Vi nd ur V i n d k æ l i n g
Forsíða GÓP-frétta

*


Vindkælingartafla - frá Jerven

Gerðar hafa verið mælingar sem sýna samhengi vindstyrks og kælingar við tiltekið hitastig.
Allir þekkja áhrif vindkælingar en nytsamt getur verið að hafa þessa töflu til hliðsjónar.

17. jan. 2005 >>

Haukur Jóhannsson sendir inn nálgunarjöfnu til að reikna út kælinguna!
Vindhraði:
mælieiningar í
dálkunum eru:
St Beaufort stig
Ms m/s
Kk km/klst
Taflan sýnir mældan hita á Celsíus í efstu línu.
Þegar vindhraðinn eykst verður meiri kæling - rétt eins og hitastigið hafi lækkað.

Til dæmis: Þegar hitamælir sýnir 0 gráður og vindmælirinn 5 vindstig er kælingin eins og maður stæði úti í logni og 14 gráðu frosti. Sjá hvíta reitinn í töflunni.

St Ms Kk 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 -25 -30
2 1,6-3,3 5,8-11,9 14 9 3 -2 -7 -12 -18 -23 -28 -33
3 3,4-5,4 12,2-19,4 10 4 -2 -8 -14 -20 -26 -32 -38 -44
4 5,5-7,9 19,8-28,4 8 2 -4 -11 -18 -25 -32 -38 -45 -52
5 8-10,7 28,8-38,5 7 0 -7 -14 -21 -29 -36 -43 -50 -57
6 10,8-13,8 38,9-49,7 5 -2 -9 -17 -24 -32 -39 -47 -54 -61
7 13,9-17,1 50,0-61,6 5 -3 -11 -18 -26 -34 -42 -49 -57 -65
8 17,2-20,7 61,9-74,5 4 -4 -11 -19 -27 -35 -43 -51 -59 -66
9 20,8-24,4 74,9-97,8 4 -4 -12 -20 -28 -36 -44 -52 -60 -66
Heimild:

Jerven
Norge

Taflan er fengin úr sölubæklingi til kynningar á Fjellduken sem er hlífðarklæði, hempa eða mussa og nýtist bæði sem yfirhöfn á ferð og sem lítið tjald. Áhugavert fyrirbæri!

Söluaðili á Íslandi er NAUÐSYN ehf - kt: 541098-2919 en norska merkið er Jerven-Norge og póstfangið er: Jerven - boks 149 Odda og síminn í Noregi er: 53 64 20 18 og fax er: 53 64 36 16.

Taflan er lítillega leiðrétt - og vonandi fyrtast rétthafar hennar ekki við að hún birtist hér. - GÓP

17. jan.
2005
Sæll Gísli
Nálgunarjafnan
fyrir vindkælingu sem ég nefndi við þig í veglegri og skemmtilegri afmælisveislu þeirra Vikars og Vilborgar:

Ck = (C + 272,2) × v^(0,0008×C - 0,0233) - 273

Þar sem
Ck er vindkæling í °C
C lofthiti í °C
v vindhraði í m/s; v ekki minna en 3 m/s

Útreikningurinn fylgir með >> vindkaeling.xls

Með bestu kveðju, °
Haukur Jóhannsson
1806 Francis Beaufort, foringi í breska sjóhernum og vatnsaflsfræðingur setti árið 1806 saman mælikvarða á vindstyrk. Mælikvarðinn miðaðist við sjólag og aðstæður til siglinga á skútum.

Efst á þessa síðu * Forsíða