GÓP-fréttir
forsíða


Edward A. Murphy

1949 E.A.Murphy, verkfræðingur, starfaði að rannsóknum fyrir bandaríska flugherinn árið 1949 þegar hann skóp það sem síðan hefur borið nafnið Murphy's law.

Hann var að vinna við verkefni sem nefndist MX981 með sleða sem knúinn var þotuhreyfli. Hann hafði hannað tilraunabúning sem við voru festir skynjarar til að meta þrýstinginn á hverjum stað. Þetta voru alls 16 skynjarar. Það furðulega var að enginn þeirra sýndi neitt. Þegar hann skoðaði þá komst hann að því að þeir sneru allir öfugt. Hægt var að tengja þá á tvo vegu en afar lítil líkindi voru til þess að 16 mælar væru allir tengdir öfugt - af handahófi! Þá setti hann fram kenningu sína þannig:

Murphy's law Sé eitthvað þess eðlis að unnt sé að gera það á tvo eða fleiri vegu og ein aðferð leiði af sér óhapp eða eyðileggingu mun einhver, fyrr eða síðar, nota þá aðferð.
Heimild: Tímaritið Lifandi vísindi - nr. 2, des. - 1997, Rvík. Bls. 48

Efst á þessa síðu * Forsíða