Forsíða

Gunnbjörn Jónsson

Upplýsingatexti Kristínar Gunnbjörnsdóttur
í Morgunblaðinu útfarardaginn, 13. okt. 2005

Útförin fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju

þann 13. október 2005

og hófst athöfnin klukkan 13.
 



13. okt. 2005:

Sendi þér hér með
það sem kom frá
mér í Moggann.
Með kveðju:

Kristín Gunnbjörnsdóttir
[email protected]
sími 692 3129
 
Gunnbjörn Jónsson fæddist í Bolungarvík 13. mars 1931. Hann lést á Sjúkradeild 2 B á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 2. október síðastliðinn.

Foreldrar hans voru hjónin Jón Valdimar Bjarnason, f. í Reykjafirði við Ísafjarðardjúp 29. september 1888, d. 20. apríl 1963 og Kristín Margrét Guðmundsdóttir, f. í Miðhúsum 7. febrúar 1891, d. 15. október 1951.

Bræður Gunnbjörns, en hann var yngstur, eru: Guðmundur Björgvin, f. 1917, d. 1996, bjó í Reykjavík, Magnús Kristján, f. 1920, d. 2005, bjó í Reykjavík, Bjarni Jónsson, f. 1922, d. 1999, bjó í Bolungarvík, og Anton, f. 1924, er einn á lífi.
Gunnbjörn kvæntist 20. september 1956, Guðbjörgu Maríu Sigfúsdóttur, frá Stóru-Hvalsá í Hrútafirði, f. 5. júní 1929, d. 13. janúar 2004.

Foreldrar Guðbjargar voru hjónin Sigfús Sigfússon, f. 7. ágúst 1887, d. 29. janúar 1958 og Kristín Gróa Guðmundsdóttir, f. 8. október 1888, d. 15. febrúar 1963.

Börn þeirra Gunnbjörns og Guðbjargar Maríu eru:

1) Kristín Gróa, f. 12. júlí 1952, fyrri maður er Vilhjálmur Vilhjálmsson, f. 14. maí 1950, þau skildu.
Börn þeirra eru:

  • a) Vilhjálmur Gunnbjörn Vilhjálmsson, f. 1. júní 1970, býr á Jótlandi. Sonur hans og Öldu Rós Jensen, f. 6. október 1972, er Arnar Máni, f. 4. janúar 1994. Eiginkona Vilhjálms er María Jakobsdóttir Vilhjálmsson, f. 24. ágúst 1971. Synir hennar eru Jakob Valby Unnarsson, f.19. ágúst 1988, Alexander Gabríel Hafþórsson, f. 10. ágúst 1991 og Emil Snær Hafþórsson, f. 6. janúar 1996. Dóttir Vilhjálms og Maríu er Monica Jökulrós, f. 25. september 2000.
  • b) Anna María Vilhjálmsdóttir, f. 19. febrúar 1972. Sonur hennar og Wydrick Renell Hill er Christopher Andri Hill, f. 4. febrúar 2000.

Eiginmaður Kristínar er Ingimar Kristjánsson, f. 25. september 1934.
Þau eiga soninn

  • Ingimar Ingimarsson, f. 30. ágúst 1978, í sambúð með Fríðu Ásgeirsdóttur Thoroddsen, f. 2. nóvember 1980.

2) Sigfús Brynjar, f. 25. október 1954, eiginkona hans er Anna Björk Brandsdóttir, f. 26. apríl 1957.
Synir þeirra eru

  • Brandur Matthías, f. 8. apríl 1976. Gunnbjörn Viðar, f. 8. jan. 1981 í sambúð með Arndísi Helgu Ólafsdóttur, f. 11. ágúst 1984,
  • Vignir Óttar, f. 4. mars 1984,
  • og Sindri Már, f. 16. nóvember 1990.

3) Jón Valdimar, f. 31. mars 1957, sonur hans og Sigríðar Júlíusdóttur, f. 20. janúar 1959, er

  • Hlynur Þorri, f. 23. janúar 1980.

Eiginkona Jóns er Ragna Jóna Helgadóttir, f. 31. ágúst 1960.
Börn þeirra eru

  • a) Guðbjörg Helga, f. 4. september 1980, eiginmaður hennar er Kristján Valgarðsson, f. 2. sept.1975, sonur þeirra er Arnar Páll, f. 6. okt. 2003,
  • b) Óskar Þór, f. 14. júní 1983, og
  • c) Nanna Rut, f. 7. sept. 1984.

4) Sólbjörg, f. 2. júlí 1959, eiginmaðir hennar er Rósinkar Snævar Ólafsson, f. 2. september 1956,
synir þeirra eru

  • a) Ólafur Garðar, f. 28. janúar 1978,
  • b) Davíð, f. 18. júlí 1980, í sambúð með Berglindi Ásgeirsdóttur, f. 14. feb. 1982 og
  • c) Atli Þór, f. 29. mars 1994.

5) Kristbjörg, f. 12. mars 1961.
Sonur hennar og Inga Gunnarssonar, f. 21. des. 1955 er

  • Sverrir Ómar, f. 11. ágúst 1979, sambýliskona Sigrún Ásta Marinósdóttir, f. 3. apríl 1981, sonur þeirra er Kristófer Hörður Ómarsson, f. 12. febrúar 2004.

Fyrri maður Kristbjargar er Rúnar Björnsson, f. 8. september 1960.

  • Dóttir þeirra er Þórdís, f. 12. nóvember 1983, þau skildu.

Seinni maður Kristbjargar er Heimir Hjartarson, f. 25. janúar 1958.

  • Dætur þeirra eru Steinunn Eva, f. 4. mars 1991,
  • og Anna Guðrún, f. 3. október 1992.

6) Guðjón Heiðar, f. 20. júlí 1964, eiginkona hans er Elinborg Sigvaldadóttir, f. 23. apríl 1962.

  • Börn þeirra eru Guðrún María, f. 13. ágúst 1990,
  • Hafsteinn Örn, f. 24. apríl 1996, og
  • Ragnheiður Elín, f. 5. júlí 2002.

Gunnbjörn byrjaði ungur til sjós og hefur verið um 18 ára þegar hann fór á Svanhólm frá Bolungarvík, á reknet. Hann var um 20 ára, þegar hann var skráður á Togarann Mars, fór svo á togarann Surprice, var þar um tíma.

Eftir að hann kvæntist Guðbjörgu fluttu þau norður í Hrútafjörð þar sem hann hann bjó á Stóru Hvalsá í Bæjarhreppi í rúmt ár, 1953-54, en fluttu þau þá til Hafnarfjarðar og bjuggu þar alla tíð síðan. Gunnbjörn fór aftur á Surprice, var á honum í næstum 7 ár samfleytt. Gunnbjörn byrjaði á Eldborginni í kring um 1960 og var þar háseti, til ársins 1981. Hann vann svo smátíma í Mótun, en fór þaðan til vinnu hjá ÍSAL og vann þar í kerskála til 67 ára aldurs, er hann hætti störfum.

Gunnbjörn var heiðraður af Sjómannafélagi Hafnarfjarðar árið 2001.

Efst á þessa síðu * Forsíða