Forsíða
|
Október 2012Könnunarferð til Ekvador |
www.fjallavinir.is
facebook: |
Fjallaferð Fjallavina til Ekvador Fjallavinir efna til einstakrar fjallaferðar til Ekvador í ágúst 2013, í samstarfi við ÍT ferðir. Þann 11. okt. 2012 munu Fjallavinirnir Þórður, Sigurbjörn og Óli Freyr leggja af stað í könnunarleiðangur til Ekvador og dvelja þar í rúmar tvær vikur. Áætlað er að kanna aðstæður á nokkrum fjöllum, þar á meðal Cotopaxi 5897m. Einnig verður haldið inn í frumskóginn í 2-4 daga, litið við á markaði í Quito og Miðbaugssetrið skoðað. Quito er höfuðborg Ekvador í Pichincha-héraði. Hún stendur rétt sunnan miðbaugs í lághlíum Pichincha-eldfjallsins, sem gaus síðast árið 1966, í mjóum dal í Andesfjöllum í 2850m hæð yfir sjávarmali. Quito er elst allra höfuðborga í Suður-Ameríku og er þekkt fyrir vel varðveittan gamlan borgarhluta, sem er á heimsverndarlista UNESCO (1978) Ýmsir möguleikar verða í boði fyrir áhugasama Fjallavini varðandi ferðina árið 2013 og koma þeir til með að geta valið úr ýmsum kostum sem verða kannaðir í þessari ferð. Fjallavinir munu hafa forgang í þessa ferð. Dagskrá könnunarleiðangurs Fjallavina verður eftirfarandi: Föstudagur 12. október Komin til Quito eftir langt ferðalag frá Íslandi. Rólegur dagur í slökun og aðlögun. Borgarferð og kvöldverður. Laugardagur 13.október Lagt verður af stað kl 05.00 frá hótelinu að fjallinu Iiiniza Norte Volcano (5293m), en þar mun blasa við okkur fallegt landslag Andesfjalla. Ferðast verður með kláfi stóran hluta leiðarinnar og síðan gengið upp um 300m hækkun. Á toppi Andes verður staldrað við og síðan haldið aftur niður. Þá er ferðinni heitið að þjóðgarðinum í Cotopaxi en þar verður gist. Sunnudagur 14.október Ferðinni er heitið að eldfjallinu Cotopaxi en það er 5897m hátt. Þegar komið verður á upphafsstað göngunnar taka fjallaleiðsögumenn þar ytra við leiðsögn. Mánudagur 15.október Lagt af stað til Quito eftir veruna í þjóðgarði Cotopaxi og slakað á þann daginn. Þennan dag er ekkert skipulagt eftir að komið er til Quito. Þriðjudagur 16. Október Napo Wildlife Center Trip. Stefnan tekin á Amazonian City of Coca, eða Amason frumskóginn. Ferðast með flugi og síðan bátum að ánni Napo og síðan með kanóum eftir ánni Aňanguyacu. Þarna blasir við fjölbreytt dýralíf Amason svæðisins í allri sinni dýrð. Næstu daga förum við í skógarleiðangra þar sem hægt verður að sjá fjölbreytt dýralífið sem og fallegan gróður Amason svæðisins. Miðvikudagur 17. október - föstudagur 19. okt. Dvalið í frumskóginum þessa þrjá daga, frumskógarfjör og ýmsir leiðangrar. Komið til Quito að kvöldi föstudags. Laugardagur 20.
október Snemma morguns
lagt upp í ferð til borgarinnar Octavalo, sem er borg Indíana, en þar
gefst okkur tækifæri á að skoða sérstakan menningarheim þeirra. Sunnudagur 21. október Lagt af stað árla morguns til Mindjet del Mundo, eða miðju alheimsins, þar sem núll-breiddargráða mætir núll-lengdargráðunni. Dvalið þar yfir daginn. Mánudagur 22.
október Lagt af stsað
frá Quito suður með landinu, að borginni Riobamba. Þriðjudagur 23.
október - fimmtudagur 25.október.
Tjaldfjallaferð. Lagt af stað til þjóðgarðsins Sangay. Þaðan haldið í
annan þjóðgarð, Altar og þaðan munum við hefja 3ja daga fjallaferð. Föstudagur 26. október Lokadagur ferðarinnar heimferð til Íslands! Fjallavinir á ferð og flugi ! www.fjallavinir.is facebook: fjallavinir.is |