GÓP-fréttir
forsíða


Bragi Skúlason

sextugur 27. janúar 1998
áttræður 27. janúar 2018

*


 

60 >>
*

80 >>

Þegar Bragi, vor samherji, sextugur er
þeysir sinnið í öræfaför!
* * *
Þegar Bragi í alvöru áttræður er
enn fer hugur í öræfaför!
Jafnt í byr sem í byl okkar félagi fer
- okkur fangar nú minningin ör
:.: er merlaði skjannann
sem morgunninn fann!
Hver man ekki morguninn þann! :.:
*
Er roðinn úr austrinu brýtur sér braut
boðar dýrðlegan öræfadag!
þegar fegurð og gleði oss fellur í skaut
hvílík fylling í ævinnar lag!
:.: og litflóðið háa
um ljóshvolfin blá
svo ljómandi landinu á! :.:
*
Við gleðjumst hér saman á gleðinnar stund
hér er glampi og sindur á brá!
þú færð alúðarósk á þinn afmælisfund
megi ánægjan una þér hjá!
:.: Oss framtíðin laðar
um fjall og um vað!
Við förum á fjarlægan stað! :.:
* Texti: GÓP * Lag: C. J. Rasmussen