GÓP-fréttir
forsíða
Ferðatorg
|
Aftur er haldið í hálendisferð
Texti: GÓP
Lag: Ralph Siegel
Eurovision 1982 - Ein bisschen Frieden úr Eurovision
|
> |
Aftur er haldið í hálendisferð haldið frá þysi og rafljósamergð - hlýju og ást þó í brjósti þú berð en borgin er svona gerð - .
Áhyggjur margar þar eftir ég skil og ekki er hugsað um leik eða spil - ólga í brjósti - í allt er ég til og ærlegan hríðarbyl - .
|
> |
Já! burt frá streði og burt frá streitu, já, burt frá hugar og hjartaþreytu, já, burt frá ysi og húsi heitu: við höldum burtu úr bæ og sveit.
Við fögnum hæðum, við fögnum heiðum, við fögnum óbyggðaslóð og leiðum,
við fögnum síðdegishimni heiðum og förum hlemmi- og sanda skeið.
|
> |
Næturmáni birtu ber: Breði hvítur heilsar mér! Joldusteinn! og Jökulsker! - - ég er aftur kominn hér!
|
> |
Hálendið laðar og lokkar í senn leggur sinn galdur á dýr og á menn - býður fram ógnir og unaðinn enn - ef ég ei undan renn -
og hvort sem ég ái við læk eða lind, leiðina geng - eða ek upp á tind, farangri hleð eða bagga minn bind blikar mín Íslandsmynd:
|
> |
Hér á ég friðinn og fossaniðinn og fuglakliðinn og vindinn iðinn og ljósasmiðinn sem lífgar viðinn og lætur griðinn í brjóstið inn - ,
og dagsins góma í litaljómann og litla blómið og jöklasómann og sumar-óminn og ísadrómann í einihljómandi helgidóm.
|
> |
Öræfanna andi er allt um kring og yfir mér - heim í sátt ég síðan fer: - seinna kem ég aftur hér!
|