Forsíða

Magnús Kr. Jónsson

10. febrúar 1920 - 23. sept. 2005


Listaverkamyndir - músaðu hér til að sjá þær

Magnús Kristján Jónsson var hagur listamaður.
Sandra Magnúsdóttir hefur sent inn nokkrar myndir af verkum hans.
Músaðu hér til að opna myndaalbúmið sem geymir myndirnar og texta Söndru.
Athugaðu - að myndir í myndaalbúminu er best að skoða með SLIDESHOW og FULL SCREEN APPLET

 

Útför

Að ósk Magnúsar
fór útförin fram í kyrrþey
frá Áskirkju

þann 14. október 2005
og hófst athöfnin klukkan 15.
 


18. okt.
2005 23:20

Ef þig vantar eitthvað
fleira þá hafðu
samband.
Kær kveðja,
Sandra Magg.


 
Magnús Kristján Jónsson fæddist í Bolungarvík 10. febrúar 1920. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. september 2005.

Foreldrar hans voru hjónin Jón Valdimar Bjarnason, f. í Reykjafirði við Ísafjarðardjúp 29. september 1888, d. 20. apríl 1963 og Kristín Margrét Guðmundsdóttir, f. í Miðhúsum 7. febrúar 1891, d. 15. október 1951.

Magnús var næstelstur bræðra sinna en hinir eru: Guðmundur Björgvin, f. 1917, d. 1996, bjó í Reykjavík, Bjarni Jónsson, f. 1922, d. 1999, bjó í Bolungarvík, Anton, f. 1924 sem einn er eftir á lífi og Gunnbjörn Jónsson, f. 1931, d. 2005.

Árið 1946 kvæntist Magnús Guðbjörtu Magnúsdóttur, f. 31. maí 1924. Þau skildu.

Foreldrar Guðbjartar voru Magnús Magnússon, f.: 06.10.1882, d. 22.10.1961 og Oddný Erlendsdóttir, f.: 11.10.1883, d.: 09.08.1969. 

Dóttir þeirra Magnúsar og Guðbjartar er:

Þórdís Sandra Magnúsdóttir f. 24. maí 1945. Hennar maður var Hafsteinn Guðvarðsson. Þau skildu.

Börn þeirra eru:

  • Perla Hafsteinsdóttir f. 8. ágúst 1970. Sonur hennar er Bjarki Möller, f. 9. okt. 2003
  • Harpa Hafsteinsdóttir f. 31. des.1971. Maður hennar er Birgir Runólfsson f. 23. júlí 1970.
    Dætur þeirra eru Rán f. 9. feb. 1998 og Iðunn f. 15. maí 2003.
  • Valur Hafsteinsson f. 1 ágúst 1975.
     

Seinni kona Magnúsar var Kristín Guðmundsdóttir, f. 3. ágúst 1919, d. 21. ágúst 1996. Þau giftust árið 1967.

Magnús starfaði lengi á ýmsum skipum frá Reykjavík, m.a. Þorsteini Ingólfssyni og Narfa. Hann vann einnig lengi í Vélsmiðjunni Hamri og Fiskiðjuveri BÚR.

Efst á þessa síðu * Forsíða