GÓP-fréttir
forsíða
Ferðatorg
|
Far-Roðinn
Texti: GÓP
Lag: C. J. Rasmussen (Sjá roðann í austri ....)
|
> |
Með sólbjörtum huga og syngjandi lund þeysir sinnið í öræfaför og í unaði gengur á fjallanna fund
- okkur fangar þá minningin ör:
:.: er merlaði skjannann sem morgunninn fann! Hver man ekki morguninn þann! :.:
|
> |
Er roðinn úr austrinu brýtur sér braut boðar dýrðlegan öræfadag þegar fegurð og gleð'
okkur fellur í skaut! hvílík fylling í ævinnar lag!
:.: og litflóðið háa um ljóshvolfin blá svo ljómandi landinu á! :.:
|
> |
Við gleðjumst hér saman á gleðinnar stund hér er glampi og sindur á brá
síðan hverfum við aftur á fjallanna fund
megi farsældin un' okkur hjá!
:.: Já - framtíðin laðar um fjall og um vað!
Við förum á fjarlægan stað! :.:
|