GÓP-fréttir
forsíða


Ættarmóts-söngvar

Textar fyrir öll ættarmót:

Hér skaltu HÆGRI-músa og velja Save-kostinn til að sækja Word-skjal þar sem textarnir eru settir upp til að prenta beggja megin á blaðið. Þeir koma sinn hvorum megin og þú skiptir svo blaðinu í tvennt!

Þegar viðstaddir hafa tekið upp fjölritaða blaðið er best að lesa skýrt yfir þann texta sem syngja skal þannig að allir fylgist með. Þannig munu fleiri fylgja textanum þegar sungið er.

Ættar-
mótið
Ættarmótið

Texti: GÓP
Við lag Bellmans: Gamli Nói
- fyrir börn á öllum aldri

1
Ættarmótið, ættarmótið,
einu sinni enn!
Allir koma saman
afskaplega gaman!
Erum saman, erum saman
einu sinni enn!
2
Allir koma, allir koma
uppábúnir hér!
Pabbi minn og mamma,
afi minn og amma,
vilja alltaf, vilja alltaf
vaka yfir mér.
3
Margir skyldir, margir skyldir
mættir eru hér:
frændur mínir góðir,
frænka, systir, bróðir!
gleðjast allir, gleðjast allir,
gleðjast yfir mér!
4
Tímar líða, tímar líða,
tökum hönd í hönd!
Munum ættarmótin,
munum vinahótin!
Tölum saman, tökum saman,
treystum okkar bönd!
Niðja-
söngur
Niðja-söngur

Texti: GÓP * Írskt þjóðlag: Wild Rover

Textinn hans Jónasar Árnasonar:

Hann Mundi á sjóinn í fyrsta sinn fór ...
með viðlaginu:

Þá stundi Mundi:
Þett'er nóg þett'er nóg!
Ég þol'ekki lengur
að þvælast á sjó.

- er við sama lag.

Í viðlags-textanum eru feitletraðir þeir sérhljóðar þar sem dvalið er með sérstakri áhersla í söngnum. Þetta þarf að útskýra fyrir söngfólkinu - og vekja athygli á að síðasta viðlagið á að syngja tvisvar.

1
Hún upp er nú runnin sú ánægjustund
að erum við komin á ætternisfund
við hóum og kyssum og köllum um hæl:
hæ! komið nú öllsömul blessuð og sæl!

-- Hér er ættarhátíð ****
hér er spaugið á vör
því söm er vor þátíð
og söm er vor för.

2
Já, hér eru frænkur og frændur við borð
og framtíðin brosir við gleðinnar orð
og við erum feimin og við erum frökk
og vakir í brjóstinu fortíðarþökk

-- þeim sem áfram gengu ****
undir ólag og kíf
og alveg úr engu
upp-ófu vort líf.

3
Já, hugurinn svífur á öndverða öld
til afa og ömmu og áanna fjöld
við lífskjörin önnur á liðinni tíð
en leiftur í auga og alúðin þýð

-- þegar setið var saman ****
og við sögunnar hljóm -
með hugarins gaman
við hetjunnar óm.

4
En kynslóðir fara og koma í senn
og krakkar í gær eru nú orðnir menn
og þannig er fortíðin fléttuð í streng
til framtíðarinnar í stúlku og dreng.

-- Ymur gamla grundin ****
- ómar gleði og fjör.
Hér dokar nú stundin
á stanslausri för!

5
Við syngjum hér ungir og aldnir sem einn
því ættin á tóninn sem alltaf er hreinn
og hér eru leikir og hér eru spil
- og hér er að gufa upp kynslóðabil

-- og við gleymum því aldrei ****
að allt lífið er hnoss
og grípum þann næsta
- að gef´onum koss!

6
Við hér erum komin um höf og um lönd
með hlýju í sinni og frændsemis bönd
og erum á hátíð með yndi í lund
að efla vor kynni á samverustund

:,: -- eftir ættargleði ****
grípum geirinn í hönd!
Um allt eru leiðir
- í ónumin lönd! :,:

Efst á þessa síðu * Forsíða