GÓP-fréttir
forsíða

Vina-
síðan

Gull - eða gulls ígildi!

Hér eru nokkur ljómandi góð heilræði. Hafðu samt ekki áhyggjur þótt þú munir þau ekki öll á ögurstundu. Enginn er alltaf í sínu besta formi. Það sem skiptir máli er viðleitnin til að breyta sem best sem oftast - og vera sem sjaldnast í lakari viðbrögðunum - á hverjum einasta degi!

* Reynum að vera í góða forminu sem oftast og sem lengst - jafnvel klukkutímum saman - en í lakara forminu sem sjaldnast og sem styst - jafnvel ekki nema nokkrar sekúndur í senn.
Péturs
reglan
Það sem þú vilt að aðrir menn geri þér skaltu þeim fyrst gera.
* Atburður augnabliksins verður sögulegur eftir eitt andartak. Það er mikilvægt að hugsa úr framtíðinni til baka til þess atburðar sem nú er að verða. Munum við eftir á óska þess að hafa nú tekið svona á málinu? Högum okkur í dag eins og við á morgun vildum hafa gert.
* Þegar þú skiptir kökunni milli þín og vinar þíns verður annar hlutinn alltaf stærri en hinn. Taktu alltaf minni hlutann. Munurinn skiptir þig engu en vinurinn skynjar hug þinn. Reglan veldur því að þú getur alltaf gert þetta hiklaust.
* Svo lærir lengi sem lifir. Þegar okkur mistekst skulum við líta á tilraunina sem nám - og gera betur næst. Ef mistökin kostuðu útgjöld þá er gott að hugleiða hvað það langskólanám hefði kostað sem gefið hefði svipaða fræðslu.
* Öllu fylgir nokkur áhætta. Þetta á líka við um ástir og afrek.
* Oft verður það okkur til mikils happs að ná ekki fram markmiðum okkar. 
* Oft viljum við brjóta allar reglur - en það er lágmark að vita hverjar þær eru og til hvers þær eru.
* Látum ekki ómerkilegan ágreining eyðileggja frábæra vináttu.
* Það er ótrúlegt hvað maður gerir mörg mistök - en hverju sinni skiptir það meginmáli að reyna strax að leiðrétta þau.  
* Það er enginn galdur að falla, það geta og gera allir. Kúnstin er að standa á fætur aftur.
*

Steinunn
Guðmunds-
dóttir
 >>>>>
fóstra Steins
Steinarrs

Oft má satt kyrrt liggja og jafnvel þögnin besta svarið.

Fann ég eigi orðin þá
er ég segja vildi,
var þó fegin eftir á
að ég þegja skyldi.

* Aldrei rifja upp fyrri misklíð í ástvinaþrasi.
* Prófum nýtt - en munum að það eru okkar siðareglur sem gilda fyrir okkur - alltaf.
Heilræði Heilræði af gulnuðum papýrusi
* Athugaðu að þú ert þinn eigin guð.
Sá sem hreykir guði sínum hreykir sjálfum sér.
* Hjálpaðu náunga þínum.
Þegar hann blómstrar þá blómstrar guð hans.
* Athugaðu að sá sem ræðst að þér á við erfiðleika að etja.
Leitaðu leiða til að hjálpa honum svo að honum líði betur.
Sá sem líður vel er sjálfum sér og öðrum til gleði.
* Athugaðu að öll innlegg eru mikilvæg.
Það er þitt hlutverk að meta hvað þér gagnast.
Sum innlegg eru til lausnar því sem fyrir liggur.
Önnur nýtast þér á annan - og oft óvæntan hátt.
* Athugaðu að þegar þú hefur íhugað mál og tekið ákvörðun
er kominn tími til að framkvæma.
Það ert þú sem þarft að byrja.
* Margt þarf að gera fleira en í fyrstu kann að þykja skemmtilegt.
Þá er gott ráð að finna hvaða þættir þess eru eftirkeppnisverðir.
Þegar þú veist muninn á því að gera verkið vel eða illa
þá verður það þeim mun skemmtilegra
sem þér tekst að gera það betur.
* Gerðu ráð fyrir að aðrir vilji þér vel.
Betra er að láta blekkjast gætilega heldur en verða á
að vantreysta einlægni annars.
* Hver dagur færir þér tækifæri til að auka gleði þína og annarra.
Reyndu hverju sinni að finna sem flest þessara gleðifæra.
Þannig ræktarðu hamingju þína og samferðarmanna þinna.
!! *   *   *

Forsíða GÓPfrétta * Efst á þessa síðu