GÓP-fréttir

Forsetakosningar 26. júní 2004

Í þessum forsetakosningum bauð forysta Sjálfstæðisflokksins fram Auða manninn og naut ósparaðs fulltingis Morgunblaðsins.
D-auðir seðlar eru því ekki færri en fjöldi þeirra flokkshlýðnu Sjálfstæðismanna sem hlýddu kallinu.
Alvöru frambjóðendur voru: Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson og Ólafur Ragnar Grímsson.
Í bláu línunni er pólitíska innskotið Davíð sem notaði þessa bráðsnjöllu aðferð til að kanna sitt trygga fylgi meðal þjóðarinnar.

Kjörsókn
62,9%
Forsetakosningar 26. júní 2004
Raðað
eftir
atkvæðafjölda
Atkvæði
greidd
134.374
Hlutfall
gildra
atkvæða
Hlutfall
greiddra
atkvæða
Hlutfall
allra
kjósenda
Ólafur R. G. 90.662 85,60% 67,5% 42,46%
Davíð 28.461 0% 21,2% 13,33%
Baldur Ág. 13.250 12,30% 9,9% 6,23%
Ástþór M. 2.001 1,89% 1,5% 0,94%

Miðað við
1966

Miðað við síðustu forsetakosningar -
þar sem Baldur var ekki í kjöri og framboð Davíðs meira á huldu
ÓRG vinnur 33% 1996 fékk hann 68.370 atkvæði en núna 90.662 sem er fylgisaukning um 33%

%
Íslendinga!!

Prósentureikningar: 
Vegna aukins áhuga háværra einstaklinga á nýstárlegum prósentureikningum við skoðun úrslita forsetakosninganna skal hér við bætt enn einu sjónarhorni á staðreyndirnar sem liggja fyrir:
15,251
eða 7,14%
vildu
skipta um
forseta
Þeir sem vildu skipta um forseta
Þetta eru þeir sem
a) komu á kjörstað og kusu Ástþór
b) og þeir sem komu á kjörstað og kusu Baldur.

Samtals í þessum hópi eru 7,14% allra kosningabærra Íslendinga eða 15.251.

198.270
eða 92,86%
vildu
alls ekki
skipta um
forseta!
Þeir sem alls ekki vildu skipta um forseta
Þetta eru þeir sem
a) Komu á kjörstað og kusu Ólaf Ragnar Grímsson
b) og þeir sem komu á kjörstað og kusu - en ekki gegn honum
c) og þeir sem heima sátu og vissu sem var að hann þyrfti ekki á þeirra atkvæði að halda að þessu sinni. 

Samtals í þessum hópi eru 92,86% allra kosningabærra Íslendinga eða 198.251.

*

Is it good or bad, sir?
Þakkar
öðrum
fyrir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson var í sjónvarpsviðtali 27. júní um niðurstöður kosninganna. Hann túlkar D-auðu seðlana á sama hátt og hér er gert. Hér verður talið ljóst að hann hafi farið á kjörstað og skilað auðu. Hann sagði hins vegar að Ólafur Ragnar Grímsson hefði verið frambærilegasti kosturinn. Hann hefur því skilað auðu í trausti þess að nógu margir aðrir kysu Ólaf Ragnar Grímsson, þann frambjóðendanna sem hann sjálfur vildi helst.
Lítil
kjörsókn
Nokkuð hefur verið rætt um að kjörsóknin hafi verið lítil. Væntanlega hefði hún aðeins verið 49,6% ef leiðtogar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið hefðu ekki hvatt menn eindregið til að koma á kjörstað og kjósa D-auða manninn. Alefli Sjálfstæðisflokksins dró því aukalega 13,33% allra atkvæðisbærra kjósenda á kjörstað.

Um þetta hæfir vel hið fræga tilsvar Colombo lögregluforingja:
Thank you, sir! Thank you, sir! Is it good or bad, sir?

Efst á þessa síðu * Forsíða