Sigurjón gleðigjafi í Skagfjörðsskála 1992 * Mynd: RFG | |
Forsíða |
Sigurjón Pétursson sextugur 26. 10. 1997 |
Sigurjón er sextugur! ávarp |
Það fer ekki hjá því að hugur okkar ferðafélaganna þyrlast til farinna ferða og ekinna slóða.
Sigurjón er þeirrar náttúru að meðan allar eru götur greiðar er hann gjarnan hvar sem verkast vill - í fremsta hluta hópsins. Hann nýtur þess að fara fremstur en það er ánægja sem hann gjarnan vill einnig leyfa öðrum að njóta. Á öllum stundum léttir hann lund manna um leið og hann gefur góð ráð og leggur fram krafta sína. Í ferðahópnum eru líka margir sérlega hæfir til að fást við tilteknar gerðir erfiðleika og Sigurjón kann þá list að leyfa hópnum að njóta snilli þeirra. Þegar harðnar á dalnum fækkar þeim sem fremstir fara og fleirum verður ærið að fylgja slóðinni. Þá vitum við að Sigurjón er í forystuparinu. Svo versnar veðrið og menn hætta að sjá til og samt þarf að fara til hjálpar og - auðvitað íhuga menn málið og horfa í sortann - en Sigurjón er alltaf reiðubúinn. Og - , eins og einn félaginn sagði þegar Sigurjón barst í tal, |
60 | Sigurjón!
þú ágæti félagi og gleðivaki sem ert ósköp einfaldlega - þeim mun traustari sem meira liggur við. Hingað á þína gleðistundu höfum við komið með lítinn texta sem við ætlum að syngja þér - og reyna að sleppa í gegnum það ævintýri án þess að hafa fyrst dregið þig út undir vegg að undirbúa okkur. Við höldum að það muni samt takast vegna þess að við höfum valið alveg sérstakt lag. Þetta er lag sem allir viðstaddir þekkja. Þeir þekkja það vel sem hafa staðið með þér í hinni pólitísku baráttu um áraraðir allar götur frá Siglufirði og umhverfis landið hingað til Reykjavíkur. Hinir þekkja það líka sem hafa farið með þér um fjöll og firnindi og horft með þér á roðann brjóta sér braut úr austrinu með dumbrauðri hvelfingu um heimsins mikla fell. |
>> |
Sjá roðann í austri |
En-lausa ferðin
Er sem landið okkur greiði |
Þegar Sigurjón Pétursson sextugur er |
Jökulheimar
Var af sólu silfurflóð |
Er roðinn úr austrinu brýtur sér braut |
Sveinstindur
Veröldin öll er ein yndissjón |
Við gleðjumst hér saman á gleðinnar stund Texti: GÓP * Lag: C. J. Rasmussen |
Að morgni frá Jökulheimum á Grímsfjallsleið - 21. ágúst 1993. Ragna Freyja Gísladóttir, Ragna Brynjarsdóttir, Björgvin Hilmarsson, Gunnar Páll Eydal, Árni Ragnarsson, Guðmundur Rúnar Brynjarsson, Sigurjón Pétursson, Karl Jónsson, Gunnar Eydal, Guðbjörn Haraldsson, Valdimar Einisson og Magnús Ásgeirsson. Lady er ekki á myndinni. Mynd: GÓP. |
|
Í Básum
1999
Mild í logni Mörkin hló Við skoðum stjarnanna blikin blá |
Gunnar segir skoðunarsögu í Grímsvatnaskála. Mynd: RFG. |
10. janúar 2002 fimmtudagur |
Sigurjón Pétursson lést í bílslysi við árekstur á einbreiðri brú sunnantil í Holtavörðuheiði. Ragna, |
Sigurjón | Hjartans þakkir fyrir samfylgdina - sem við svo sannarlega vildum hafa átt miklu lengur. |
Kveðja frá Gíslavina- félaginu Sigurjón Pétursson F.: 26. okt. 1937. |
Sigurjón Pétursson er farinn í ferð. Þetta er ferð á framandi slóð þar sem við öllu má búast. Svo sem oft áður hefur hendingin valið honum margvíslega förunauta og fyrr en varir setja þeir traust sitt æ meir á hann. Ef þeim er uggur í brjósti getum við sagt þeim að þeir eru heppnir með leiðtoga. Meðan allar götur eru greiðar munu þeir geta gengið að Sigurjóni vísum hvar sem er - í fremsta hluta hópsins. Vissulega nýtur hann þess að fara fremstur en það er ánægja sem hann gjarnan vill einnig leyfa öðrum að njóta. Á öllum stundum léttir hann lund manna um leið og hann gefur góð ráð og leggur fram krafta sína. Hann veit að hver hópur geymir marga vel hæfa til að leysa ýmsan vanda og Sigurjón kann þá list að leyfa hópnum að njóta snilli þeirra. Þegar harðnar á dalnum fækkar þeim sem fremstir fara og fleirum verður ærið að fylgja slóðinni. Þá geta þeir treyst því að Sigurjón er fremstur. |
. | Ef útlitið verður tvísýnt - eða einfaldlega afleitt - og fara þarf öðrum til aðstoðar munu menn auðvitað íhuga
aðstæður en Sigurjón verður alltaf reiðubúinn - og hópurinn mun komast að raun um að honum vex það ekki í
augum. Hann er einfaldlega þeim mun traustari sem meira liggur við.
Það er auðvitað að á langri ferð er áð í húsinu handan við hálsinn. Menn fagna skjólinu og blása mæðinni en Sigurjón mun hafa varann á og skynja ef upp þarf að örva og lyfta hugum. Þótt margar verði gistingarnar mun hann sífellt eiga nýjar skemmtilegar frásagnir, vísur og kvæði og alveg sérstaklega ný og gömul sönglög sem hópurinn tekur undir og fyllir inni og sinni með gleði og unaði samverunnar. |
. | Hópurinn gæti komið honum skemmtilega á óvart með því að taka undir við hann þegar hugur hans staðnæmist
við þetta erindi við lagið hans C. J. Rasmussen:
Er roðinn úr austrinu brýtur sér braut :,: og litflóðið háa Fyrir birtingu verður aftur lagt á hin hvítu fjöll og þegar hópurinn horfir með honum í roðann brjóta sér braut úr austrinu með dumbrauðri hvelfingu um heimsins mikla fell verður boðskapur erindisins að samhljómi hjartnanna. - - |
Þegar siglir Sigurjón sali himinvinda vinahugur fer um Frón fullur kærra mynda. |
Sigurjón! Gíslavinafélagið þakkar þér samfylgdina bæði í renniblíðu og aftakaveðrum - um dal og hól og fjöll og jökla - og á öðrum gleðistundum. Kæra Ragna, synir ykkar og stórfjölskyldan, |