Í júlí 2002 * Mynd: Pétur Örn

Gísli Ólafur Jakobsson
f. 17. des. 1934 - d. 29. mars 2003

5.06.2003

kveðja
frá
Johanne
 

Kære Ragna og Gísli

Tak for den smukke krans og de kærlige hilsener til Gísli's bisættelse - kære Gísli - tak for dejlige og gode mindeord om Gísli - det gjorde mig - midt i alt - saa glad

- hvor havde vi det dejligt sammen med jer sidste sommer paa især den fine tur til Þórsmörk - det glemmer jeg aldrig.

Da jeg mödte Gísli fik jeg jo i tilgift en stor og bemærkelseværdig familie med i kjöpet - mange store personligheder og jeg er saa glad for at mit liv kom til at indeholde mödet med alle jer.

Kære Ragna -
- Gísli var í gang med at oversætte din bog - jeg kan desværre ikke göre det uden ham - der er mange ting jeg synes jeg ikke kan göre uden Gísli som var min livsven og kærlighed - men jeg er ved at lære det og jeg har en stor og kærlig familie omkring mig.

Kære i to - pas nu godt paa hinanden.

Mange kærlige hilsener og tanker fra Jakob + Tomas med familie og fra mig - Johanne.

Forsíða
 

Ásmundur Jakobsson: Yfirlit
17.12.1934
-
29.03.2003
Gísli Ólafur Jakobsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1934. Hann lést að heimili sínu, Lersö Park Alle 43 í Kaupmannahöfn, 29. mars síðastliðinn.

Útförin var gerð frá Kildevældskirke á Österbro í Kaupmannahöfn 3. apríl 2003 kl. 13. 

Foreldrar
og
systkini
Foreldrar hans voru Jakob Gíslason, orkumálastjóri, f. 10. mars 1902 á Húsavík, d. 9. mars 1987 og fyrri kona hans Hedvig Emanuella Hansen, f. 26. júní 1908 í Kaupmannahöfn, d. 25. nóvember 1939. Albróðir Gísla er Jakob, f. 26. desember 1937.
>
Gísli með Jagga 1939(?)

Þessar fjórar myndir
eru úr safni Jakobs Jakobssonar


Gísli og Jaggi 1942(?)
Hér er ágæt mynd af Dönunum tekin um 1965 af Finn Sönderbæk
segir Jakob Jakobsson sem sendi myndina þann 15. mars 2005 22:58

Standandi - frá vinstri: Johanne Götze Jakobsson, Ingeborg (Ingibjörg) Götze móðir
Johanne og Ninu. Hún var systir Þorsteins í Bristol.
Lengst til hægri er Jónína Götze Christiansen
Í sófanum sitja: Gísli Jakobsson, Janne Christensen (arkitekt), Tómas Gíslason
og John Christensen
Fremst eru þeir Jens Christensen og Jakob Gíslason


Jakob Jakobsson og Gísli Ólafur Jakobsson 2002
Foreldrar
og
systkini
Jakob er tæknifræðingur, búsettur í Glasgow í Skotlandi,  maki Moira Helen Blakeman, kennari, f. 11. maí 1944 í Glasgow. Seinna kona Jakobs er Sigríður Ásmundsdóttir, f. 6. ágúst 1919. Börn þeirra, hálfsystkini Gísla eru: Ásmundur, eðlisfræðingur, f. 5. júlí 1946, Aðalbjörg, félagsfræðingur, f 18. maí 1949, maki Hallgrímur B. Geirsson, hæstaréttarlögmaður, f. 13. júlí 1949 og Steinunn Sigríður, jarðeðlisfræðingur, f. 6. maí 1953, maki Sverrir Hilmarsson, húsasmiður, f. 20. ágúst 1955.
Maki
og
tengda-
foreldrar
Gísli kvæntist 31. október 1953 Johanne Agnes Jakobsson, f. Götze, f. 17. október 1935 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hennar voru Hilbert Frank Götze, lásasmiður, f. 23. júlí 1899 í Kaupmannahöfn, d. 21. júlí 1962 og kona hans Ragnheiður Ingibjörg Götze Sigurðardóttir, f. 6. desember 1901 í Reykjavík, d. 17. desember 1975.
Jakob

Tómas 

Börn Gísla og Johanne eru 1) Jakob, skrifstofumaður, skáld og málari, f. 23. desember 1953 í Kaupmannahöfn. Barnsmóðir hans er Susanne Hörup, arkitekt og iðnhönnuður, f. 23. júní 1956 í Viborg. Sonur þeirra er Alexander Hörup, f. 23. júlí 1981 í Kaupmannahöfn. 2) Tómas, kvikmyndagerðarmaður, f. 29. júlí 1961 í Kaupmannahöfn. Fyrri kona hans er Susanne Bier, kvikmyndagerðarkona, f. 15. apríl 1960. Þau skildu. Sonur þeirra er Gabriel Bier Gíslason, f. 5. júli 1989. Seinni kona Tómasar er Mette Nikoline Hede Gíslason, f. 24. maí 1970. Sonur þeirra er Tobias Oliver, f. 29. apríl 2001.

Nanna
Rósa

Barnsmóðir Gísla er Liza Knipschildt Jürgensen, uppeldisfræðingur, f. 18. nóvember 1953 í Kaupmannahöfn. Dóttir þeirra er 3) Nanna Rósa Knipschildt Jürgensen, f. 27. maí 1987 í Frederiksberg.

Nám

og

störf

Gísli ólst upp í Reykjavík. Hann nam trésmíði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og tók próf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1957. Nam við Köbenhavns Bygmesterskole 1956-59. Nam arkítektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1961-64. Vann á Teiknistofu Stefáns Jónssonar og Reynis Vilhjálmssonar 1964-65, á arkitektastofu Peters Bredsdorffs í Kaupmannahöfn 1965-82 og á skipulagsdeild Værlöse Kommune frá 1982 þar til hann lét af störfum á síðasta ári.

GÓP

Kveðja og þakkir fyrir samfylgdina

.

Gísli Ólafur Jakobsson er látinn. Þegar hann var 6 ára skoppaði ég inn í heiminn og hann varð minn afar stóri bróðir - því hann var svo miklu eldri en bróðir hans, Jakob, sem að sjálfsögðu var minn stóri bróðir. Mamma þeirra var dáin og við systkinasynirnir vorum saman í Læknishúsinu á Eyrarbakka. Aðstæður breyttust er fram liðu stundir en hin fyrsta heimsmynd er undarlega sterk. 

Eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1944 vorum við vor og haust hjá Pétri og Sigurði, frændum okkar, á Eyrarbakka að leggja þeim lið við kartöflurnar. Ég man ennþá skemmtilega stefið sem Gísli söng í garðinum vestur á Sandi þar sem við vorum tveir á hnjánum að taka upp.

Johanne og ástin urðu að hjónabandi þegar Gísli var aðeins 18 ára og áður en varði var hann horfinn til Danmerkur þar sem hann svo bjó og starfaði. Heimili þeirra í Kaupmannahöfn varð fastur punktur í ferðum margs frændfólks af Íslandi og þaðan eru margar góðar minningar. Skemmtilegt var líka að fá jólakortin með aðgerðayfirliti liðins árs sem gáfu okkur hlutdeild í tilveru þeirra og styrktu fjölskylduböndin. 

Þau komu nokkrum sinnum til Íslands og fóru stundum vítt um landið í eftirminnilegar ævintýraferðir. Alveg sérstaklega var ánægjulegt að eiga saman stundir á síðasta sumri á 100 ára afmæli Jakobs Gíslasonar. Þá komu þeir bræður, Jakob og Moira frá Skotlandi og Gísli og Johanne frá Danmörku, með alla fjölskylduna, afkomendur og frændfólk. Þar hittust margir á fagnaðarfundi - og auk þess lék veðrið bjartar og mildar aríur á Eyrarbakka, í Elliðaárdalnum, á Snæfellsnesi - og víðar um landið í þessum fyrri hluta júlímánuðar. 


Músaðu á myndina til að fá hana stærri - og nöfnin!!

.

Johanne, Jakob, Tómas og Nanna Rósa - 
Jakob og Moira, Sigríður, Ásmundur, Aðalbjörg og Steinunn og fjölskyldur og vinir Gísla - innilegar samúðarkveðjur frá okkur Rögnu Freyju, móður minni og systkinum og frændfólkinu hér á Íslandi. 

GÓP

Efst á þessa síðu * Forsíða * Jakob Gíslason 100 ára