GÓP-fréttir
Forsíða



Jón Sæmundsson
frá Krakavöllum

F. 27. maí 1922 - d. 30. ágúst 2009


Jón Sæmundsson dansar á ættarmóti
Krakavallarættar á Laugabakka 2001


Sæmundur Hrafn Andersen og
Jón Sæmundsson 19. ágúst 2004


Á ættarmóti 2006: Guðrún Jónsdóttir,
Gylfi Guðmundsson og Jón

30. ágúst
2009
Jón Sæmundsson lést 30. ágúst 2009
15. sept. 2009
við útför
Jóns
Sæmunds-
sonar frá
Kraka-
völlum
 
F. 27. maí 1922 - d. 30. ágúst 2009
Útför frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 15. september 2009.

Fallinn er frá vélstjórinn, útgerðarmaðurinn, skipstjórinn, fiskverkandinn, einyrkinn, verkamaðurinn, golfarinn, afinn og gleðigjafinn Jón Sæmundsson sem borinn var og barnfæddur á Krakavöllum í Flókadal.

Léttur - og í lyndi glaður,
ljúfur sínum frændum öllum.
Öndvegis- og úrvalsmaður
- okkar Jón frá Krakavöllum.

Í Flókadalnum fornan sé ég seim
og sýnist eins og unga bræður finni:
Jón sem lítur Kalla koma heim
með koparrauðan fisk í hendi sinni.

Við, Ragna Freyja, Fanney Magna, Særún Æsa, María Valgerður og Jón Óttarr, börn Karls Sæmundarsonar og Katrínar Gamalíelsdóttur, og fjölskyldur okkar - þökkum Jóni hjartanlega samfylgdina og sendum afkomendum hans og fjölskyldum þeirra okkar bestu kveðjur.

Í gestabókina:

Augnsvipur gleðinnar glóði
og glitaði ævinnar veg
loks var svo gullvagninn góði
gerður að sækja þig.

* Ragna Freyja Karlsdóttir og Gísli Ólafur Pétursson.

Efst á þessa síðu * Forsíða