GÓP-fréttir
forsíða
|
Þórsmörk
Texti: GÓP - 18. júlí 2000
Gaeliskt þjóðlag: - Cat Stevens/Morning has broken |
1
03jan
01apr |
Þórsmörk er alveg einmuna staður ymur þar galdur árið um kring. Þar kem ég
bjartur, þar kem ég glaður, þar kem ég hljóður - og þar ég syng.
|
2
01jan
00apr |
Jökullinn Mýrdals, jökullinn Eyja Joldustein kalla útvörðinn sinn. Tilkomumikil Tindafjöll hneigja tindrar í sólu hvíthaddurinn.
|
3
00jan
|
Markarfljót dunar, mylur á eyrum mynnist við Þröngá - óma þar gil, áfram þær renna, eiga með fleirum átakafundi: Krossá er til!
|
4
|
Hérna er Mörkin, hérna er friður, hérna er bunulækurinn tær, fljótanna niður, fuglanna kliður - fannhvítur jökull blikandi skær.
|
5
|
Sólbráðin iðar, ólgar og æðir ofan í iður og út um tær safnast í strauma síðan hún flæðir - sér þá ei lengur að hún var snær.
|
6
|
Veðursæld ríkir árið á enda áveðrin kyrrir jöklanna skjól. Byljir og hret á björgunum lenda. Blíðasta ró um dali og hól.
|
7
|
Ársólin glóir, glampar á viðinn, gliti á vatnaspegilinn slær: Hér á ég tímann, hér á ég friðinn, hér er mér opin Þórsmörkin kær.
|