Myndir af
|
Hálfdan
Jóakimsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir Skráð af Jóni Ármanni (f. 1866 - d. 1939) Tölvuskráningin er hér í pdf-skrá. Þetta er frásögn og setningaskipan Jóns Ármanns |
Jón Ármann Jakobsson skráði 29. okt. |
1931 - Basse (kona Jakobs Gíslasonar), Valgerður Pétursdóttir (systir Gísla), Petrína Kristín Jónsdóttir og Jón Ármann Jakobsson. |
Fæðingar- dagur: 28. sept. |
Hálfdan Jóakimsson er fæddur á Mýlaugsstöðum í Múlasókn í Aðal-Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 28. september 1808. |
Þessar ættrakninga- myndir frá Íslendinga- bók eru hér settar til að GÓP skilji ættrakningar textans
|
Foreldrar hans voru: Jóakim Ketilsson og Aðalbjörg Pálsdóttir. Móðir Jóakims og kona Ketils var Halldóra Sigurðardóttir, systir Péturs á Einarsstöðum í Reykjadal. Pétur sá var föðurfaðir (afi) síra Halldórs prófasts á Hofi í Vopnafirði. Páll, faðir Aðalbjargar móður Hálfdanar, bjó lengi góðu búi á Héðinshöfða. |
Áatal Páls Halldórs- sonar á Héðins- höfða afa Hálfdans |
Páll var sonur Halldórs bónda á Skógum í Reykjahverfi,
Vigfússonar, Halldórssonar, Bjarnasonar prests í Garði í Kelduhverfi,
Gíslasonar. En kona þess síra Bjarna og móðir Halldórs, var Ingunn dóttir
Bjarna prests Gamlíelssonar á Grenjaðarstað.
Systir Páls á Héðinshöfða og dætur Halldórs í Skógum voru: Rakel móðir síra Jörins Kröyers, seinast á Helgastöðum, og þeirra bræðra. Önnur var Elín kona Þórðar prests, föður amtmanns Páls Melsteds. Þriðja var Björg móðuramma Sigurgeirs prests Jakobssonar á Grund, og enn var Ragnheiður, af henni er kominn Hannes prestur í Fjallaþingum. |
Kröpp kjör Föðurlaus 11 ára 1819 >> 1830 |
Hálfdan ólst upp ásamt mörgum börnum hjá foreldrum sínum á Mýlaugsstöðum í mjög mikilli fátækt, en þó var bú það sjálfbjarga. Er hann var á 12. árinu missti hann förður sinn, en móðir hans hélt þó áfram búskap eftir það í 10 ár, eða til 1830 og var Hálfdan fyrir búi með henni tvö seinustu árin. Þá fluttist hún að Naustum á Húsavíkurbakka. |
Gifting 17. sept. 1832 |
Hálfdan fór þá að Sigurðarstöðum í Bárðardal til Sigurðar Ketilssonar föðurbróður síns og var hjá honum þangað til vorið 1833 að hann byrjar búskap með konu sinni Aðalbjörgu, dóttur þessa sama Sigurðar. Þau giftust haustið áður, 17. september 1832. |
Brennuás í Fljótsheiði |
Rauða slóðin að Brennuási fylgir Gullveginum en hann var nefndur svo - og sagt að í mýrastreði hans hefðu rekstrarmenn einhverju sinni týnt gullsjóði. Hæli það er Jakob tók til ábúðar heitir á Brennuási, er það á svonefndri Fljótsheiði við Bárðardal, nokkru innar (sunnar) en gegnt Ljósavatnsskarði. Þarna höfðu fyrir 9 eða 10 árum verið byggðir 3-4 flatreftir kofar á gróðurlitlu moldflagaholti og tveir fátæklingar hokrað þar hver eftir annan. Nálægt 300 af ræktartoppum fékk Hálfdan fyrsta sumarið í kringum kofana. Land það, sem kofum þessum fylgdi, var tileinkað Breiðumýri í Reykjadal og kallað selland þaðan, en Breiðumýri er þjóðeign, en eigi vissu elstu menn um selför þangað nema einu sinni hálfsmánaðartíma, og sér enn til þeirra tópta í landshorni norðanverðu. Sá er leigði Hálfdani land þetta með kofunum var þáverandi búandi á Breiðumýri, Jóhannes Kristjánsson faðir Sigurðar stórbónda á Laxamýri, en Breiðumýri er þjóðeign, eins og áður er sagt. Litlu síðar flutti sig þangað umboðsmaðurinn Jakob Pétursson, er þar bjó síðan og dó þar á tíræðisaldri fyrir fáum árum. |
1832 2 heima- menn (hjónin) 15 ær 9 geml 1 hross 1857 |
Bústofn Hálfdans var í fyrstu
15 ær, 9 gemlingar, 5 sauðir og 1 hross, og af dauðum munum hið minnsta sem
mögulegt var að komast af með. Í fyrstu voru þau hjón aðeins 2, en bráðum
græddist honum svo fénaður að hann tók hjú enda hafði hann fyrir stafni að
byggja viðunanleg hús, græða upp tún, verka grjót og sprek frá slægjum og færa
þannig út engi. Hann hélt með stöðugu fylgi búskap sínum og jarðbótum fram í 24 ár, eður til þess vorið 1857 að þau hjón fluttust að Grímsstöðum við Mývatn. Þá var lifandi peningur þeirra nál. 80 ær, 30 sauðir, 76 gemlingar, 5 hestar og kýr, og hið seinasta ár 10 heimamenn. Hús voru nú orðin vel við hæfi þessa fólks og fénaðar, allir veggir að miklu leyti af grjóti og aukið af viðum af sjávarrekum flutt. Við peningshús fjórar hlöður, ræktað tún nálægt 8 dagsláttur, sem að vísu var eigi með neinum ráðum unnt að fá gott eða mikið gras af sökum megurðar og vatnsaga í jarðveginum. Girðing var komin að parti um tún þetta og brunnur grafinn til neysluvatns, sem annars þurfti að sækja 100 faðma á sumrum og 200 faðma á vetrum. Að öll þessi mannvirki hafi verið vönduð af efni og frágangi sýnir það best, að meirihluti þess mun vera stæðilegt enn þann dag í dag eftir 35 ár síðan Háfdan fór þaðan. Eigi eru ljósar skýrslur til um það, hvað útheysslægjur jukust á Brennuási þessi 24 ár, en varla mun of sagt að tvöfaldast hafi og má af þessu öllu sjá, að Hálfdan hefur stigið meira framfarastig á veg til eigin og annarra velfarnaðar heldur en venjulegt er að sést hafi um þær mundir, því síðan er Brennuás álitin sem önnur viðunanleg ábúðarjörð. Sérílagi er ástæða til að álíta að Hálfdan hafi verið flestum mönnum betur þeim kostum búinn, er til umbóta þéna í jarðrækt og búnaði, þegar tekið er til greina það er nú skal segja um kjör hans sem landseta. |
Niðjar Hálfdans í Brennuási við húsatóftir þar í júlí árið 2004 Músaðu á myndina til að fá myndir af
ferðinni eftir Gullveginum frá Arndísarstöðum suður að Brennuási. |
|
Kjör Jakobs sem landseta Lands- |
Þegar Jakob umboðsmaður Pétursson var kominn í Breiðumýri hófst þegar ágreiningur milli hans og Hálfdans útaf afgjaldi af Brennuási. Mun það hafa komið þannig til að Jóhannes sá er áður er getið að leigði Hálfdani kotið landið með kofunum hefur álitið sig eiga full ráð á kofunum, og hefur ef til vill hjálpað þeim sem fyrst byggðu þá, til að koma þeim upp, en er Jóhannes fór frá Breiðumýri mun hann hafa selt Hálfdani kofana, og þessi því ekki álitið sig skyldan að gjalda sömu landskuld eftir landið eitt eins og áður eftir það með kofunum, því heldur sem sumir lögfróðir menn litu svo á, að hann ætti nýbyggjararétt á þessu landi. En hvað svo sem rétt kann að hafa verið í málstað hvers um sig, þá varð af þessum ágreiningi ævarandi þræta, útbyggingar, stefnufarir og ýmsar ertingar á báðar síður, sem hélst alla þá stund sem Hálfdan bjó í Brennuási, og varð honum á endandum ásamt öðrum, hvöt til þess að leita burtu. |
Innskot: Um þetta ritar Jakob sonur Hálfdáns í sjálfsævisögu sinni - s. 26: Uppskrift |
|
1857
Að 17 ár |
Grímsstaðir við Mývatn um 1941 Jörð sú, er hann nú flutti sig að, Grímsstaðir við Mývatn, var af mörgum álitin mikil ókosta og óhappa jörð, og spáðu ýmsir á lakri veg fyrir þeirri ráðabreytni. Hér var ekki um að gjöra nema leiguábúð í 10 ár. Hús voru stór og mörg en hrörleg, og varð nú enn að taka til húsagjörða meira og minna á hverju ári. Á Grímssöðum bjó hann síðan í 17 ár, hafði hann þá byggt upp öll bæjarhús og flest úthýsi, að vísu voru veggir og viðir hinna gömlu húsa til mikils styrks og formi hinu gamla haldið. Þrjár heyhlöður hafði hann og byggt af nýju og part af túngarði. Einnig lukkaðist honum að fá í flestum árum gott gras á tún, sem mjög hafði reynst illt viðfangs. Efnahagur hans var einatt í góðu lagi, enda þó hann blómgaðist eigi í sama hlutfalli og hin fyrri búskaparár hans.
|
Með Jakobi til 1884 d. 1891 |
Vorið 1874 hætti hann búskap
og var hjá syni sínum, er tók við búinu og hélt það til 1884, á því tímabili
missti hann konu sína í október 1879. Frá 1884 er sonur hans flutti burtu, varð hann í húsmennsku hjá Sigurjóni bónda Kristóferssyni, er þá fluttist að Grímsstöðum. Vorið 1889 hætti Hálfdan aftur húsmennsku og fluttist þá að Þverá í Laxárdal til Jóns bróður síns, hvar hann dvaldi til dauðadags hinn 23. ágúst 1891 og vantaði hann þá réttan mánuð í 83 ár. |
Röskur
forgöngu- félagslega |
Hálfdan Jóakimsson var í
hærra meðallagi á vöxt, vaxtarlagið þreklegt og fagurt, framgangan röskleg og
vakandi. Hann var dökkjarpur á hár og skegg, rauðbjartur á yfirlit, andlitið
frítt, hátt enni með hofmannavikjum, nefið með lið og mikið nokkuð að framan,
brúnir nokkuð miklar, augu dökkgrá, smá og lágu mátulega, svipurinn festulegur
og þó blíður og að jafnaði.
Lundin var föst og þó framgjörn. Hann var jafnan, meðan hann var í Brennuási, kvaddur til forgöngu að meira eða minna leyti í hverju einu er til nýunga eða félagsskapar kom, t.a.m. við verslunarsamtök, félagsskap til jarðarbóta, sauðfjárræktar o.fl.. Hann skrifaði að kalla einn rit það um kynbætur sauðfjár og hirðing, sem út kom á Akureyri 1855. |
1845 |
Þeir Hálfdan fundu Nýjadal suðvestan undir Tungnafellsjökli. |
Nýidalur | Árið 1845 var Hálfdan fenginn til þess einn með tveimur öðrum, að leita að sauðfjárhögum suður í Vatnajökul og fundu þar þá dal nokkurn, er eigi var áður þekktur, og hafa þangað síðan verið gjörðir fjárleitir úr Bárðardal á hverju hausti. |
Bú- ræktar- bætir |
Það átti án efa mikinn þátt í
búsæld hans hve vel honum var sýnt um sauðfjárrækt, átti hann og flestum betra
fjárkyn og sá jafnan svo fyrir að aldrei varð í heyþröng í þau 48 ár, sem hann
hafði yfir fénaði að ráða. Á sama hátt hafði hann góða þekking á hestum og fór
einkar vel með þá, eins og hann líka hafði ánægju af og góð tök á að temja
hesta. Ól hann upp tvo hesta er hann var í Brennuási, er hver reyndist örðum
betri. Hálfdan var, eins og hann í móðurætt átti kyn til að rekja, vel hagur bæði á tré og járn og þurfti því lítið til annarra að sækja í því efni. Hvorki voru kringumstæður til eða aldarháttur sá, að hann fengi nokkra uppfræðing eða kennslu á uppvaxtarárunum. Það var því af eigin hvötum og sjálfdáðum að hann varð fjölhæfur og vandvirkur í höndum, allvel skrifandi, lærði nokkuð í reikningi og kynnti sér allt hvað hann náði til hinar nýrri bækur og fylgdi tímanum. |
Á seinni
árum meir til hlés en eftirsóttur til ráðgjafar |
Eftir að Hálfdan kom í Grímsstaði dró hann sig meira í hlé fyrir félagslegum málum, enda var hann þá farinn að eldast og lundin að þyngjast svo síður mundi una hvikleik þeim og stafestuleysi, sem svo gjarnan eyðir félagsskap vorum í flestum tilfellum, því á sama hátt og hann hafði mjög sterka reglu á, að mæla eigi eða ráðgjöra neitt það er eigi yrði að framkvæmd, eins var það fyrir aðra meira vert að halda orð sín, eða bera ráð sín við hann en marga aðra. |
Aðalbjörg bústólpi 11 börn |
Aðalbjörg kona hans var honum
sannarlega meðhjálp og í öllu samtaka því er til velferðar horfi. Hann sagði á
banasænginni, að einatt hefði sér orðið ljósara að annan eins dýrgrip hefðu fáir
eignast að förunaut á lífsleiðinni.
Þau eignuðust 11 börn og komust aðeins 3 á fót, eitt þeirra er Jakob borgari á Húsavík, upphafsmaður Kaupfélags Þingeyinga. Hin dóu barnlaus, Jakobína 24 ára, nýgift er hún dó, og Tryggvi 10 ára piltur er hann dó. |
29. okt. 1938 | Jón Ármann Jakobsson innritaði. |