Forsíða
|
Október 2012Könnunarferð til Ekvador |
www.fjallavinir.is
facebook: |
Fjallavinir efna til einstakrar fjallaferðar til Ekvador í ágúst 2013, í samstarfi við ÍT ferðir. Þann 11. okt. 2012 munu Fjallavinirnir Þórður, Sigurbjörn og Óli Freyr leggja af stað í könnunarleiðangur til Ekvador og dvelja þar í rúmar tvær vikur. Áætlað er að kanna aðstæður á nokkrum fjöllum, þar á meðal Cotopaxi 5897m. Einnig verður haldið inn í frumskóginn í 2-4 daga, litið við á markaði í Quito og Miðbaugssetrið skoðað.
Ýmsir möguleikar verða í boði fyrir áhugasama Fjallavini varðandi ferðina árið 2013 og koma þeir til með að geta valið úr ýmsum kostum sem verða kannaðir í þessari ferð. Fjallavinir munu hafa forgang í þessa ferð. Dagskrá könnunarleiðangurs Fjallavina verður eftirfarandi: Föstudagur 12. október Komin til Quito eftir langt ferðalag frá Íslandi. Rólegur dagur í slökun og aðlögun. Borgarferð og kvöldverður.
Mánudagur 15.október Lagt af stað til Quito eftir veruna í þjóðgarði Cotopaxi og slakað á þann daginn. Þennan dag er ekkert skipulagt eftir að komið er til Quito. Þriðjudagur 16. Október Napo Wildlife Center Trip. Stefnan tekin á Amazonian City of Coca, eða Amason frumskóginn. Ferðast með flugi og síðan bátum að ánni Napo og síðan með kanóum eftir ánni Aňanguyacu. Þarna blasir við fjölbreytt dýralíf Amason svæðisins í allri sinni dýrð. Næstu daga förum við í skógarleiðangra þar sem hægt verður að sjá fjölbreytt dýralífið sem og fallegan gróður Amason svæðisins. Miðvikudagur 17. október - föstudagur 19. okt. Dvalið í frumskóginum þessa þrjá daga, frumskógarfjör og ýmsir leiðangrar. Komið til Quito að kvöldi föstudags. Laugardagur 20.
október Snemma morguns
lagt upp í ferð til borgarinnar Octavalo, sem er borg Indíana, en þar
gefst okkur tækifæri á að skoða sérstakan menningarheim þeirra. Sunnudagur 21. október Lagt af stað árla morguns til Mindjet del Mundo, eða miðju alheimsins, þar sem núll-breiddargráða mætir núll-lengdargráðunni. Dvalið þar yfir daginn. Mánudagur 22.
október Lagt af stsað
frá Quito suður með landinu, að borginni Riobamba. Þriðjudagur 23.
október - fimmtudagur 25.október.
Tjaldfjallaferð. Lagt af stað til þjóðgarðsins Sangay. Þaðan haldið í
annan þjóðgarð, Altar og þaðan munum við hefja 3ja daga fjallaferð. Föstudagur 26. október Lokadagur ferðarinnar heimferð til Íslands! Fjallavinir á ferð og flugi ! www.fjallavinir.is facebook: fjallavinir.is |