Forsíða
GÓPfrétta


Hagnýtar ferðavenjur

Yfirlit yfir nokkrar nytsamar ferðavenjur sem okkur þykir öllum gott að vita að hin þekkja líka - til að tryggja samræmingu aðgerða þegar á þarf að halda.

Sam-
hjálp
og
sam-
vinna
Heim úr góðri ferð í góðum hópi
Við ferðumst okkur til skemmtunar og förum saman í hópi. Fyrsta markmiðið er að koma aftur heim úr góðri ferð í góðum hópi - líka þótt ekki tækist að komast á þann stað sem til var stefnt.

Allir þurfa aðstoð
Í vetrarferðum þurfa bílar að vera fjórdrifnir og vel búnir til vetraraksturs. Færi getur verið af öllum gerðum - stundum fært öllum bílum og stundum ófært stórum bílum á stærstu dekkjum. Allir þurfa aðstoð einhverju sinni. Sumt er aðeins fært þeim fyrsta sem brýtur niður það hald sem var. Hann þarf þá að liðsinna þeim næsta. Sá fyrsti getur líka oft lent í erfiðleikum sem aðrir liðsinna honum úr.

Gráa bilið
Í öllum ferðum eru því einhverjir bílar á aðeins minni dekkjum heldur en dugar til að fljóta í förunum. Háttur okkar er sá að aðstoða bíla svo lengi sem útlit er fyrir að það skili árangri - en þurfi þeir að lokum að snúa við þá fylgja þeim betur búnir bílar til baka á örugga slóð. Þetta gefur mönnum færi á að læra að beita bílum í erfiðu færi en það verður ekki annars staðar numið. Þetta þjálfar menn líka í skjótu gagnkvæmu liðsinni og kennir mönnum að meta möguleika bíla sinna við ólíkar aðstæður. 

Öryggi rammans
Áður þekktust ekki breyttir bílar - og miklu færri voru þá í vetrarferðum. Menn voru iðulega einir, tókust á við ófærðina með ómældu erfiði, bröskuðu oft á svo til sama stað heilar nætur og sneru í morgunsárið aftur heim - uppgefnir - en samt glaðir eftir glímuna. Þannig öfluðu menn sér dýrmætrar reynslu sem ekki verður öðruvísi fengin. Í okkar hópi er munurinn sá að menn leggja ekki eins mikið undir innan þess öryggisramma sem hópurinn skapar.

Allir geta þurft að snúa við 
Íslenskur vetur getur verið hverjum manni og hverjum bíl ofviða. Allir sem fara í vetrarferð þurfa því að gera sér grein fyrir því að stundum eru innan við helmingslíkur á að komast alla leið - og enginn veit fyrr en í er ekið.

Á jökli
Jökull er hvít snjóþekja yfir dauðadjúpum sprungum. Sjaldan er ekið um svæði þar sem undir eru svo stórar sprungur að þær geti gleypt bíl - en oft getur eitt eða tvö hjól fari ofan í. Mikilvægt er að fara ekki út úr bílnum fyrr en könnuðir hafa markað hvar öruggt er að standa. Allir sem víkja afsíðis eða ganga frá hópi verða að hafa talstöð meðferðis og gera vart við sig. GPS-handtæki eykur öryggi til mikilla muna því villtur getur með aðstoð þess sagt nákvæmlega til sín.

Á hvers ábyrgð? Hér er ég - og til aðstoðar reiðubúinn.
Vissulega eru menn peningalega á eigin ábyrgð í okkar ferðum. Þegar vel gengur og mönnum eru vegir færir getur hver og einn ákveðið að fara eigin slóðir að höfðu samráði við fararstjóra. Öðru máli gegnir þegar færð er erfið og skyggni slæmt. Þá er hver og einn á allra ábyrgð og við gætum þess vandlega að létta af öðrum áhyggjum þeirra af því að þeir týni okkur með því að láta þá vita af okkur á ýmsan hátt, vera sífellt nærri og leggja lið eftir þörfum.

Reglur Bílstjórinn setur þær umgengnisreglur sem gilda í hans bíl.
Ekki er reykt inni í þeim bíl sem tekur að sér að flytja farþega gegn fargjaldi.
Áfengi er notað mjög í hófi og bílstjórinn gætir þess að það drjúpi ekki meðan verið er á ferð.
Ég og þú
=
við
Hér er ekkert nýtt á ferðinni. Tilgangurinn
með því að hafa svona skriflegt yfirlit yfir nokkrar nytsamar ferðavenjur er sá að að tryggja samræmingu aðgerða þegar á þarf að halda.
Það flýtir fyrir mér að vita að hin vita líka - hvað ég hyggst fyrir og til hvers er ætlast þegar ég kem til hjálpar - eða þarf á hjálp að halda.
Ef þú ætlar að slást í förina skaltu prenta ferðavenjurnar út og hafa þær meðferðis.
Talstöð Við notum aðallega UHF-handstöðvar og rás 4. Einnig hafa sumir VHF-stöð.
Margir hafa gamla CB-stöð en þær hafa svo hátt að sjaldan er kveikt á þeim.
Fremsti bíll Einum bíl er falið að vera fremstur. Hann miðar hraðann við gang hópsins og aflar sér upplýsinga frá þeim sem aftast fer. Hann samræmir krafta eftir þörfum við að leggja brautina.
Aftasti bíll Einum bíl er falið að vera aftastur. Hann hefur samband við fremsta bíl sem hagar hraðanum þannig að hópurinn haldi saman. Hann hleypir þeim aftur fyrir sig sem nauðsynlega þarf - en dokar síðan eftir honum og tekur öftustu stöðu á ný. Það er hann sem tryggir öryggi ferðahópsins.
Ég,
bílstjórinn,
hef
hugfast:
  • Ef torfæran, yfirferðin eða vaðið - er kúnstugt og ég veit hvernig best er að taka það þá bíð ég uns sá kemur sem á eftir mér fer til þess að hann sjái hvernig ég fer yfir.
  • Ekki fer ég af stað fyrr en sá sem á undan er hefur komist upp úr hinum megin og fært sig svo langt frá bakkanum að rúm sé fyrir minn bíl.
  • Þegar ég er kominn yfir leggur sá strax af stað sem á undan fer. Ég færi minn bíl svo langt frá bakkanum að sá næsti komist vel upp úr. Líka ef hann þarf að koma upp úr á nokkurri ferð.
  • Þegar sá sem á eftir mér fer er kominn upp úr legg ég strax af stað.
Ef bíll á í
erfiðleikum

Ég dreg
einungis
áfram!!
til að
brjóta
ekki 
drif!!

Þegar bíllinn á eftir mér á í erfiðleikum - eða sá sem á undan fer - er ég strax viðbúinn að veita honum aðstoð. Ef hann losnar ekki strax sendi ég mann á vettvang og læt hann taka spotta með sér. Ónotaður spotti skaðar engan en spotti sem ekki er við höndina gerir ekkert gagn. Svona fer ég að:
  • Ég færi bílinn hæfilega nærri. Ef það er minn bíll sem á í erfiðleikum hlífi ég honum - og flýti fyrir hópnum - með því að hætta tímafrekum skakstri.

  • Ég sendi út manninn með spottann. Hann hnýtir aftan í minn bíl með pelastikki og setur svo fast á sama hátt í hinn bílinn. Síðan færir hann sig frá og veifar til að samstilla átakið. Það er hann sem stjórnar aðgerðinni - eða annar í sama verkefni.

Pelastikk
er hnýtt
svona:
Gætum
bílanna
Ég gæti að bílnum mínum! Dálítil bið á meðan skör er lagfærð eða ísjaki færður úr vatnavegi er betri en jafnvel minnsta rispa á lakki - og munum að það fer betur með bílinn að hjálpa honum með því að láta toga í hann heldur en þeyta honum yfir torfæru. Það er ekki bara metnaðarmál okkar að bílarnir verði fyrir sem minnstum skakkaföllum - heldur dregur það líka úr óvæntum töfum.

Ég gæti þess - bæði með minn bíl og annarra - að draga alltaf áfram en aldrei aftur á bak. Það er vegna þess að í mörgum bílum eru framdrifin af svonefndri reverse-gerð sem þola ekki öfugt átak - og brotna.

Greiðslur Ef hópurinn á að standa skil á greiðslum vegna ferðarinnar - t.d. gistigjöldum og sameiginlegum kostnaði - þá finn ég gjaldkerann og geri upp við hann.
Gestabókin Ég finn út (!) hver geymir gestabók ferðarinnar - og eldri bækur með ferðarlýsingum og myndum.
Kvöld-
vakan
Kynning, frásögn, leikur, ljóð og lag
Ökumaður hvers bíls gerir grein fyrir sér og farþegum sínum - með þeirra hjálp eftir þörfum. Þá er svarað spurningum, sagt frá eftirminnilegum atvikum og lögð til gleðiefni á kvöldvökuna.
Efst á þessa síðu * Forsíða GÓP-frétta