GÓPfréttir
forsíða


Klípu-
sagan:
Heinz
er í
vanda

6 siðunarstig Kohlbergs

 Lawrence Kohlberg (1927 – 1987).

Kohlberg var bandarískur sálfræðingur, fæddur í Bronxville í New York. Hann starfaði sem prófessor við háskólann í Chicago og við háskólann í Harvard. Hann var meðal annars frægur fyrir rannsóknir sínar á þróun siðferðisþroskans. Við það notaði hann klípusögur og spurði viðmælendur um þeirra mat.
Hann setti fram hugmyndir um sex siðferðis-stig á þremur siðferðis-skeiðum í þroskaferli mannsins. Þroski hvers einstaklings fer af einu stigi upp á það næsta uns að því kemur að hann fer ekki hærra.
F
lestir eru strandaðir þegar komið er á 4. stig.
Þ
að á við um öll stigin að sá sem er á því stigi getur ekki skilið röksemdafærslu efra stigs - nema það sé aðeins af næsta stigi fyrir ofan hans. Nauðsynlegt er að gæta þessa þegar börnum er liðsinnt - og hafa í huga þegar hlýtt er á eða blandast í siðræna umræðu fullorðinna sem oftast má gera ráð fyrir að séu á 3. - 4. stigi. 

Höfum
í
huga
Innskot ritara:
  • Gerð hefur verið sú athugasemd við framsetningu Kohlbergs að hún sé karlmiðuð og frábrugðin hugsun kvenna.
  • Algengt er að einstaklingar hagi sér og dæmi svo sem þeir væru stigum neðar eða ofar en þeir venjulega virka svo að það vekur athygli viðstaddra. Þroskamunurinn kemur þá ekki í ljós fyrr en röksemdanna er óskað - sjá hér fyrir neðan. Hverjum manni er einnig hægara að vera á hærra stigi þegar málið snertir ekki hann sjálfan á neinn hátt.
  • Hógværa óskin er að vilja vera sem oftast og sem lengst á sem efstu stigi - en gera sér grein fyrir að allir hrapa niður skalann á ögurstundum. Þá er mikilvægt að átta sig fljótt á því, biðjast afsökunar og reyna að lágmarka skaðann.
0-9
ára
Miðað við sjálfan sig - undanfari venjulegs siðferðismats. Aldur 0-9 ár.
Ég
vil
  • 1. stig - Forðast refsingu og hlýða
    Rétt eða rangt mælist eftir því hvort því fylgir refsing. Það sem skiptir máli er að fá það sem óskað er án hugleiðinga um hvað annar þarf eða hvað honum finnst. Óhlýðni er ekkert mál ef unnt er að komast upp með það án þess að hljóta refsingu fyrir.
Ég
-
við
viljum
  • 2. stig - Ég fæ mitt og þú færð þitt
    Rétt eða rangt tekur mið af eigin þörfum - og eigin afleiðingum. Vaknað hefur hugmyndin um að aðrir hafi einnig og stundum aðrar óskir. Hægt er að hjálpa öðrum ef það leiðir til þess að ég fæ mitt.
9-19
ára
Miðað við aðra (hvað segja aðrir?) - hefðbundið siðferðismat. Aldur frá 9 ára til tvítugs.
Það
sem
allir
vilja
og
verða
  • 3. stig - Góði pilturinn - góða stúlkan
    Ákvarðanir teknar til þess að gleðja aðra, sérstaklega valdafólk samfélagsins. Mikilvægt er að viðhalda góðum venslum með því að deila með öðrum, treysta og leita eftir gagnkvæmu trausti. Sekt og sakleysi getur farið eftir ætlan hegðandans.
Það
sem
lögin
segja
  • 4. stig - Lög og reglur
    Einstaklingurinn lítur á samfélagið í heild þegar hann leitar sér viðmiðana um hvað skuli teljast rétt eða rangt. Hann lítur á reglur sem ósveigjanlegar og telur það skyldu sína að fara eftir þeim.
Sá sem
þroskast
Miðað við sjálf-settar, umhyggnar kröfur - á fullorðinsárum.
Ólíkir
hópar
hafa
ólíkar
reglur
  • 5. stig - Samfélagslegur samningur
    Einstaklingurinn gerir sér grein fyrir því að reglurnar eru samkomulag viðkomandi hóps um hegðun sem honum hentar. Í öðrum menningarheimi eru aðrar reglur. Hann gerir sér grein fyrir því að reglur eru sveigjanlegar og þeim má breyta ef þær uppfylla ekki lengur þarfir samfélagsins.
Sjálfstætt
mat
innan
umhyggins
siðaramma
  • 6. stig - Umhyggni
    Einstaklingurinn dregur sjálfur fram meginreglur sem honum eru undirstöðuatriði mannlegra samskipta og sem aðrar reglur heyri undir. Hann hefur sett sér eigin siðferðisramma og getur því tekið ákvörðun um að brjóta viðteknar reglur ef hegðun samkvæmt þeim brýtur þann ramma. Dómur um rétt eða rangt framferði tekur óhjákvæmilega mið af kringumstæðum hegðunarinnar. Siðferðismatið ákvarðast af sjálfstæðu mati innan rammans.
>>  Siðferðisklípan
Klípu-
sögur
Heinz er í vanda - sjá um Kohlberg á Wikipedia
Klípusagan - saga um siðferðilega vandann sem ókunnur Heinz lendir í - hefur verið notuð í fjölmörgum fyrirlestrum og skólum þar sem fjallað er um siðferði og siðferðilegt mat lagt á hegðun.

Vel er þekkt sú útgáfa sögunnar sem Lawrence Kohlberg notaði til að kanna siðferðilega stöðu svarenda.

Hún er svona:

Klípa
Heinz
Kona ein var að dauða komin úr sérstakri tegund krabbameins. Þá birtist á markaði lyf sem læknarnir halda að muni hugsanlega bjarga henni. Lyfið er sérstakt form af radíumi sem lyfjafræðingur í þorpinu hefur einmitt nýlega uppgötvað. Lyfið er dýrt í framleiðslu en álagning lyfjafræðingsins tífaldar framleiðslukostnað lyfsins. Hann greiddi $ 200 fyrir radíumið og heimtar síðan $ 2.000 fyrir lítinn skammt af því.

Heinz, eiginmaður veiku konunnar, hefur farið til allra sem hann þekkir til að fá lánað fé en tókst ekki að safna nema $ 1.000 - helming þess sem hann þarf fyrir skammtinum.

Hann fór til lyfjafræðingsins og sagði honum að konan sín væri að deyja en læknarnir teldu líklegt að henni mundi batna ef hún fengi þetta dýra lyf. Hann hefði hins vegar engin tök á að greiða nú nema helminginn, $ 1.000, en bað lyfjafræðinginn um að annað hvort lækka við hann verðið á þessum eina skammti - eða leyfa honum að greiða afganginn síðar.

Lyfjafræðingurinn sagði:  Nei! Þetta er lyf sem mér tókst að finna upp. Það hefur tekið mig langan tíma, mikla vinnu og mikið fé. Ég verð að selja það svo dýrt að ég nái að borga að lokum allan minn kostnað.

Heinz hefur fyllst örvæntingu. Hann sér engin önnur ráð en að brjótast inn í verslun mannsins til að stela litlum skammti af lyfinu handa konunni sinni.

Er það rétt hjá Heinz að brjótast inn og stela lyfinu? (Mundir þú gera það?)

Hvers vegna? - eða hvers vegna ekki?

  Frá fræðilegu sjónarmiði skiptir ekki höfuðmáli hvað sá sem spurður er telur að Heinz eigi að gera. Kenning Kohlbergs segir að það sem skipti máli og segi til um siðferðilegan þroska þess sem spurður er sé hvernig hann rökstyður val sitt á því sem hann telur rétt fyrir Heinz að gera. 

Hér að neðan eru nokkur dæmi um mögulegar röksemdafærslur - sem flokka má til hinna sex stiga:

Hlýðni 1. stig - Forðast refsingu og hlýða
Rétt eða rangt mælist eftir því hvort því fylgir refsing. Það sem skiptir máli er að fá það sem óskað er án hugleiðinga um hvað annar þarf eða hvað honum finnst. Óhlýðni er ekkert mál ef unnt er að komast upp með það án þess að hljóta refsingu fyrir. 
Heinz ætti ekki að stela lyfinu vegna þess að þá yrði hann settur í fangelsi, sem mundi þýða að hann væri slæmur maður.

Eða:

Heinz ætti stela lyfinu vegna þess að það er aðeins $ 200 virði - en ekki þess sem lyfjafræðingurinn krafðist.  Heinz hafði meira að segja boðist til að borga fyrir það - og hann stal engu öðru.

Eigin-
girni
2. stig - Ég fæ mitt og þú færð þitt
Rétt eða rangt tekur mið af eigin þörfum - og eigin afleiðingum. Vaknað hefur hugmyndin um að aðrir hafi einnig og stundum aðrar óskir. Hægt er að hjálpa öðrum ef það leiðir til þess að ég fæ mitt. 
Heinz ætti stela lyfinu því hann verður mun ánægðari ef hann bjargar konu sinni, jafnvel þótt hann þurfi að sitja í fangelsi.

Eða:

Heinz ætti ekki að stela lyfinu vegna þess að fangelsi er hræðilegur staður sem mundi sennilega valda honum meiri ömurleika heldur en missir konunnar.

Eins
og
hinir
3. stig - Góði pilturinn - góða stúlkan
Ákvarðanir teknar til þess að gleðja aðra, sérstaklega valdafólk samfélagsins. Mikilvægt er að viðhalda góðum venslum með því að deila með öðrum, treysta og leita eftir gagnkvæmu trausti. Sekt og sakleysi getur farið eftir ætlan hegðandans. 
Heinz ætti stela lyfinu því að konan hans ætlast til þess. Hann vill vera góður eiginmaður.

Eða:

Heinz ætti ekki að stela lyfinu vegna þess að það er ljótt að stela og hann er ekki glæpamaður. Hann reyndi allar löglegar leiðir. Enginn getur því áfellst hann.

Lög-
legt
4. stig - Lög og reglur
Einstaklingurinn lítur á samfélagið í heild þegar hann leitar sér viðmiðana um hvað skuli teljast rétt eða rangt. Hann lítur á reglur sem ósveigjanlegar og telur það skyldu sína að fara eftir þeim. 
Heinz ætti stela lyfinu fyrir konu sína en jafnframt taka út sína refsingu fyrir þann glæp - og greiða svo lyfjafræðingnum það sem hann skuldar. Glæpamenn geta ekki bara gert eins og þeim sýnist og svo sloppið við afleiðingarnar.

Eða:

Heinz ætti ekki að stela lyfinu vegna þess að lög banna mönnum að stela. Það er því ólöglegt.

Mann-
rétt-
indi
5. stig - Samfélagslegur samningur
Einstaklingurinn gerir sér grein fyrir því að reglurnar eru samkomulag viðkomandi hóps um hegðun sem honum hentar. Í öðrum menningarheimi eru aðrar reglur. Hann gerir sér grein fyrir því að reglur eru sveigjanlegar og þeim má breyta ef þær uppfylla ekki lengur þarfir samfélagsins.
Heinz ætti að stela lyfinu vegna þess að allir hafa rétt til að verja líf - hvað svo sem lögum viðvíkur.

Eða:

Heinz ætti ekki að stela lyfinu vegna þess að vísindamaður hefur rétt á sanngjörnum launum. Þótt konan hans sé veik gefur það honum ekki rétt til að stela.

Al-
manna-
réttur
6. stig - Umhyggni
Einstaklingurinn dregur sjálfur fram meginreglur sem honum eru undirstöðuatriði mannlegra samskipta og sem aðrar reglur heyri undir. Hann hefur sett sér eigin siðferðisramma og getur því tekið ákvörðun um að brjóta viðteknar reglur ef hegðun samkvæmt þeim brýtur þann ramma. Dómur um rétt eða rangt framferði tekur óhjákvæmilega mið af kringumstæðum hegðunarinnar. Siðferðismatið ákvarðast af sjálfstæðu mati innan rammans.
Heinz ætti að stela lyfinu, vegna þess að lífsbjörg er meira grundvallaratriði en eignarréttur.

Eða:

Heinz ætti ekki að stela lyfinu, vegna þess að aðrir geta haft jafnmikla þörf fyrir lyfið og líf þeirra eru jafn mikilvæg.

>> <<

Efst á þessa síðu * Forsíða