Forsíða
GOPfrétta *
*
Húsvitjunarlisti
1870 - 1900 fyrir Péturshús og Ánanaust
Steinhús
tengdafeðra eftir Jón Hálfdanarson
Vikar Pétursson tók grunninn saman.
GÓP setti upp og heldur við.
Pétur Ólafur
Gíslason
tómthúsmaður, útvegsbóndi og bæjarstjórnarmaður
í Ánanaustum í Reykjavík
f. 16. júlí 1831 í Reykjavík,
d. 19. september 1917 á Eyrarbakka.
Niðjamyndir og
Niðjatré
Nokkur
ævinnar ártöl |
1800 |
Þann 25. júlí
fæðist Hólmfríður Eyleifsdóttir í Skildinganeskoti og dó ekkja í Ánanaustum 1.
ágúst 1872.
Hún var stór kona vexti og gerðarleg, skörungur mikill og stjórnsöm,
enda þurfti hún á því að halda, því hún missti mann sinn frá sonum þeirra ungum
og bjó eftir það mörg ár með dugnaði og rausn. Maður hennar 21. oktober 1830 var
Gísli útvegsbóndi í Ánanaustum, f. 24. apríl 1802, d. 26. nóv. 1848, Ólafsson í
Breiðholti, Magnússonar. Þegar Gísli kvæntist , hafði hann fengið búsetuleyfi
hjá amtinu, enda átti hann ½ skip og íveruhús (Min. Rvíkur). Síðar hafði hann
einnig grasnyt og búskap í Ánanaustum. Hólmfríður og Gísli áttu þrjá syni, og
voru þeir þessir: Pétur, Kristján bóndi í Görðum, kona hans Kristjana
Ólafsdóttir og Guðmundur, kona hans var Margrét Ásmundsdóttir skipasmiðs á
Bjargi systir Vigdísar konu Péturs. Apavatn í Grímsnesi 1953 Guðni Jónsson.
|
1802 |
Gísli Ólafsson
fæðist 24. mars.
Niðjatré frá Gísla og Hólmfríði |
1831 |
Pétur Ólafur
fæðist 16. júlí.
Sagt er, að Hólmfríði í Ánanaustum hafi dreymt, þá er hún gekk
með Pétur, að til hennar kæmi útlendur sjómaður og bæði hana að lofa sér að
vera. Kvaðst hann heita Pétur Ólafur, og þótti Hólmfríði sem hann hefði vitjað
nafns. Pétur í Ánanaustum var merkur maður, forsjáll og framkvæmdasamur og lét
margt gott af sér leiða. Sem dæmi um framtakssemi hans má geta þess, að hann
byggði fyrsta íbúðarhús hér á landi úr steini árið 1874. Það er húsið 52 við
Vesturgötu í Reykjavík. Hann gekkst fyrir því, að Reykjavíkurbær keypti
jarðirnar Engey, Laugarnes og Rauðará og hann stofnaði Ekknasjóð Reykjavíkur
árið 1890, samdi lög fyrir hann og var formaður hans í mörg ár. Hver er maðurinn II, 151
og Apavatn í Grímsnesi.
|
1848 |
Gísli Ólafsson
drukknar 26. nóvember. |
1856 |
17. maí gifting
Péturs og Vigdísar Ásmundsdóttur fædd 19. apríl 1831, dáin 16. júlí 1865
skipasmiðs á Bjargi. Margrét, systir Vigdísar, giftist síðar Guðmundi, bróður
Péturs, og þau bjuggu í Ánanaustum og Margrét eftir að Guðmundur féll frá. Pétur
og Guðmundur gerðu út frá Ánanaustum. |
1857 |
27. janúar fæðist Guðrún Pétursdóttir.
Guðrún Pétursdóttir
er átti Jón Pálsson síðar bónda í Fljótstungu.
Niðjatré frá Guðrúnu
og Jóni
Fljótstunguætt |
1859 |
Pétur byggir
Péturshús á Vesturgötu 52, fyrsta steinhús byggt í Vesturbænum.
(Fortíð Reykjavíkur bls. 215, Bókfellsútgáfan 1950),
Þar er þessi mynd ásamt texta:
Sjá einnig Steinhús
tengdafeðra eftir Jón Hálfdanarson 2012.
Péturshús við Vesturgötu 52 í Reykjavík.
Ljósmynduð "málmrista"
Petrínar Kristínar Jónsdóttur Jakobsson
dóttur Valgerðar Pétursdóttur - sennilega gerð á árabilinu 1930 - 40.
Hér vísa dyrnar að Vesturgötu eins og mun hafa verið þegar húsið var byggt.
Myndin er úr dánarbúi Petrínar.
Á fyrri hluta 19. aldar bjó í Ánanaustum Gísli Ólafsson, er
áður hafði verið vinnumaður hjá séra Árna Helgasyni í Breiðholti, vel metinn
bóndi, faðir þeirra bræðra Péturs og Guðmundar, er síðar bjuggu í Ánanaustum, og
Kristjáns í Görðum. Átti Pétur fyrst Vigdísi Ásmundsdóttur frá Stekkjarkoti á
Kjalarnesi , en síðar Valgerði Ólafsdóttur, systur Ólafs dannebrogsmanns í
Lækjarkoti. Pétur Gíslason lér síðar reisa sér steinshús allstórt fjær sjónum
við Vesturgötu, er nú nefnist svo, og bjó þar upp frá því, unz hann á gamals
aldri fluttist héðan til Gísla læknis sonar síns. Þegar Reykjavík var fjórtán vetra, Reykjavík MCMXVI. bls. 109-110.
|
1859 |
8. júní fæðist
Sigríður Pétursdóttir er átti Torfa Þórðarson fiskimatsmann frá Vigfúsarkoti.
Vesturbær Hlíðarhúsa - þeirra Sigríðar Pétursdóttur og Torfa
Þórðarsonar
Mæðgurnar Vigdís vinstra megin og Sigríður með svarta sjalið.
13. júní 2010
sendi Ásmundur Jakobsson
eftirfarandi frásögn Hendriks Ottósonar:
Bak við
þessi hús, sem ég hefi nú lýst, stóðu leifar gömlu Hlíðarhúsabæjanna,
Skálabærinn og Vesturbærinn, en nokkru neðar Norðurbærinn. ........... bjó
vinafólk mitt í Vesturbænum, þau Torfi Þórðarson fiskimatsmaður frá
Vigfúsarkoti og kona hans, Sigríður Pétursdóttir. Torfi var mesti
eljumaður og féll aldrei verk úr hendi. Hann var mikill á velli eins og þeir
Vigfúsarkotsbræður. Heldur var hann fáskiptinn og sáum við krakkarnir hann
sjaldan, helst þegar hann kom heim úr vinnu. Sigríður kona hans, en hana
kölluðum við krakkarnir alltaf Siggu í Vesturbænum, var meðalmaður á hæð, frekar
holdug. Hún var síkát og rétti oft að okkur stóran kandísmola, sem var hið mesta
sælgæti, einkum hellusykurinn. Stundum komum við inn í bæ og fengum kaffi og með
því. Vesturbærinn var stafnbyggður með tveim stofuþiljum. Að vestan voru
bæjardyr og innar af þeim eldhús, en að austan var snotur stofa og herbergi uppi
á lofti. Sigríður í Vesturbænum var framúrskarandi þrifin og allan daginn var
hún að sópa og nostra við bæinn sinn, ef aðrar annir komu ekki til.
Mæðgurnar Sigríður og Vigdís
Torfi Þórðarson
Sigríður Pétursdóttir og bærinn hennar voru í mínum augum
ímynd hins elsta og besta í Vesturbænum. Þegar hún lést, fannst mér einhver
sterkasta og ljúfasta máttarstoðin hafa brostið. Nokkrum árum eftir lát hennar
var bærinn rifinn. Öllum þótti það leitt, því hann var til prýði og hefði víst
mátt dytta að honum. Grænu torfþökin eru síst minna augnagaman en gráu funkis
kumbaldarnir, sem hróflað var upp hér um eitt skeið, þegar spilltur smekkur og
erlendur uppskafningsháttur gengu í eina sæng saman almenningi til armæðu og
skapraunar. Það kom stundum fyrir, að aðkomukrakkar og óvitar skriðu upp á
þakið hjá henni Siggu, en það þótti okkur nágrannakrökkunum hreinasta goðgá. Þó
man ég eftir því, að mér varð það einu sinni á, að skríða upp á þak. Þá kom
Sigga út og sagði reiðilega við mig: Vertu ekki að skríða upp á bæinn minn,
Hensi. Ég gerði það aldrei síðan. Þau Sigríður og Torfi áttu eina dóttur barna,
Vigdísi, sem starfar við fatageymsluna á Alþingi.
|
1865 |
16. júlí: lát
Vigdísar Ásmundsdóttur. |
1866 |
2. nóvember:
gifting Péturs og Valgerðar f. 19. október 1838, d. 19. marz 1890
Ólafsdóttur á Ægissíðu. |
1867 |
1. maí: fæðist
Gísli Ólafur Pétursson, héraðslæknir á Húsavík (1896-1914) og á Eyrarbakka
(1914-1937). Gáfaður og mætur maður. |
1868 |
7. nóvember fæðist Vigdís Pétursdóttir
Vigdís Pétursdóttir
er átti 27. október 1894
Einar járnsmið og vegavinnuverkstjóra í Reykjavík
Finnsson á Meðalfelli í Kjós,
prests á Reynivöllum.
Niðjatré frá
Vigdísi og Einari |
1870 |
15. september fæðist Sigurður Pétursson
Sigurður Pétursson
verkfræðingur dáinn 5. október 1900,
kvæntist útlendri konu, áttu eitt barn, sem dó óskírt. |
1872 |
5. maí fæðist
Ólafur Pétursson, vegagerðarmaður, Ánanaustum, d. 5. jan. 1913.
Kona hans var
Karitas (1874 - 1950) Ólafsdóttir hreppstjóra í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi.
Sonur þeirra
Sigurður Ólafsson 12. janúar 1901 kenndur við Kol og salt.
Ásgeir Magnússon
lipra í Alliance var sonur Karitasar.
Niðjatré frá
Ólafi og Karitas |
1872 |
Hólmfríður Eyleifsdóttir deyr 1. ágúst. |
1874 |
4. desember
fæðist Valgerður Pétursdóttir. Maður hennar (16. júní 1902) var Jón Ármann
Jakobsson kaupmaður Húsavík síðar bókhaldari í Reykjavík. |
1874 |
Pétur Gíslason.
Lét reisa fyrstur manna íbúðarhús úr steini. Var í smíðum 1874, og skoðaði Christian
konungur IX það, er hann kom til Reykjavíkur.
Hver er maðurinn II Reykjavík 1944, bls 151 |
1876 |
10. nóvember
fæðist Hólmfríður Pétursdóttir.
Maður hennar 25. maí 1899 var Ólafur Theódórsson
trésmiður í Reykjavík.
Ættartré frá Hólmfríði
og Ólafi |
1877 |
Þjóðólfur 16.
tölublað,17. maí 1877:
Á þessari mynd (1925-35) snúa dyr enn að götunni.
Hér hafa dyrnar verið færðar (1940-50). Horft austur eftir
Vesturgötunni
frá vegamótunum við Framnesveg.
Hér er gengið inn um austurgaflinn.
Á steini í vinstra horni má lesa Á.Ó. '41 (Árni Óla 1941)
B y g g i n g a r f r a m f a r i r í Reykjavík eru sýnilegar ár frá ári, og mundu svo fremur, væri árferði betra. Í
bæjarráðinu er óneitanlega töluverð «drift», stræti, brunnar, vegir og
bæjarlýsing með strætalömpum er óðum að komast í hið laglegasta horf, og þótt
þetta auki mjög svo gjöld bæjarbúa, þá er hvorttveggja, að slikar framkvæmdir
til framfara og menntunar bænum eru óumflýjanlegar, enda dregur töluvert úr
þyngslum bæjarins sú ráðstöfun, sem meir og meir er að komast á, að þeir af
bæjarmönnum eru notaðir til fastrar vinnu fyrir bæinn, sem ella mundu verða
miklu þyngri ómagar hans. Nú geta allír verkfærir fátæklingar eða miður
reglusamir menn fengið vinnu og full laun, hvenær sem þeir þurfa eða vilja, og
er þannig séð um eins og sjálfsagt er að þeir einir fái fátækrastyrk, sem
sannir þurfamenn eru. Ættu sveitanefndir hvarvetna að breyta að dæmi Reykvíkinga
í þeirri stjórnsemisviðleitni. Siðan herra E. Egilson réðst í kalknámið í
Esjunni og þeir konsúll Smith komu upp kalkbrennslunni, hafa menn þegar tekið að
skilja hve ómetanlegur hagur auk fegurðarinnar er að byggja steinnám, og
stöku menn teknir að gjöra það. Sá fyrsti hér i miðjum bænum, sem komið hefir
upp steinhúsi, er Eyþór Felixson verzlunarmaður (fyrrum póstur). Hús það er 13
álna langt og 14 álna breitt með 12 álna háum veggjum, og er nú eitt hið
laglegasta, en langsterkasta hús bæjarins.
VP: Myndin er máluð um 1930
Alin, lengdarmálseining (miðuð við lengd frá olnboga að
fingurgómum, mislöng á ýmsum tímum, 62,7 cm skv. lögum frá 17761907 (dönsk
alin, = 24 þumlungar), 57 cm alm. á 17.18. öld (íslensk alin,
Hamborgaralin, = 219/11 danskur þumlungur = 10/11 úr danskri alin), frá 1200
að þeim tíma 47,7 eða 55,6 cm (= 4 kvartil = 20 þumlungar) en á reiki fyrir
1200 (yfirl. um 50 cm).
En sá, sem fyrstur byggði hér íveruhús úr höggnu íslenzku
grjóti, ætlum vér sé bóndinn Pétur Gíslason á Ánanaustum; sá þriðji sem á
samskonar hús í smíðum er Jóhannes Zöega. Hús úr steini eru hér öllu ódýrari en
timburhús, ef með hagsýni er byggt, og ætti það atriði eitt að vera nægilegt til
þess að fá menn til að hætta við annað veggjasmíði en úr voru eigin ágæta,
þjóðlega grjóti, sem helzt til lengi hefir legið eins og ónýtur «steinn í
götu». Ýmsir fleiri eru farnir að byggja meira og minna úr þessu ótæmanlega og
óslítanlega efni, enda skortir nú ekki hið bezta kalk, og það á staðnum.
Kalk > Steindir og bergtegundir með kalsínkarbónati
(CaCO3). Brennt kalk > kalsíumoxíð (CaO), fæst við hitun kalks, notað m.a. í áburð. Slökkt kalk > kalsíumhýdroxíð (Ca(OH)2), vætt brennt kalk, notað sem
steinlím Leskjað kalk > brennt kalk hrært í vatn, notað sem steinlím, til áburðar,
til að sýrustilla jarðveg og til iðnaðar
Engir hinna ríkari bæjarbúa hafa þó enn látið til sín taka í
þessu, heldur er það eptirtektavert, að þeir sem byrjað hafa, eru allir fremur
félitlir menn, en þeir eru skynsamir, og vita vel hvað þeir gjöra. Þó er flestra
hugur vakinn í því, að vanda betur og fegra allt húsasmíði, en áður var, enda er
hér enginn skortur á góðum smiðum með töluverðum menntunarsmekk. Að kaupmenn
vorir hafi hingað til of litla rækt lagt við land vort, einkum stærri byggingar
hefir stundum verið tekið fram, þó eru flest verzlunarhús verzlunarmanna hér
ámælislaus að öðru en því, að þeim er flestum eins og tjaldað lil næsta dags og
hróflað upp úr timbri, en búðir þeirra braggast ár frá ári. Vér nefndum i fyrra
hina nýju búð Thomsens, en nú er búð konsúls Smiths líka orðin bæjarprýði; henni
er skipt í tvennt, og er verzlað með skrautvarningi öðrum partinum; réðu þeir
Helgi Helgason snikkari og Jón 0. V. Jónsson, fóstursonur og faktor Smiths,
formi og smíði þessarar einkar snotru búðar, sem fullkomlega hæfir hinni
velkynntu, laglegu verzlun Smiths konsúls.
|
1879 |
2. janúar er Pétur
kosinn 4. bæjarfulltrúi með 81 atkvæðum.
Þjóðólfur 31. árgangur 1878/79. 3ja tölublað, bls. 11. |
1885 |
Gísli Pjetursson
frá Ánanaustum hjá Reykjavík er 9undi í V bekk og fær 100 í ölmusustyrk.
Ísafold 4. marz 1885. |
1886 |
Sigurður Pétursson
frá Ánanaustum er 1tur í II bekk og fær 100 í ölmusustyrk.
Þjóðólfur 8. des.
1886. |
1890 |
Pétur Ólafur
Gíslason stofnar Ekknasjóð Reykjavíkur, semur lög fyrir hann og var
formaður hans í mörg ári.
Hver er maðurinn II, 151 og Apavatn í Grímsnesi. |
1895 |
31. janúar fæðist
Valgerður dóttir Vigdísar og Einars Finnssonar. |
1898 |
6. september
fæðist Finnur Magnús sonur Vigdísar og Einars Finnssonar. |
1898 |
Þ a k k a r á v a
r p Við okkar stóra heilsutjón á næstliðnu sumri komu fram, tveir mannvinir Magnús
Vigfússon á Miðseli og Pétur Gíslason Ánanaustum og fóru þess á leit við góða
menn að þeir gæfu nokkra aura okkur til hjálpar, sem hafði þann góða árangur, að
okkur voru afhentar nær 50 kr., sem við biðjum almáttugan guð að launa bæði þeim
og gefendunum ásamt öðrum velgjörðamönnum. Hansbæ 9. desbr. 1898. S v e i n n J ó n s s , G u ð r ú n H i n r i k s d .
Þjóðólfur.
|
1899 |
Sigurður Pétursson
lýkur prófi frá Hafnarháskóla í mannvirkjafræði með 1. eink. Ísland 3. árgangur
1899, 7. tölublað 14.04.1899, bls. 28. |
1899 |
10. nóvember
giftist Hólmfríður Ólafi Theódórssyni.
Niðjatré frá Hólmfríði
og Ólafi |
1899 |
9. desember
gifting Gísla Péturssonar og Aðalbjargar Jakobsdóttur f. 30. október 1979 - d.
19. nóvember 1962, dóttir Jakobs Hálfdánarsonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Þingeyinga á Húsavík.. |
1899 |
19. desember fæðist Valgerður dóttir Hólmfríðar og Ólafs Theodórssonar. Hún varð
síðar kona Magnúsar skipstjóra á Akureyri og síldarmatsstjóra á Siglufirði
Vagnssonar í Leiru í Grunnavík. |
1900 |
Tombóla.
Með fengnu leyfi landshöfðingja er afráðið að halda tombólu næsta haust til
ágóða fyrir Ekknasjóð Reykjavíkur. Vér, sem kosnir höfum verið í nefnd, til þess að annast um tombóluhald þetta,
leyfum oss hér með að snúa oss til hinna heiðruðu bæjarbúa með beiðni um að
styðja tombóluna, með því, að láta af hendi rakna einhvern lítinn styrk, annað
hvort í peningum eða munum. Með því hér er um mjög nytsamt fyrirtæki að ræða, leyfum vér oss að vona, að
undirtektir manna verði góðar. Undirritaðir veita gjöfum viðtöku. Reykjavík, 10. febr. 1900.
Gunnar Gunnarsson kaupmaður, Einar Finnsson, Sigurður Jónsson bókbindari,
Sigurður Jónsson skipstjóri, Stefán Pálsson skipstjóri, Gísli Jónsson Nýlendu,
Pétur Gíslason Ánanaustum, Þórður Narfason trésmiður, Jónas Jónsson, Steinsholti.
Ísafold - 65. tbl. 20.10.1900 - s.: 20.
|
1900 |
Húsvitjunarlisti
1870 - 1900
yfir Péturshús þar sem bjuggu
Pétur og Valgerður Ólafsdóttir og Ánanaustabæinn þar sem
Guðmundur og Margrét Ásmundsdóttir bjuggu. |
1900 |
8. nóvember fæðist
á Húsavík Pétur Ólafur Gíslason cand phil. Eyrarbakka. |
1901 |
30. desember
fæðist Sigurður sonur Hólmfríðar og Ólafs, - verkfræðingur. |
1901 |
12. janúar fæðist
Sigurður Ólafsson,sonur Ólafs Péturssonar (í Ánanaustum) og Karitasar
Ólafsdóttur. Sigurður byggði Vesturgötu 54A árið 1930. Hann var kolakaupamaður
og rak Kolaverslun
Sigurðar Ólafssonar.
(Nafn verslunarinnar leiðrétti Einar Oddur Ólafsson 15. febrúar 2012). |
1902 |
10. mars fæðist
Jakob Gíslason verkfræðingur.
Bréf Vigdísar
Ólafsdóttur til uppeldisbróður síns, Jakobs Gíslasonar. |
1902 |
16. júní brúðkaup
Valgerðar Pétursdóttur og Jóns Ármanns Jakobssonar. |
1904 |
12. september
fæðist Vigdís dóttir Hólmfríðar og Ólafs.
Við móðurmissi 1906 flyst hún tveggja ára til móðurbróður síns, Gísla Ólafs
Péturssonar sem þá var læknir á Húsavík og frá 1916 á Eyrarbakka og deyr þar 11. janúar 1926 úr taugaveiki.
Bréf Vigdísar
Ólafsdóttur til uppeldisbróður síns, Jakobs Gíslasonar.
Bréf Vigdísar
Ólafsdóttur til uppeldisbróður síns, Guðmundar Gíslasonar. |
1905 |
14. desember fæðist Ragnhildur dóttir Hólmfríðar og Ólafs. |
1907 |
25. febrúar fæðist Guðmundur Gíslason læknir.
Bréf Vigdísar Ólafsdóttur til
uppeldisbróður síns, Guðmundar Gíslasonar. |
1908 |
Carl Küchler kemur
til Gísla Péturssonar læknis á Húsavík með meiðsli sín.
Wüstenritte und Vulkanbesteigungen auf Island, Altenburg 1909 bls. 134.
Vikar Pétursson þýddi
frásögnina. |
1909 |
10 ára brúðkaupsafmæli hjónanna
Gísla Péturssonar og Aðalbjargar Jakobsdóttur. |
1911 |
19. október fæðist
Ketill Gíslason lögfræðingur. |
1912 |
1912 (?)
Þrír bræður og uppeldissystir:
Pétur Ólafur Gíslason f. 1900, Jakob Gíslason f. 1902,
Vigdís dóttir Hólmfríðar og Ólafs f. 1904 og Guðmundur Gíslason f. 1907.
Ljósmyndari: Þórarinn Stefánsson, Húsavík
Hólmfríður, móðir Vigdísar, lést 21. júní 1909. |
1913 |
14. júní fæðist
Ólafur Gíslason tæknifræðingur. |
1916 |
13. apríl fæðist
Sigurður Gíslason. |
1917 |
Pétur
Gíslason deyr 19. september á Eyrarbakka. Hann er jarðaður í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík.
Þjóðólfur * 64. árgangur 1912-17 * LXIV. árg. * Nr. 24 * Bls. 92:
Eyrarbakka 28. september 1917
Mannslát
Pétur Gíslason, fyrrum útvegsbóndi í Ánanaustum, andaðist 19. þ.m. á heimili
Gísla héraðslæknis, sonar síns á Eyrarbakka, 86 ára gamall.
Pétur sál. var fyrrum einn af sæmdarborgurum Reykjavíkurbæjar. Hann byrjaði
ungur formennsku og stundaði atvinnu sína með frábærum dugnaði; fór svo mikið
orð af honum víða um land, að fjöldi manns sendi sonu sína til hans til að læra
sjómennsku, og hafa margir þeir er lærðu hjá honum, síðar orðið afburða formenn
og sjósóknarar. Þótt Pétur heitinn ynni sitt aðalstarf meðan lágt verð var á
öllu, gekk honum afkoman vel og þótti í fremstu röð útvegsbænda þar syðra.
Pétur var í bæjarstjórn meðan Reykjavíkurbær var á mesta bernskuskeiði og studdi
með miklum áhuga það sem honum virtist mega til framfara horfa. Þannig var hann
einn af frumkvöðlum þess að Reykjavíkurbær reisti sér barnaskóla úr steini og
ekknasjóð stofnuðu menn bæði í Reykjavík og á Húsavík fyrir forgöngu hans. Mun
það mál hafa verið eitt hans mesta baráttumál.
Pétur sál. var hinn vandaðasti maður til orða og verka. Fjörmaður var hann til
hins síðasta og mundi gjörla það sem á dagana hafði drifið. Virtist hann halda
sínum andlegu kröftum óskertum fram í andlátið, en hrumur var hann orðinn að
líkamsburðum, enda var hann alblindur hin síðustu árin. Eftir að hann brá búi
dvaldi hann á heimili Gísla læknis, sonar síns, fyrst á Húsavík og síðan á
Eyrarbakka.
|
GÓP
bætti
inn
því
sem
hér
er
ská-
letrað
>>> |
Pétur sál. var tvíkvæntur, átti
fyrst Vigdísi Ásmundsdóttur, f.19.4.1831 - d. 16.7.1865, frá Stekkjarkoti á Kjalarnesi. Lifa tvær dætur
þeirra af því hjónabandi
- Guðrún f. 27.1.1857 - d. 1940,
- Sigríður f. 8.6.1859 - d. 21.6.1925.
Síðar átti hann Valgerði Ólafsdóttur, f. 19.10.1838 - d.
29.03.1890, Sigurðssonar frá
Ægissíðu, systur Ólafs heitins í Lækjarkoti. Missti hann hana 1890. Börn þeirra
eru:
- Gísli Ólafur f. 1.5.1867 - d. 19.6.1939, héraðslæknir,
- Vigdís, f. 7.11.1868 - d. 2.11.1948, kona
Einars Finnssonar vegfræðings,
- Sigurður, f. 15.9.1870 - d. 7.10.1900,
verkfræðingur,
- Ólafur, f. 5.5.1872 - d. 27.10.1913,
vegagerðarmaður, og
- Valgerður í Vesturheimi f.1894 - d. 1962. Hún og öll fjölskyldan fluttist síðar aftur heim
til Íslands.
- Hólmfríður f. 10.11.1876 - d. 21.06.1909.
Einn son missti hann uppkominn, Sigurð verkfræðing,
mesta efnismann. Jarðarför hans fer fram í Reykjavík á morgun
29. september 1917. * * *
|
Leiðið
í
kirkju-
garðinum
við
Suður-
götu |
Leiði Péturs Gíslasonar
í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. |
1918 |
1. mars fæðist
Valgerður Aðalbjörg dóttir Aðalbjargar Jakobsdóttur og Gísla Ólafs Péturssonar.
Hún lést úr taugaveiki 24. janúar 1926 ásamt frænku sinni Vigdísi Ólafsdóttur.
|
1920 |
5. september
fæðist Guðrún Hólmfríður dóttir Gísla Ólafs Péturssonar og Aðalbjargar
Jakobsdóttur. |
1926 |
Taugaveiki kom upp á Eyrarbakka. Vigdís
Ólafsdóttir, 21. árs að aldri, deyr 11. janúar og þann 24. janúar deyr Valgerður
Gísladóttir, 7 ára. Þriðja stúlkan sem veiktist og sú eina sem komst af var
Guðrún Hólmfríður Gísladóttir þá 5 ára. Piltarnir Sigurður og Ketill Gíslasynir veiktust
einnig en náðu sér aftur. |
1939 |
19. júní deyr Gísli Ólafur Pétursson. |
1940 |
31. mars: Fæddur
Gísli Ólafur Pétursson Sumarliðasonar og
Guðrúnar Hólmfríðar Gísladóttur. |
1941 |
Jakob Jakobsson
í Skotlandi sendir inn 26. ágúst 2011:
Pétur Ólafur Gíslason. Umsögn Jóns Helgasonar í riti hans:
Þeir sem settu svip á bæinn, Ísafold 1941:
Meðal tómthúsmanna þar vesturfrá (vesturbænum) var allmargt
prýðimanna þeirrar stéttar. Meðal þeirra var fremstur í flokki Pétur Ólafur
Gíslason bæjarfulltrúi sem kemur allmikið við sögu og þótti jafnan hinn
tillögubezti um öll bæjarmál, enda skýrleiksmaður mikill ( látinn 1917 ). Pétur
var fæddur og uppalinn í Ánanaustabænum en nálægt 1860 réðist hann í það stórræði
að byggja sér steinhús uppi við veginn í yzta útjaðri túnsins; Þótti þar í
mikið ráðist af tómthúsmanni en alt fór það vel og stendur þetta hús fram á
þennan dag sem minnisvarði um atorku tómthúsmanns á tímum þegar fæstir áræddu að
ráðast í húsbyggingu á býlum sínum. Pétur var faðir Gísla læknis á Eyrarbakka
og þeirra Sigurðar verkfræðings og Ólafs fátækrafulltrúa er báðir dóu á bezta
aldri.
|
1942 |
3. mars: Fæddur
Bjarni Birgir Pétursson og Guðrúnar Gísladóttur. |
1944 |
12. október:
Fæddur Vikar Pétursson og Guðrúnar Gísladóttur. |
1949 |
18. febrúar:
Fæddur Pétur Örn Pétursson og Guðrúnar Gísladóttur. |
1961 |
7. september: Fædd
Björg Pétursdóttir og Guðrúnar Gísladóttur. |
1962 |
19. nóvember deyr
Aðalbjörg Jakobsdóttir, ekkja Gísla Ólafs Péturssonar. |
1969 |
22. febrúar deyr
Guðmundur Gíslason læknir, sonur Gísla og Aðalbjargar. |
1987 |
9. mars deyr Jakob
Gíslason orkumálastjóri, sonur Gísla og Aðalbjargar. |
1992 |
22. desember deyr
Pétur Ó. Gíslason bókavörður, sonur Gísla og Aðalbjargar. |
1994 |
6. janúar deyr
Ketill Gíslason lögfræðingur, sonur Gísla og Aðalbjargar. |
1997 |
21. febrúar deyr
Sigurður Gíslason, sonur Gísla og Aðalbjargar. |
2013 |
2. júlí deyr
Guðrún Hólmfríður Gísladóttir og Aðalbjargar. |
* |
Grunnvinnu
þessa ártalalista hefur unnið Vikar Pétursson, sonur
Guðrúnar dóttur Gísla og Aðalbjargar.
Innlegg frá öðrum eru auðkennd sérstaklega.
Uppsetning GÓP. |