótsbrúna og malbikaða veginn áleiðis á Hvolsvöll. Þó hann væri gleggri og betur stikaður sóttist ferðin seint vegna lítils skyggnis og hálku á veginum því varlega var farið og þegar kom í námunda við Vorsabæ var ekið fram á rafmagnslausa bílinn. Hann hafði einnig orðið bensínlaus en nú var bensínið komið. Hann var dreginn í gang og innan skamms var hópurinn allur á Hvolsvelli og dokaði eftir eldsneyti. Í ljós kom að sjálfsalinn virkaði ekki vegna bleytu svo afgreiðslumaðurinn var vakinn í þriðja sinni þá nóttina en tók því með tiltölulegu jafnaðargeði.

Bíla-
bót

Með hressta bíla

Matti hafði rutt öðrum leiðir en að lokum fest sig í læknum og þá hafði vinnuvélin dregið hann upp og við það brotnaði bæði augablað og krókblað sömu megin að framan. Þeir Ingi höfðu þó náð að festa hásinguna og komist í Hvolsvöll, komist þar í hús og lagað hana til heimferðar. Allir voru því saman komnir og héldu vestur á bóginn klukkan liðlega 08.

Til
Selfoss

Haldið á Selfoss

Tveir verulegir skaflar voru á leiðinni á Selfoss en snjóruðningstæki höfðu lokið við að ryðja þá þegar okkur bar að. Á Selfossi beið okkar heimboð til Þorsteins Ólafssonar, sem kominn var þangað á undan okkur og þar snæddu menn og blunduðu á stólum, sófum, gólfum, bak við stóla og undir borðum.

Yfir
heiðina

Um Þrengsli

Klukkan 11.20 var haldið upp til Hveragerðis og síðan um Þrengslin sem stöðugt voru auglýst ófær. Þar reyndist þó aðeins slæmt skyggni - en aldrei þó eins og það sem við höfðum haft um nóttina. Þegar kom að Litlu Kaffistofunni töfðumst við vegna bifreiða sem fastar voru við veginn en komum til Reykjavíkur klukkan 16.

Það má vera til frekari upplýsinga að bið okkar þar var meiri en við vildum. Það var vegna þess að við héldum að Vegagerðin væri að leiðbeina bílunum sem þar biðu í langri lest. Þegar fór að líða verulega á og engin hreyfing á bílunum brugðu þeir Matti og Ingi við og Matti fann allri lestinni leið. Satt best að segja hefðu sumir orðið olíulausir í biðinni ef hann hefði ekki tekið af skarið. Almenn ályktun er sú að þegar maður kemur aftan að bílalest er ekki því að treysta að neinn sé að gera neitt fremst. Sennilegast er hver að bíða eftir öðrum.

Af gefnum
tilefnum er
hér pdf-skrá
sem geymir
frásögn af
þessari ferð

Ógleymanleg ferð

Þessi Þórsmerkurferð reyndist svo sannarlega vera vetrarferð með öllu. Hún var í fyrstu mild og ljúf í fallegu veðri og óvanalegu fannfergi á Þórsmörk. Veður var stillt og blítt. Um kvöldið var löng og góð söngvaka og á miðnætti hefðbundin stjörnuskoðun í lognkyrru veðri í ógleymanlegri, skjannabjartri nóttinni. Um Mörkina gengum við í Snorraríki, upp í hæstu hæðirnar við Fremi-Slyppugilshrygginn, skoðuðum stjörnurnar, gengum í Glugghelli og um Bása. Þegar svo lagt var heim gerði vetrarveður svo aðstæður urðu erfiðar en þó viðráðanlegar og eftirminnilegar. Þetta er ferð sem skipar heiðursess í hugum okkar ferðafélaganna. Vetrarferð sem stóð vel undir nafni og var okkur öllum góð æfing.

 

>>>>

 

Þátttakendalisti - eftir bílum:

Bílstjóri og
>> farþegar
Magnús Ásgeirsson, Furuhjalla 4, 200 Kóp. 985-36162
>> Gísli Ólafur Pétursson, Grenigrund 2B, 200 Kóp.
>> Sigurður Flosason, Huldubraut 29, 200 Kóp.
>> Ágúst Halldórsson, Réttarholti 4, 800 Selfoss
Guðbjörn Haraldsson, Hraunbæ 34,110 Rvík 985-23761
>> Björgvin Hilmarsson, Kópavogi
Þorsteinn Ólafsson, Austurvegi 3, 800 Selfoss 985-38376
>> Sigrún Þorsteinsdóttir,
>> Hjördís Þorsteinsdóttir
>> Anna Þorstensdóttir
Gunnar Eydal, Háagerði 89, 108 Rvík
>> Ásgerður Ragnarsdóttir
>> Gunnar Páll Eydal
>> Hjördís Eydal
>> Ragnheiður Valdimarsdóttir
Ásmundur Ingimar Þórisson, Skipasund 21, 104 R
>> Margrét Kaaber
>> Ólafur Ásmundsson
Halldóra Þórisdóttir, Fjarðarsel 19, 109 Rvík.
>> Ásgeir Ragnarsson
>> Margrét Lilja
>> Guðmundur
Áróra B. Ásgeirsdóttir, Selfossi
>> Valdimar Arnarson
>> Áslaug Ásgeirsdóttir
>> Guðmundur Jónsson, Gunnarsholti, Rang.
Sturla Þengilsson, Dísarás 12, 112 R 985-31684
>> Samúel Guðmundsson, Kópavogsbraut 10, 200 K
Sigurjón Pétursson 985-39527
>> Þórir Dan
>> Auður Ingólfsdóttir
>> Ingi Dan
Guðmundur Rúnar Brynjarsson
>> Þuríður Dan
>> Brynjar Guðmundsson
>> Hlynur B. Karlsson
Guðmundur Skúli, Fagrabrekka 15, 200 Kóp. 985-28190
>> Garðar Guðmundsson
>> Ragna Freyja Gísladóttir, Engihjalla 11, 200 K
>> Lind Gunnlaugsdóttir
>> Davíð Karl Sigursv, Grenigrund 2B, 200 Kóp
>> Gunnar Freyr Freysson, Hveragerði
>> Anna Soffia Óskarsdóttir, Svarthamrar 13, 104 R
>> Ósk Önnudóttir
Marten Lövdahl, Holtagerði 36, 200 Kóp.
>> Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, Álfaheiði 22, 200 Kóp.
>> Ragnar Martensson
>> Böðvar, Noregi
>> Vibeke
Guðmundur Jónsson, Hnjúkaseli 11, 109 Rvík 985-37138
>> Brynja Baldursdóttir, Hnjúkaseli 11, 109 Rvík 

Af gefnum tilefnum er hér pdf-skrá sem geymir frásögn af þessari ferð

Efst á þessa síðu * GÓP-fréttir forsíða