Forsíða
|
Gísli Ólafur Pétursson |
Störf: | Menntun: |
>> | Frá 1940: lögheimili, námsferill og ýmis menntandi viðfangsefniKennslustörf - sjá heimili og störf |
Skrá yfir fyrri störf |
|
ár | viðfangsefni |
1959 | Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík |
Haust 1962 | Auglýsingastjóri við Þjóðviljann. |
1962-63 | Sumarstarf sem gjaldkeri og skrifstofustjóri á síldarsöltunarstöðvunum Hafsilfri og Borgum á Raufarhöfn |
1963-68 | Ýmis almenn endurmenntunarnámskeið fyrir kennara |
1963-69 | Störf í nefndum fyrir Kópavogskaupstað. Formaður Bókasafnsstjórnar og í Fræðsluráði Kópavogs. Átti einnig sæti í fyrsta Fræðsluráði Reykjanesumdæmis fyrir Kópavog. Hætti þessum störfum þegar ég fór haustið 1969 til náms í Noregi. |
1966-73 | Sumarstarf sem Þórsmerkurvörður fyrir Ferðafélag Íslands og Skógrækt ríkisins. Starfið var að hluta launað og að hluta sjálfstæð starfsemi. Á mínum vegum og undir minni stjórn var unnið að fjölmörgum verkefnum. Því fylgdi verslun, mannahald og margs konar þjónusta við gesti en einnig aðhald að einstaklingum og hópum til að vernda frið og ró. Einnig fylgdu samskipti við bændur sem hug höfðu á að nýta gróður Merkurinnar fyrir sauðfé. Að frumkvæði starfsflokksins var hafið gróðurstarf og grasrækt á Þórsmörk sem skilaði nægum árangri til þess að aðrir aðilar tóku síðan upp þráðinn og hafa haldið áfram. |
1969 | Námskeið fræðslumálastjórnar fyrir stjórnendur skóla |
1969-71 | Nám við Háskólann í Oslo. Fyrst í stærðfræði en síðar með æ meiri áherslu á kennslu og stjórnun skóla. |
1974 | Námskeið KHÍ í skólastjórnun |
1976-78 | Nám við Háskólann í Oslo: cand.mag. í uppeldis- og kennslufræðum. Aukagreinar: sálarfræði og stærðfræði. |
1978 | Námskeið á vegum FM í hagnýtri kennslufræði |
1980? | Kennaranámskeið um hópvirkni (Gruppedynamik - 1 vika) |
1981 >> | >> Kenndi á tölvunámskeiði Félags raungreinakennara fyrir tölvukennara. |
1981-82 | Starfaði í þriggja manna nefnd við að skipuleggja breytta kennsluskipan við Menntaskólann í Kópavogi. Fylgdi málinu eftir fyrstu 5 árin sem aðstoðarskólameistari við MK. |
1982 | Námsáfangi við HÍ fyrir kennara í tölvufræðum. Haustáfangi um forritun og gagnaskipan. (45 fyrirlestrar og 15 dæmatímar + próf) Kennari: dr. Jóhann Pétur Malmquist. |
1985 | Námskeið Stjórnunarfélags Íslands í samningatækni |
1985 | Námskeið Stjórnunarfélags Íslands í ákveðinni stjórnun |
1985 | Námskeið Stjórnunarfélags Íslands: Máttur og virkni auglýsinga |
1985 | Framhaldsnámskeið Endurmenntunar fyrir háskólamenn: Verkefnastjórnun (Morten Fangel smíðar áætlun um Nesjavallavirkjum og veitulagnir.) |
1986 | Námskeið Endurmenntunar fyrir háskólamenn: Verkefnastjórnun við gerð hugbúnaðar |
1986 | Sótti sem fulltrúi Bandalags kennarafélaga ráðstefnu sem sænska menntamálaráðuneytið bauð til undir yfirskriftinni Dataprogram i utbildningen. Saman fórum við fjórir héðan. Hinir voru: Hörður Lárusson frá menntamálaráðuneytinu, Ásgeir Guðmundsson frá Námsgagnastofnun og Jóhann P. Malmquist frá Háskóla Íslands. |
1987 | Námskeið Endurmenntunar fyrir háskólamenn: Tölvusamskipti |
1987 | Námskeið Endurmenntunar fyrir háskólamenn: dBASEIII+ |
1987 | Námskeið Stjórnunarfélags Íslands: Samningatækni |
1987-88 | Fékk leyfisbréf frá menntamálaráðherra til að nota starfsheitin grunnskóla- og framhaldsskólakennari. |
1988-89 | Námsorlof. Eins árs framhaldsnám í tölvufræðum við Háskólann í Oslo |
1980-90 | Starfaði fyrir Hið íslenska kennarafélag (HÍK) að samningamálum sem formaður samninganefndar félagsins og sat eitt kjörtímabil í stjórn félagsins. 1981-87 var ég fulltrúi HÍK á vettvangi BHMR, sem þá hét Launamálaráð ríkisstarfsmanna innan BHM. Þar meðal annars kenndi ég á námskeiðum um samningatækni og átti samstarf við samtök háskólamanna á hinum Norðurlöndunum og sótti þar bæði vinnufundi, ráðstefnur og þing. 1985-1990 var ég formaður stjórnar Orlofssjóðs BHMR. Því fylgdu verkefni svo sem landakaup undir orlofshús, verkefnisstjórn við jarðvinnu, vegagerð og orlofshúsabyggð með tilheyrandi skipulagsvinnu og útboðum og við að útkljá margvísleg eftirmál. |
1989-95 | Á næstliðnum áratug hefur tölvukennsla orðið meiri hluti starfs míns enda liggur forritun nærri stærðfræðigreinum í mínu námi og ég fór
til frekara náms í þeim efnum 1988-89. Svo sem allir vita þróast tölvunotkun í risaskrefum svo að námsefni tekur stakkaskiptum ótt og
títt. Þetta er spennandi svið en jafnframt stórkostlega tímafrekt og má segja að undirbúningur kennslu sé sífelld nýmenntun og umfangið
er fullt viðbótarstarf við kennsluna.
Kennsluundirbúningur minn þessi ár hefur kristallast í samningu og útgáfu alls ellefu kennslubóka um ritvinnslu á tölvur (samtals um 1400 bls) og einnar um forritun í Pascal fyrir DOS. (Sú var í notkun til 1998 - en nú er ekki lengur kennt að forrita í DOS-umhverfi og hún því úrelt.). Fjórar kennslubækur hef ég samið um notkun gagnagrunnsforritisins Access. Auk þessa hef ég þurft að kynna mér fjölmörg atriði eins og aðrir tölvukennarar og deildarstjórar í tölvufræðum - bæði um hugbúnað og vélbúnað og einnig um net og nettengdar tölvur. Tölvukennari er í sífelldu kapphlaupi að afla sér meiri menntunar á meðan þróunin gerir það einskis virði sem hann var sérfræðingur í fyrir aðeins tveimur árum. Meðan hann heldur í við þróunina getur hann kennt öðrum kennurum á kennaranámskeiðum - en það er of seint fyrir hann að bíða eftir slíkum námskeiðum. Hann fær því þetta nám sitt ekki metið til launa!! |
1995 | Námskeið Endurmenntunar fyrir háskólamenn (ESPITI námskeið): Kerfisbundin hugbúnaðargerð |
1995 | Námskeið Endurmenntunar fyrir háskólamenn: Hugbúnaðarkaup - Fyrir kaupendur |
1997 | Námskeið Endurmenntunar fyrir háskólamenn: Að nýta Internet til kennslu |
1998 | 180-stunda námskeið um tölvunotkun og netumsjón - lauk með prófi |
1999-2000 | Námskeið fyrir fjarkennara frá ágúst 1999 til mars 2000 |
1999-2000 | Námskeið um námsskrárgerð frá ágúst 1999 til júní 2000 |
2000 | Námskeið fyrir náttúrufræðikennara um jarðfræði og veðurspár eftir aðgengilegum veðurupplýsingum á netinu. |