GÓP-fréttir



 


Björn Lomborg
Myndin er fengin af
vef hans:
Verdens sanne tilstand

Björn Lomborg >> Verdens sanne tilstand o.fl.

Andri Gunnarsson og Gunnar Egill Egilsson
eru ritstjórar Háskólablaðsins, sem í desember sl. birti í 2. tbl. 2006 eftirfarandi viðtal blaðsins við Björn Lomborg, og leyfðu vinsamlegast þessa birtingu viðtalsins hér á GOPfrettir.net

Viðtal við Björn Lomborg

Vill mjaka heiminum
í rétta átt

*
Hver er Björn Lomborg?

Ath! - útdrátt í vinstri dálki gerði GÓP

Vill mjaka
heiminum
í rétta átt
Danski tölfræðingurinn Björn Lomborg er umdeildur maður, svo vægt sé til orða tekið. Átta árum áður en Draumaland Andra Snæs Magnasonar kom út skrifaði Lomborg sína sjálfshjálparbók fyrir hrædda þjóð, þar sem hann benti á að þrátt fyrir útbreidda trú um hið gagnstæða væri maðurinn fráleitt að ganga af náttúrunni dauðri. Háskólablaðið ræddi við Lomborg um hið sanna ástand heimsins og hvers vegna svo margir vilja trúa að hann standi á heljarþröm.
***
Sæll Gísli -

Gott að birta-
bara minnast á
að þetta er úr
2. tbl. Háskóla-
blaðsins, tímariti
stúdenta við
Háskólann í
Reykjavík.

Gefið út í
desember 2006.

Kveðja,
Andri & Gunnar
"Maðurinn hefur tilhneigingu til að leysa þau vandamál sem hann skapar," segir Björn Lomborg, einn umdeildasti maður sem komið hefur fram á svið umhverfisfræða seinni ár.
Fyrir tæpum áratug var Lomborg, eins og svo margir, uggandi yfir í hvert stefndi. Ef marka mátti náttúruverndarsamtök á borð við Greenpeace, sem Lomborg studdi eindregið, var maðurinn að ganga of nærri náttúrunni – jafnvel af henni dauðri.
Til að leggja sitt af mörkum réðst Lomborg það metnaðarfulla verkefni að fara í gegnum allar tölfræðilegar upplýsingar um ástand heimsins sem hann kom höndum yfir, með það fyrir augum að sanna í eitt skipti fyrir öll hversu slæmt það væri orðið af mannanna völdum. Niðurstöðurnar komu honum aftur á móti í opna skjöldu. Þegar farið var í saumana á þeim gögnum sem náttúrverndarsamtök vísuðu í svartsýnisspám sínum til stuðnings, kom í ljós að þau stóðust ekki. Þvert á móti virtist ástand heimsins fara sífellt batnandi og þrátt fyrir galla sína stóð mannkynið sig hreint ekki illa í umgengni sinni við náttúruna; við vorum ekki að ganga af jörðinni dauðri.
Lomborg taldi rétt að koma uppgötvunum sínum á framfæri opinberlega. Hann skrifaði greinar í dönsk dagblöð og tímarit og árið 1998 gaf hann út bókina Verdens Sande Tilstand, eða Hið sanna ástand heimsins eins og hún heitir í íslenskri þýðingu.
Átta árum síðar er Lomborg enn sömu skoðunar: heimur batnandi fer. "Þannig hefur það verið öldum saman og breyttist ekki á síðustu misserum. Við höfum hins vegar lengi trúað að dómsdagur sé handan hornið. Þótt flest í tilveru okkar hafi horft til betri vegar höfum við samt sem áður alltaf haft trú á að allt annað sé að fara til fjandans. Ég, og nemendur mínir sem aðstoðuðu mig, komumst hins vegar að því að reyndin væri önnur. Það var sjálfum mér mikil opinberun og mér fannst ég þurfa að vekja athygli á þessum niðurstöðum."
Ath!
Útdrátt í þessum
vinstri dálki
gerði GÓP

*

Falsanabrigsl
gerð
afturreka

*

Mörgum sárt að
viðurkenna að hafa
eytt tíma og þreki í
ástæðulausa baráttu
og á röngum
forsendum. 

*

Margir hafa sagt hið
sama en gengið lakar
að koma boðskap
sínum á framfæri.

Brigslað um falsanir
Skrif hans vöktu vægast sagt hörð viðbrögð. Lomborg var sakaður um að hafa falsað niðurstöður sínar og opinber rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð hans við gerð bókarinnar hefðu verið óheiðarleg. Lomborg kærði nefndina til danska Vísinda-, tækni- og nýsköpunarráðuneytisins, sem hafnaði niðurstöðum nefndarinnar á þeim forsendum að skýrslu hennar hefði verið ábótavant. Hún innihéldi ýmsar rangfærslur og vinnubrögðin byggðust frekar á tilfinningasemi en rökum. Málinu var vísað aftur til nefndarinnar, sem ákvað að aðhafast ekki frekar í málinu.
Lomborg segist eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvers vegna bókin sín fékk svona neikvæðar viðtökur. "Ég er kominn langt út fyrir mitt sérsvið þegar ég reyni að geta mér til hvað aðrir eru að hugsa. Sjálfum fannst mér ég dálítið svikinn þegar ég gerði mér grein fyrir að ástand heimsins var ekki eins og ég hélt. Ég átti bágt með að sætta mig við að heimsmynd mín til margra ára kynni að vera röng. Ég get því skilið ef þeir sem hafa lagt sitt af mörkum til að vernda náttúruna upplifi það sama. Sumir hafa jafnvel verið náttúruverndarsinnar áratugum saman og byggja sjálfsmynd sína og lífsstíl á því. Það væru ef til vill sár vonbrigði að komast að því að þeim tíma hafi mögulega verið betur varið í eitthvað annað.
Mér fannst forvitnilegt að margir virtust hafna öllum jákvæðum fréttum um ástand jarðarinnar heiminn okkar. Því fleiri góðar fréttir sem bárust, því meira dró úr ánægju þeirra. Þeir virtust þrífast á því að upplifa sig sem hrópandann í eyðimörkinni; vera sífellt að berjast í töpuðu stríði, þeir einu sem vissu um ragnarökin framundan."

Lomborg viðurkennir að vera fráleitt sá fyrsti til að halda því fram að engin sérstök umhverfisvá sé fyrir dyrum. "Enda hafa tölurnar alltaf talað sínu máli. En ég held að viðbrögðin sem bók mín vakti séu til vitnis um að mér hafi gengið betur að koma boðskapnum á framfæri en fyrirrennarar mínir. Oftar en ekki höfðu þeir líka verið afskrifaðir sem taglhnýtingar olíufyrirtækja og þar fram eftir götunum, jafnvel taldir rugludallar. Ég vildi hins vegar koma umræðunni í skynsamlegan farveg, lagði ofuráherslu á staðreyndirnar og hélt eigin skoðunum til hlés. Þannig vildi ég líka lágmarka líkurnar á gagnrýni á borð við að rannsóknin væri fyrst og fremst til marks um persónulegar skoðanir mínar. Í staðinn var ég sakaður um óheiðarleg vinnubrögð. Sumum virtist illa við að lesa það sem ég skrifaði."
*

Sumum finnast
ýkjurnar helgast
af tilganginum.

*

Nauðsynlegt að
skeyta um náttúruna
á réttum forsendum
-en - því miður -
það eru ýkjurnar
sem safna
peningunum.

Tilgangurinn helgar ekki meðalið
L
omborg segist hafa orðið var við þá afstöðu meðal margra umhverfisverndarsinna að þótt þeir fallist jafnvel á niðurstöður hans, telji þeir þörfina á öflugum áróðri um hið gagnstæða mikilvægari svo komandi kynslóðir slái ekki slöku við. "Ég tek að minnsta kosti eftir þessu hjá hagsmunasamtökum og þrýstihópum. Þeir hafa svo sterka trú á eigin málstað að þeir virðast telja sér trú um að það sé í lagi að hagræða sannleikanum, tilgangurinn helgi meðalið. Ég get svo sem skilið hvatann sem liggur að baki. Þessir aðilar eru svo sannfærðir um að þeir séu að vinna gott og þarft verk.
S
jálfur er ég alls ekki á því að við eigum að vera skeytingarlaus gagnvart náttúrunni; þvert á móti tel ég að það sé af hinu góða að við séum meðvituð um umhverfi okkar. Ég held hins vegar að það sé ekki neinum til framdráttar að fjöldi þrýstihópa séu sí og æ að hrópa eitthvað sem er ekki satt til þess eins að fanga athygli okkar. Við stöndum vissulega frammi fyrir ófáum vandamálum en það er erfitt að átta sig á hvernig er best að bregðast við þeim þegar allir eru að hrópa. Ef maður tryði öllum þessum upphrópunum myndi maður halda að heimurinn stefndi hraðbyri til fjandans og það væri allt eins gott að halda eina allsherjar svallveislu þar til yfir lyki.
Þrýstihópar og hagsmunasamtök ættu að gæta þess að málflutningur sinn sé sannleikanum samkvæmur. En í ljósi þess hvernig slík samtök starfa er ólíklegt að það verði nokkurn tímann raunin. Þau þrífast á því að fólk trúi heimsendaspám þeirra. Það tryggir þeim fjármagn til að viðhalda áróðrinum."
*

Hvers
munu
menn
minnast?

*
Um
forsendur
og
spár.

Bókin þarfnast endurskoðunar
Í bók sinni reyndist Lomborg ekki alltaf sannspár, til dæmis taldi hann að á næstu áratugum yrðu ekki frekari hækkanir á olíuverði, þar sem fleiri orkulindir ættu eftir að finnast og nýtingarmöguleikar yrðu fleiri og betri. Raunin er hins vegar sú að olíuverð hefur hækkað.
"Að sjálfsögðu er ýmislegt í bókinni sem þarf að endurskoða og uppfæra," segir hann. "Það hefði komið mér verulega á óvart ef það hefði ekki komið á daginn. Olíuverð hefur hækkað, en ekki vegna þess að við erum að verða uppiskroppa með olíu. Verðhækkunin skýrist af því að framboði á olíu hefur verið haldið niðri síðastliðin 30 ár, auk þess sem fjöldi nýrra neytenda hefur bæst í hópinn undanfarinn áratug, til dæmis Kínverjar. Í framtíðinni munum við hins vegar nota olíu í minni mæli, rétt eins og gerðist með kol, eldivið og aðra orkugjafa."
Lomborg segir að eðli málsins samkvæmt þarfnist bækur sem fjalla um ástand heimsins reglulegrar endurskoðunar. "Sem dæmi má nefna að fljótlega eftir að bókin kom út viðurkenndu kínversk stjórnvöld að opinberar aflaskýrslur væru rangar, í rauninni hefði talsvert minni fiskur verið veiddur í Kína en komið hafði fram. Maður getur alltaf búist við að eitthvað slíkt komi á daginn en í grunninn á bókin ennþá við í dag."
*

Það er ekkert til
sem heitir
ókeypis
hádegisverður
= allt kostar

*

Hvað
kostar
hvað?

*

Hvað er mest
aðkallandi?
og hvað
kostar það?

Verðum að forgangsraða
Í
dag er Lomborg forstöðumaður Copenhagen Consensus stofnunarinnar, eða Hafnarsáttarinnar, eins og það útleggst á íslensku. Tilgangur stofnunarinnar er að greina og forgangsraða helstu vandamál heimsins, allt frá umhverfismálum til viðskiptahindrana. Hugmyndin á bakvið Hafnarsáttina liggur í kafla í hinu sanna ástandi heimsins þar sem Lomborg setti kostnaðinn af Kyoto-bókuninni í nýtt samhengi.
"Til dæmis má benda á að það kostar jafnmikið að framfylgja ákvæðum Kyoto-bókunarinnar í eitt ár og að tryggja öllum jarðarbúum ferskt drykkjarvatn til eilífðarnóns. Mér fannst undarlegt að enginn hafði ljáð máls á þessu. Enginn benti á að það fé sem var eytt til að framfylgja Kyoto-bókuninni væri ekki hægt að verja í önnur verkefni, sem mörg hver eru mun meira aðkallandi. Mér fannst augljóst að til að ná árangri væri nauðsynlegt að forgangsraða. Ég nefndi þessa hugmynd við fleiri aðila og allir voru sammála um að þetta væri góð hugmynd en töldu þó að það væri ómögulegt að hrinda henni í framkvæmd. En það er alltaf verið að forgangsraða, þótt það sé ekki sagt berum orðum. Stjórnmálamenn ákveða til dæmis í hvað peningarnir okkar fara hverju sinni. En á meðan þessi forgangsröðun er ekki rædd og ákveðin á skipulagðan hátt erum við ekki að eyða peningum okkar á skynsaman hátt.
Um þetta snýst Hafnarsáttin; að fá fólk til að skoða mest aðkallandi vandamál heimsins hvort sem það er hlýnun jarðar, menntun, sjúkdómar, viðskiptahindranir. Við getum aldrei leyst öll þessi vandamál í einu vetfangi þótt við glöð vildum. Við þurfum að átta okkur á hvaða lausnir eru vænlegastar til árangurs. Við leituðum því til heimsins fremstu hagfræðinga til að skoða alla fleti málsins út frá hagfræðilegum sjónarmiðum og reyndum að gera okkur grein fyrir hvaða árangri ólíkar lausnir myndu skila.
Þannig komumst við að því að lausnir á mörgum vandamálum heims eru í sjónmáli. Ennfremur höfum við núna hugmynd um hvað það kostar að leysa hvert vandamál. Spurningin sem við stöndum þá frammi fyrir er hvernig getum við fengið sem mest úr hverri krónu? Þannig varð til forgangsröðun á þeim vandamálum sem heimurinn stendur frammi fyrir."
*

Að sjá veröldinni
fyrir drykkjarvatni
eða framfylgja
Kyoto-bókuninni?

*

Vandamálin
sem Kyoto-
bókunin
á að sporna við -
eru léttvæg í
samanburði við
margt annað.

Að skoða alla fleti
L
omborg viðurkennir að þegar hann ber saman kostnaðinn af því að framfylgja Kyoto-bókuninni við að sjá jarðarbúum fyrir drykkjarvatni, taki hann ekki tillit til kostnaðarins sem kynni að fylgja því ef Kyoto-bókuninni væri ekki framfylgt. "Dæmið snýst einfaldlega um að velta upp kostnaðarliðnum við framkvæmdina. Að því loknu getur maður verið eftir sem áður þeirrar skoðunar að það væri skynsamlegra að framfylgja Kyoto-bókuninni.
Vissulega þarf að skoða alla fleti málsins og þess vegna höfum við leitað eftir áliti margra ólíka aðila um allan heimi: nóbelsverðlaunahafa, sendiherra Sameinuðu þjóðanna, hópa innan hinna ýmsu háskóla og jafnvel haldið pallborðsumræður meðal sérfróðra aðila í löndum á borð við Úganda. Allir hafa hins vegar svarað eins og telja mun brýnna að sjá veröldinni fyrir drykkjarvatni en að framfylgja Kyoto-bókuninni."

Þá segir Lomborg að þau vandamál sem Kyoto-bókunin á að sporna við séu léttvæg í samanburði við margt annað. "Það leikur enginn vafi á því að hækkun hitastigs á jörðinni munu fylgja vandamál. Líklega mun yfirborð sjávar hækka um 30-50 sentímetra fram til ársins 2100. En það ekki stórkostlegt vandamál. Á síðustu öld hækkaði yfirborð sjávar til að mynda um 10-25 sentímetra. Ef þú spyrð fólk sem lifði lungann af 20. öldinni hvaða atburðir stæðu upp úr myndu flestir nefna heimsstyrjaldirnar, upplýsingatæknibyltinguna og svo framvegis. Fáir myndu nefna að yfirborð sjávar hækkaði."
*

Að rembast við
hið ómögulega
eða framkvæma
hið mögulega?

 

Meiri hagsmuni yfir minni
Þ
ótt hækkun sjávaryfirborðs á næstu öld verði innan þeirra marka sem maðurinn ræður við minnir Lomborg á að það verður okkur ekki að kostnaðarlausu.
Hann spyr aftur á móti: "Hvort er vænlegra til árangurs: Að afstýra vandanum, sem er ólíklegt að sé hægt, eða sjá til þess að fólk hafi bjargir til til að bregðast við honum?
Auk þess sem yfirborð sjávar mun hækka er því spáð að úrkoma muni aukast og að fellibyljir verði tíðari. Það er reyndar ekki hægt að slá því föstu því vísindamenn greinir á um það. Sumir hafa bent á að kostnaður vegna fellibylja hefur aukist upp á síðkastið. Skýringin er fyrst og fremst sú að að fleira fólk hefur reist sér hús á svæðum þar sem fellibyljir ganga yfir. Þetta sama fólk á nú fleiri eignir en áður sem geta orðið fellibyljum að bráð.
Fyrir hvern dal sem fer í aukinn kostnað vegna fellibylja, hefur kostnaður af ýmsum félagslegum þáttum aukist um 22 – 60 dali. Það skýtur skökku við að hafa áhyggjur af 2-5 prósentum skaðans, sem við getum haft lítil áhrif á, en huga ekki að 95-98 prósentum skaðans."
*

Hlýnun jarðar -
gott eða slæmt?

*

Ofurkostnaður
til að ná fram
6 ára seinkun
á heimsendi -
sem svo er
enginn heimsendir.

*

Önnur vel gerleg
atriði stórbæta
möguleika fólks
á að
bjarga sér sjálft.

Kyoto-bókunin myndi skila litlu
L
omborg segir að þetta dæmi sýni í hnotskurn hvernig umræðan snýst um einn afmarkaðan þátt - koltvísýring.- og bendir á mikilvægi þess að líta á báðar hliðar málsins. "Sem dæmi má nefnda að samfara hlýnun jarðar eiga fleiri eftir að láta lífið vegna hita, en aftur á móti mun draga úr dauðsföllum af völdum kulda. Í þróuðum löndum deyja mun fleiri af völdum kulda en hita. Hlýnun jarðar hefur fyrst og fremst áhrif á lágmarkshita, hitastig að nóttu til og hitastig yfir vetrartímann. Þar af leiðandi munum við verða vör við minni kulda, en ekki svo mikla varmaaukningu. Það hefur verið áætlað að árið 2080 mun aukning á dánartíðni í Bretlandi vegna aukins hita vera um tvö þúsund dauðsföll á ári. Að sama skapi er áætlað um 20 þúsund færri muni láta lífið vegna kulda en áður. Svona eru horfurnar reyndar ekki í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Í kjölfar hlýinda munu dauðsföll af völdum hita fjölga en fáir deyja þar af völdum kulda. Áhrifin þar verða því önnur."
Þá segir hann að þótt öll ríki heims myndu framfylgja Kyoto-bókuninni til loka þessarar aldar, yrðu áhrifin takmörkuð. "Við myndum mögulega ná að seinka áhrifum af völdum loftlagshlýnunar um sex ár. Sá sem býr á flóðasvæði í Bangladess um næstu aldamót þarf því ekki að flytjast búferlum fyrr en 2106 í staðinn fyrir 2100, sem er lítil bót í máli.
Ef við hins vegar hefjumst handa við að hjálpa fólki á þessu svæði í dag að berjast við þau vandamál sem steðjar af því núna, til dæmis eyðni, malaríu, næringarskort, viðskiptahindranir og svo framvegis, getum við hjálpað því að efnast og aukið líkurnar á því að börnin þeirra hafa meira á milli handanna. Þannig verður sá sem kemur til með að kljást við þau vandamál sem fylgja hnattrænni hlýnun árið 2100 betur í stakk búinn til þess að takast á við þau.
Í mínum huga snýst spurningin um hvort við teljum skynsamlegra að verja gríðarlegu fjármagni til að hafa lítil áhrif eftir tiltölulega langan tíma, þegar við getum gert svo margt annað sem mun hafa meiri jákvæð áhrif á miklu stærri hóp jarðarbúa."
*

Minn flokkur
mun sporna við
hlýnun jarðar -
ef þið látið okkur
fá öll atkvæðin ykkar
- og
alla peningana ykkar.

*

Umræða á villigötum
A
ð mati Lomborgs hefur loftlagshlýnun fengið meiri athygli en brýnni mál vegna þess að skilaboðin eru meira sexí. Í myndinni The Day After Tomorrow sást til dæmis hvernig er hægt að setja afleiðingarnar af hlýnun jarðar fram á dramatískan hátt. Það er ólíklegt að Brad Pitt verði boðið hlutverk manns sem smíðar útikamra í Tansaníu. Það þætti ekki sexí. Hlýnun jarðar er hins vegar nefnd í sömu andrá og heimsendir. Það fylgir því einhver spenna sem gerir að verkum að fólk hrífst auðveldlega með. Þetta vita stjórnmálamenn; þess vegna stökkva þeir hver á fætur öðrum um borð í vagninn og heita því að sporna við hlýnun jarðar. Þeir vita hins vegar sem er að þeir eiga ekki eftir að gera neitt í málinu, Það yrði alltof dýrt. Bandaríkin og Ástralía samþykktu ekki Kyotobókunina því það er alltof dýrt að framfylgja henni og ýmis Evrópuríki eiga ekki eftir að geta staðið við hana þegar á hólminn er komið.
Að mati Lomborgs er slæmt að málum skuli háttað svona en þetta sé ekki í fyrsta sinn sem umræðan er á villigötum. "Það eru til mörg dæmi um tilfelli þar sem við óttuðumst eitthvað að ástæðulausu. Á sínum tíma trúðum við að skordýraeitur myndi ganga af okkur dauðum en á sama tíma var loftmengun alvarlegra vandamál. Í Bandaríkjunum voru sett sérstök lög til að sporna við notkun skordýraeiturs, en það vann meiri skaða en gagn. Að sjálfsögðu myndum við vilja vera laus við skordýraeitur, heimurinn er bara ekki fullkominn."
*

Innanhússmengun
drepur 2,6 - 3,8
milljónir manna
árlega.
Samt er sú mengun
tiltölulega óþekkt
vandamál.

*

Málsvari
hinna
óspennandi
vandamála

Óspennandi vandamál
Lomborg minnir á að þrátt fyrir ýmis ljón á vegi hefur mannkynið komist leiðar sinnar hingað til og býst ekki við að reyndin verði önnur í framtíðinni. "Það væri samt góð tilbreyting ef við byrjuðum að hafa áhyggjur af því sem skiptir máli. Ég fyllist til dæmis oft mikilli gremju þegar ég hugsa til þess að eitt af þeim vandamálum sem sleppur óséð framhjá okkur er innanhúss mengun. Sameinuðu þjóðirnar telja að 2,6 - 3,8 milljónir manns láti lífið árlega vegna innanhúss mengunar, aðallega vegna þess að það notar slæman eldivið. Þetta eru næstum jafnmargir og deyja af völdum alnæmis, samt sem áður er þetta tiltölulega óþekkt vandamál. En við heyrum nóg frá þeim sem vill bjarga þessu fólki frá hlýnun jarðar einhvern tímann í fjarlægri framtíð."
Lomborg kveðst vera málsvari hinna "óspennandi vandamála", sem eiga ekki málsvara í mönnum á borð við Al Gore. "Það er ánægjulegt að hann sjái sig knúinn til að gerast talsmaður einhverra vandamála heimsins en ég sakna þess Al Gore sem fannst ótrúlegt að við værum ekki að gera neitt til að sporna við alnæmi, malaríu, næringarskorti, frjálsum viðskiptum og ríkisstyrkjum til bænda; hinum raunverulegu vandamálum sem hamla því að þróunarlöndin þróist. Við vonum að Hafnarsáttin leiði til þess að fólk fari að hugsa sig um hvort það sé ekki betra að gera stærri góðverk en minni. Við munum aldrei gera allt rétt en við þurfum að fækka mistökum. Ef okkur tekst að mjaka heiminum í þá átt verð ég glaður."
*

Afla
vitrænnar
verkröðunar

*

Bæta eigið
siðferði

*

Gerum það sem er
bæði verðugt
og
framkvæmanlegt

Ólympíuleikar hugsuða
Lomborg segir að sínar skoðanir á hvaða verkefni ætti að leysa fyrst, séu lítilvægar í hinu stóra samhengi. "Ég reyni þá að leiða þá færustu á sínu sviði saman á ráðstefnu Hafnarsáttarinnar á fjögurra ára fresti, svo þeir geti borið saman bækur sínar og forgangsraðað vandamálunum. Charles Krauthammer hjá Washington Post kallar þetta Ólympíuleika hugsuða. Mitt álit á hvaða verkefni eigi að vera efst á lista, má sín lítils samanborið við álit þessa vísa fólks. Minn listi myndi í raun endurspegla þann lista sem það myndi koma sér saman um."
Hann bendir á að þótt Vesturlönd geti lagt heilmikið af mörkum, liggi lausnin á vanda þróunarlanda fyrst og fremst hjá þeim sjálfum. "Ég er hlynntur því að við á Vesturlöndum gerum það sem við getum til að draga úr spillingu og greiða fyrir viðskiptum. Gallinn er sá að við vitum ekki hvernig við eigum að gera það. Aftur á móti kunnum við að dreifa smokkum, vítamínum og moskítónetum, draga úr eigin viðskiptahömlum og auka rannsóknir á landbúnaði.
Hafnarsáttin leggur áherslu á þau vandamál sem við getum leyst. Ef einhver veit hvernig hægt er að bæta ástandið í spilltum ríkjum væri það verðugt verkefni að ráðast í. Þetta eru hins vegar að mestu leyti innanríkismál viðkomandi ríkja. Verkefni Hafnarsáttarinnar snýst um hvað hinar ríkari þjóðir geta gert til að bæta heiminn. Vonandi leiðir það til þess að fátækari ríki geti aukið framleiðslu sína, búið til fjármagn og miðstétt sem verður nógu öflug til að bylta stjórnvöldum og koma á einhvers konar lýðræði."
*

Áhrifa
Hafnarsáttarinnar
gætir víða

*

Íslendingar -
gleymið ekki
að njóta lífsins

Mikilvægt að vera hamingjusamur
F
yrsta ráðstefna Hafnarsáttarinnar var haldin árið 2004 og þótt erfitt sé að merkja áhrif hennar enn sem komið kveðst Lomborg fullviss um að þau séu til staðar. "Til dæmis höfum við haft áhrif á þróunaraðstoð danska ríkisins, sem er farin að gera mun meira til að til að hindra útbreiðslu alnæmis til dæmis. Þá hefur mér verið sagt að George Bush Bandaríkjaforseti hafi verið með niðurstöður Hafnarsáttarinnar í huga þegar hann ákvað að verja 1.2 milljörðum bandaríkjadala til að berjast gegn útbreiðslu malaríu. En ég vil ekki gera of mikið úr mögulegum áhrifum Hafnarsáttarinnar, þetta er langt ferli og við erum þolinmóð."
Spurður hvað hann telji að Íslendingar geti lært af skrifum sínum segir Lomborg að fólk eigi til að gleyma að njóta lífsins og hversu mikilvægt það er að vera hamingjusamur. "En sennilega eru þið ekki að fiska eftir því," segir hann og glottir. "Mér finnst mikilvægt að þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisins geri sér grein fyrir hvort breyttar venjur og lífstíll hafi raunveruleg áhrif eða ekki. Kannski líður fólki aðeins betur við tilhugsunina um að það sé að leggja sitt af mörkum. Það er gott og blessað. En fólk ætti hins vegar að forðast að byggja sjálfsmynd sína á því."
Viðtal Andra og Gunnars
við Björn Lomberg
Hið sanna ástand heimsins má nálgast á bóksölu Vefþjóðviljans – www.andriki.is.

Efst á þessa síðu * Forsíða