GÓP-fréttir



Birkir Friðbertsson (f. 10.05.1936 - d. 05.06.2017):

Sjá Þingeyrarvefinn: Hver var Birkir Friðbertsson? * Líka hér neðst

Dagveltur

Birkir
Friðbertsson

Vorið
2011
kom út
ljóðabók
Birkis:

Ljóð og
litlar vísur

 

Mynd tekin
1. september
2011


Guðrún Fanný Björnsdóttir
og Birkir Friðbertsson í Birkihlíð.

Þann 1. maí 2017 kl. 11:33 skrifaði Birkir Friðbertsson:

"Sæll vertu og þakka þér góðar kveðjur.
Þessar vísur kalla ég Uppsóp vegna þess að þær náðu ekki að komast í kverið.
Ég veit þó að sumt ... er ekkert verra en það sem þar birtist en sumt er hreinlega uppsóp.
Þú mátt engu síður færa þetta þangað sem þú vilt.
Þakka þér fyrirhöfnina og vonandi sjáumst við í sumar. Kv."

1347
vinnslu
númer

*
númerin
hafa
skriðið
til í
vinnslu-
ferlinu

en
fjöldinn
er sá
sami
*

Hér er mikið starf fyrir höndum að auðvelda yfirferð
um þetta mikla og skemmtilega safn -
og ekki hægt að lofa forgangshraða.

1-16

>> Efst á þessa síðu

Erfiljóð   (samið 2003 eða 4)

Birkir Friðbertsson
F. 10.05.36 - D. (síðar)

Grát ei þann sem genginn er 
giska má nú hvert hann fer. 
Hélt sig löngum hafa trú  
honum er kannski borgið nú. 

Af gáfum eitthvað gefið var 
guð ei sparar allsstaðar.  
Úr þeim smátt þó oftast spann
og ætíð dult með þær fór hann.

Þó hann væri þroskasmár,
þegar hann komst á fimmta ár 
hár var komið á höfuð þá  
hér og hvar það mátti sjá. 

Ganglimi í gang hann fékk 
í góðu pilsi ef hann hékk,
sem hann komst á sjötta ár
sást hann reynast þetta klár. 

Er liðu dagar önn og ár  
allt fór þetta að ganga skár 
þó ekki væri brattur beint  
og bærist honum kraftur seint.

Á fundum síðar hafði hátt 
ef honum rann í skapið brátt.  
Oft þó lítið undan gekk  
þar einkunn lága tíðast fékk.  

Kunningja einatt átti hann þó 
sem oft hann virtu meira en nóg, 
og þegar að úr honum vindur var 
virtust menn þola hann allsstaðar. 

Heilabrot í huga rík   
hélt sig skilja pólitík, 
en hugsun stundum honum þraut
hann var líka fæddur naut. 

 

Suma daga söng við raust
sæll og glaður endalaust,
en fáir lögin þekktu þar
þetta skeður sumstaðar.

Hafði gaman ýmsu af
af sér lítið fólki gaf.
Karlinn stundum kímdi og hló
kannski á röngum stöðum þó.

Kvenfólk sumt gat heillað hann
en heldur fáa sigra vann,
því heiguls jafnan hætti laut
er hélt honum á réttri braut.

Lífið þannig leysir mál
löngum þegar braut er hál.
Þessa staðreynd þakka ber
þó menn haldi annað hér.

Við beljur lengi batt sitt trúss
bjástraði við fleira stúss.
Í lífsins mörgu stappi stóð
stöðugt niður börnum hlóð.

Þegar ellin að svo fór
ei var hann í fyrstu rór.
Hélt að heimurinn hefði þörf
á honum lengur við einhver störf.

Sættist að lokum segjandi það
sáttur hann færi á annan stað,
ef borguð þar væri betri laun
og betra líf þar væri í raun.

Kvaddi svo lífið kátur og hress
og kaldur náinn sagði bless.
Svolítið má þó syrgja hann
því sjálfsagt var eitthvað gott við hann.

(E.s. Sitthvað bar að segja hér, að sönnu mestu lotið er).

17-20

>> Efst á þessa síðu

Á hausti - okt. 2014

Margt er það sem manninn hrjáir
mun svo verða æ og sí.
Að uppskera verði eins og sáir
ekki skaltu treysta því.

Ævin langa eitthvað kennir
árin spanna þroskabraut.
Framhjá sigldu tímar tvennir
hvert tekið skrefið að því laut.

Framtíð skal á fortíð byggja,
í flestu nútíð er þó breytt.
Því að ýmsu þarf að hyggja
sem þekkti fortíð ekki neitt.

17 -18

>> Efst á þessa síðu

Birkir segir:

Ísafjarðar-
kvæðið
er nokkurn
veginn
rétt upp sett.


 

Þetta kvæði Elísabetar Jökulsdóttur:

Ísafjörður

Fjall
Fjall
Fjall
drykkja liðinnar nætur
Hvítt blátt
Hvítt blátt
Hvítt blátt
svartur hrafn krunkar
tröllin setja hönd
undir kinn og geispa.

*  *  *

kom mér til að setja
Þessar línur á skjáinn.

Hug-mynd * mars 2014

Þokan grúfir á fjöllum
þó er bjart.
Sæbrött norðurhlíðin
lítur yfir
til systur sinnar í suðrinu,
heillast af fegurð hennar
og gleðst enn meir
er hún horfir á
mjólkurhvíta lækina
hoppandi káta
í leit að endastöð
sem þó engin er.

Brosandi lítur hún
í gaupnir sér,
hugsandi – gott á ég
ég á mína.

 

 
19 - 22 Á hörðu vori * maí 2013

Dagur er hver degi öðrum líkur
döpur er ásýnd hvert sem litið er
allt er hér hvítt og ennþá vorið svíkur
enginn veit hvenær þessi vetur fer.

Djúpt er á túnum, dregin fönn í skafla
dýr munu ráð í svona vetrartíð.
Skrattinn að stjórna skrýtnum veðurkafla
skíni nú sólin og veður gerist blíð.

Allnokkrar skúrir ásamt hitagráðum
óskast hið fyrsta - nú er þörfin brýn!
alls ekki svara: einhverntímann bráðum,
alvaran leyfir hvorki slór né grín.

Þrái ég gróður og grænan lit á túnum
og gleði sem vaknar sérhvert lifað vor,
hve snjórinn þá hopar hátt að fjallabrúnum
og huga minn fyllir kraftur, von og þor.

23 - 51

>> Efst á þessa síðu

Nú í fjós ég flýti mér

Nú í fjós ég flýti mér
fátt þó geti unnið.
Vinnuskeið mitt alveg er
á enda bráðum runnið.

Hárið er farið held ég að þynnast
helvískri leti er farinn að kynnast
svo rólega jafnan verkin vinnast
þó víst sé óþarfi þess að minnast.

Gránar hár á höfði mínu
ég held því ekki lengur fínu.
Silfurref ég sjálfsagt líkist
samt þó maður ennþá þykist.

Heilsan er skemmd og skrýtin
skapið hið góða flúið.
Og mörg eru líkamslýtin
lífið að mestu búið.

Allstaðar ég til eymsla finn
armarnir báðir snúnir,
annar er máttlaus og ónýtur hinn
og auðvitað fæturnir búnir.

Nú er ég kominn í blessað bólið,
á bakinu ligg ég með teygða fætur.
Höfðinu drúpir hörkutólið
sem hans er vani flestar nætur.

Í kroppi mínum kalkið vex
kannski er það að vonum,
og haus sem áður sagði sex
það sést nú best á honum.

Æfi mín var yndisleg
oftast naut ég mildi
en gráu hárin gæti ég
gefið þeim sem vildi.

Ykkur það ég segi satt
sem er allt í fínu
hárið gránað hefur hratt
á höfðinu mínu.

Allir vöðvar eru slappir
og ekki virðist nóg um það
því mínar grönnu gæðalappir
mig geta varla fært úr stað.

Það er alveg einstakt hvað
allt mér virðist snúið.
Og get ég varla gert því að,
gaman allt er búið.

Segja ber hvað sannast er, (Þegar hnéð gaf sig og sjálfsagt fleira).
- samúð veitið ríka,
allt er bilað undir mér
og eitthvað fleira líka.

Elliklapp á öxl ég finn
ævin gengur.
Ekkert hrífur huga minn
held ég lengur.

Ennþá slappur, ekkert megna (Kvef)
augun vot og nefið blautt.
Hugsa ekkert höfuðs vegna
helst því líf mitt gleðisnautt.

 

Hárið gránað hefur mjög á höfði mínu,
Virðist það af vafstri einu
og vandamála-skaki hreinu.

Í mér partar eru veilir
í þeim finn ég nokkuð til,
en ýmsir skankar eru heilir
í það minnsta hér um bil.

Ég er ekki ferðafær (Eftir hlaup daginn áður).
finnst það kannski skrýtið
því varla telst ég elliær
í það minnsta lítið.

Eg var blindur ekki né
amalyndur drengur,
en svo nú ég orðið sé
ekki glóru lengur.

Ekki vel mér á það líst
þó ekki muni saka,
að ég er grár í vöngum víst
það varla fer til baka.

Lífið mér er löngum kært
og lítið stunda "ríkið".
Ennþá get ég eitthvað lært
þó ekki sé það mikið.

Ég finn það að aldurinn yfir mig færist
orkan að minnka frá því sem var,
af framtíðar áformum enn þó ég nærist
allvíða blasa við möguleikar.

Margt hef ég talið mikilsvert,
mæddur af brauðsins striti.
Eflaust hef þó ekkert
enn af minnsta viti.

Ég er orðinn ristur rúnum
raunar er það varla skrýtið
eftir mikil kynni af kúnum
sem kannski gleðja alltof lítið.

Bæklaður maður og bölvaður klaufi (Eftir axlarskemmd.)
berst við að nota veglega kvísl.
Líkist þó vinnan leiðinda gaufi
ljótt er að horfa á aumingjans sýsl.

Ýmislegt ég ennþá kann (Var að lyfta mjölpoka.)
enn ég lyfti pokum.
En ellin drepa ætlar mann
auðvitað að lokum.

Nú er þrotið þrek og kraftur
þróttur horfinn illilega.
Stæði ég varla upp strax aftur
ef ég dytti fyllilega.

Að ellin stríði oft ég finn
er það mér til baga.
Það er allur andskotinn
að mér flesta daga.

Nú hef ég þessu safnað saman
og sjálfsagt meira en nóg.
Enginn hefur af því gaman
að ég held – og þó.

52 - 61

>> Efst á þessa síðu

Krotað á snepil. Júní '94.    

Gott það væri að geta ort
gamankvæði leiftur snjöll.
En byrjun þessi síst er sort
og sjálfsagt vísan öll.

Létt því verður bögu að bæta
bara hnoða leirinn fast.
Engan mun þó kvæðin kæta
og kannski þetta vitlausast.

Ennþá má ég aftur reyna
ef í penna reynist blek.
Þó hafi ég jafnan hugsun seina
höggið smiðs á þessa rek.

Ekki verður hægt að hætta
hér er rönd á blaði eftir.
Eigi ég von um ímynd bætta
ekkert stöðvar mig né heftir.

Og hér á horni hef ég rými
handa svo sem einni bögu.        
Í þetta fer enginn tími
alveg sem í lygasögu.

Viðbót við innskrift í tölvu.

Enn ég vil á skerminn skrá
skemmtun mér það veitir.
Hún er skrýtin þessi þrá
því hún engu breytir.

Margt er verra í veröld þó
en vísnagerðar-leikur.
Er þó komið alveg nóg
efnisþráður veikur.

Nú er þetta skýrt á skjá   
en skárra mátti vera.
Lítið þetta laga má
lastið má það bera. 

Ekki meir á flötinn fáið
færnin litla hefur dáið.
Vakni hún aftur í vafstrinu hér
víst er að aftur heyrist í mér.

62 - 68

>> Efst á þessa síðu

Jón Jens

flutti eftirfarandi á mjólkursamlagsfundi eftir að ég hafði nefnt að menn væru alltof hræddir um að mjólkurstöðin yrði fljótlega vonlaus í rekstri  og framleiðsla mjólkur stöðvaðist hér. Það væri samt leiðinlegt ef menn dræpust frá sínum búskap af eintómri hræðslu fyrir þær sakir.

Í Önundarfirði við óttumst um grannanna hag
enda eru þeir okkur kærir og mikils virði.
En til eru þeir sem búa við annan brag
það ber ekki mikið á þessu í Súgandafirði.
Og gott er að vita nú geta þeir okkur beint
á greiðari leiðir með viðeigandi fræðslu.
En það má ei bíða, það getur orðið of seint
þegar að við erum allir dauðir úr hræðslu.

Svar frá nágrannafátækum dreifbýlismanni. Hnoðað saman af gefnu tilefni bragsnillingsins.

Orð mín tek ég ekki aftur
þó enga veiti sýn né fræðslu.
Sjá það mætti sérhver kjaftur
að synd er að drepast bara úr hræðslu.

Margt er mér fjarlægt, á mörgu ég of lengi sef
og margt er það sem ég alls ekki þekki.
Af nágrönnum mínum engar áhyggjur hef
þó álfar hér búi, ég sé þá barasta ekki.

Á gæfuleið þeirra ég get þeim alls ekki beint
þeir gætu ekki skilið hvað teldi ég fræðslu.
Ég held að mín ráð þeir skildu í sannleika seint
og sjálfsagt þess vegna dræpust úr hvimleiðri hræðslu.

En nágranna kærleikur sýnist mér sumstaðar sterkur
sjá má hann gera menn dapra og örlítið sveitta.
Svo fylgir því sjálfsagt hiti og höfuðverkur
en hrellingar slíkar gera menn slappa og þreytta.

Slíkt endar að lokum með ótta og stöðugri hræðslu
og áhyggjum stórum hvað gerist í nágrannans fjósi.
Í tilefni þess skal auka allskonar fræðslu
með ágætri skýrslu sem varpar þar skýrasta ljósi. 
>> (Ný úttektar skýrsla um stöðu framleiðslumála hér).

Nýtum það ljós sem nú er farið að skýrast
af nákvæmni skoðum hvað hægt er framast að gera,
sækjum af krafti, að sofa er öllum dýrast,
sóknarhugur er kominn til þess að vera
.

69 - 77

>> Efst á þessa síðu

Kindur aldar veturinn ´57-'58.  (91 kind alls).

Bigga, Varta, Birta, Kubba,
Baka, Tuðra, Depla, Hnubba,
Hnykla, Ponta, Hnoðra, Lubba,
Hnota, Roða, Vina, Stubba.

Fjárprýði, Úthyrna, Frekna, Kurta,
Fjárprúð, Kolbrún, Drýlda, Murta,
Hönk, Ögn, Skella, Hespa, Nurta,
Hrússa, Nögl, Kæfa, Doppa, Urta.

Inga, Rauðleit, Egla, Blökk,
Ýma, Njála, Birna,
Kempa, Hetja, Káma, Dökk,
Kægla, Spóla, Hyrna.

Upphyrna, Smáhyrna, Geirhyrna. Gráleit,
Gulhyrna, Kolhyrna, Móhyrna, Bláleit,
Sveighyrna, Drophyrna, Krímhyrna, Krúska,
Kúphyrna, Langhyrna, Vænghyrna, Grúska.

Stöng og Föl og Stigg og Rella,
Stanghyrna og Spök og Brella,
Gulrófa, Stór og Gjöf og Þurða,
Gláma og Björk og Þétt og Snurða.

Klettur, Viða, Kvistur, Þriðja,
Kollur, Rauður, Steinn og Gyðja,
Mórófa, Smáfríð, ég man eftir Hoppu,
miklu lá nær að gleymdi ég Skoppu.

78 - 85

>> Efst á þessa síðu

Frá síðustu skátaárum mínum. (Ort í Aðalvik).

Í Aðalvik leikum við Glaðherjar glatt
og göngum um fjöllin og hlíðar.
Í Þverdal og Stapa ég segi það satt
við sungum og þó nokkuð víðar.

Við Garðsá og Ritinn við gríndum í flest
en getið þið hugsað hvað þótti´ okkur best.
Það eggið sem tókum við ungað var mest
og efalaust minnumst þess síðar.

Já kátt er á hjalla í kyrrlátum dal
og kappið er með hér í leikjum.
Og þó að hjá einhverjum minnki í mal
á meðan við sólskinið sleikjum.

Svo eigum við pulsur og viðarkol víst
sem vel mega reynast og ætla ég síst
að lasta þær vörur ef veröldin snýst
og við höfum grilltein og steikjum.

P.s.
Aðalvíkin heillar vora hugi
hugmyndir og sýnir eru á flugi.
Og drengir vilja dáðir margar vinna
Því held ég að væri rétt að vaka meira og sofa dáldið minna.

Eldamennskan öll er hreint til sóma,
þó ekkert sé um terturnar né rjóma
og reynslan sé að súpan sífellt batni,
hún var sérlega góð í verunni, en endist enn lengur, ef hún er þynnt og aftur  þynnt með nógu miklu vatni.

86 - 93

>> Efst á þessa síðu

Í Noregsferð 2005. 

Enn er ég slappur og held varla haus
með hita, já það er nú gefið,
því hreinlega er ég alls ekki laus
við andskotans hóstann og kvefið.

Í Dumos var áð, þar við átum
og útbelgdur sérhver magi.
Úr verslun við bárum þau býsn sem við gátum
og björguðum staðarins kaupfélagi.

Í Gauldalnum var viskí veitt
varð þá liðið allvel galið.
Það geta sig margir á Gunnar reitt
nú gat hann þó ekki hópinn talið.

94 - 105

>> Efst á þessa síðu

Ferðasaga - 17.06.1972.  (Hálf).

Sautjánda júní sjötíu og tvö
frá Suðreyri héldum af stað.
Þjóðarbrot stórt eitthvað þrátíu og sjö
plús þrír, mínus sjö taldist það. ( = 33)

Vort Látrabjarg skyldi litið á  
og lífið sem fegrar það enn.  
Hlusta og finna, heyra og sjá
í hrifningu, konur og menn.  

En leiðin var bæði löng og ströng
og lengi var rútan upp heiðar,
en hópurinn allur í sífellu söng
og sýndist þá muna greiðar.  

Um margar heiðar leiðin lá 
ljóð voru sungin og erindi flutt, 
eitt þeirra flutti Ingibjörg, 
það var ágætis ræða og stutt. 

Hvorki var grín eða gamanmál þar 
en getnaðar ræddi hún varnirnar. 
Pillan er aflögð nú allstaðar  
þvi allar nú bjargast við föturnar. 

Á Látrabjargið litið var
ljómandi var gaman þar.
Kátar í rokinu konurnar
kíktu í gegnum rúðurnar.

Þó fáir þar bröltu um brúnirnar
í bílnum var gaman allstaðar,
þar erindi flutt um fýlinn var
sem flekaði litlu mýslurnar.

Og Guðvarður sagði sögurnar
sjálfur um ljónshjarta Ríkharðar
og lykla bölvaðrar brynjunnar
sem báru konur um lendarnar.

Las þar vel af vikunnar
völdum blöðum Páls Gunnar,
um bát er sökk við bryggjurnar
og blauta hvarma frúrinnar.

Í Vatnsfjörðinn náðum við tæplega tvö
og töfðum þar nokkuð við drykkju.

106 - 112

>> Efst á þessa síðu

Þakkir vegna sjötugsafmæla
til hlutaðeigandi velunnarra.

Öllum við þökkum sem okkur mundu
og auðsýndu vinskap á liðnum dögum,
með kveðjum, heimsóknum, lipurri lundu,
lofi og galsa í ræðum og fallegum brögum.
(Á borð okkar gjafir í hrúgum hrundu,
slíkt hámarka þyrfti með þingfestum lögum).

113 - 121

>> Efst á þessa síðu

Um innflutning norskra fósturvísa 2003-4. >> Efst á þessa síðu

Ýmis vandi að oss steðjar
ekki bætir Guðni úr skák.
Á norsku kýrnar nú hann veðjar
næst á arabiskan fák.
     -------------
Sál var hrelld og hugsun geld
hugði eldinn ná sér.
Á því kveldi að ég held
undir feld hann brá sér.

Í vitlausar vörður hann rýndi
og valdi dapra leið.
Götunni greiðu týndi
glaseygðri truntu reið.

(Búkollufólki var boðið til fundar til ráðherra)
Það verður ei fagnaðar fundur
að finna ráðherra vorn.
Hann ætlar sér nú það undur
að útvega kýr með horn.

122 - 135

>> Efst á þessa síðu

Fimm sundurlausar >> Efst á þessa síðu

Þó að gerist eflaust enn
að ýmsir mættu þegja,
ég trúa vil að vissir menn
viti hvað þeir segja.

Að hafa rím og halda efni
hefur sjaldan tekist hjá mér.
Eins og kvæði ort í svefni
óvart kom nú botninn frá mér.

Ástandið reynist ekki gott,
ekki vex trúin á “skáldið”.
Af höfuðverkj ég hefi vott
og háfvitalegur dáldið.

Mun hér hlýtt en mér finnst kalt,
má það skrá til frétta.
Áður var mér aldrei kalt
ekki skil ég þetta.

Leyfist mér að stytta stund
stöku gera af og til.
Gæti hent að létti lund
og lyfti anda hér um bil.

Á Lionsfundi.

Þó að oss félögum fækki
og fámennur klúbburinn smækki
við berjumst til þrautar af þráa,
og þraukum hversdaginn gráa
vinnum því nú
í von þeirri og trú
að sól vor á himninum hækki.

Meiri hluti hreppsnefndar fundaði í Birkihlíð.  Tvær útgáfur.

Sannleikans það styðst við staf     (Björn var oddviti)
(stoltið engum bönnum)
húsið mitt er heiðrað af
hreppsins æðstu mönnum.

Í stofunni er skírlegt skraf
skoltar mjög í önnum.
Húsið mitt er heiðrað af
hreppsins æðstu mönnum.

 

136 - 140

>> Efst á þessa síðu

Erfiður kapall - veröld öll því andsnúin. >> Efst á þessa síðu

Að kapalspili kom og þreytti
krafta hugans lengi neytti,
en árangur engan fékk.
Sama hvaða brögðum beitti
bölvaði og hárið reytti,
ekkert þó undan gekk.

Sjálfsvirðing og sæmd er farin
sálargreyið illa barin
framtíðin dálítið dökk.
Fullur er af fjandans kvíða
finn mig enn í brjóstið svíða
í hálsinum kenni ég kökk.

“Upplýsingar” sendar kunningja (Högna).

Oft er jarðvist stapp og staut
sem stöðugt dæmin sýna,
en æviskeið var okkur þraut
en afar sjaldan pína.

Enn er lífið okkur gott
þó ellin læðist hér um kring.
Hana hræðumst varla vott
en vitum þó hvað hún er slyng.

141 - 158

Fundargerð. 8. kaffifundur Lions, 7.2. '93
>> Efst á þessa síðu

Formaður okkar fundinn setti
fjarri var honum þá að slóra,
á minni sínu hann lipur létti
og lagði fram kveðju frá umdæmisstjóra.

Fimmtu reglu hann fór svo með
og fundarmenn hlustuðu af vana,
því okkur er flestum með lífinu léð
að látast og þykjast trúa á hana.

Magnús svo tók fram tvö stutt kvæði
og tilburðum listrænt við upplestur beitti,
dáindisgóð eftir Davíð bæði,
og drykk bæði og kökur hann okkur veitti.

Eftir kaffidrykkju drjúga
dregin var upp fundargjörð,
þó ritarinn  ætlaði ekki að ljúga
annar um sannleikann stóð samt vörð
og leiðrétti það sem leiðrétta þurfti
sem löngum er gert við Súgandafjörð.

 

Þá kynnti formaður bandariskt bréf
þar boðið var upp á þann vinning
að láta nú vita undireins ef
þann áhuga hefðum að reyna nú "tvinning".

Svo hóf hann skemmri skírn að bragði
og skipti um nafn á Gvendi,
en siðameistarinn sjálfur þagði
enda sjálfsagt í lagi frá embættis hendi.

Ágúst nú mál sitt að því leiddi
og örlítið forvitinn virtist hann,
að upplýsa um starf sitt undireins beiddi
unglingaskiptafulltrúann.

Þá greindi Björn frá því sem gera hann þarf
ef gagnast hann skyldi, og lítið næði,
því auðvitað væri það ærið starf
og unglingar sendir af hverju svæði.

>> Efst á þessa síðu

Sturla Páll hvatti menn til að leita í huganum eftir nýjum félögum. Þá gat hann þess að hvað sem þeim fyndist um þann sem sæi um kaffið að þessu sinni, þá fyndist sér kaffið þunnt.
Birkir taldi rétt að þeir sem hefðu tillögur um menn á takteinum ættu að reyna að fá þá samþykkta strax á fundinum, síðan að bjóða þeim þátttöku ef engin andmæli bærust.
Magnús tók undir orð Birkis, en sem veitandi kaffis vildi hann benda á tvennt. Á krepputímum væri rétt að huga að sparnaði og augljóst væri kaffipakkinn dyggði í fleiri bolla ef að ekki væri lagað mjög sterkt. Auk þess væri sterkt kaffi hættulegt heilsu manna. Vegna umræðna um nauðsyn á sérstöku dagskrárefni bauðst hann til að leggja eitthvað til á fundi fljótlega. >> Efst á þessa síðu

Einar stóð upp, hann var alls ekki sáttur
og óskaði þess að við siðina bætum,
það er menningarslys og mannleysuháttur
að menn skulu tala hér fastir í sætum.

Steingrímur sagði að fá þyrfti stúlkuna sem fór út '91 á vegum Lionsklúbbsins í unglingaskiptum til að segja ferðasöguna á fundi bráðlega.

Vegna orða Magnúsar sagði Sturla Páll að sumir þyldu betur sterkt kaffi en aðrir og héldu fyllilega sinni svefnró. Vegna áskorunar frá Birki og Magnúsi skyldi hann nú bera upp fjóra menn sem hann vildi gjarnan geta boðið í klúbbinn og nefndi; Óðinn Gestsson, Eðvarð Hauksson, Halldór Karl Hermannsson og Bjarna Hákonarson.
Rætt var um að óska eftir athugasemdum innan viku ef að ætti að taka þær til greina.

Magnús sagði það sína afsökun fyrir því að hafa talað úr sæti, að hann hefði ekki verið á síðasta fundi og hélt það hefði verið fundarsamþykkt síðan þá að nú ættu menn að tala sitjandi.
Morthan sagðist hafa dagskrárefni á hendinni sem velkomið væri að nýta. Hann vildi vita hvort menn væru á móti því að konur kæmu í klúbbinn.

Steingrímur taldi öll tormerki á
að taka i klúbbinn hið veika kyn.
Kvenfélag hafði í huganum þá
þann hauk áttu konur og vin.

Jóhann sagði það heimilt að konur gengju í klúbbinn, en það hefði þann annmarka í smærri byggðarlögum sem Steingrímur hefði nefnt. Ýms dæmi hefðu sannað það nú þegar. Hann sagðist ekki kvarta undan kaffinu, en:

Þó Magnús sé lærður og lesinn vel
þá leiðrétta verð ég þó hann.
Kaffið er hollt því kræfan mig tel
og kraft gefur fullyrti Jóhann.

Á kvöldin drekk ég kynstrin öll
kannske tvo þrjá lítra einn.
Svo heyri ég vart þó að hryndu fjöll
en hátta og sef eins og steinn.

En til þess að vakna víst ég þarf
að velgja mér svipað að magni.
ég tel mig hinn mesta morgunskarf
og magnast og hressist ef drekk ég að gagni.

Betra taldi Jóhann að kanna áhuga manna fyrst á klúbbstarfinu áður en að þeim væri boðin innganga. Hann tók undir það með Einari að það væri slæmur siður að sitja þegar menn hefðu fengið orðið.
Ekki tóku fleiri til máls undir liðnum önnur mál og var siðameistara gefið orðið. >> Efst á þessa síðu

Engan ég sekta sagði hann fljótur
þó sitthvað mig dálítið amar,
og auðvitað sekta ég ykkur skjótur
ef að þið talið úr sætum framar.

Einn náði hér í öskubakka
ekki vil ég honum þakka
það er víst ég veit og þekki
í verkahring hans það reyndist ekki.

Að skeiðarnar gleymdust var skrýtið
skal þó reiðina viljandi sefa,
af aukakökum var ekki lítið
því ætla ég þetta að fyrirgefa.

Og ágætt hann sagði að aukakökur
oft hér sæjust og hugmynd góð,
ef fengjust þær keyptar á fimmtíu krónur
og fjármagnið rynni í Líknarsjóð.

Að lokum sektaði hann þó einn merkislausan.

Formaður sagði að næst ætti Morthan Hólm að veita kaffi og lesa kvæði. Til vara Sigurður Haraldsson og sleit síðan fundi.

159 -185

>> Efst á þessa síðu

Án tilgangs. >> Efst á þessa síðu

Auðvitað munu allir sjá
þó ágætt hafi næði,
að ekki liggur lífið á
að ljúka þessu kvæði.

Enginn bíður eftir því
enginn mun það vilja
þar enginn finnur efnið í
enginn mun það skilja.

Þess vegna mér þykir rétt
þessu strax að ljúka
og vafalaust mér veitist létt
frá vitleysu að strjúka.

En þrjóskan mér í blóð er borin
því bætist þessi ljóðið við,
eins er tíminn ekki skorinn
er ég stunda gamanið.

26.09.09.

Við skulum ekki hafa neitt hátt um
þó hafi nú tapað áttum
þjóð mín á ringulreið
af ræflum var færð af leið
og ekkert mér sýnist sátt um.
         --------------
Þjóðin núna þyrfti helst
að þingið gæfi henni von,
síðastur þar til sátta telst
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekkert virðist angra hann
er frá réttu mælir,
svífur  kringum sannleikann
og samviskuna bælir.

Áfram röflar röddin djúp
reyndar dóm þann felli,
gaman ef í gleymskuhjúp
garpurinn bráðum félli.
        
Mikið er snjallt og sniðugt
hvað snilldin er tær á þingi
málin þar ljúft og liðugt
lenda í tóma hringi.

Einn frá öðrum étur
upp og tuggu þylur
þvæluna þulið getur
en þó ekki málið skilur.

Víkur því virðing þingsins
varúlfar margir kætast
óskastund Íslendingsins
ekki mun fá að rætast.

Um Snorra St. og Leifa Guðm., en ég beitti ásamt þeim f. Vilborgina.

Oft er kapp í ungum mönnum >> Efst á þessa síðu
óþreyjan í blóði rík.
Dugur er í drengjum sönnum
dæmin eru þar um lík.

Sögu mætti segja af tveimur
seggjum þessa byggðarlags,
þeim fannst lítill þeirra heimur
þetta skyldi lagað strax.

Á hafi reynist vítt til veggja
veldið jafnt og knapans pund.
Draumur þeirra dýru seggja
að dvelja þar um marga stund.

Víst ég tel að vöðva ramma
vitanlega fái þeir,
sem að reyna að róa pramma
þó reyndar séu kappar tveir.

Með lánuð net og léða ár
á litlum pramma sóttu mið.
Ef haf var slétt og himinn blár
höfðu þeir aðeins gamanið.

"Svo var það einhverju sinni
með svolítið öðrum brag"
því viðsjáll í veðráttunni
var hann þennan dag.

Gamlir sögðu gáraskratta
og golustreng á miðunum.
Þeir töldu sig ekki táplausa patta >> Efst á þessa síðu
og tóku ekki mark á hviðunum.

Leystu far úr léttum skorðum
lögðu á haf með flóðinu.
Ýttu úr vör sem Eggert forðum
með ólgandi kapp í blóðinu.

Undan vindi, undan sjó
sem óðir réru greyin,
geigur þó hjá görmum bjó
en gleðin öðrum megin.

Út við Galtar ysta vog
áttu drengir net í sjó,
ekkert höfðu austurtrog
alda mörg í bátinn spjó.

Kappar háðu krappan dans
við krappa öldutoppa.
Allt var að fara til andskotans
og engin leið að stoppa.

Aldrei lokið við braginn.

186 - 202

>> Efst á þessa síðu

Lions annáll marsmánaðar 1992. >> Efst á þessa síðu

Mér taldist í mars vera tíðindasmátt
en tíðarfarið var skrýtið.
Því verður í annál fréttafátt,
en finna má eitthvað lítið.

Bátarnir réru á saltan sjó
þá sjaldan að veður leyfði.
Aflinn var tregur, en einhver þó
ef einhver frá landi sig hreyfði.

Og steinbítsgreyin sýndu sig
sem er þeirra gamall vani.
Ef það er rétt sem minnir mig
þá margra varð þeirra bani.

Já, ýmsir fundu feng í þeim bláa
og fengu hann soðinn á diski.
Lífsnautnin gerði kappa knáa
menn kenna það áti á þessum fiski.

Síðustu daga mánaðar mátti
marga sjá grípa skíði fín,
því læra að ganga lýðurinn átti
svo laglega að þyrfti´ ekki að skammast sín.

Og garpurinn Einar Ólafs sýndi
ágætis tilþrif fag-idijóta.
Á þessa tilburði augunum rýndi
hver einasti maður að læra og njóta.

En hægara reyndist að horfa en leika
þau hálærðu spor og hreyfingatækni,
en þrátt fyrir augljósa vonina veika
menn vildu samt æfa af skyldurækni.

Og árangur birtist ótrúlegur
áður en kennarinn lauk sínum þætti.
Að finna að stílnum er varla  vegur
hin vasklega ástund svo hreyfingar bætti.
>> Efst á þessa síðu

Og fleira reyndar fólkið vildi læra
og freista þess líka að dansa réttu sporin.
Dansari að sunnan þann fimleik mátti færa
svo færnin yrði meiri en kálfanna á vorin.

Rétt eins og Einar áður, sýndi
nú aldeilis Logi sporin réttu
kenndi,og aldrei hann tökum týndi  
á takti og sveiflu með skrefin nettu.

Presturinn nam þar, og nú hann eigi                Sigríður Guðmars
frá nákvæmu spori oft mun víkja,
og þó að hann ferðist á þröngum vegi
þá mun nú jafnvægið aldrei svíkja.

Með honum lærði að spá í sporin
sparisjóðsstjórinn af mikilli gleði.                   Rögnvaldur Guðmundsson
Nautnin var hvergi við neglur skorin
er náði hann polka með hugljúfu streði.

Fleiri hjá Loga lærðu að hreyfa fót
í líflegum tímum þónokkur kvöld.
Það reyndist öllum ágæt heilsubót
sem endurgreiðir síðar kennslugjöld.

Í annál má hér eflaust færa
eina frétt með stóru letri,
það fannst ekki ís á firðinum kæra
fyrr eða síðar á þessum vetri.

Orsök þess var aðeins það
að aldrei komu mikil frost,
og einnig var svo auðvitað
að ei þess gáfu vindar kost.

Ég fréttir utan fjarðar hermi lítið
fjarri heimsins böli er okkar slóð.
Að lifa hér er skemmtilegt, og skrýtið
hvað skilja fáir að jarðvist hér er góð.

203 - 225

>> Efst á þessa síðu

Utanlandsför 2007. >> Efst á þessa síðu

Eftir gengnar gleðinætur
gamanmál og ástarfuna,
af sér Ragnar renna lætur               (var með hatt og vatnið rann
rigninguna.    
                                   af hattbörðunum).
            
Brjánslækjar- bóndakallinn
er bljúgur í lund að ég tel
og ennþá til forystu fallinn
hún fer honum býsna vel.
     
Andstæður sjáum við Ísland hér
sem efalaust hugur mun geyma,
en rétt er að muna að reynslan samt er
að rigning er blaut eins og heima.
     
Á okkar herðar er það lagt
Adamssonunum,
að mega ekki víkja af vakt
en vafra á eftir konunum.

Þetta sýnir þeirra snilli,
en það við nefnum ljóta standið,
engin taug þó er á milli
önnur en bara hjónabandið.

Ein er hér í öllu fær
okkur stjórnar lipur.
Það heyrist þegar Hófý hlær
hún er kostagripur.
           
Um það beðinn víst ég var
vísu að semja flýti með
Guðjón og Hrönn eru glaðlegt par
ég get nú varla annað séð.

Ármann erfðagrip týndi
ofan í Dónárfljót.
Rósemi samt hann sýndi
sem var í máli bót.

En fljótið Dóná víða vellur
víst í hafið Svarta- fer.
Allt sem nú í fljótið fellur
finnst þar 12. september.

Ferðalag til Austurríkis og Þýskalands. Júní 1992. >> Efst á þessa síðu

Framleiðsluráð til ferðar bjóst
með fjölda manns og það var ljóst
að líf myndi í tuskum því liði hjá
að landinu horfnu það fann ég þá.

Og þrátt fyrir vesen í vínkjallara
og vissu um ýmislegt snjallara,
ég samveru minnist í sólaryl,
við söng og þess nutum að vera til.

Og þó að öskrin í óperunni
andúð mig fyllltu á veröldinni,
ég fagnað gat strax þegar látunum linnti
og lófaklappi þá duglega sinnti.
                  -----------
Ég menningarsnauður maður vestan af fjörðum
mátti þar reyna að kynnast dýrustu listum.
Og heimuli bóndinn úr háfjalla þröngum skörðum
hlaðinn nú skyldi af “kulturs” og þekkingarvistum.

Svo auðvitað mátti ég óperuhöllunum kynnast
af óperutöfrunum sálina fylla og gleðja,
en reyndin var sú að alls hef ég annars að minnnast
á aðrar og hljóðminni listir reyni nú frekar að veðja.

Það fyrsta sem vakti mér ógn og erfiðar stundir
voru andskotans stólarnir, gerðir til þess að  pína,
og þegar að hljómuðu ópin tók allstaðar undir,
eyrun svo titruðu, blöktu og misstu rósemi sína.
                  -------------
Margt var þó ekki sem móti blés, >> Efst á þessa síðu
minnast skal hér á vorn Jóhannes.
Að mannskapur lítið þurfti að þjóra
má þakka honum sem útvarpsstjóra.

Hann fléttaði saman glettni við grín
og gleymdi ekki “Siggu við ána sín”.
Er menn sungu stemmur af kynlegum krafti
var klárlega enginn í tunguhafti.

´Þó oft sé í minni útvarpsstjórinn
engu var lakari negrakórinn,
er Gísli baulaði bassann með látum
brosað og hlegið öll við gátum.

Sem í umræðum heima um kökur og kex
nú konurnar hjöluðu reifar um sex,
svo langanir ýmsar þá víst fengu völd,
slíkt verður að ræða á þessari öld.

Eitt var það gjarnan sem ánægju vakti,
var auðvitað þegar fararstjórn rakti
breytingar allar á dagskrá dagsins
frá dögun og allt til sólarlagsins.

Ég hef aldrei glaðari kunningjum kynnst
og kannski verður þess duglega minnst
að á Grinsing var dansað mikið á möl,
er menn höfðu borðað og drukkið sitt öl.

Hópnum ég þakka fylgd og ferð
um fögur og ókunn héruð.
Er minnist ég kynnanna kátur ég verð
nú kunningjar mínir þið eruð.

226 - 233

>> Efst á þessa síðu

Sett á feisbók í maí 2011.

Ei er lund mín alltaf reið
en æði margt í hruni brást.
Vinstri grænna vel ég leið
eg veit að jafnan er hún skást.

Elsku Gunnar ettu skyr
ef að það er raunin
að viskan af því vaxi fyr
ég veit það bestu launin.

Blæöspin.      (2010 í skógræktarferð) >> Efst á þessa síðu

Mér Sæmundur blessaður blæaspir gaf
ég brosandi þakkaði honum,
hamingju fylltist þá hugur minn af
og heitustu framtíðar-vonum.

Ég valdi þeim stað og ég vald þeim skjól
og vandlega hlúði að rótum,
nú myndu þær dafna í sumri og sól
og sjálfsagt ná framförum skjótum.

En árinu síðar var ekkert að sjá
því engin fannst lifandi planta
hamingja mín var horfin þá
og hér eftir gleðina vanta.

Með söknuð í hjarta og hamingjulaus
af harmi var sál mín slegin,
en nú veit ég betur og hengi´ ekki haus
ég er himinlifandi feginn.

Því illgresi þetta sem veður um völl
skal varast svo lengi sem getum.
Það skulum við reyna að eilífu öll
annan þó trjágróður metum.

234 - 239

>> Efst á þessa síðu

Samfundur Varmalandsmeyja ´54-55
og maka í júní 2011 >> Efst á þessa síðu
Lag. Komdu og skoðaðu í kistuna mina  …..

Nú komum við saman  og sjálfsagt mun gaman
þó söknum við margra úr þessari hjörð,
en sjálfsagt þó værum við fallegri í framan
ef fleiri hér sæjust en staðreyndin hörð.
En hérna við erum  og hér skal því glatt
með hamingjubrosi, já það er nú satt.

Mega nú konur í minningasjóðinn
margfrægan líta,  og gamna sér við
og langur er orðinn í lífinu slóðinn
lagður að baki, já hvað haldið þið.
Við minnumst þess bara og brosum að því
sem best okkur þótti nú lífinu í.

Og þó að hjá okkur sé bakið nú bogið
og bölfuð sé gigtin og sjónin víst slæm,
að ellin sé nærri, þar engu skal logið,
ekki er heyrnin nú teljandi næm,
við erum á lífi og enn er það best
að eiga þær stundir er þráum við mest.

Alveg er þarflaust að emja og kvarta
þó eitthvað sé bilað ef lundin er góð
við leyfum því öðrum að líta´ á það svarta
um lífið og gleðina syngjum vort ljóð.
Þó fæturnir slitni ei fúnar vort hold
fyrr en við lendum í ættjarðarmold.
                                                      BF.
Viðbót.
Með höfuðið lúið og hold sem er fúið
og hriktandi liði í kengvöxnum skrokk,
en langt er þó frá því að lífið sé búið
með lánsömum öðrum við teljumst í flokk,
því ennþá við getum andanum náð
og ofan á foldinni verðum í bráð.

240 - 250

>> Efst á þessa síðu

Tilraun með bragarhátt. 29.5. 11. (sem afmælisljóð)

Hljómi nú hlýr ómur,         
hróður ber dreng góðum.
Greið sé gæfuleiðin
góð átt skilið ljóðin.
Líf þitt og lán hrífi
lina menn og kenni.
Gef ráðin góð bráðum;
gakk þú langt frá “pakki”.

Átthenda, (Getur þó verið fleiri eða færri “einingar”).

Hver lína sex atkvæði.
Hver eining tvær línur.
Ekkert endarím.
Stuðlar og höfuðstafir.
Innrím í hverri hendingu, í 2. og 5.atkvæði hverar línu ?. (1. og 5. atkv. og 3. og 5.virðist í lagi).

Fyrsta orð hverrar línu eitt atkvæði ?. (2 atkvæði virðast í lagi, hvort sem það er innrímsorð eða ekki.).
Aftasta orð hverrar línu skal vera minnst tvö atkvæði.
Stuðlasetning ekki í fastri reglu.

Orðsnilldin. >> Efst á þessa síðu

Á útvarpsins tungum orðsnilldin víða mun finnast
þó ýmislegt skrýtið þar nái stundum að fljóta,
meinlætisveðri mun ég fljótlega kynnast
mærin sem spáði var því áðan að  hóta.

Samkvæmt orðabók mun þetta þýða einhverskonar þjáningaveður.

Reynt að “peppa” sig upp. Sent Högna í sept 2011

Ekki finnst mér lífið leitt
lán er framar vonum.         
Ennþá gæti yndi veitt        
ýmsum góðum konum. 

Eftir lestur “Kirkjan á fjallinu”.

Heilsteyptur maður var Örlygur bóndi á Borg
báru hans störf þau  augljósu merki
í nágrenni hans ef var sultur og sorg
þá sýndi hann hug sinn í verki..

Orðmargur var hann ekki talinn
allir dáðu þó verkin hans
í dagfari öllu var fjársjóður falinn
og fyrirhyggja þess sveitamanns.

Uppeldisfræði þó ekki hafi hann numið
var ágæt greind og staðfesta í ráðum
sem tryggði annað en fátkennt fumið
en færði til þroska Ormi og feðgunum báðum.

Hvað getum við lært af lífstíl þessarar persónu.

20. 07. 11. >> Efst á þessa síðu

Ég veit að í mörgu er veröldin góð
og veit ekki betri heim
og mörg hef ég fögur lesið ljóð
mitt lán var að kynnast þeim.

Þegar fyrrum lék í lyndi
lífið allt og sólin skein,
margt var lífsins lán og yndi,
löngun, þrá og gleðin ein.

16.7. 2011.

Að mér Kjartan gerir grín
og gamnar sér mikið við það,
en samt mér áfram sólin skin
sem ég þakka auðvitað.

Sent Högna sem sagðist slappur.     Sept 2011.

Öll mín vissa er nú sú
allt mun þetta blessast,
Þó að slappur þú sért nú
þú munt aftur hressast.

251 - 264

>> Efst á þessa síðu

Nokkuð góður.    Lag: Það var kátt

Ég er hálfpartinn hraustur, það held ég nú bara
helvítis krabbinn er um það að fara
og kransæðin ei stýfluð er.
Á löppum ég þvælist þó löngum þær skælist
og líklegt að á þeim ég framvegis þrælist.
Það er allsekki mikið að mér.

Þó að augun mig þreyti og ei vinni saman
ennþá er lífið dálítið gaman,
en mæddur ég örlítið er.
En hálsinn ég teigi og höfuðið reigi
frá herðum því lyfti, þá sést þetta eigi.
Það er allsekki mikið að mér.
                                                      BF.  2012

Tilraunir með miðrím. >> Efst á þessa síðu

Ört mér hrakar, andinn fraus,              Ört mér hrakar andinn fraus,
illt mér bakar vandinn,                         í mér brakar víða,       
oft það sakar, auðnulaus,                     mig það sakar máttur laus
í mér krakar fjandinn.                          mér það bakar kvíða.

Allt er þetta eintómt bull,
ýmsa pretta kjaftar,                 
hugardetta , hálfgert sull
hef það rétta aftar.

Þó að finnist meiri menn
mjög ég kynnti blaður,
heilsu minni held ég enn,
og helst í sinni glaður.

 
Fyrir Rjómaball 2012.

Að hátíð sé framundan hefi ég frétt,
það er heilmikið vakað á “svoddan”,
svo hálfpartinn þessvegna held ég sé rétt
að halla mér núna á koddann.

9.9.2012. til facebókarvina.

Þó að ekki blási blítt
brosi megið skarta.
Að hann blási er ekki nýtt
og engin hjálp að kvarta.
 

Litið í spegil. >> Efst á þessa síðu

Lífið fer illa með alla
og endar með litlum glans.
Ég væri skrýtinn með skalla.
Er skrýtinn líka án hans.

“(skjal)unnið AÐ Guðríði Þorsteinsdóttur”

Saga þessi segir hvað
sumir gera í leyni.
Guðríði menn unnu að
eins og hundur beini.

2012

Eins og vanti allan kraft
alltaf veinandi.
Enn er þó með opinn kjaft
illa meinandi.

6. nóv. 2011. Einar Guðnason 85 ára.

Andagift ég enga finn,
en óskin besta nú ég tel,           (hefði verið betra)
að áfram þú getir Einar minn     að aldur geti Einar minn
aldurinn borið svona vel.          áfram borið svona vel.

                  Til hamingju með daginn.
                            Birkir og Gunný.

265 - 274

>> Efst á þessa síðu

28.09.12.  sett á fésbók sem svar til Sturlu Páls eftir að hann fagnaði brotthvafi Þorgerðar Katrínar úr þingliði. Hann hafði jafnframt viðurkennt að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að skipta út tugum af slíku forystufólki flokksins sem hann nefndi hlandkoppa og dauninn af því hlandlykt. Að sjálfsögðu hafði hann hnýtt í leiðinni í núverandi ríkisstjórn.

Ekki var allt með prýði
áður í stjórn vors lands.
Hlandkoppaflokkurinn fríði
fari til andsk……

Andvaka. 2013. >> Efst á þessa síðu

Óli lokbrá líkna mér
læt ég mig í hendur þér.
Dragðu afl úr hönd og huga
hæfilega til að duga.

Svo að ég hafi síðar þrótt
safnað eftir liðna nótt,
hugsi eins og heldri maður
hólpinn vel og sjálfumglaður.

Fyrirgefðu frekju mína
fáum vil ég hana sýna.
En mig  vakan þessi þjáir
þolað slíka geta fáir.

Stríð mitt verður leitt og ljótt
og lífið erfitt þessa nótt.
nema mér yrði gleði og gæfa
gætir þú komið mig að svæfa.

Svar til Högna 2013. >> Efst á þessa síðu

Sjálfsagt flestum líkar lof,
ljúft í eyra, þó sé of.
Orðin þín ég þakka skal
þráð er jafnan fagurgal.

Fésbókin lesin.

Mikið bullar maður sá,
mér finnst ekki gaman
að horfa þessa heimsku á
heift og lygi saman.

Þetta er eins og þingi á
þar eru mál á borðum
þæfð með rýrum ræðum frá
ribböldum í orðum.

Orð skulu standa.
 
Í þættinum Orð skulu standa kom fram fyrri partur stöku sem mér fannst henta betur sem seinni partur og bjó því til eftirfarandi fyrri part.

Tapast margt í tímans sjó
týnast menn og flokkar,
merkilegt hvað þraukar þó
þjóðartungan okkar.

275 - 291

>> Efst á þessa síðu

Árni Brynjólfsson birti mynd á fési af tveimur “skvísum” í heimsókn að Vöðlum. Sólskin var og stóð undir myndinni að “bjart væri yfir Bjarnardalnum”. Fyrir hans hönd fór þessi vísa neðan undir. 30.03.13. >> Efst á þessa síðu

Bjart er nú yfir Bjarnardalnum
brosandi skvísur á hlaðinu fann ég.
Fegurðin ríkir í fjallasalnum
og firði þeim sem glaður ann ég.

29.des 2012, vitlaust veður og ofankoma og nóg var fyrir.

Það tognar úr umferðartöfinni
engin takmörk á „jólagjöfinni“,
líklega nóg
af nýföllnum snjó,
því brosir hann Bjarni á Gröfunni.

Bjarni:

Þó á snjókomu hér hafi borið
verður heilmikil  bið að fá úr því skorið
hvort hér verður nóg
af nýföllnum sjó
svo nægi mér vel fram á vorið.
        -------------------
Það er rólegt á bænum í “blíðunni”
með bölvaðan stingverk í síðunni,
og líklegt er því
sem mig langar ei í
að langt sé að bíða´ eftir þíðunni.

Guðmundur Grétar Guðmundsson >> Efst á þessa síðu
Sextíu ára 2. des 2012.

Er ég minnist okkar kynna,
allt var gott sem hugur fann
þú ert vinur vina þinna
vinir sjá þig traustan mann.

Sextugur orðinn ertu
aldurinn berðu vel
hraustur vinur vertu
þá von í brjósti el.

Samleið þína þakka ég
þó að hér lítið skrifi
Gakktu nú heill um gæfunnar veg
og gleðin í huganum lifi.

Páll Björnsson
Áttræður 18.11.12

Sæll vertu Páll                                        Enn liðu ár,
sómadrengur.                                          oftar á dyr drepið,
Staðið heill                                            reynslunni báðir
í stórviðrum                                           ríkari en fyrr.
liðinnar æfi.                                           Þekkti þig áður
Ungur naut ég                                         ungan að árum
návistar þinnar,                                       efnismann.
verðleika                                                Sé ég enn sama
og vináttu.                                             sæmdarmann.

Liðu svo ár                                             Trúr hinu góða,
og áratugir.                                             traustur vinum,
Lifðum báðir                                          fjölskyldufaðir,
langa daga                                              ættbogi nokkur.
erils og                                                  Tímar breytast
erfiðis.                                                   tökin önnur
Glöddumst þó                                         en áður var.
með glöðum                                           Vaki þó vorið
en vík milli vina.                                    og vermi huga.

Geymd var                                             Minnist ég nú
en gleymd eigi                                        margra stunda
góð minning                                           góðrar gleði.
liðinnar tíðar.                                          Megið þið
Vináttan var því                                      mætu hjón
vakin að nýju.                                         lifa sem lengst
Hittumst heilir                                        glöðum huga
hressir þá enn,                                         á gagnvegi.
eldri en áður.                                          Góð eru gæfuspor.

                                                                                   

 

292 - 309

>> Efst á þessa síðu

Leiftur. >> Efst á þessa síðu

Þegar sól roðar ský
hver svipmynd er ný
og við sjáum að fljótt er allt breytt.
Þar er leikið af list,
það er lofgjörð um vist
þá er lifendum stöðugt er veitt.

Ókláraðar tilraunir 2013.                            

Mig langar að yrkja litla stöku            Mig langar að yrkja litla stöku
og líklega forðast að sé hún gróf         og lýsa því strax er ég sé.
Styttist þó bilið frá bindi að höku        Styttist nú bilið frá bindi að höku
og brosinu gleiða er stillt í hóf..           og brosið er horfið hjá SDG.

Mikið bullar maður sá                         Á fésbókinni fátt ég sé
mun það lítið gaman                            sem frætt mig eitthvað getur.
að horfa þessa heimsku á                    Forðast vil ég spott og spé
heift og lygi saman.                             en spjallið dauft í vetur.

Fésbókin er frekar slæm                      Lítið finnst mér að frétta
fáir þar að híma                                   á fésgreyinu mínu.
fréttasöfnun fjári dræm                        Langar engan að létta
í fjandi langan tíma.                             á lund eða  skapi sínu.

Sent Jóni Víði 22.12.13.eftir að hann fékk blóðtappa í lungun.

Haldist frá þér hugsun myrk
hafðu á bata fulla trú.
Vonin góð þér veiti styrk
gegn vanda þeim er reynir nú.

Limrur >> Efst á þessa síðu

Fátt er í fréttunum héðan,
mér finnst að það sé fyrir neðan
hellurnar allar
því heimurinn kallar
á stórfréttir stöðugt á meðan.

Lítið af limrunum yrki
það lánast hjá mörgum þær virki
brosin þá stækka
barlóminn smækka.
Takist sem tilraun frá Birki.

Ég yrki af limrunum lítið
líklega finnst mér það skrýtið 
hvað hátturinn sá 
er hiklaust að fá
fjöldamörg lof fyrir lítið.

Tristan Máni,
kveðja frá mömmu.

Þú ert lífs míns fagri fengur
fátt mun betur gleðja mig.
Elsku litli ljúfi drengur
lán var mitt að eignast þig.

Um þig snúast óskir mínar
allar stundir það ég finn,
hugsa vil um þarfir þínar
þú ert mömmu engillinn.

Vertu glaður, vertu lengur
viljugur að kæta mig.
Tristan Máni mömmu drengur
mundu hvað ég elska þig.            2011

Þröstur Atlas, >> Efst á þessa síðu
kveðja frá mömmu.

Ljúfur sólargeislinn gefur
gleðina, birtu og  von,
eins mér fundist alltaf hefur
að eiga þig vinur fyrir son.

Þú hefur veitt mér ást og yndi
ekkert tel ég því fái breytt.
Það endurgjaldist ég ætla myndi
Þó ekki hafir þú sagt mér neitt.

Þröstur Atlas þú mér veitir
þrek og vilja, auðgar líf.
Gerist ei að þú mig þreytir
Það er mitt að reynast hlíf.                     2013

310 - 326

>> Efst á þessa síðu

Lambaásetningur eitthvert haustið. >> Efst á þessa síðu

Lömb mín heita Gjölp og Gná.
Gáta, Ribba, Huld og Kljá,
Róta, Tríta, Gréla, Gljá.
Grámu og Purku og Kvik ég á. 

Má þar Kubbu og Keppu sjá                     Skyssu og Reglu skal ég þá
Kolgrön, Pysju, Nótt er grá,                      með Skessu telja og langt ei frá
Glöð og Hýr og Hörn þar hjá                    Grímu mína, Sæt skal svá
Hylli og Kát þar líta má.                            seinast nafna kvæði

Krotað á snepil. Júní '94.    

Enn þó safni sumir auð
sem að aðrir skapa magrir,
hugsjón öll er ekki dauð
ýmsir lifa draumar fagrir.

Lögst í eyði ýmis bú
ennþá harðnar varnar-glíma.
Byggðir verjum, vaki trú
á veröld nýrra tíma.

Flutt á Lionsfundi. 19.11.´89 .  Lag: Nú er sumar gleðjist gumar. >> Efst á þessa síðu

Sár að græða, gleðivæða
göfga líf og starf.
Hópinn til þess höldum
hæfni þá margföldum
og gerum það sem þarf.

Styrkjum landann, forðumst fjandann
fögnum auðnustund.
Stillum saman strengi
störfum vel og lengi.
Góð verk gleðja lund.

Hár þó gráni, hendur bláni
höldum strikið beint.
Fúsir verkin vinnum
vandann ótal sinnum
leysum hrifnir hreint.

Ei er þetta allt hið rétta
auðnu búið grand. 
Aura fáa finnum 
fáa sigra vinnum.
allt er starfið strand.

Var að taka við starfi vara-svæðisstjóra í Lions sem þýddi starf svæðisstjóra árið á eftir. >> Efst á þessa síðu

Þó gamall sé, þá gjarnan hef ég
gaman af, nú ef ég tóri,
sem fulltrúi ykkar félagar, ef ég
fæ nú að verða svæðisstjóri.

Ég þakka nú drengir þennan heiður
því að mér yljar hið sýnda traust.
Hvort sem minn vegur verður greiður
eða varðaður mistökum endalaust.

En það er nú svo að um bestu bita
barist verður endalaust.
Því er ekki enn að vita
hvort endist þrek mitt fram á haust.

Hér er spurningin held ég bara
og henni þannig svara vil.
Ég get nú auðvitað vel til vara
vaskur dugað þangað til.

Því ykkur vil ég á það benda
afar létt er sumarstarf                                                                 
svæðisstjóra, og senn á enda
sjálfsagt allt sem gera þarf.

Horfði á skreytt jólatré.

Heyrði ég hljóm
himneskan óm
sungið um ástir og sorgir og þrár
sá ég í huganum fegursta tár
glitra sem gimsteinn á kinn
glitra sem gimsteinn á kinn.

Horfði ég þá
hugfanginn á
heillandi mynd sem að höfuð mitt laust
sem háhraða leiftur minningin skaust
þau augnablik átti með þér
þau augnablik átti með þér.

327 - 354

>> Efst á þessa síðu

Um þá lipru og lævísu. >> Efst á þessa síðu

Margur lifir sæll í synd
samt þó hljóti gott orð.
Heilbrigð virðist holdsins girnd
og hreystinnar besta vottorð.

Vanmáttur.

Orð mér léku oft í munni,
íslensk, hlý og góð,
en þeim raða ekki kunni
upp í fagurt ljóð.       

Var beðinn um nafngift á bílaverkstæði. Stakk upp á nafninu Hvellur. Lét auglýsingu fylgja með.

Inn til dala og út við strendur
ef að "reiðin" kann að bila,
þá í Hvelli hagar hendur
henni góðri aftur skila.

Hryllingssögur >> Efst á þessa síðu
(Safn frá 2000 eða fyrr -2011, það skaðar engan að gera gys að sjálfum sér).
(Nefndi einhvern tímann að ég hætti að yrkja í þessum stíl þegar færi að draga alvarlega af mér).

Augun dofna, afl í hönd
óðum skerðist, líkast doða
og mín bíða önnur lönd
ætluð mér að skoða.

Mig er varla sjón að sjá
það segja má og skrifa,
heilsan er mér farin frá
og furðulegt að lifa.

Hárið gránar, heilinn þornar
höfuð skorpnar allt í kring.
Við syndir gamlar sálin ornar
sér og gleymir "ingen ting".

Áður fyrri annað kaus
allt er lífið snúið.
grár í vöngum getulaus
gamanið er búið.

Hvern morgunn er þjáning að þurfa að vakna >> Efst á þessa síðu
og þó að ég komist að lokum á fætur,
stælingu fyrri stöðugt og mikið ég sakna,
stytta má daginn aðeins og lengja nætur.

Verk mín eru fát og fum
flest mér illa gengur
því blóðið streymir ekki um
æðar mínar lengur.

Þó sól vor á himninum hækki
og hér sé á ýmsu dálitið lag,
þá hérvistardögum held ég að fækki
um hluta af prósenti sérhvern dag.

Nú er allt mitt þrek á þrotum
það sem reyndist áður til.
Nú er ég kominn að niðurlotum
nú er ég dauður hér um bil.

Það veit okkar góði guð
að getur ei kallast þvaður
að það er orðið þrælslegt puð
að þykjast vera maður.

Sækir að mér deyfð og doði
og djöfuls linka.
Ævi minnar árdagsroði
er að minnka.

Daprast sjón og dofnar hönd
dugur stöðugt undan lætur.
Að æfi minnar styttist strönd
en stend þó enn í báðar fætur.

Ég er orðinn gallagripur
og gengið langan  æviveg.
Áður ég þótti léttur og lipur
nú lappirnar varla ég dreg.

Lífið er dapurt en lifandi er ég
þó lappirnar kvarti þegar ég geng.
Upp þó á morgnana yfirleitt fer ég
en álútur hökti í vaxandi keng.

Valt er að treysta mínu minni
mun ég aldrei nokkru sinni
vita hvað gerðist í gær.
Úr að bæta ef ég kynni
eins og stóran vinning finni,
en líklega er ég elliær.

Sannleika ættu flestir að lúta.

Sönnu skal ég segja frá
sum eru ljóð mín hnoðuð
og afrek mín þar eru smá
ef þau væru skoðuð.

Ný stjórn B.Í. ´95. >> Efst á þessa síðu

Á fyrstu skerjum stjórnin steytir
í stinningskalda ekki meir.
Ef hún bjargast á þá veitir
ekki neitt af Sigurgeir.

Nýr vetur.

Konungur vetur er genginn í garð
og getur nú hamast um tíma.
En hægur og seinn til verkanna varð,
en vill nú í ákafa glíma.

Gæti verið elliglöp ?

Mér er orðið eðlilegt
oft að hrasa og detta,
mér finnst það alveg furðulegt
og fæ ei skilið þetta.

Tíðar fundarferðir. >> Efst á þessa síðu

Enn ég verð að fara á flökt
og finnst það lítið gaman.
Þetta er orðið skrattans skjögt
og skelfir mig allt saman.

Strandaferð 2005. Varmalandsmeyjar og makar. Lag: Ég langömmu á.  
Sett saman í Steingrímsfirði á leið úr Reykjavík.

Að heiman við ókum og hröðuðum för
og héldum á Strandir - já þar skal nú fjör.
Sól var í lofti og sól var í hug
að sjálfsögðu ellinni vísað á bug.

Nú minningar gamlar við sækjum í sjóð
hjá sérhverri örara rennur þá blóð
og lífið þá verður svo blómstrandi bjart
að baslið og mótlætið munum við vart.

Hér stundirnar líða við gaman og glens
að gleyma því slæma hér er nú séns.
Við horfum til sólar og höfum það gott
með hamingjubrosi er förum við brott.

Ekki veðurspámaður.

Ég hef aldrei verið vís
um veður næstu dægur.
Spái ég rigningu og roki frís
allt sem rennur og logn eða hægur.

En spái ég falllega, sumri og sól
og suðlægum frjóvgandi þey,
þá hvergi um nálægar byggðir né ból
birtir mörg dægur - nei.

355 - 380

>> Efst á þessa síðu

Mars. >> Efst á þessa síðu

Mokuð var lengi leiðin
sem liggur í bæinn.
Svo lokaðist helvítis heiðin
hábjartan daginn.

Lán mitt. >> Efst á þessa síðu

Mér hefur reynst það mikið lán
hvað mér varð ævin kostarík.
En sem mý á mykjuskán
er mannfólkið í Reykjavík.

Ort fyrir hönd kinda.

Snjór er víða eins og er
orðið fátt af gröndum.
Er þá best að una sér
uppí Veturlöndum.            Veturlönd eru á Kvíanesdal.

Haustið '95

Sótti ég gimbrar sex að Hóli
sem að þurfa mér að lánast.
Kom með hrút frá Kirkjubóli
kominn á aldur - dauður nánast.

Skyndivísa.

Ég get vísur allskyns ort
ekki þarf að leyna.
Það má kalla þetta gort
en þarna færðu eina.

Skjávísa >> Efst á þessa síðu

Þetta er nóg á þessu kvöldi,
það er kominn háttatími.
Ekki gleymist hússins höldi
að hugsa fyrir endarími.

Óvænt hamingja.  (Komst frá mjöltum).

Aldrei fyrri gat mig grunað
að gæfan mér snérist svo í hag,
nú get ég leyft mér þann ljúfa unað
að láta renna frá mér þvag.

16.9.'95

Sól og regn í sunnanvindi
sýna góðu spilin nein.
Gjarnan meiri gleði fyndi
gæti sólin ráðið ein.

Sól á heiðum himni ætti
að hafa völdin hverja stund.
Gott að lifa þá mér þætti
þá ég hefði betri lund.

Regn og sól að rífast svona
reynist alltaf skrýtið mál.
Að það lagist enn ég vona
og þá gleðjist þjóðarsál.

Í hópi kunningja (Norðvesturhópur) fékkst ekki stuðningur við ákveðið mál.

Stöðugt bænda vandi vex,
sem virðist þreyta marga sál.,
Og hér er nú hópur sem segir sex
að svæfa eitt réttlætismál.
 

Skyndivísa. >> Efst á þessa síðu

Ég get vísur allskyns ort
ekki þarf að leyna.
Það má kalla þetta gort
en þarna færðu eina.

16.9.'95

Sól og regn í sunnanvindi
sýna góðu spilin nein.
Gjarnan meiri gleði fyndi
gæti sólin ráðið ein.

Sól á heiðum himni ætti
að hafa völdin hverja stund.
Gott að lifa þá mér þætti
þá ég hefði betri lund.

Regn og sól að rífast svona
reynist alltaf skrýtið mál.
Að það lagist enn ég vona
og þá gleðjist þjóðarsál.

Heimsókn til Friðþjófs  Ólafssonar,líklega um '69. >> Efst á þessa síðu

Gekk ég að frjálsum Friðþjófs ranni
hann fljótlega tók mér sem heldri manni.
Sýndi mér heima söngs og lista
en söngurinn gerir menn þyrsta.

Bauð hann því upp á bjór og fleira
betra seinna þó og meira.
Ljósið hann kveikti á lampanum góða        (mynd af nöktum kvenmanni á
já lífið það hefur svo margt að bjóða.                                       skerminum)

Að höfðingjans inni steig hópur af víðfrægum gestum
það hneigjast nú margir að skoskum og fölgráum hestum,  (White horse)
og berbakt að þeysast um algera hugmyndaheima
hristast á bikkjunni, sofna svo þreyttur og gleyma.

Ég leiddur var inn í þá háreistu hugmyndasali
með hiklausu, þróttmiklu, fáguðu, orðsnjöllu tali.
Ég kenningar lærði um allt sem það sem ekki ég skyldi
annan eins vísdóm ég tæplega annað sinn þyldi.
Um Hallgrím og Jónas og höfðingjann séra Bjarna
af háfleygri yfirsýn talað var skýrlega þarna.
Ég lagði við hlustir og lærði að skilja það betur
að lífið á sólskin, hvort tveggja sumar og vetur.

Samsett fyrir konukvöld Lions, en líklega ekki notað. >> Efst á þessa síðu
Des. '73. Notað síðar (Af Systu) á Súgfirðingaskemmtun í Reykjavík.

Virðulegi vinahópur, von er að þið brosið öll
því aldrei hefur gerri glópur gengið fram á þennan völl.
Fíflunum skal á forað hvert etja
og fá hefur minna þurft að hvetja.
ánægja mín var á annað borð
Og þó ykkur finnist það grín eða galið
Af guðleysi var mér það verkefni falið
að flytja hér fáein orð.

Þið velkomin séuð að veigum og réttum
og vonandi reynist ykkur létt um
að borða með bestu lyst
og bergja mjöðinn séuð þið þyrst
fullnæging verði flestum.
Hér verða atriði ýmis flutt
ég ætla að vona- í hófi stutt
og gleði þau veiti gestum.

Að lokum hér dansað og djammað verður
við dillandi tónlist og salurinn gerður
að gleðinnar ljúfum lund,
og lífið skal veita um stund
alsælu ást og frið.
Sorgin og hatrið, heiftin og streitan,  
helvegar ástríður, baslið og þreytan
gefi nú öllum grið.

Hagyrðingakvöld í Bolungarvík.

Þið komuð að láta ljós ykkar skína,
lán var það mikið okkur hér.
Við munum nú síður tapa og týna
því tómstundagamni sem ferhendan er.

Ráðunauturinn hás á aðalfundi BSV 1995.
Ort í orðastað Jónasar Helgasonar sem vildi mennta S.J. í hrútadómum.

Hann að mennta í hrútadómi
helst ég vil.
En þegar hann talar þöglum rómi
þá ég ekkert skil.

Handapat og höfuðgrettur
hans er táknmálið eitt.
Ég er því auðvitað illa settur -
því ekki skil ég hann neitt.

381 - 400

>> Efst á þessa síðu

Haustið '95

Sótti ég gimbrar sex að Hóli
sem að þurfa mér að lánast.
Kom með hrút frá Kirkjubóli
kominn á aldur - dauður nánast

Ferðaminningar. Fiskiðjuferðalag líklega '65-8.  Lag: Ef hjá honum pabba einn fimmeyring ég fengi. >> Efst á þessa síðu

Við fórum hundrað saman í ferðalag og gaman
flestum held ég þótt hafi í svona myndar för.
Sá er okkur bauð hann er feitur mjög að framan
og flestir kalla manninn bara Palla eða Bör

Margir bílar nærsveita og Reykjavíkurrúta
rúntuðu einn morgunn af stað með hópinn þann.
Rigning fyrir sólu varð í lægra haldi að lúta
svo lífleg varð öll náttúran það Óli karlinn fann.

Í rútunni var sungið og reyndar lika víðar
og raunar var þar sungið, já að við teljum mest.
Þar meyjar ásamt piltum voru prúðbúnar og fríðar
en pískrast hefur nokkuð að gírkassinn söng best.

Á Patró nokkrir unglingar sér styttu sínar stundir
oft stæla má um leik hvernig hann er réttari,
þeir bæði sáust fljúga þar yfir slá og undir
en oftar farin neðri leiðin, hún var léttari.

Frá Patreksfirði lögðum við lítið eftir níu
þá löngu sólin horfin og bak við fjöllin sest,
og eitt er það sem veit ég nú upp á mínar tíu
að ægilega er gaman í sautján bíla lest.

Syfjaður varð margur, en samt þó tæpast argur
það sáust nokkrir votir sem kunnu flestöll ráð.
En Eðvarðsbíll var seinast eitthvað ofurlítið kargur
af því að hann vætti sinn rafmagnskeflisþráð.

Syfjuðum var gefið oft svolítið í nefið
sumir reyndu tyggjó sem varla dugði þó,
þeir lygndu aftur augum og linuðu á taugum
og lán var að þeir keyrðu ekki víða út í mó.

Einn var þó sem áður fyrri aldrei hafði tuggið
en afar gaman þótti og tuggði feyki vel
því höfuðleðrið hrærðist svo hárið mikið bærðist
og hjökkuðu þá eyrun og kjálkarnir sem vél.

Ef hann þurfti bensín að bæta við og skipta
hann bruddi meira tugguna en nokkru sinni fyrr,
og eyrun unnu líkast því sem vængir eða vifta
svo varla gat ég setið í bílnum alveg kyrr.

Í Arnarfirði reyndum við að hrista af okkur hræðslu
og heimskra manna vildum kalla draugatal.
Nú trúum sögum ljótum og bíl með báðum fótum
var bensín gefið þegar trillur eltu fram á dal.

Ef einn bíllinn fór hraðar en hinir ökufantar
hábölvuðu aðrir, ef þeim var kraftur í.
En ekkert varð að slysi og engan bílinn vantar
en oft við vorum framarlega í sætum aftur í.

Nú er þrotið blekið og ég man bara ekki meira
sem mættu heita tíðindi og skrifast niður á blað,
þó efalaust að skeð hefur fjölmargt annað fleira
sem fresta ég að skrifa´ á meðan ég ekki heyri það.

Að loknum stjórnarskiptum í Lion  '98   Flutt á konukvöldi 9. maí. >> Efst á þessa síðu

Ég var beðinn að segja hér eitthvað með orðum
sem ætti ég bundin í settlegum skorðum
eitthvað sem til væri frá því forðum
og fara svo með það hér undir borðum.

Nú var það svo að ég nennti ekki að leita
og nennti ekki heldur alveg að neita,
ekki því myndi af andagift veita
ætti ég sloppinn frá skömminni að heita.

Ég lagðist á bæn hér á líðandi degi,
leitaði efnis en fann það eigi
að hampa því eina sem varð mér á vegi
ég verð að láta það koma og segi :

Hin nýja stjórn er nú komin á koppinn
og kappinn Þorsteinn beint á toppinn.
Hin gamla og slitna í skjólið skroppin
frá skyldum og þessháttar alveg sloppin.

En klúbburinn okkar lengi lifi
um líf hans og gerðir ritarinn skrifi.
Sprækur skal hópur þó tímans hjól tifi
traustur og aldrei seglin rifi.

Þetta eru einlægar óskir mínar
í eðli sínu vonandi fínar.
Að félagar hugsi um frúrnar sínar
þó fyrst og síðast, þá veröldin hlýnar.

401 - 420

>> Efst á þessa síðu

Svo bar við að á ellimannasamkomu á Suðureyri í maí  '98 að happdrættismiðum var raðað við hvert bollapar. Þegar við hjónin vorum að svipast um eftir sæti var staðið upp fyrir okkur og hlutaðeigandi settist annarsstaðar við sama borð, svo að við kallarnir gætum spjallað saman (vitandi vits að ég hef aldrei kunnað að tala við konur).    Þegar dregið var kom fram að ég sat hjá vinningsnúmerinu og sótti því vinninginn. Á heimleið taldi konan jafnvel rétt að ég skilaði vinningnum til þeirrar konu sem stóð upp fyrir mér, og að ég ætti þá að láta vísu fylgja.

Happadrátt einn með frekju fékk ég
þá fram af minni konu gekk ég.
Eigandi sagði hún á þau skilið
alltaf skal gefið rétt í spilið.

Þetta hefur þjáð mig síðan
ber þungan verk í höfði og stríðan.
Afsökunar því aumur bið
??????

Fyrirgefningu fái ég hlotið
framtíðar get ég kannski notið,
sofnað glaður sáttur við guð
samviskan hrein og afvötnuð.

Aftur get ég upp þá litið
og þá haldið smátt í vitið,
hætt að gráta og harma það
hvernig skömmin sár bar að.

Þess ég vænti þú svo getir
þegið dráttinn og hann metir.
Lukkan þig áfram leiki við
þá líklega öðlast sál mín frið.

Þess ég vænti þú svo getir
þegið dráttinn og hann metir.
Lukkan þig áfram leiki við
þá líklega öðlast sál mín frið.

Málæði. >> Efst á þessa síðu

Sumir þurfa mjög að mala
mætti setja þá í haft.
En þegar að ég þarf að tala
þá er ég líka með opinn kjaft.

Guggnað ? á nýársheiti.

Nýtt er árið nú í sigti
nú er rétt að breyta til.
Hætta vil ég vísnafikti
það væri gaman - hér um bil.

Æfingar á síðasta vetrardegi.  19.04.'95

Ljóð að gera lánast getur
lífið hefur marga hlið.
Enn er snjór og enn er vetur
en á morgun sumarið.

Fyrst að ég nú fór að skrá
fáar vísur inn á blað
við að bæta verð ég þá
vísum til að nýta það.

Ekki veit ég efni hvert
í þeim skal nú vera,
hvernig orðað, hvernig gert
né hvaða nafn þær bera.

Tilraunir ég glaður gerði
gott er veður nú í dal,
óska má þess að það verði
oft í þessum fjallasal.

Svona er hægt að semja á skjáinn
sæmd þó lítil hljótist af.                            
áfram ég hnoða út í bláinn            
enga snilld mér drottinn gaf.                     
                                                                 
Þetta er orðið nærri nóg,
nú er mál að linni,
skjöplast minni skáldadróg
skynseminni kom í lóg.
Næstum er að fret úr henni finni.

Reynt að ná sambandi við Birki Guðmundsson. 6.2.'92  >> Efst á þessa síðu

Sit ég enn við símann minn
mér svara vill enginn né getur,
tel ég því að tímann minn
talsvert mætti nýta betur.

Ég verð þó að reyna að vona um sinn
að vilji mér einhver að lokum svara,
og tapast fyrr hefur tími minn
og tómstundir mínar þannig fara.

Ennþá nafni talar og talar
tónninn slitni mér glymur í eyra,
hvernig hann þannig malar og malar
mun hann bráðlega fá að heyra.

Símamál.

Enn ég sit við símann minn
samt við engan ræði.
Viðmælenda vart ég finn
en vona öðrum þræði,
að einhver hlusti símann sinn
og svari mér í næði.

Enn er setið við símann.

Sit ég enn við símann
svona fer með tímann.
Orðin flæða, - engin merk
engu komið get í verk.
Þarf ég samt að taka tól
en tæpast gott þá vermir sól.

421 - 435

>> Efst á þessa síðu

Léttar æfingar haustið 1993, rétt fyrir fjósverk að kvöldi.

Sum eru ljóð mín svolítið smellin
og sára fá illa meint,
en hættur að yrkja því ellin
alveg drepur mig hreint.

Leik mér þó að ljóða
á lítinn og dökkan skjá
að sjáendur setji hljóða
er samkvæmt minni spá.

Því annað eins bull er ekki
yfirleitt talið til hróss.
og ekkert ég þynnra þekki
og þolir ver birtu ljóss.

Því enda ég þetta á augabragði
og andskotast beint í fjós,
því af þessu leggur og lagði
lyktina suður í Kjós.

Verkalýðsfélögin, Sókn í R.vík og Vörn á Bíldudal.

Misjafnt kalla mannabörn
máttarviði slíka.
Fram þó sækir Sókn, og Vörn
sennilega líka.

Jan.'92.

Freyr er oftast fljótlesinn
og fræðaþunnur.
Ekki skemmtinn er pésinn
né andans brunnur.

Skrifað á snepil. >> Efst á þessa síðu

Úti finn ég enga blíðu
enn er frostið hart.
Hér er pláss á hálfri síðu
hér þarf ekki að skrifa spart.

Er því rétt að yrkja meira
efni þó að skorti flott.
Í ljóð mín hefur farið fleira
en flestir teldu nógu gott.

Enn má vinda undinn heila
enn má kreista nokkuð þar.
Þetta er orðið eins og veila,
eru að bila kvarnirnar?

En nú er eins og blek sé búið
og brostin trú á getu mína.
Þetta er orðið ansi snúið
einkum þessi fjórða lína.

Pláss er fyrir eina eftir
er þá síðan sneisafull.
En vísnasmíðin heiður heftir
hér er aðeins rakið bull.

Á fundi Lions flutti Svava Rán greinargóða frásögn af dvöl sinni erlendis sem skiptinemi á vegum klúbbsins. 2. maí '93

Steingrímur glaður og góður
gerðist stilltur á augabragði.
Alla frásögn hann var hljóður
en heyrði samt ekkert hvað stúlkan sagði.

Enginn veit um orsök þess
að ég held, en giska má,
hún var ung og hún var hress
og hún kunni að segja frá.

Augun því stóðu upp á gátt
þó eyrun hvílast fengu.
Heilinn starfaði heldur fátt
en holdið gleymdi engu.

436 - 451

>> Efst á þessa síðu

3.1. 2000. >> Efst á þessa síðu

Hvað tíminn flýgur ei tekur tali
og týnist margt í gömlum haus.
Ég var að leita að litlu skjali
sú leit var þó árangurslaus.

Í heilanum myndast hefur ský
sem haldast mun þar að sinni.
En tölvan hefur ei tapað því
ég treysti á hennar minni.

Spurning til konunnar.

Á þér gránar ekki hár,
er þér lífið gaman ?
þola svona öll þau ár
sem átt við höfum saman.

Ekki alltaf gert lítið úr hlutunum.

Nú er ég veikur og þrek á þrotum
af þyrnum er sálin pínd.
Það er ekki hægt að byggja úr brotum
ef brotin sum eru týnd.

Stutt frásögn. 8. 7. 1995.

Sögu skal ég segja þér
er sýnir hvernig gengur.
Snjór á túnum ennþá er
og hann verður lengur.

Lokin á tilraunakveðskap. >> Efst á þessa síðu

Eina stöku enn má hnoða
efnið sjálfsagt verður froða
höfuð fyllist hreinum doða
heilann þyrfti víst að skoða.

Sumar-snjór. 11.5. ´95. 

Veðrið er að vísu fínt,
vindur hægur og sólin skín.
Ekki verður samt þó sýnt
að sjái ég aftur túnin mín.

Kjarninn.

Lífs- er flestum lánið valt
löngum óræð sporin.
Þó sé á vetrum kannski kalt
þá kemur sól á vorin.

Vottar þó fyrir bjartsýni.

Ljóðaperlur lesið hef
þær láta vel í eyra,
ég gæti lagast eflaust ef
æfði ég bara meira.

Hófleg viðurkenning.  Lesið eftir kunningja. >> Efst á þessa síðu

Ei mér leiðist þetta þrugl
sem þessar vísur geyma.
Margoft séð hef meira rugl
í mínum skúffum heima.

Svona er hægt að semja á skjáinn
sæmd þó lítil hljótist af.                            
áfram ég hnoða út í bláinn            
enga snilld mér drottinn gaf.

Reynt að ná sambandi við Birki Guðmundsson. 6.2.'92 

Sit ég enn við símann minn
mér svara vill enginn né getur,
tel ég því að tímann minn
talsvert mætti nýta betur.

Ég verð þó að reyna að vona um sinn
að vilji mér einhver að lokum svara,
og tapast fyrr hefur tími minn
og tómstundir mínar þannig fara.

Ennþá nafni talar og talar
tónninn slitni mér glymur í eyra,
hvernig hann þannig malar og malar
mun hann bráðlega fá að heyra.

Símamál.

Enn ég sit við símann minn
samt við engan ræði.
Viðmælenda vart ég finn
en vona öðrum þræði,
að einhver hlusti símann sinn
og svari mér í næði.

452 - 465

>> Efst á þessa síðu

Léttar æfingar haustið 1993, rétt fyrir fjósverk að kvöldi.

Sum eru ljóð mín svolítið smellin
og sára fá illa meint,
en hættur að yrkja því ellin
alveg drepur mig hreint.

Leik mér þó að ljóða
á lítinn og dökkan skjá
að sjáendur setji hljóða
er samkvæmt minni spá.

Því annað eins bull er ekki
yfirleitt talið til hróss.
og ekkert ég þynnra þekki
og þolir ver birtu ljóss.

Því enda ég þetta á augabragði
og andskotast beint í fjós,
því af þessu leggur og lagði
lyktina suður í Kjós.

Skrifað á snepil. >> Efst á þessa síðu

Úti finn ég enga blíðu
enn er frostið hart.
Hér er pláss á hálfri síðu
hér þarf ekki að skrifa spart.

Er því rétt að yrkja meira
efni þó að skorti flott.
Í ljóð mín hefur farið fleira
en flestir teldu nógu gott.

Enn má vinda undinn heila
enn má kreista nokkuð þar.
Þetta er orðið eins og veila,
eru að bila kvarnirnar?

En nú er eins og blek sé búið
og brostin trú á getu mína.
Þetta er orðið ansi snúið
einkum þessi fjórða lína.

Pláss er fyrir eina eftir
er þá síðan sneisafull.
En vísnasmíðin heiður heftir
hér er aðeins rakið bull.

Vottar þó fyrir bjartsýni.

Ljóðaperlur lesið hef
þær láta vel í eyra,
ég gæti lagast eflaust ef
æfði ég bara meira.

2.11.'91 >> Efst á þessa síðu

Ýmislegt á reiða rekur
reynast illa krappir skór.
Veður ógnar völdin tekur
veitir sumum höggin stór.

Ekki munað um hvern var ort.

Einar tel ég afar snjallan,
ekki ríkan þó má kalla' nn.
Sumar vilja elska hann allan
og þá jafnvel reyna að spjall' ann.

Símatafir.

Enn mig síminn illa tefur
oft á tali virðast menn.
Mig það gjarnan margoft hefur
mætt og jafnvel gerir enn.

Beðið við síma. '97 

Skyldi nú einhver í símann svara
sem að ég þyrfti í að ná.
Það hittingur er nú held ég bara
ef heppnin núna er mér hjá.                               

Fljótt var þessi fest á blað
fljótt skal næstu ljúka við.
Ef að get ég ekki það
önnur róa skal á mið.

Blaðið nýta betur má
blekið kostar lítið,
kvæði strax það krota á
þó kannski reynist skrýtið.

Frá sauðfjárræktarfélagsfundi. >> Efst á þessa síðu

Örlygur pípu sína sýgur
sómir það honum vel.
Hugur á meðan fleygur flýgur
til framtíðarlands að ég tel.

Skeggið á Leifa er skrambi gott
það skerpir hans svip og fas.
Einnig á presti svo fallegt og flott
og hann fegrar sem jörðina gras.

Við símann. 16.1. '93.  

Nú vill enginn ansa mér
oft og títt þó reyni.
Nálægt síma enginn er
 -  einu sinni Steini.
        ----------------
Seinna hann að síma gengur,
sjálfsagt aftur þá ég reyni.
Engan tíma á ég lengur,
ég ætla að fara suður drengur,

Áður ég vildi í eyrun þín
orðum völdum fá að raða.
Heyra svo í þér hvort hugsun mín
heiminn þú teldir skaða.

       -----------------

Hundgamalt drama.

Oft er það sem enn ég finn
ilm frá lokkum þínum
og heyri léttan hlátur þinn
hljóma í eyrum mínum.

Og augu þín birtast mér blikandi skær
þau björtustu minningar geyma.
Svo kemur þú alveg öllum nær
og engu ég fæ að gleyma.

466 - 487

>> Efst á þessa síðu

25.5. '95.

Í hálfan mánuð hef ég ekki
horft á þennan skjá.
Ennþá samt ég þó hann þekki
þegar ég honum sest nú hjá.

Það er aldeilis.

Skarar eld að eigin köku
ætlar sér mest gamanið,
sigurhress í svefni og vöku
sér vel unir helvítið.

Í orðastað annars manns. >> Efst á þessa síðu

Til þín bar ég blinda ást
barn við eigum saman.
Undir mér þú eitt sinn lást
ansi var það gaman.

Girðingarstökur.    Svarvísur við sex vísum frá Séra Gunnari sem fólu í sér m.a. að falast eftir viðgerð á girðingu og búið var að verða við þeirri beiðni..

Hér er skrifuð hending góð
hún mun  passa þar hún stendur,
er þakka vil ég lítið ljóð
sem lagðir þú í mínar hendur.

Önnur hending er hér fríð
ekki mikið síðri hinni.
Er rakstu "á kaf í snævi stríð."   Tekið upp úr vísum Gunnars sem minntist
stendur þér í fersku minni.         þess að ég hafði dregið bíl hans úr skafli.

Óskir þínar víst hef virt
að verja þín tún og haga.
Tel þó varla að vel sé girt
og víða þyrfti enn að laga.

Ýmsar leiðir eru kunnar
ánum fúsum, það ég tel.
Og ekki veit ég góði Gunnar
hvort girðingin mun halda vel.

Eitthvað virðist efnið rýrt
í öllu þessu ljóði.
Og ekki kveðið alltof dýrt
minn áheyrandi góði.

Nú hef ég skrifað skýrum stöfum
skrýtið ljóð sem áfram vex
en gott er að hætta því gjarnan við höfum
girðingastökurnar bara sex.

Fréttin.

Oftast hef ég alveg nóg að gera
en þó stundum skapast getur næði
og  ef mér finnst þá lítið við að vera
ég vel þann kost að skrifa lítið kvæði.

Gróf mannlýsing.

Latur, hyskinn, ljúgberi,
ljótur, heimskur slefberi,
kargur hundaklifberi,
klámskur, lúmskur, rógberi.

Um tiltekna stúlku. >> Efst á þessa síðu

Sinnir fegrun sérhvern dag
setur á sig meikið.
Hennar gyðju göngulag
getur enginn leikið.

Misjöfn áhrif.

Vísan býður upp á allt
oft á tíðum kætir,
en leggja kann í sárin salt
suma jafnvel grætir.

Sterk áhrif.

Oftast hrollur að mér læðist
er hann fer í ræðustól.
Af hans máli ekkert græðist
aðeins dregur fyrir sól.

Birgðamál í ólagi.

Vísast ég á verði svaf
svo veldur heilabrotum.
Ég er orðinn allslaus  af
öllum riffilskotum.

Gleymdur kvenmaður.

Í Venusarlíki við mér hló
varð þó önnur síðar.
Nú er hún orðin þykk um þjó
og þrekleg holdin víðar.

Maí 1999. >> Efst á þessa síðu

Sólin geisla sendir vítt
og sennilegan nokkuð breitt.
En sem stendur stoðar lítt
og stundum bara ekki neitt.

Skítur var borinn á tún of nærri Holtsskóla.

Skiljanlega skammir fékk ég
skálkurinn fyrir slæma gjörð.
Er þá ljótu götu gekk ég
að gefa skít í Önundarfjörð.

Sogþörf kálfa.

Hér er margt á flugi og fart
þó finnst mér helst að svíki
að sogþörfinni sinnt er vart
svo að kálfum líki.

Hverjar skyldu hafa verið til skoðunar ?

Ýmsar gáfu undir fót
þó enga sýndu snilli.
Ein var fögur önnur ljót
aðrar þar á milli.

Gunnar Sæm. kom konulaus í sumarferð Nv.hóps.

Oft er lífið mas og maus
mun það fljótt að berast
að Gunnar kemur konulaus
hvað er nú að gerast.

488 - 506

>> Efst á þessa síðu

´98.

Með vísurnar vart ég bruðla
mér veitist ei Braga  náð.
Við höfuðstafi og stuðla
stríð hef þó lengi háð.

Hneykslun. >> Efst á þessa síðu

Lífið er fullt af karpi og kífi
og kjaftæði sem flestu spillir.
Vargar stjórna voru lífi
verst að þjóðin böðla hyllir.

Ýmsu er hugað að.

Sumir ráðast á rjúpu
og rjúpunum er ekki hlíft.
Þeir eru á kúpunni á Kúpu
þó kaupi ég sykurinn stíft.

Sjúklegt.

Mín er hugsun máski sjúk
og mitt er lélegt færi,
en hér er kona heit og mjúk
sem hefur falleg læri.

"Túbering"

Fyrst er hárið burstað, bleytt,
bylgjað gerður liður.
Svo er það aftur saxað og reytt
og seinast pinnað niður.

Hitabylgja og stórleysingar.

Ólund fyllir allt mitt geð
allur blautur svita.
Það er erfitt þetta með
þennan djöfuls hita.

Lífsmark á salerni.

Fagnað get ég fjöri því
frá mér leggur ylinn
er falleg bunan fellur í
fagurgulan hylinn.

Um fjölþætta verslunarstarfsemi Aðalgötu 9. >> Efst á þessa síðu
Í orðastað Gísla. Guðm. verslunareiganda. '60-'68  

Nú hefur menningin valið sinn veg
og verslunum fjölgar hér óðum.
Frá Karnabæ Reykjavík kaupi nú ég
kynstur af fatnaði góðum.

Ég láta vill tískunni vit mitt og völd
og versla við Dior í París.
Sel Bikini strandföt og brjóstanna höld
læt brjóstsykursmolana gratís.

Já vanda skal lagerinn, glys mitt og gull
svo geðjist það fallegum sprundum.
Og svo hef ég brynvarðar brækur úr ull
því buxur þarf kvenfólkið stundum.

Komið að versla og komið að sjá
krem mitt og púður og teygjur
ilmvötn og hárkollur útlöndum frá
aftaní- pappír og bleyjur

Kveðja til séra Gunnars Björnssonar eftir að hann flutti suður, en hann var virkur í Lionskl .Ön. samtíða mér.

Félögum þínum gafstu gleðistundir
góðum hópi veittir nýja sýn.
Jafnan voru léttir Lionsfundir
við lengi munum Gunnar sakna þín.

Þitt hugarflug og hæfileikar allir
hljóta því að varpa birtu enn.
Ekki margir eru líkt þér snjallir
þó ýmsir teljist jafnvel gáfumenn.

Nytin féll í kúnum vegna skitu.

Stend ég á fótum fúnum
fjárhagur lagast seint.
djöfulsins drullan á kúnum
drepur mig alveg hreint.

Skjávísa. >> Efst á þessa síðu

Nú er rétt að hætta held ég
hnoðun leirs á þennan skjá.
Að gera kvæði varla veld ég
ég veit þau betri öðrum hjá.

Fóðurbætirinn. (Ort sem gáta)

Hann er orka, hann er dýr
honum danskur sáði.
Án hans mjólka okkar kýr
ekki neitt að ráði.

Hin dæmalausa svartsýni.

Á því verður engin töf
að ég mun í vetur
mína eigin grafa gröf
og gera heldur betur.

Dæmafá leti.

Ég er svo latur að liggur við
að leggist ég flatur þó sólskinið
sé fjarri og fallið í gleymsku.
Í mér því reynist lítið lið
og líklega verður örstutt bið
að fyllist minn hugur af heimsku.

597 - 624

>> Efst á þessa síðu

Sveitarstjórastóllinn yfirgefinn. >> Efst á þessa síðu

Nú hef ég lokið einu af
sem aldrei tek upp þráðinn.
Hlýjan stólinn Hlöðver gaf
hann er í hann ráðinn.

Þankar.

Illa sjálfsagt semur mér
við samtíðina,
því fjósalykt mun fylgja mér
í framtíðina.

Subaro Justy.

Á þessum bíl hef ég miklar mætur
því maður getur á hann treyst.
Og svo er hann líka lítill og sætur
og liðlegur eins og þú veist.

Arfur - eðli. >> Efst á þessa síðu

Mannsins eðli misjafnt reynist
margir slæmu genin fá.
Er þó víst að alltaf leynist
eitthvað gott þó flestum hjá.

Hin góða hugsun fer í felur
flestum mönnum stundum hjá
verri framtíð af sér elur
ýmislegt sem gert er þá..

Ekki verða allir settir
upp á sama lífsis plan.
Mörgum fylgja pot og prettir
pukur, leynd og óáran.

Þó að sumir séu greindir
og sigri mörgum geti náð,
gallar þeirra lítið leyndir
löngum fylgja vel sé gáð.

Flesta munu sumir svikja
samt þó  öðru lofi þeir.
Oft frá sannleik vilja víkja
varla trúum slíkum meir.

Lítil göt í lögum finna
lifa hátt og safna fé
Um fjöldans hag þeir hugsa minna
að heiður hljóti varla sé.

9.4.'97.

Nú er komin nóttin dimm
nú er best að hátta.
Því víst er ennþá veröld grimm
ég vakna fyrir átta.

Líklega mun ég lesa þó
lítið eitt í rúminu.
Meðan á mig rennur ró
rétt í næturhúminu.

Rólegheit.

Mér er rótt í sál og sinni
seint fór ég í gær í ból.
Ég er að sinna svefnþörf minni
sitjandi í mjúkum stól.

Forritið Ískýr. >> Efst á þessa síðu

Forritið Ískýr við fengum í dag
og fórum að Holti “í læri”.
Ég bráðlega ætla það bæti vorn hag
og bústekjur miklar oss færi.

Ort undir kynningarlagi fyrir sveitarstjórnarkosningar 2010.

Hér er okkar líf og við eigum það flest                                                     
sem eflir og tryggir hér  byggð.                                                                
Hér getum við allt sem að gleður oss mest                                               
með gætni er framtíðin tryggð. 

Viðlag:

Og við njótum draums og gamans og glaums,                                         
og við gleðjumst hvern einasta dag.                                                         
Berum höfuð hátt, hér skal brotið nú brátt                                   
í blað og við syngjum vort lag.                                                                               
 

Ef dugur er nægur og drenglund er með                                                  
af djörfung við leysum hvert mál.                                                            
Í bjartsýni lifum og glatt skal vort geð                                                      
og gönguna þreytum með sál.
      

“Bardús” við hitaketil.

Daufur er ég drottinn minn
daprast öldnum gleðin,
tippinu gleymdi að ýta inn
eins og ég var beðinn.

Að láta smella.

Langt er síðan ljóð ég hef
látið smella saman,
og mun því hætta alveg ef
það ekki veitir gaman.

Ánægjuleg bókhaldsstund.

Nú hefur gengið næsta vel
í nokkuð langan tíma.
Enginn truflað að ég tel
og ekki heyrst í síma.

Næturafurð. >> Efst á þessa síðu

Mörg er jafnan mæðustund
margt í röngum skorðum,
samt þó stundum léttri lund
leik ég mér að orðum.

Gleraugnalaus á geiflað blað
með góðum penna skrifa,
nóttin er komin, en nóg um það
nú skal vaka og lifa.

Ég nýti það blað sem ég bögglað fann
og bæti við einni stöku.
Ekkert ég veit og ekkert kann
eins í svefni og vöku.

Þessi lýtti ljóðið mitt
læt því aðra fjúka,
ekki betri, heldur hitt
hér skal þessu ljúka.

Enn þó pára eina til
enn er pláss á jaðri.
held þó best, eða hér um bil
að hætta þessu blaðri.

Því skal hætta þessu nú,
þvælu er mál að linni,
lokavísa verður þú
víst að þessu sinni.

Tvær - óskyldar. >> Efst á þessa síðu

Sé meinsemd löguð magnast ný
margt er lífið bogið.
Og gættu stöðugt þín á því
að það er mörgu logið.

Blasa við augum bergin hörð
bjart er nú til leika.
Lítum yfir lygnan fjörð
og látum hugann reika.

625 - 645

>> Efst á þessa síðu

Kosningaár stjórnar "Osta og smjör" ´84 >> Efst á þessa síðu
sungið í kvöldveislu eftir aðalfund. Yngri menn höfðu
rætt um að yngja stjórnina, sem þó ekki tókst.       

Stjórnin hér er vaxin hverjum vanda
hún vinnur öll í samvinnunnar anda
og Óskar kann við öllu ráð
ýmisleg er mannsins dáð
í fimmta sinn hann flutti sína ræðu
mér finnst það ætti að gefa hana út í skræðu.

Viðlag: tra la la

Mörg eru hér verk sem þarf að vinna
varla þarf að nefna þau og kynna
og margur sjálfsagt vandinn vís
og vitanlega eins hjá Sís
enginn stæði Erlendar í sporum
af auðmýkt starfar hann að málum vorum.

Já samvinnunnar hugsjón haldi velli
ég held hún deyi varla nú í hvelli
og Vernharður er voða klár
varla gengi öðrum skár
við stjórnsýslu að ramba rétta veginn
af réttri leið hann aldrei verður sleginn.

Í stjórninni má líka fleiri finna
færa menn og klára, ekki minna
enda kusu allir þá
af öðrum köppum báru já
menn höfði ekki halla þurftu í bleyti
er hópinn völdu og stungu upp á Teiti.

Og önnur þurfti valmennin að velja
að veita ráð og peninga að telja
en það enginn vandi var
að velja í þær stöðurnar
og vísast sonur kaupmanns kunni þetta
og kosningu hlaut Grétar máttu frétta.

Á Bitruhálsi búum nú í höllu                                
býsna hreykin, glöð og kát af öllu
já okkar stjórn við Osta og smjör             
okkar jafnan bætir kjör                 
og ekki má þar alveg gleyma Vífli            
aldrei tekst að gera hann að fífli.

Og áfram verður stjórnin sjálfsagt svipuð
og sennilega endanlega skipuð
og ekkert vit að unglingar
uppi séu með þreifingar
að velta þessum víkingum úr sessi
ég vil að drottinn þessar hetjur blessi.

Skrifstofulið S.B. >> Efst á þessa síðu

Á skrifstofunni skyldan brennur
að skoða og finna réttan tón.
Út af spori ekki rennur
okkar Hákon líkt og flón.
Kringumstæður rétt hann reiknar
rökvís stundum sjálfsagt er.
Hann er snjall ef hendur leiknar
höndla penna sýnist mér.
Stefnu velur, strikið teiknar
stjórnar glaður öllu hér.

Þörf er stór að þekkja haginn
þegar vandi að höndum sest.
Gunnlaugur er lærður, laginn
líkar honum tölvan best.
Semur ræður, reiknar, skráir,
ritar greinar fyrir blöð.
Hugsar og í heiminn spáir
hann ég veit í fremsti röð.
Það er ljóst að heimskan háir
honum ekki, það veit Gvöð.

Kona ein við símann situr
sæl og glöð á hverri stund.
Aldrei leið og engum bitur,
öngva veit með slíka lund.
Að veita gleði það er þemað
og þeirrar konu helsta spil.
Hennar fæstum kostum kem að
kannski helming um það bil.
Það er Dóra þessi sem að
þvílík ósköp heyra til.

Ef þú vilt fá aura þína
einn er það sem borga skal.
Gylfi Orra sér um sína               
sendir greiðslur heim í dal.
Utan hallar annar maður              
ýmsa þá hann dæmir hart.             (dómari í knattspyrnu).
Úti á velli óstöðvaður                  
öll þar burt hin ljúfa art.              
Veifar spjöldum verkaglaður,                
víst er eðlið hvítt og svart.

Einn vill hér með opnum huga
örfa störf  í sveitunum.
Ýmis ráð hann á sem duga
enn má fjölga geitunum.
Þreytulegan þó má sjá hann
þetta er jafnan bölvað staut.
Út á landi allir fá hann
einatt til að leysa þraut,
Arnald kalla eflaust má hann
atvinnumála ráðunaut.

Þórður og Lára sem stýrðu Vagninum á Flateyri um árabil, >> Efst á þessa síðu
fluttu frá Flateyri 2000-2001.
Þórður var í Lionsklúbbnum - kveðjuljóð.

Sæmdarhjónum sendum kveðju góða
með sóma stýrðuð þessum heila Vagni.
Í tilefni þess skal leitast við að ljóða
með ljúfri þökk er starfi ykkar fagni.

Er að þið komuð í Önundarfjörð
með eftirvæntingu í svip og huga
var ákvörðun tekin í einlægni gjörð
þið ætluðu hér að lifa og duga.

Nú ár hafa liðið og ýmislegt gerst
aðstæður breyttar frá fyrri tíma,
hver tilkvaddur maður við tilveru berst
og það treystir hvern mann að glíma.

Nú kveðjið þið Vagninn vinum hjá
og veljið annað með hugsun klára.
Kveðjan er Lions komin frá
kæri Þórður og Lára.

Að ferðarlokum 2.-3. júní  '74 >> Efst á þessa síðu

Öll var ferðin einsog draumur
ánægjunnar sjóður digur.
Fór um æðar stoltsins straumur
sterkur er við gengum Vigur.

Þar var fegurð flestum skýr
við fuglalíf og gróður.
Eyjaferðar-ævintýr
var andans besta fóður.

Hverjum gesti þótti þar    
 þessi staðreynd öllum vís.
Aldrei spyrjum aftur hvar 
er hin sanna Paradís.         

Við höfum farið vítt um Djúp
víða bóndi reynist digur.
Aldrei grefst í gleymskuhjúp
gestrisnin í eynni Vigur.

646 - 689

>> Efst á þessa síðu

Flutt á Góublóti af J. Kr.  og J.P.'67. >> Efst á þessa síðu

Fylgst með fæðinu. (Læknir frá Bolungarvík kom og fór með “póstbát”).

Ég hef fundið marga frú sem að virtist
það furðulegt skynsemisgat
að er læknirinn loksins hér birtist
þá labbi hann bara í mat.
Fari svo fljótt
með ferðinni þótt
fárveikir menn þyrftu læknishjálpar skjótt.

En sjáið ef lífinu er lifað
okkar lækni að sjálfsögðu má
þakka og það stendur skrifað
að því verður læknir vegna sjúklinga að gá
matur hver er
mallaður hér
meðul svo finnist sem passa þér.

Ef að reynist sko fjörgandi fæðið
með frískjandi vítamínsþef,
hann getur þá gefið heilræðið
sem gagnast við hæsta stigs blóðþrýsting ef
hann er of hár
hann vekur fár
hann verður að lina svo að mönnum líði skár.

Ef maturinn sýnist of saltur
og soðið er kjötið um of
þá er fljótt þrótturinn valtur
og þetta verkar alveg upp í klof.
Sé deyfð að drepa mann
doktor ráðið kann
það dugir ekkert minna en að hrista hann.

Já þannig verkar fæðið á fleira
en fjörið og doðann sem stjórnast af því
og að fylgst sé með fæðinu meira
við finnum nú að mikið vit er í.
væri nú best
vitnað í Gest
hve voðaleg er doðadeyfðin þegar hún er mest.

Frá Góublóti. Flutt af J.K. og J.P. ´69.  >> Efst á þessa síðu

Margt er hér komið með menningarbrag
mörgu er búið að kippa í lag
og aldrei verður nú annað sagt
en allt sé nú þorpið margskipulagt.
A ha a ho
Mér sýnist svo.
Aldrei verður nú    ...........

En eitt húsið svona og annað á ská
á ýmsan veg raðað til og frá,
kætir samt marga og kitlar til,
kyndugt sem hálfraðað púsluspil.
A ha a hæ
Ó hæ hæ æ.
Kætir samt marga  ....................

Merkingar gatna skal vandað við
var því kallað út fallegt lið,
og þekkingarbrunnur hver þurrausinn
en þetta er gamalt með kýrhausinn.
A ha a ho
mér sýnist svo.
Og þekkingarbrunnur hver  ...................

Við skulum samt ekki þrasa um það
þetta er búið og ég held nú að,
þakklátir bílstjórar þorpinu í
þeir fái æfingu beygjunum í.
A ha a hú
hvað heldur þú.
Þakklátir bílstjórar þorpinu í   ....................

Pósthúsið nýja svo fallegt og flott
finnst okkur þarflegt og harla gott
og Hermann að sjálfsögðu ánægður er
hann allstaðar getur nú snúið sér.
A ha a ho
mér sýnist svo.
Og Hermann að sjálfsögðu    .........................

Með snjóbílnum skulið þið fá ykkur far
það fjörgar og hressir vel taugarnar,
og leiðin til baka hún liggur beint heim
með loftskeytamanni og bílstjórum tveim.
A ha a hú
hvað heldur þú.
Og leiðin til baka hún   ......................

Ef snjórinn er djúpur hann moka vel má
mikið og jafna, svo kemst hann þá.
Ef heiðin er illfær í hánorðan byl
hann getur beðið þar líkast til.
A ha a hú
Ég held það nú.
Ef heiðin er illfær í  .........................

Hann kemst yfir skafla, hann kemst yfir for
í klakahröngl markar hann örlítil spor.
Sem kraftmikill brokkgengur klárhestur er
og kitlandi hristist hann undir mér.
A ha a hó
minn hugur hló.
Sem kraftmill brokkgengur   ..................

Ein kvenfélagsskemmtun hjá konunum var
og kannski í annála festa það bar,
að logn var þó bæði á landi og sæ
og leiftrandi norðurljós yfir bæ.
A la la ló
og Lúlla hló.
Að logn var þó bæði   .........................

En örlögin spinna sinn örfína þráð
og engin gat sending á póstbátinn náð.
Og loforð um birgðastöð alls ekki efnd
já er hún að drepast vor hafísnefnd.
Og öll sú eymd
er ekki gleymd.
Og loforð um birgðastöð  ..........................

Af dansleik. Sungið af Jóni Kr. á Góublóti meðan á borðhaldi stóð. Jóhannes Pálmason spilaði undir.´67.

Halldór og Bjössi þeir héldu eitt ball >> Efst á þessa síðu
helvíti líflegt og fullkomið skrall,
með hávaða músík og haframjölsgólf
hér um bil edrú, sko liðlega tólf.

Fyrst komu nokkrir og nokkrir svo til,
og nokkrir í viðbót, ja þrír hér um bil.
Ágóðinn rann eins og elfa í sjóð,
úr einstaka manni rann slefa og blóð.

En þegar að magnaðist mannanna fjör,
mátti rétt vinda nær einustu spjör,
menn köstuðu jökkum af krafti á braut
og kyrjuðu textann sem myndarleg naut.

En þegar að balltíma lokum þó leið,
lifandis skelfing varð Guðný mín reið.
Og manngrúinn leiður nú lagðist að stút,
það langaði fæsta að ganga beint út.

Ég veit ekki hvernig það vildi svo til
þó vildi ég reyna að gera því skil.
En kveiktur var neisti og neistinn varð bál
og nú var í hrúgu hver einasta sál.

Og fram undir morguninn þannig var þvælst,
þjarkað og sparkað, danglað og skælst.
Nú reyndi á þrekmikið lögreglulið
að liggja undir hrúgunni hvað haldið þið.

En uppstytta títt er í éljanna lok
og aldrei er hægara en fyrst eftir rok.
Við bardaga endir að endingu sást
að allir voru að skilja en enginn að slást.

Sent til Kristínar systir >> Efst á þessa síðu
að Laugalandi í Eyjafirði. '62. 

Ég ætla að skrifa þér örlítið bréf
þó ekki sé margt að frétta.
Sitthvað týnt þó saman hef
en segi þér bara þetta.

Kýrnar þær láta kálfana dafna
í kviðnum og þenjast út,
holdum þær allar af hamingju safna
en hvorki fá spýju né æðahnút.

Ærnar með létta  lundu
og ljómandi bros um kinn,
frá þeirri fagnaðar stundu
er fengu þær hrútinn sinn.

Þó Lubbi og Fjára lítið geti
leiðinlegt varla þeim er hjá.
Hvort þó annað mikils meti
mun ekki ættleggur verða þeim frá.
                  -------
Nú er ég góða að fara á fætur >> Efst á þessa síðu
og færi nú hosu á vinstri tær.
Dagarnir líða og draumlausar nætur
dagurinn síðasti hann var í gær.

Oft er veður vont oss hjá
og varla út sigandi hundum,
á traktor við komumst til og frá
en tafsamar ferðirnar stundum.

Á morgun mun ég víkja að veri
og vinn hjá Páli F.  og kó,
en hvort ég flaka eða hvað ég geri
hvergi veit ég núna þó.

Útsala var hér á eyrinni haldin
í okkar dásemdar "Kron",
en þar voru hvorki epli né aldin
sem ekki var heldur nein von.

En þar voru kynlegar könnur,
keröldin há og þar eftir víð,
mölétnar peysur og pönnur
og Parísarklæði frá steinaldar tíð.

Ég sagt flest heyrði haugum í
í hrúgunum mátti hver leita.
Frétt hef ég margt af forstandi því
sem furðulegt mátti heita.

Leitað þar var og leitað
og lengst ef það var ekki til
sem leitað að var ég veit það
ég vesalings konurnar skil.

Margt var keypt sem mátti gagna
mikil ef yrði neyð og stór.
Flest var keypt þar upp til agna
oft var keyptur stakur skór.

Og reyndar er það rétt og satt
og raunar líka eina bótin,
þó ég keypti harðan hatt
að hann var dýr um aldamótin.
            ---------
Ef ég mætti á það benda >> Efst á þessa síðu
í einhverju svolitlu stefi,
þá kýrnar þér vilja kveðju senda
og kossa þér færa í bréfi.

Og ærnar ef vissu ég væri að skrifa
þér vina mín þetta bréf,
þær myndu óska þér lengi að lifa
og lausri við djöfuls "ættarkvef".

Fjára og Lubbi til frelsis þíns hlakka
er færðu að koma úr skólanum heim.
Þau vona að þú eignist svo ágæta krakka
að aldrei þurfi að refsa þeim.

Svo hörku lífsins válynd veður
víki á braut með heimsins táli,
hrafninn á bænum þér heilsar og kveður
hamingjuljóð á sínu máli.
                                                                       
Svo ljúft er að hittast sem leitt er að skilja
lífið er samofið gleði og þraut,
ættfólk og vinir allir vilja                          
óska þér gengis á happabraut.                                          

Vertu nú blessuð og berðu þig vel           
þó bækur og þvottefni og grautar
þér leiðist, og annað ég líflegra tel            
á leiðum til hamingju brautar.                               

Botninn er kominn á braginn
og blekið er næstum þrotið,
en lítið var ég laginn
og ljóðreglur kannski brotið.

Ef veist þú ekki vina mín
hver vísur þessar yrkir,
myndi ég að þér gera grín
svo grátt, ég heiti ......

690 - 717

>> Efst á þessa síðu

Sigurðar drápa hins sterka.  >> Efst á þessa síðu
(Sigurðar L. Ólafssonar).
( Endursögn - unnum saman í húsi bróður hans St. Ól.).

Sigurður Lúðvík heitir hann
sem hérna stýrir verki.
Ýmislegt sá kappi kann
og kallaður hinn sterki.

Sögu eina sagði hann mér
sem þið skuluð heyra hér,
en fram skal það taka, hann fann á sér
fullmikið kannski því er ver.

Því heimildir jafnan missa mátt
og meira þá logið opinskátt,
er sinnið er þannig af kippnum kátt
kannski meira en hefði átt.

Og nú kemur sagan eins og hún er,
austur á Selfoss hann skutlaði sér.
Á ball með félögum fór hann þar,
en fullur hann alls ekki var.

Hann körlum þar kynntist
við konur þar mynntist,
með friðsemd að jafnaði fór
og fjarlægt að drýgja hór.

En alltaf getur óhapp hent
eins og frá þeim ljóta sent.
Sá á enga sök á því
sem því lendir stundum í.

En félagi hans annars félaga snart
þeim félaga þótti slíkt andskoti hart
og ætlaði því að elta hann fljótt
og það borga vel og skjótt.

En hinn svo snar og snöggur var >> Efst á þessa síðu
og snjall fór inn í jeppa þar,
hann var ekki í vígahug
og vantaði til þess dug.

Félagar beggja þá fóru að jéppa
því féndurnir máttu ei sleppa.
Nóttin var nokkuð dimm
og náungar alls kringum fimm.

Sigurður Lúðvík sá það í hendi
að svoleiðis þyrfti að taka endi,
slengdi því föntunum frá
félaga sínum að ná.

Þar varð nú bendan
og þar einn í kenndan
þreklegan lærðan í box
og þá flýði Sigurður loks.

Á hlaupunum hugsaði raunsætt og rétt
hvar réttast væri að stöðva sprett.
Ráð mátti reikna dýr
honum reiknaðist eltendur þrír.

Bak við rútu sér brá í skjól
og beið svo rétt við afturhjól,
þar skyldi eitthvað áð
og einvígi þrefalt háð.

Fyrir horn kom fyrsti fljótt,
hann fékk á vangann skjótt,
með dynk í drulluna féll,
annar djöfull þá rann á þann skell.

Um þann rotaða rymjandi datt
rumurinn alveg flatt.
Í fallinu fékk hann einn
hann féll eins og steinn.

Boxarinn stóð þá eftir einn
og ótta fann Sigurður neinn.
Brögðum hann skyldi beita
eða bölvaður skyldi hann heita.

Rétt um leið og svolann sá           
Sigurður honum fljótur brá,                     
bylmingshögg í bakið sló,                        
í brjósti frelsið hló,                                   
- þreif hann sprettinn þó.

Sé ég í anda afreksmann þann
er örsjaldan hólminn flýði.
Ég þekkt hefi aldrei meiri mann
af mannkosta súgfirskum lýði.

Í mötuneytinu. 14.1. '63 >> Efst á þessa síðu
(Hér er talað til og um mittisdregna kaffikönnu - en belgmikla neðar, sem fékk nafn matráðskonunnar.).

Hýru auga hratt ég renni
því hér er komin "Guðný" mín.         
Á maganum stóra "meyna" ég kenni
mjög er hún öllsömul vönduð og fín.

Við karlarnir allir hana á höndum
höfum lengi og oft á dag.
Ilmi hennar að oss öndum
ætti hún skilið þakkarbrag.

Margir við eltum meyna á röndum
því margar eru kenndirnar.
Ef okkur körlum er kalt á höndum
þá klöppum við henni á lendarnar.

Hlýnar þá oss frá heitum kroppi
hún í augum flestra vex.
Drekkum vér henni dús úr koppi
dýrkendur helstir eru sex.

Mörgum þá hitnar af meyjunnar völdum
misjafnt þó gefur hún sig.
Aðeins er tíminn einn á kvöldum
og oft er hún þurr við mig.

En fréttist það að full hún sé
fjölda margir við hana reyna,
og á meðan ekkert hlé
elskað hafa  flestir meyna.

Margur hreifur meyna skjallar
margur hefur stóra lest.
Tíðast að þeim höfði hallar
hveim sem getur drukkið mest.

Samverustundirnar þakka ég þér  
þeim mun ég alls ekki gleyma.     
Jafnvel til ellinnar ætla ég mér      
þitt útlit í huganum geyma.           

Mun ég svo vona að mjúkum tökum
mennirnir jafnan reyni þig.
Hresstu þá alla í volki og vökum
og vertu góð við þá sem mig.

718 - 743

>> Efst á þessa síðu

Dregið fyrir lax í ytra lóni, 1973. >> Efst á þessa síðu
(Lag: Það var kátt hér á Laugardagsvöldið á Gili.)

Hér var kátt yfir mönnum og konum einn daginn
og krakkarnir spenntir að líta á slaginn,
nú skildi dreginn úr lóninu lax.
Því gat nú enginn á liðsinni legið
og lifandis ósköp var ærslast og hlegið,
já við allt þetta andsk..... bags.

Í fyrstu var netið að flóðgarði dregið
af fallegum báti, úr tunnum þó greyið
svo var handaflið hagnýtt sem best.
Þar var í klukkustund togað og togað,
en tæpast neitt hreyfðist, ja hvert þó í logað
svo var þingað og þrefað um flest.

Allir því höfðu hér ráð undir rifi
og ráðið hjá hverjum það eina sem hrifi
og mörg voru ráðin þar reynd.
En Einar í ráðkænsku stóðst öllum snúning
í snarheitum skyldi fá kafarabúning,
hann hvarf í bíl sinn og brosti með leynd.

Í tímanna rás þegar Einar kom aftur,
varð örvænting mikil svo þagði hver kjaftur,
því að tómhentur vinurinn var.
En þó að um tíma í svip okkar syrti,
samstundis nærri yfir þó birti
það kom hugmynd sem Hafsteinn upp bar.

Hraðbátur skyldi á svipstundu sóttur,
sá ætti að hafa árar og þóttur
og skipstjóra taka minnst tvo.
Að augnablik liðnu í freyðandi frussi
var far þetta komið, það var enginn skussi
sem var hraðbátsins skipherra sko.

Og nú mátti sjá bæði gleði og gaman
og görpunum öllum kom betur saman,
nú skyldi "trollið" þó lempað í land.
Aftur var togað og togað og togað
og togað svo lengi sem nokkur gat vogað >> Efst á þessa síðu
en oft var þó allt saman strand.

En svo þegar net þetta nálgaðist landið
næstum þá reyndist versta ástandið,
það var ördeyða alveg að sjá.
Af vonbrigðum auðvitað viknuðu margir
það virtust svo fjarri ánægjubjargir,
þá stökk lax yfir sólgylltan sjá.

Og þá var nú farið að horfa og horfa,
þá hrópaði einhver, hérna er torfa.
Nú varð uppi fótur og fit.
Í æsingu stórri var dregið og dregið,
djöflast og öskrað, grátið og hlegið,
enginn sýndi hið alminnsta vit.

Og laxinn fór yfir og laxinn fór undir
já lagsmaður það voru spennandi stundir,
það ærðist hver einasta sál.
Menn æddu í vatnið ólmir að gríp´ ann
hjá Einari blotnaði róandi pípan,
að hlæja varð mörgum þá mál.

Um kvöldmatartímann fór látum að ljúka
og laxarnir fengu´ ekki allir að strjúka
en fimmtán fluttir í "rétt".
Og Sveinn var þá kominn með sólskin í brosið
Síðan þá hefur það verið þar frosið,
já þannig má færa upp frétt.

Einhverjar tilraunir.

Þegar fögur tíbrá titrar
töfrum slegin veröld glitrar
allt er vafið unaðslogum
iðar silfurglit á vogum,
þá er eins og litlir lampar
ljósi bregði, spegilglampar.

Jörðin gefur okkur angan
ánægð bjóðum henni vangann,
teygum ilm úr grasi, gróðri,
gleymum tíð í skógarrjóðri
með næturinnar nið í eyrum
náttúrunnar kliðinn heyrum.

Skrýtið kvæði um skemmtilegt svæði. >> Efst á þessa síðu

Kvenfélagsins konurnar
kátar fengu plönturnar.
Völdu stað og væntingar
voru hjá þeim allmiklar.

Safnað var liði á sólskinsstund
þær sáu í anda snotran lund
þar mætti halda í framtíð fund
og flakka um með stofuhund.

Hér skal verða skrúð og skjól
það skásta jafnvel heims um ból,
hér á að skína sífellt sól
sjáið trén þessi hörkutól.

Í logni verður eyrin öll
aðeins kul um hæstu fjöll
hugmyndin fæddist heil og snjöll
heyri það mennskir, álfar og tröll.

Vísindin efla alla dáð
ýmsan veg í lengd og bráð
og auðvitað brugðið á það ráð
að allt skyldi bókað, mælt og skráð.

Í miðjum reit er mikill steinn
mæddur af veðri, blásinn hreinn
en skjóls mun hann njóta um aldur einn
og að fjúka verður seinn.

Hér munu plönturnar vaxa vel
þá von í brjósti sjálfur el
og umhverfið verður auðvitað
til yndis og prýði þessum stað.

Svar til séra Gunnars

Þakka vil hið þekka ljóð                                 
þitt sem kom í bréfi.                                       
Ef að ljóðin eru góð                                       
ást á þeim ég hefi.                                                                        

Ykkur höfðum ekki gleymt                            
Þó áfram tíminn líði.                                       
Í minningunni margt er geymt                       
og minnst í dagsins stríði. 

Á ljóði mínu lágt er ris
lítið þar í fréttum,
enginn dauður ekkert slys
það alveg segi rétt um.

Tvær vísur um heilsu mína - sú fyrri nokkru eldri. >> Efst á þessa síðu

Áður fyrri annað kaus
allt er lífið snúið.
Grár í vöngum - getulaus
gamanið er búið.

Eftir að hné biluðu

Segja ber hvað sannast er
- samúð veitið ríka -
Allt er bilað undir mér
og eitthvað fleira líka.

Hvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun  þakka  þessi
Það er rétt að vekja mann.
Ykkur Drottinn  ég bið að blessi
og brátt hann hressi  gamlingjann.   

Það má Búnaðarsambandsformaðurinn  okkar eiga að hann hringd í mig fyrir nokkrum dögum  og tilkynnti mér lauslega hvað stæði  til í þessu efni. 
Ég vildi þá vita hvað ég hefði gert af mér til þess að hljóta slíka vegsemd og varð þá eðlilega fátt um svör.
Ég bað hann því að reyna að finna einhverjar ástæður til að nefna þegar að stór stundinni  kæmi því að ég hélt í minni einfeldni  að sóminn væri sýndur vegna  einhverra  fyrri verka.
 Nú er það hinsvegar ljóst  að þetta eru hvatningarverðlaun, nú sé mál að fara láta hendur standa fram úr ermum og vakna til verka. Fyrir þá útnefningu og áherslu vil ég þakka heilum huga.

744 - 773

>> Efst á þessa síðu

Sett á fésbók 17.01.16.

Forseta  góðan  finnið    
fyrir land og  þjóð.
Leitinni ekki linnið
lausnin er:  KONA GÓÐ.

Sett á Bloggsíðu Ómars sama dag. >> Efst á þessa síðu

Ómar þakkir, þína styð
þörfu sýn, og vissu fæ,
Þetta er svæsið soralið
er sækir nú að Andra Snæ.

Mars 2014.  Fésbókin hlaðin örvæntingu.
Lag : Það var kátt hérna á laugardagskvöldið

Hér er nú  frost og það fýkur úr sköflum
og fólkið það ærist nær því af göflum.
Á kóngsbænadaginn það kemur til baka
kætin og gleðin í brjóstum þá vaka
og þá lifnar hvert býli og bær.

30. mars 2014. Snjómyndir af dalnum sýndar á fésbókinni.

Í fögrum dalnum ekkert leynist ljótt
þar liggur mjöllin, fátt hann klæðir betur.
En undan snjónum ekki koma fljótt
öll þau tún sem hurfu fyrr í vetur. 

Mars 2014.

Núna betra ekkert er                                       
en mitt rúm og sófi.                                        
Því veðragnýrinn virðist mér
vera fram úr hófi.                                           

Mars 2014.

Gunnar í gríninu sleipur
glettist á fésbók og hlær.
Þó stundum hann fari með fleipur
mér finnst að hann sé mér kær.

3.4.2014. >> Efst á þessa síðu

Þetta er ágæt þíða
það er  morgunblíða.
Með sama hraða ég sæi snjóinn fara
svona á ári, held ég bara.
            --------
Enn er hérna  ágætt veður
oft af logni  teljumst  rík.
Það er oft sem þetta skeður
en þreifandi bylur í Reykjavík.

Furðulegt hvað fólk má þola
frost og snjó um margan dag.
En það er varla þörf að vola
Þvílíkt bætir engra hag.
          -------
Ef horfir þú í heiðið blátt
og hauður sólin skrýðir
virðist ætíð vera fátt
sem veröld meira prýðir.

Þegar veröld vaknar af
vetrardvala sínum,
lægja vindar, lygnir haf
og léttir huga mínum.

Er hausta tekur hef ég séð
heimsins fegurstu liti
fjallahringnum fylgist með
og fjarðarins töfra gliti.
    ----------
Hans er ekki hugsun hlý
helst í bullið rifar.
Lítill finnst mér fengur í
flestu sem hann skrifar.

Fésbók  mín  er  þunn  og  þreytt
þar  er lítið  bitastætt.
Umræðan  snýst  um   ekki  neitt
ekkert  stórmál  lengur  rætt.

24.09.14.

Allir núna sjá hvað selst.
En Samkeppniseftirlitið
virðist, (og það held ég helst),
hefur enn í bólið skitið.

10.05.14. >> Efst á þessa síðu

Frábærar kveðjur fésvinum kærum skal þakka,
er farinn til næsta árs kveðja  og óska að hlakka.
Þá von mína á skýin ég vitanlega nú hengi
að verði ég lífsmegin minnsta kosti  það  lengi.

Fann þessa vísu á náttborðinu   30.11.14. Ástæða gleymd.

Ekki varðar enn við lög
þó Adams sperrtur sonur
elskað hafi ýmsar mjög
álitlegar konur.

Við lestur á Visnasafni  útg. 1973 kom þessi  vísa vegna misjafns efnis

Þessu kveri vil til varna
veita nokkuð lið
því ágætar vísur eru þarna
innan um og saman við.

2.05.13.

Ánægjusvipurinn ekki sér leynir
allt mun nú gerast og sigurinn vís
Sigmundur glaður í guðsnafni reynir
að gera sér landið að Paradís.

1.apríl 2014.

Lífsbrautin er löngum hál
og lýðnum oft til baga
þetta er víða vandamál
sem vont er oft að laga.

Hvorki dugar sand  né salt
á syndabraut að dreifa.
og bönnin leysa ekki allt
eitthvað skal því leyfa.

Smávegis um blessaðar kýrnar. >> Efst á þessa síðu

Að því rökin allvel hníga
að erfitt sé varla kúnum hjá.
Þær éta, skíta, mjólka, míga,
en mestan part er hvíld þeim hjá.

Útlit mitt er ekki gott 
ei þó líðan bagi.    
Að fegurð mín sé farin brott                                   
mér finnst það allt í lagi. 

Að ásýnd mín sé ekki flott
ekki getur talist gott.
fegurð mín er farin burt 
Til fjandans ég veit ekki hvurt

Um skrif Bjarna Guðmundssonar.

Löngum skrifar lipurt mál,
lestur bætir geðið.
Um áhrif betri á okkar sál
enginn getur beðið.

0.11.13. >> Efst á þessa síðu
Alltaf er beðið eftir stórum fréttum.

Fátt er að frétta héðan
mér finnst að það sé fyrir neðan
hellurnar allar
því heimurinn kallar
á stórfréttir stöðugt á meðan.

Af Gnarra er gott að frétta
hann greip til þes ráðs að létta
sitt fjárans farg
forðast nú arg.
Líklega líkar mér þetta.

Við stjórnvölinn stóð hann þó keikur
stækkaði, móthlutinn veikur.
Hans lífsmotto var
að leita alls þar
sem lýðræði og lífsgleði eykur.

Annar mun koma, ekki betri
í hans stað að liðnum vetri.
Hverfur nú Jón
ég held að flón
þá hamist í höfðingjasetri.

774 - 794

>> Efst á þessa síðu

27. apríl 2015   stælt og endurbætt (Magnús Halldórsson á fésbók). >> Efst á þessa síðu

Á fyrsta degi sumars var frostið nokkuð hart
við fögnuðum þó sumri bara vel.
Hann var grimmur að norðan og gleðin var týnd
þá gránuðu hólar og féllu mörg él.

Á öðrum degi sumars varð ennþá meira frost
og engin þá sáust lifandi blóm.
Fjölgaði þá éljunum og fannbreiðan óx
og frekjan  varð mikil í vindana róm.

Á þriðja degi sumars var þrálátt frostið enn
og þakti fönnin hlíðar til heiðar varla sást.
Úr trjánum hurfu söngfuglar og tapað þeirra korn
að treina líf í skjóli þeim reyndist einna skást.

Á fjórða degi sumars var fimbulkuldatíð
það fáir töldu að lagast myndi í bráð.
Kári var með æsing svo oft í fjöllum hvein
og áfram þessu veðri í fjölmiðlunum spáð.

Á fimmta degi sumars var fjandi mikið rok
fannir enn að þykkna og skaflar náðu hærra.
Frostið beit í kinnar og kannski víðar fast
þó kennum annað vandamál og það er miklu stærra.  (Áhrif verkfalla).

Spurt var á fésbók: Hvað veldur fylgisaukningu hjá Sjálfst.fl.

Getur það verið gleymska
sem gagntekur vora þjóð ?
Ellegar helber heimska
hvað haldið þið mennog fljóð ?

Sannast hefur eitt sinn enn
ýmsir kunna að lifa.
Árrisulir andans menn
oft hér fyrstir skrifa.   

Landar flestir kyrja í kór,
komin alda heljarstór,
því ráðherann í fenið fór
með fals og lygi og yfirklór.

Aumt ástand.

Það er svo hér og það er svo víða,
að það er allt strand og fast i lás.
Dagarnir líða og draumarnir bíða
dugurinn minnkar í áranna rás.

Á Lionsfundi í Bolungarvík '97  (3 klúbbar). >> Efst á þessa síðu

Nú höfum lokið að næra okkur
úr nágrannabyggðum “Víkina” kringum.
Okkar Lions fríður flokkur
fullur þakkar Bolvíkingum.

Einfeldni.

Ég yrki með einföldum hætti
og án þess að segja nokkuð.
Og vafalaust afurð sú ætti
með úrgangi vera flokkuð.

Aumt ástand.

Það er svo hér og það er svo víða,
að það er allt strand og fast i lás.
Dagarnir líða og draumarnir bíða
dugurinn minnkar í áranna rás.

3 vísur.

Margt er það sem manninn hrjáir
mun svo verða æ og sí.
Að uppskera verði eins og  sáir
ekki skaltu treysta því.

Ævin langa eitthvað kennir
árin spanna þroskabraut.
Framhjá sigldu tímar tvennir
hvert tekið skrefið að því laut.

Framtíð skal á fortíð byggja,
í flestu nútíð er þó breytt.
Því að ýmsu þarf að hyggja
sem þekkti fortíð ekki neitt.

Flutt á Lions- og kvenfélagaskemmtun 29.6. '97. >> Efst á þessa síðu

Vandamálin verið geta slungin
víða hér og nokkuð oft.
Bæjarstjórn í bræði sprungin
bara svona uppí loft.

Kristinn, Smári, Kolbrún, Freysi
konan Gósý og Jónas Ól.
allan vanda okkar leysi
í það minnsta fyrir jól.

Aldrei fréttir eru búnar
eða sagan fyrir bí,
því Kristján, Þórunn og karlinn Rúnar
komið hafa sér í frí.

Bæjarstjórinn burtu fór
bráðum kemur sjálfsagt nýr.
Hann má vera höfuðstór
ef heilinn reynist nógu skýr.

Kannski verður Kristinn Jón
í Kristjáns-stólinn settur fljótt.
Og máski verra fyndist flón
á Fróni - held ég - góða nótt.

795 - 835

>> Efst á þessa síðu

Baldur Árna sendi mér nýjustu ættartölur.

Blöð sem fékk ég Baldri frá
ég barði augum glaður.
Þakkir flytja því ég má
þú ert vænsti maður.

Hafrún Halla í heimaæfingum. '94 >> Efst á þessa síðu

Fátt er það sem hana heftir
hún á bæði táp og fjör.
Þetta leikur enginn eftir
enda bæði létt og snör.
--------
Svona er einfalt að yrkja bögu
aðeins að raða stöfum saman.
Auðvitað gengur það eins og í sögu
erfiðislaust og dálítið gaman.

Þetta er ýmsum íþrótt
hún yndi veiti.
Eykur  mönnum orðgnótt
að ýmsu leyti.

Veðurtepptur í Reykjavík. 26.1. 

Veðrið slæma vestra enn
virðist lítið breytast,
þrælslega mér sýnist senn
sál mín vera að þreytast.

Fátt er sem finnst til gleði
og fáránlegt alveg að vera hér,
þó lyftir það aðeins lund og geði
að lagast það hlýtur fyrir mér.

En aumingja fólkið sem á hér heima
og alls enga von um betra hefur.
Minnugur þess,  þá mun ég fljótlega gleyma
minni þjáningu strax og mér gefur.

25.3.'95

Úti er komin niðdimm nótt
og nú er fjör að dofna.
Í háttinn skal ég fara fljótt
feginn mun ég sofna.

Niðamyrkur öllu yfir
enga skímu finn,
og á kerti engu lifir
engin sól á brá né kinn.

Kynningarfundur um stofnun Þróunarseturs. >> Efst á þessa síðu

Hér hafa menn safnast saman
til sóknar blásið með hraði,
og víst skal hér gleði og gaman
með gætni skal farið á vaði
þá sæl verðum sjálfsagt í framan
og sendur er burtu vor skaði.

Febr. '99   Sent m.m. til Valdimars til að velja auglýsingu eða kynningu Vestfjarðarita.

Til hátíðar einhuga efnum
hjá íslenskri bókaþjóð
því kynnt eru á veraldarvefnum
Vestfjarðaritin góð.

Á leið suður í Grímsnes í orlof. F.P., K.G.J., B.F. og G.F.B.

Heima ágætt veður var
en væta allar Strandirnar.
Í Borgarfirði bjart en kalt
en blíða og sólskin hér um allt.

Uxahryggja ókum leið
og um Grafning rann bifreið.
En "menning"sunnar meiri var
og malbikaðar göturnar.

Bústaður góður beið oss hér
til bjartra stunda hugsað er.
Héðan skal ekið ýmsa leið
og augum rennt um löndin breið.

Við stofnun slátursamlags. (Norðvestur- bandalagið). ´97 

Sjálfsagt er nú saman skroppin
hin sundraða hjörð um dali og firði,
því félag er komið á koppinn
þeir klárustu setjast á toppinn,
að andmæla þessu enginn mannvera þyrði.

Guðfaðir kátur brosir nú breytt                       Gunnar Sæmundsson.
í barm sinn hljóður.
Sauðina hefur hann saman leitt
sá var góður.
Að stjórnin er orðin nú þegar þreytt
er þeirra ljóður.

Sundruð hjörð er saman skroppinn
sýnist mér.
Félagsmynd er komin á koppinn
kætist her.
Gunnari öðrum tókst á toppinn                       Gunnar kaupfélagsstjóri á Hvammstanga.
að tylla sér.

28.1. '97. Æfingar. >> Efst á þessa síðu

Hér var blaðið hreint og hvítt,
nú hef ég á það párað,
og þó að kvæðið þyki skítt
þá samt hef það klárað.

Þessi vísa virðist mér
vafalítið hróssins njóta.
Upphafsgalli enginn er
og endir snjall til bóta.

Nú er kannski kveðið nóg
krassað hef ég hratt á blaðið,
og fyrir það verður að fella skóg,
ég finn ég hef að illu staðið.

Ótrúlega er það skrýtið
andinn þegar hvergi finnst.
Þetta verður þunnt og lítið
þess mun lengi verða minnst.

Til Baldurs Árna, eftir lestur umfjöllunar hans um F.P. að honum látnum. 11.12.'96  

Skoðað hef ég skrifin þín
skemmtan hafði góða.
Er það síðan ætlan mín
þau aðra geri fróða.

Ei þó lesist undir próf
er þar mikill fengur.
En telja má þau tímaþjóf
ef tef ég við þau lengur.

Eflt það getur þjóðarþrótt
að þekkja vel til sögu,
og tæpast verður talið ljótt
að troða saman bögu.

Gáta.

Vel á tölvu víst hann kann
valið efni rekur,
efni fínt í fræðimann
sem fornar sagnir rekur.

Fylgst með nefndarstarfi á aðalfundi B.S.V. 2002. >> Efst á þessa síðu

Trúin sögð er flytja fjöll,
fjöllin sólin roðar.
Fjárhagsnefndin fjarska snjöll
fjárhag lengi skoðar.

Árni flest á rökum reisir                      (Gjaldkeri BSV).
réttar tölur á hans blaði,
vanda allan löngum leysir
ljúfur telst í alla staði.

Þar er einnig Karl á Kambi
kempa ein frá Vestur Barð.
Enga kind með einu lambi
á - þær gefa lítinn arð.

Sigmundur á Látrum löngum
leikur ekki tveimur skjöldum.
Situr rór og veltir vöngum
af viti starfar að við höldum.

Hilmar lengi hefur stýrt                                                                  
höfðingjum á Rauðasandi.
Framlag hans ei reiknast rýrt
rekkinn er í góðu standi.

Nefndarstörfum ljóst er að ljúki
þó lengi og vel þeir kryfji málin.
Ásvaldur "skógar-erki-púki
er þar bæði líf og sálin.

Aukavísur:

Hulda mín mig hefur grunað
þú hafir ætíð gjörla munað
þinn ljúfa bernsku- og æsku unað
undir bröttum fjöllum heima.
Þó árin hafi áfram brunað
engu fögru skulum gleyma.

Sjónum bein í sólarátt
sorgir allar brjóttu,
horfðu djörf í heiðið blátt
hreinnar gleði njóttu.

Lionslið - hluti. >> Efst á þessa síðu
Formaðurinn, Kristján Einarsson

Gerir allt með elegans
svo oft mér þykir nóg um.
Byssan er í höndum hans
hættuleg  mink og  tófum.

Ritarinn, Jón Friðgeir.

Vel er hann til verka fallinn
varla tekur hann sér frí.
Skyldi hann vera kelinn kallinn
hvað er helst að frétta af því ?

Gjaldkerinn, Birkir Friðbertsson

Situr oft með sveittan skallann
sést þó lítið eftir hann.
Skoðar bókhald,hefur hallan
hausinn, blessið aumingjann.

Fyrrverandi formaður, séra Valdimar Hreiðarsson.

Valdimar er vænn og klár
og veit nú hvað hann syngur.
Búið með konu í bráðum ár
bara nokkuð slyngur.

Valdimar eins og vísir menn
verður í mörgu að ragast.
Konuna skilur ekki enn           (Hún er frá Austurlöndum fjær).
en það getur lagast.

Næsti formaður, Þorsteinn Jóhannsson.

Þorsteinn Jóh. er þéttur kall.
Það mun sannast víða.
Er í flestu afar snjall
ekki síst að smíða.

Óbreyttur,  Guðni Einarsson

Guðni Einars getur flest
gaman væri að sjá hann
á fundi svona fyrir rest,
en fínni klúbbur á hann.

836 - 873

>> Efst á þessa síðu

Vísa  af óþekktu tilefni. >> Efst á þessa síðu

Gegnum búskaps stríð og stapp                     
stöndum sem við megnum,                
og leiki við þig lán og happ                
lífið allt í gegnum.                              

Viðbætur til Guðfinnu á Mófellsstöðum, ekki sendar. F.h. Gunnýjar.

Þér sem enn með þrek og þor
þreytir göngu stinna,
verði ævin eilíft vor
og ekki nokkuð minna.

Gæti ég samið ástaróð
elsku besta móðir,
kveða ég vildi lengi ljóð
um löngu horfnar slóðir.

Fylgivísa til FP. Og KGJ. með fánastöng sem við systkinin gáfu þeim.

Framtíð þekkri fegurð skrýði
fjarðar- Botn, þá vel er gert.
Stöðugt reynist staðarprýði
stöngin bein og hnakkakert.

Össur á Lága Núpi  sjötugur.

Við finnum þá horfna - Fjölnismenn snjöllu
og fjarri því íslenskt það mark sem að sett er,
haltu því áfram að berja í bjöllu
og boða af einurð það sem að rétt er.

Gamalt í gestabók Kristínar og Baldurs. >> Efst á þessa síðu

Ek er kominn aftur gestur,
áætlunin stundum brestur,
sannleikur er sagna bestur,
"soldið" skrapp ég áðan vestur.

Ekki verða örlög flúin,
öll er þolinmæði búin,
ég er orðinn latur, lúinn
og leiður,  heima bíður frúin.

Óstöðvandi viðbætur við afmælisvísu, ekki sendar.

Afmælis á öðrum páska
er nú rétt að minnast.
Haltu þínum góða gáska
gott var þér að kynnast.

Þú vel dugir þinni sveit
og þeim sem til þín leita.
Þetta er staðreynd það ég veit
þú skalt ekki neita.

Alls hins besta óskum þér
aldur vart þig kvelur,
viskan eykst sem venjan er
en vindur árin telur.

Líf þitt hafi góðan gang
með gáska fjör og læti.
Allt sem þú gerir og færist í fang
fylli þig hugljúfri kæti.

Þær óskir sendum að áfram vegni
"yður" vel og þinni konu.
Í sólskini, roki og regni
ráðist vel með ykkar sonu.
 

Á Framleiðsluráðsfundi ' 95.  ( Ég sat í stól fulltrúa ráðuneytis að honum fjarverandi                                                                                            þá orti Guðm. Stefáns). >> Efst á þessa síðu

Þátttaka stjórnvalda styrkir
starfandi Framleiðsluráð.
Fulltrúi Blöndals er Birkir
betur hér þegar er gáð.

Mitt svar var.

Upphef ég mína eðla raust
eins og reyndar vert er.
Þakka vil ég þetta traust
því mitt hjarta snert er.
            ------
Þó vísurnar allgóðar yrki
aldrei var því samt spáð,
að Guðmundur Stefánsson styrki
starfandi Framleiðsluráð.

Sjúkrahúsvísur, lá þar vegna ulnliðsskemmda. Lá þar m.a. með Pétri kennara sem                                                                                                 lá vegna fótbrots. ´69.  >> Efst á þessa síðu

Furðanlega fljótt mér þótti
fjarskalega gaman hér
þó var jafnan í mér ótti
elsku Lilja gagnvart þér.

Oft er gott að biðja Böddu
Badda reynist okkur kær.
Ekki vill hún að svo stöddu
okkur leyfa að koma nær.

Pétur oft í fótinn fær
fiðring heldur sáran
einna verstur ef hann nær
upp í hægri nárann.

Að lúra hér er lítið grín
lífið sem í tösku,
en áttu ekki elskan mín
yfirstærð af flösku.

Hafir þú fleiður, hefur það skánað
hafir þú notað vaselín ?
Hafir þú marist, hefur þú blánað,
hefur þú notað penis-Elín.

Tíminn líður furðu fljótt
ef færi ég honum Pésa
eitt þúsund og eina nótt
sem alla mun  hann lesa.

Dúnna reynist dísin blíð
dæmalaust er konan fríð,
röddin lág en þráfalt þíð
þó að stundi heimskan lýð.

Jenný hún er heilsubót,
og hún er ekki talin ljót,
öllum gaf hún undir fót,
átti víða stefnumót.

Rósen læknar mannamein
marg-útlærð í sinni grein.
Hún er ekki há en bein
hún er sjaldan talin ein.

Lilja er frekar lág og mjó
lætur undan sjaldan þó.
Rífur sig stundum og reynist vel
rösk og lipur undir skel.

Helga okkar heilög var
hún af öðrum næstum bar
alltaf var hún allsstaðar
í það minnsta hér og þar.

Malla nætur margar sást
margir lengi að henni dást,
hún var stundum helst til skást
henni listin sjaldan brást.

Laufey, Badda, Berta, Sína,
bóna kringum fætur mína.
Ella, Tóta, Guja, Gína,
gera okkar veru fína.
En á Höllu biðlar blína
bölvað væri henni að týna.

Dýrum vonum dagar fáir skrýðast
dvöl þeirra ýmsum sýgur merg og blóð,
á bíðandi manni best og lengst þeir níðast
brjótandi skap og slökkva vonaglóð.

Stólpípuaðgerð á Pétri Garðarssyni.  Fyrri hluti týndur. >> Efst á þessa síðu

Þú hafðir jafnan heldur góða lyst
og hér er kjarnafæði sérhvern dag.
Þú hefur ekki skitið frá því fyrst
nú fer það þó að komast senn í lag.

Það hefur þjappast, hnoðast, hlaðist upp
og hrúgast fast í endaþarm og görn,
svo metangasið þenur húð og hupp
en hundrað ropar gagnslaus neyðarvörn.

En Lilja þín hún lykilráðið kann              Og aftur mikið kviss og brak og boms
og lífgar von að aftur gerist bjart,            bullusláttur, físibelgjarhljóð.
með "kjarnorkunni" koma hlýtur hann   Bekken fyllast, gruggugt vatn og groms
á klukkutíma bæði lint og hart,                 gamlar birgðir ryðjast eina slóð.
              ----------------
Að rúmi mínu heyrast hljóðin öll             Enn er ei komið að ísfirskum sjúkrahúsmat
hvás og sog og snöggar sprengingar,       eggjum og tómat á brauði af lystugri gerð.
háar drunur, busl og boðaföll                   Hér hæfir ei bekken en hálftunnu olíufat
burr og skot og miklar þrengingar.           hefði þó líklega tekið í aleinni ferð.

Útgáfa II.

Enn er mikið frost til fjalla
fönnum skrýðist hóll og laut,
En sólin skín á okkur alla
og hún magnar vetrarskraut.

Það skaðar engan.

Þó ég hnoði ljótan leir
er lítill að því skaði,
eitthvað hnoða má því meir
mikið pláss á blaði.

874 - 907

>> Efst á þessa síðu

Í upphafi Stéttarsambandsfundar. Fyrri partur Sig. Þórólfs. 1987.

Húmar að og hallar degi
hugurinn reika fer.
Mér finnst helst að Halla eigi              (Halla Kristjánsd. var fulltrúi líka).
að halla sér að mér.

Sparisjóður beðinn um yfirfærslu.

Minn Landsbankareikningur löngum er tómur
og líklega nú er hann meira en það.
Það er engin lygi, þar er ekki gómur
elskurnar bjargið nú þegar í stað.

Eftir mikla hrinu kapalsspils í tölvu. >> Efst á þessa síðu

Að mér veitist einhver líkn,
er það dómur rangur ?,
þó ég hafi fyrir fíkn
fallið endilangur.

Margt getur skeð.

Nautið lengi núna mígur
nóg af vatni mun það fá.
Kvígan punginn sífellt sígur
sem því hangir neðaná.

Ýmislegt sem fannst við tiltekt í maí 2007.

Ljúft er vor yfir landsins byggðum
ljós frá himni skín.
Við landsins vætti lýsum tryggðum
á lífið fáum bjarta sýn.

Tilraunir:

Okkar góðu grannafundir
gefið hafa ljúfar stundir
auðgað líf á allar lundir
ekkert breytir því.
Viljum líta grænar grundir,
gleðimót ef svo ber undir
verða okkur alltaf ný.

Góðir eru grannafundir          
gleði sannri aldrei linni.
Þakka vil ég þúsund stundir,              
þær sem lifa enn í minni.                    
Ykkur þakka allar stundir
öll hin hlýju, góðu kynni.

Úr loftinu ?

Ef mér byði upp í leik
ungfrúin á bænum
sjálfsagt yrði vörn mín veik
og vitið hyrfi "í grænum".
            -----------
Útaf  leggst ég alveg flatt,
er ég strax í náðum,
svefninn á mig sígur hratt
og sigra mun hann bráðum.

Um ákveðinn stjórnmálamann. >> Efst á þessa síðu

Fortíð sína á baki ber hann,
breyskur maður talinn er hann,
undir bjórinn enginn sér hann,
eflaust beint á toppinn fer hann.

Lítill ávinningur.

Morgunblaðs í krók og kring
eitt kvöld við lestur tafði.
Ósköp lítinn ávinning
af þeim lestri hafði.

 -----------------
Áðan leit ég ýmsa menn
til ýmsra lítið þótti.
Heimska ýmsra að mér enn
á ýmsa vegu sótti.

Auðnuleysið.

Einn um nótt í auðnuleysi skælist
um mitt hús í leit að sjálfum mér.
Um hugann sljóann eitt og annað þvælist
sem ekki verður skráð né bókað hér.
- - - -
Framsóknarmennskan er farin að hrjá
fjölmarga landsins þegna.
Allt sem hún megnar illt er að sjá,
óviss er framtíð hennar vegna.

Týndust kvarnir, tapast mál
trúa slæmu verðum.
Heimska ljós og heimsins tál
hafa ráðið ferðum.

Stundarsýn.

Mikinn hefur móð í taugum
magnast sé ég holdsins fjör.
Fýsnin logar ljós í augum
löngun hraðar blóðsins för.

Dalsorka komin í gang. 2002.

Fátt er mjög af fréttum héðan
feikna krafti vélin skilar,
þetta er alveg ágætt meðan
ekki tölvudótið bilar.

Vísur af ýmsum sneplum. >> Efst á þessa síðu

Ég ætla að senda þér svolítið ljóð
þó segi það engar fréttir.
Margt er að sækja í minningasjóð
sem mæðustundirnar léttir.

Ég flyt þér mína bljúgu bæn
sú bænin vakir ár og síð
að vonandi sértu Vinstri græn
og verðir stöðugt alla tíð.

Lausavísur.

Það mér ósköp þykir leitt
því fæ ég í engu breytt
augun mín þau eru þreytt
þó ekki sé ég að gera neitt.

Vafalítið vestur fer ég
vikadrengur núna er ég
áhyggjur þó ýmsar ber ég
í þær löngum tíma ver ég.

Ef í hjörtum ástin brennur
ekki verður hljóðið dræmt
en ef blóðið ekki rennur
allir telja frekar slæmt.

Þó að málið þyki raus
þá svo líf mitt gengur
að ekki get ég haldið haus
held ég mikið lengur.

Til þess frúin talsvert hlakkar
úr tíndum berjum hlaupið gera
góða uppskrift þína þakkar
þessar línur kveðjur bera.

Safnvísur  mars 2004. >> Efst á þessa síðu

Ályktana fargan flott
fengum við að heyra.
Sumt var bull, en sumt var gott
sem rann ljúft í eyra.

Hvar er Eirík Finn að finna,
fæ ég við því svör ?
Undireins og ekki minna
eg vil ræða við hann kjör.

Má ég vera vinur þinn,
viltu í mér heyra ?
Þér ég skulda koss á kinn
og kannski eitthvað fleira.

Þessi vísa er nú ekki alveg nógu góð,
ég ætti að reyna að gera dáldið betur.
Leita að góðu efni og gera fallegt ljóð,
það gæti skapast bráðum, eða seinna í vetur.

Góðan dag, er Guðni við ?
Getur hann talað í síma ?
lengist enn mín langa bið
þó lítinn hafi tíma.

Í útvarpinu eru menn
ýmislegt að ræða.
sjónarmiðin sýnst þrenn
og sára lítið fræða.

Hlusta ég á þetta þref              
það er lítið gaman.                  
Ánægju ég enga hef                 
þá aular spjalla saman.             

Síðar.

Lagt hef ég frá mér ljóðakver
og lokið vísna basli.
En hvað með það sem eftir er
af allskyns ljóðadrasli

Enn síðar.

Meðan brunar blóð í æðum
bærist margt í hverri sál.
Lifi enn í gömlum glæðum
getur ætíð tendrast bál.

Vilja flestir verjast eldi
varúðar gæta hverja stund
um miðjan dag, að morgni, kveldi
má því temja sína lund.

908 - 940

>> Efst á þessa síðu

Allt það sem hér fer á eftir fannst á gömlum bleðlum í febr. 2012.    Ástæður  gleymdar.

Hana elskað hef ég grimmt
hún er fagursköpuð.
Í huga mínum hefur dimmt
hún er alveg töpuð.

Júlí 92, til Adams og Gunnu sem voru á ferðalagi með gistingu á Kaldá, en voru ekki komin í gistingu þegar við ætluðum að líta við. Vísan skilin eftir.

Ykkur sendi örstutt skeyti
(annað þó að sé mitt fag).
Ferðalagið fögnuð veiti
ferðalöngum sérhvern dag.

Á Lionsfundi 6. des. ´92 var úthlutað 100% mætingamerkjum. Það var ekki gert með viðhöfn sem áður, en formaður kom merkjunum til skila á sinn hátt.

Ágúst snjall á ýmsa lund
aldrei nokkurn lastar.
En líkt og beinum hent í hund
heiðursmerkjum kastar.

3. jan 1993 – komst ekki á Lionsfund. >> Efst á þessa síðu

Á Lionsfund ég læt mig vanta
lognið er þrotið og veðrin æst.
En eitt er víst, ég ætla að panta
örlítið betra veður næst.

Sum er þó óskin aldrei  virt
og ýmislegt verður að líða.
En alltaf hefur aftur birt
svo engu þarf ég að kvíða.

6. jan ´93. Sögð ónotuð vísa.

Ykkur sendi óskafjöld,
allan daginn , nótt og kvöld.
Gleðin hafi víðtæk völd
og veitist ykkur þúsundföld.

Ein stök.

Vindar úti valda mér
vandræðum og meira,
þreytandi tími og þrotinn er
þolinmæði og fleira.

Jón á Brekku sjötugur.

Víst skal glatt í vina inni,
verðum þó fjarri, því er ver.
Þökkum góð og gömul kynni
gæfan ávalt fylgi þér.

Í gestabók Valda og Eddu. >> Efst á þessa síðu

Til yrkingar er ég dæmdur,
öðru skal gleymt á meðan.
Litlum bragarlaunum sæmdur
líklega fer ég þó héðan.

Frá döprum huga.

Sorg og kvíði saman tengjast
söltum tárum baðast kinn.
Skapið þyngist, skuggar lengjast
skelfing fyllir huga minn.

Lions. Febr.  ´92.

Þó að oss félögum fækki
og fámenur klúbburinn smækki,
við berjumst til þrautar af þráa
og þraukum hversdaginn gráa.
Vinnum því nú
í von þeirri og trú
að sól vor á himninum hækki.

Ingibjörg og Jóhann, 22.júní 2013.

Lífið veiti ljúfar stundir
lán og heilsa aldrei svíki.
Alltaf verði ykkar fundir
innilegir, gleðin ríki.

Setið í góðum stól. >> Efst á þessa síðu

Höfuð bringu hangir á
hörmung þennan mann að sjá
hryglukorrið heyra má
hristist skrokkur til og frá.

Er því svefninn ekki vær
andann varla draga nær
aulinn hvíld því enga fær
ergi mörgum stöðugt ljær.

Oft slíkt hendir ár og síð
ekki hátt í siðinn býð
ásýnd hans er ekki fríð
er hann heyir þetta stríð.

Vona því hann fái frí
fái bata skjótan því
enginn þolir þennann gný
né þessa  raun að komast í.

31.03.2014.

Ef ég mínar raunir rek
sem rétt er síst að gera,
engin heilsa, ekkert þrek,
umsögn myndi vera.

6.april 2014
Nú er að nálgast vorið
og náttúran lifnar öll,
líðanin batnar og léttist sporið
mig langar að ganga á fjöll.

En fætur og fleira heftir
ég fæ ekki næga bót.
En skyldi ég eiga það eftir
að ösla um brekkur og grjót ?

Þá yrði ég aftur ungur
allt væri nokkuð breytt
ég gleddist  við kletta og klungur
og kjarkaður yfirleitt.

8.apríl 2014 >> Efst á þessa síðu

Silfraðar bárur af sólskini loga
sindrandi fegurðin ríkir hér,               
og landið sem umlykur  víkur og voga
vekur  gleði í huga mér.

Í fjallannageimi fegurðin ríkir
fjörðurinn merlar í glampandi sól,
treysta því má að  töfrar slíkir
tryggi í sálinni höfuðstól.

Hafið  við strendur hrífandi gjálfrar
heillar og gefur í senn.
Myndin sem birtist er myndin sjálfrar
mestu listar sem þekkjum  við enn.           Þessar vísur bíða endurgerðar undir lagi.

                                                                         
14.04.2014.

Alhæfingar ekki vil ég
oftast get ég hjá þeim sneitt
en atómljóðin ekki skil ég
yfirleitt.
            ----
Ellin sækir að mér fast
ekki skal því leyna
en verjast skal þó vitlausast
að vera líf að treina.
                             

25.4.2015

Seint ætlar vetur að víkja
hann virðist nú ætla að svíkja
samning til sjós og lands
og sækir ráðin til andskotans.

Sett á skjáinn. >> Efst á þessa síðu

Það er nokkuð illt í efni
ekki næ ég fullum svefni
því eitthvað slæmt ég á mér finn
ætli því valdi forsetinn.                ÓRG.

Fleiri mætti gjarnan gruna
sem geta drepið hamingjuna
einn þar nefna eflaust kann
auman forsætisráðherrann.              SDG.

Sett á fésbókina 24. Apríl 2016.

Brýn er þörf á breytingunum hér
á Bessastöðum lifni aftur von.
Gæfumaður gefðu kost á þér
Guðni Th. Jóhannesarson.               Fékk góðar viðtökur.

Best er nú bögu að semja
brag sem að veitti gaman
og liðlega tækist að lemja
laglega vísu saman.
--------
Moldviðrið mæðir á bænum
meira en áður var þekkt.
En gott er að vita af vistvænum hænum
já víst er það dásamlegt.
--------
Ýmsa góða sárt ég svekki 
seint mun nöldrið teljast  flott
en fréttamatið finnst mér ekki
fyllilega nógu gott.

941 - 983

>> Efst á þessa síðu

Mars 2016 >> Efst á þessa síðu

Með höfuðið gamalt og grátt
gerist nú heldur fátt.
Á stólnum ég sit og stari útí bláinn                                
staðan þó óbreytt ég er ekki dáinn.

Ekki mér lappirnar líkar
mig langar að hafa þær slíkar
sem áður og nýtast mér nú
núna er óskin mín sú.

Horfið er fleira frá mér
fljótt skal það segja hér.
Andinn kom áður stundum
efni við saman  fundum.
Minningin eftir er.
Nú kemur hann kargur og þver.
      ------------
Ennþá er vitlausu veðri spáð
og veitt eru jafnframt hagkvæm ráð
að best því sé að binda niður,
bara svo að skapist friður,
allt lauslegt.  Menn drýgi þá dáð.

Svona  ráð er þarft að þiggja
Þetta sýnir að fyrirhyggja
flestum mun farnast vel
og finna það að ég tel
en latir þó áfram liggja.

Sent á fésbók. Afmæli Hjálmars Jónssonar

Sjálfsagt mér þykir að senda kveðju-ljóða
samt er þó andinn fjarri hér um bil,
fésbókarvini færi kveðju góða
farnist þér áfram vel sem hingað til.

11.04.2016. >> Efst á þessa síðu

Ég held að mæðin sé minnkandi,
meira á fætuna treystandi,
þó hjartað sé hálfvegis höktandi
ég held  að ég sé ennþá lifandi

Ekkert sent.

Óli grís sig ekki kann
ýmsu lofar, svíkur.
Víða finn ég meiri mann
mun hann fáum  líkur.
       ---------
Best er nú bögu að semja
brag sem að veitti gaman
og liðlega tækist að lemja
laglega vísu saman.
            ------------
Auðvitað er um að gera
að yrkja strax ef kallar þörfin
og láta annað alveg vera
alltaf geta beðið störfin.

Oft er biðin býsna löng
að bragur verði  til.
Heilabúsvinnan heldur ströng
ég hraðari árangur vil.

Ein stök. >> Efst á þessa síðu

Vísnagerð var mér gaman
nú vil ég þó segja það
ég er hættur að halda því saman
sem höndin párar á blað.

Önnur stök.

Að berja saman lítið ljóð
er langt og mikið strit
svo afurðin verði einkar góð
og í henni nokkuð vit.

Þriðja stök.

Fór að birta fyrr en varði
flott mun veður hér í dag.
Hlær nú sól í Heiðarskarði
himneskt þetta veðurlag.

Enn ein stök.

Enn er spádómur illa séður
ástæðan gæti verið slík
Það á að koma hér illskuveður
af því að slæmt er í Reykjavík.

25.04.2016. >> Efst á þessa síðu

Sumarið er komið þó kólnar enn á ný
og kuldinn heftir allan jarðargróður.
En vongóð skulum áfram vera fyrir því
 veðurkafli næsti   reynist góður.

Enn ég hnoða löngum leir
sem lítið eykur hróður.
Ekki reyni aftur meir
aldrei verð ég góður.

Ef horfir þú í heiðið blátt
og hauður sólin skrýðir
virðist ætíð vera fátt
sem veröld meira prýðir.

Er hausta tekur hef ég séð
heimsins fegurstu liti
fjallahringnum fylgist með
og fjarðarins töfra gliti.

Þegar veröld vaknar af
vetrardvala sínum,
lægja vindar, lygnir haf
og léttir huga mínum.

30.3.16.

Kátar þær brjóstin sín bera
byltingu  fögnum á meðan.
En ætla þær alltaf að vera
í einhverri pjötlu að neðan ?

18.05.2013.

Þó orðin fögur eitthvað stytti
ósk mín og von er nokkuð stór,
afmæliskveðjan heilan hitti
höfðingjann, vin minn Kjartan Þór.

 17.4.16.

Vetrarlegt er úti aftur
áfram verður risjótt tíð.
En ég veit að vorsins kraftur
vinnur alltaf þetta stríð.

11.5.15. >> Efst á þessa síðu

Fésbókarvinir þið færðuð mér kveðjurnar góðar
fallegar, yljandi, glaðar og blessandi.
Bænir nú sendum til okkar ágætu þjóðar
sem er nú í vök þar sem hættan er stressandi.

Apríl 2016.

Nú vilja ráðherrar safna í sjóð
mér sýnist ei rétt því að hafna
því nú er svo prýðilegt peningaflóð
og pínlegt í því að kafna.

Því verkefni fyrir það fjármagn er smátt
flest er hér búið að gera
(en fólkið í landinu finnur það brátt
að fátæktin kom til að vera).

En sjóðinn er gott að safna í
hann sýnir hvað þjóðin er rík.
Að sannindi virðast sífelld ný
það segja mér fréttir úr Reykjavík.

10.5.2016. >> Efst á þessa síðu

Afmæliskveðjur ég þakka heilum huga
þó hár sé aldur reynir hver að duga
en í velþekktri bók að vísu þar segir
„vegir guðs eru órannsakanlegir“.
                  ------------
Bjart er nú um bala og laut
burtu rennur vetraskraut.
Þó á dalnum þykk sé fönn
þynnist hún við hverja spönn.
                   --------
Í orðræðu var hann alltaf styggur
undir hörðum dómum liggur
lævís og flár,
þumbari þrár
meiri en margur hyggur.

Forseti lýðveldis vill hann þó vera
svo virðingu þjóðar hann fái að bera
en hin sundraða þjóð
nú segist of góð
mistökin miklu að gera.

18.5.2013.

Þó orðin fögur eitthvað stytti
ósk mín og von er nokkuð stór.
Afmæliskveðjan heilan hitti
höfðingjann, vin minn Kjartan Þór.

984 - 1008

>> Efst á þessa síðu

Færeyjavísur.   (Hvanneyringa ferð). >> Efst á þessa síðu

Farþegarnir, tylftir tvær
tóku sér far með Sveini.
Yfir þoka, enginn hlær
enn þó Bjarni reyni.

Hissa var ég hálfvegis
hér í morgunblænum,
allar götur "einvegis"
enn í stærsta bænum.

Íslandsvegi ókum hjá
ekki var hann "breijur"
margt að skoða, margt að sjá
og margur góður "veijur".

Hér það ekki sýnist synd
að sækja mat úr hafi,
því hér er etið grimmt af grind
það gerist enginn vafi.

Meinhart hrósar göngum glaður,
hið góða efni holur fylla.
Fyrr var "bundinn bátlaus maður"
og bera mátti hann sig illa.

Gerðist víða góður matur.                              
Gott fékk augað víða fangað.                         
Er kappar litu "kaffenatur"      (pöbbann)       
kannski vildu frekast þangað.                         

Sláttuvélar slyngar sáum,   (kindur)      Þó laufið sé farið að fjúka af trjánum
sléttur mjóar fundum víða.                     í Færeyjum margt er að sjá.
Síðan flest í leti láum,                          Margt er hér fagurt, en misjafnt í ánum
líklega fáir þó að bíða.                         minna skal Tindhólminn á.

Ég komst að því og kynna má               Valahnjúk nefna vil ég hér
að kunningjaeign er mikils virði,           ég veit hvar Trælanípa er
því vissulega er veskið á                       og sögum þaðan seint ég eflaust gleymi
vísum stað á Seyðisfirði.                       þó siðir batni smátt í vorum heimi.

Og nú í harðnandi heimi
þá held ég sé réttast bara,
að skuldinni skjótt ég gleymi    (fékk lán hjá ferðafélögum)
og skal því ekkert spara.

20.4. '97  Í tilefni konukvölds hjá Lion. >> Efst á þessa síðu
Síðbúið vígsluljóð hússins.

Fyrst beðið afsökunar - þrjár vísur.

Skáldskaparandann sárlega vildi ég virkja
í vandaðar stellingar fljótlega mig ég setti.
Fullkomið ljóð í hvelli ég ætlaði að yrkja
en ekki kom bragurinn sanni, eini og rétti.

Í lífsins skóla líklega hefi ég skrópað
því lært hef ég smátt af góðu skáldanna tækni.
Á andann sem hjálpar aldrei verður neitt hrópað
en áfram ég hélt af kröftum og skyldunnar rækni.

Afurð míns penna er þó færð hér í letur
að andinn var fjarri ég skil að þið merkið.
Ég get bara sagt, ég gat þetta ekki betur
en getið þið samt tekið áhugann fyrir verkið.
                     -------
Veglegt hús skal vígslu hljóta
varla annað duga skal.
Húsið sem nú seggir njóta
sem og þeirra frúarval.

Með ánægju húsið var unnið við
af öllu skal þó mætast,
að hér hafa margir lagt því lið
að láta drauminn rætast.

Húsið það hamingju veiti
húsið mun koma að gagni.
Hús sem að hentar nú teiti
húsi því Lionsmenn fagni.

Takið gleði, treystið böndin
takist eins að binda ný.
Vel er þekkt að vinarhöndin
vinum reynist ætíð hlý.

Þá von í brjósti eina el
að andi hússins góður reynist
svo hér vaxi vinarþel
og væntumþykja leynist.
              ---------
Þó andríkan innblástur skorti
kom ekkert í veg fyrir það,
að kátur af kröftum ég orti
og kvæðið er nú fullkomnað.
             --------
Nú er hátíð njótum þess                  
nú að vera saman.                                        
Verum glöð og verum hress
vekjum fjör og gaman.                    

Vígsla aldarinnar.  '90 >> Efst á þessa síðu
Notað á kabarettsýningu inn í leikþætti.

Nú opna ég pöbbinn með ærlegum stæl
og öllum er boðið jafnt stjóra sem þræl
og geði skal blandað, við þekkjum öll þjór
og það verður mikið sem rennur af bjór.     Skál.

Hér verður svo gaman og gleði öll kvöld
og girnilegt úrval af meyjanna fjöld
og þéttsetinn barinn og borðin um kring
ég beinlínis féfletti hvern vesaling.               Skál.

Og það verður gaman að safna í sjóð
að síðustu virðir mig þjóðin mín góð,
því ríkur ég verð eins og Rockefeller
og rjómann ég fleyti, allt brosir við mér.      Skál.

1009 - 1035

>> Efst á þessa síðu

Vantaði rörasvampa frá mjólkursamlagi. >> Efst á þessa síðu

Alla tíð ég ykkur hampa
ef þið sendið fljótt til mín
nokkra litla sæta svampa
svo að verði rörin fín.

Eiginkonan las lengur í bólinu en höfundurinn.

Sjaldan vil ég segja ljótt
en svona ekki gengur,
ætlarðu´ að lesa í alla nótt
 - eða jafnvel lengur.
 

Ort á tölvuskjáinn.

Langt er síðan sest ég hef
og samið beint á takka.
Fljótt mér samt það fyrirgef
og fleiri skyldu þakka.

Því kvæðin eru ekki góð
engum gott þau færa.
Aðeins sem ég ónýt ljóð
sem enginn skyldi læra.

Eymdin uppmáluð. >> Efst á þessa síðu

Sem á þræði líf mitt leikur
lánið týnt og hugarró
hugsun flest mitt ólán eykur
engist því mitt sálarhró.

Vandræði með “ættarkvefið”.

Um langar nætur lítið sef
lán er valt og ættarkvef
þreytir mig í öllu ef
engan vasaklút ég hef.

Bjargar en of litlu.

Skuldabaslið eilíft er
allt er lífið skrýtið,
beingreiðslur þó bjarga mér
en bara alltof lítið
.

Aðfengnir fyrri partar og botnar við þá. m.a. frá Góublótum >> Efst á þessa síðu

Enn þeir halda Góugleði
gæjarnir á Suðureyri.
Leggja sál og líf að veði
litríkir og flestum meiri.

Eftir harðfisk, hákarl ,svið
er heill í sálarskjóðu.
Bráðum dömur duflum við
í dansi  - allt í góðu.

Eftir skemmtun verður skrall
þar skoppum við á hæl og tá.
Glaðir sækja kappar knall
konur flestar heilla þá.

Saman veislugarpar gleðjist
gamlar syndir lifna við.
Piltar jafnt og stelpur steðjist
stjórnlaust út á dansgólfið.

Saman drukkum valin vín
Víagra og plástri búnir.
Högum okkur eins og svín
æru næstum rúnir.

Stundum breyta vatni í vín
valinkunnir bændur.
Skyldi nokkur skammast sín
skyni öllu rændur.

Fagrar meyjar fræknir sveinar
fylla sali hér.
Út á gólfið ekki seinar                
iða þær og dilla sér.                                

Hér eru margir hagyrðingar
hressir mjög í sinni.
Drífa sig brátt í dansæfingar
dreymandi um náin kynni.

Fyrri partar úr útvarpi. >> Efst á þessa síðu

Norðurljósin skína skær
og skreyta fjörðinn minn.
Máttug sýnin mér er kær
- mannsins jörð og himininn.

Ástin birtist í ótal myndum
allir hana þrá.
Margur lifir sæll í syndum
og sofa ýmsum hjá.

Hausta tekur, fenna fer
fýkur mjöll að stráum.
Kuldahrollur í mér er
frá il að kolli gráum.

Þegar kona þráir mann >> Efst á þessa síðu
þarf hún vel að tryggja.
Að eignast góðan gleðirann      
og gæfuvegi byggja

Kaldur vetur kíkir inn
kominn til að vera.
Mörgum veldur kaldri kinn      
með kafaldsbyl og frera.            

Engan kvíða samt um sinn        Mun hann gjafir sérhvert sinn
sýnist þörf að bera.                     sínar til mín bera.
Ekkert held ég samt um sinn     Allt úr snjó, það á mér finn
sé við því að gera.                        er nú hægt að gera.

Vorið góða vekur þrá
víst skal lífsins njóta.
Í heimi vorum held ég þá          
að horfi flest til bóta.

Og "biskupast" í bólum má,
þá blessun ýmsir hljóta.

Aðfengnir fyrripartar frá ?

Hverjir skulu færa fórn
svo framtíð þjóðar verði björt.
Öll við hyllum Steingrímsstjórn
svo staða ríkis batni ört.

Hjá mér finn ég fæðast stef
Frjófgað andans krafti.
Engan botn í huga hef
og held því bara kj.... .

Haldist gæfa glöðum hjá
grannar sættum taki.
Aukist hagur allra þá
andi góður vaki.

Hvað er það sem konu kemur
kannski best á langri nótt.
Er hún blítt við bóndann semur          
að bæði sofni vært og rótt.                    

Ef bóndinn hennar blíðu temur                        Ef að hana enginn lemur
og bæði sýna kjark og þrótt.                            og hún geti sofið rótt.

1036 - 1081

>> Efst á þessa síðu

Fyrri partur frá Indriða á Skjaldfönn. '89.  >> Efst á þessa síðu

Inndjúpsbændur elska frið
aldrei grannann hrella.
Öfugmæla- aldinn sið                            
ei skal niður fella.
                             
Hverjir öðrum leggja lið                        
þeim leiðist mikið ella.

Fyrri partur frá konukvöldi Lions. Des '81 

Brátt mun þessi byrjun fá >> Efst á þessa síðu
botn frá Lionsmönnum.

Ennþá standa einhver strá             
upp úr vetrarfönnum.                               

Lögin okkur löngum þjá                            Frostið biturt foldu á
lútum illa bönnum.                        flesta nístir tönnum.

Ýmsum sögum eyrun ná                           Mæða þung er mönnum hjá
upplognum og sönnum.                            í miðjum jólaönnum.

Sumir dauða svefninn þrá                         Fleiri botna ekki á
sínum handa grönnum.                              aftur læsi tönnum.

Fyrri partur úr útvarpi.

Íslensk tunga eins og fljót
um andans klungur streymir.
Nautnamaður, lungu ljót
og lifur þunga geymir    

Oft um glaða unga snót
ýmsar gungur dreymir.

Að vekja ást hjá ungri snót
ýmsar gungur dreymir.

Spjalli auli unga snót
ábyrgð þungri gleymir.

Vekur hungur valin snót
sem veit hvað unga dreymir.

Einhver hitti unga snót
og hún þunga geymir.

Fyrri partar botnaðir 24.11. '99 >> Efst á þessa síðu

Botni hver sem betur getur
bragamál skal allvel hljóma.
Enn er kalt og enn er vetur
allur gróður bundinn dróma.

Enn á framtíð íslensk sveit
ef menn trúa á landið.
Yrkið stöðugt ykkar reit
og einnig hjónabandið.

Laglega vaxin lagðprúð hjörð
lífgar gróna haga.
Skepnan sú hún skreytir jörð
og skemmtir alla daga.

Nú er að horfa á nýja öld
nóg er til að vinna.
Andsk.......  hefur ennþá völd >> Efst á þessa síðu
ei þarf hann að kynna.

Aldrei verður íslensk þjóð
eldmóð rúin djörfum.
En djöfullinn  á digran sjóð
og daðrar eftir þörfum.

Ennþá megna að efla huga
átthaganna tryggðabönd.
Sjálfsagt munu drengir duga
og dýrka áfram heimalönd.

Nú eiga bændur nóg af heyjum
nú þarf enginn vetri að kvíða.
Fram í dal og út í eyjum
ennþá ríkir sól og blíða.

Beitt er plóg og brotið land
bylt um mó og grundum.
Góðu fræi sáð í sand
og sofið lítið stundum.

Breiðafjarðar byggðir skarta
blómgast jarðargróska enn.
Þar eru margir þó að kvarta
það mun henda flesta menn.

Þolinn kallinn þótti sá
þuldi allar vökur.
Í aura var hann ei að spá
en orti góðar stökur.

Framsóknar í fjósið inn
fór hann Jón með góðu hug.
Varla kýrnar vinur minn                                  
vænta þess hann sýni dug.                               

Þegar vorar vaknar þor
vindar blása hlýju.
Atast þá í aur og for                               Vænta má að vetrarspor
umhverfið að nýju.                                 verði máð að nýju.

En sú blessuð blíðu tíð
bara hún endist fram á jól.
Þó fegurð skarti fjöll og hlíð
er fá þau hreinan vetrarkjól.
>> Efst á þessa síðu

Ríkisstjórnin ráðþrota
rambar á heljarbarmi.
Hennar feigð og fjörbrota-
fleipur enginn harmi.

Ríkisstjórnin ráðum slynga
ræður fram úr hverjum vanda.
Einurð flestra íslendinga
efalítið tekst að granda.

Okkar fagra fjallahring
flestir kunna að meta.
Pungar eru þarfaþing
þá er hægt að éta.

Víst er komin vetrarnótt
vafurlogar skina.
Enn er kyrrt og auðnar hljótt
allt í þessu fína.

Synir þjóðar elska enn
allar landsins dætur.
Spjalla ennþá sperrtir menn
sprækar heimasætur.

Þorri færði okkur yl
ekki mikla snjóa.
Víst er gott að vera til
ef vinsemd eigum nóga.

Gerum okkur glaða stund
gott er hér á borðum.
Munum ýmsan fyrri fund
þó fari margt úr skorðum.

Útlitið er ekki bjart
engu skal þó kviða.
Fyrr við stefni séð hef svart
samt kom aftur blíða.

Súgfirðingar sögðu mér
sögu nokkuð góða.
Og furðulega fyndin er
færð í búning ljóða.

Utanríkisráðherrann
röskur flýgur víða.
Ei er talinn heimskur hann
en hrósið má þó bíða.

Ólaf skortir ekki kjark
einn þó verði að standa.
Lengi hefur þolað þjark
og þrautir allra handa.

Regnbogans orka reyndist næg
rómantískar flestar stundir.
Tökin reyndust heima hæg
er hafði Davíð Jónka undir.

Þegar glöð og létt er lund
losnar allt sem þvingar.
Með súgfirðingum fara á fund              Kröftugir er koma á fund
fræknir ísfirðingar.                                             kátir ísfirðingar.

Veðurguðir virðast hér
vera á okkar bandi.
Hvað er það sem annað er
enn í góðu standi ?

Haldist gæfa glöðum hjá
grannar sættum taki.
Allra gengi eflist þá
andi góður vaki.

Krónan okkar agnarsmá      (2009) >> Efst á þessa síðu
á nú slæma daga.
Nýja stjórn ég nú vil fá
því nú þarf margt að laga.

Hausta tekur, fenna fer
fýkur mjöll að stráum.
Kuldahrollur í mér er
frá il að kolli gráum.

Þegar kona þráir mann
þarf hún vel að tryggja.
Að eignast góðan gleðirann
og gæfuvegi byggja.

Margur hefur maðurinn
meyjartöfrum lotið.
Fyrir ástar unaðinn
ótal reglur brotið.

Hjá mér finn ég fæðast stef
frjófgað andans krafti.
Engan botn í huga hef
og held því bara kj.... .

Hvað er það sem konu kemur
kannski best á langri nótt.
Er hún blítt við bóndann semur          
að bæði sofni vært og rótt.        

Brátt mun þessi byrjun fá
botn frá Lionsmönnum.
Ýmsum sögum eyrun ná
upplognum og sönnum.

Enn á framtíð íslensk sveit
ef menn trúa á landið.
Yrkið stöðugt ykkar reit
og einnig hjónabandið.

Nú eiga bændur nóg af heyjum
nú þarf enginn vetri að kvíða.
Fram í dal og út í eyjum
ennþá ríkir sól og blíða.

Þegar vorar vaknar þor
vindar blása hlýju.
Vænta má að vetrarspor
verði máð að nýju.

nir þjóðar elska enn
allar landsins dætur.
Spjalla ennþá sperrtir menn
sprækar heimasætur.

Haldist gæfa glöðum hjá
grannar sættum taki.
Allra gengi eflist þá
andi góður vaki.

Í þættinum, Orð skuli standa kom fyrri partur >> Efst á þessa síðu
sem ég taldi passa betur sem seinni partur.

Tapast margt í tímans sjó
týnast menn og flokkar
merkilegt hvað þraukar þó
þjóðartungan okkar.

1082 - 1107

>> Efst á þessa síðu

Afmælisvísa, ekki munað til hvers. >> Efst á þessa síðu

Maður traustur það varst þú
og þráfalt með á nótum.
Þér við sendum þakkir nú
á þessum tímamótum.

Guðrún Fr. Hjartar sextug. 24.3. '86.   

Ljúf þér ylji lífsins sól
lán og heilsu magni.
Áfram velti auðnuhjól
undir þínum vagni.

Þorgils Stefánsson 75 ára. 23.9. '93.

Við sendum þér kveðjur kærar
þó komið sé haust á það fegurð ríka.
Undu þér vel við minningar mærar
frá mörgum sumrum og vetrum líka.

Gullbrúðkaup Kristeyjar og Sturlu. Sturla var gerður að heiðursborgara við það tækifæri. 9.10. '76. 

Til heiðurs ykkur hátíð þessi er gjörð,
nú hljómar einn tónn við Súgandafjörð
er þökkum við einhuga trú þá og tryggð
sem traust ykkur binda súgfirskri byggð.

Þorleifur Guðnason áttræður. >> Efst á þessa síðu

Gömul kynni ég þakka þér,
að þú verðir löngum hress og glaður,
sú hamingjuósk um hugann fer
og hitti þig vinur og sómamaður.

Til Kristínar Fr. 30.8.'62 eða '63. 

Þér óskir viljum senda á afmælisins degi
og einhvern veginn reyna að kveða okkur hljóðs,
svo blómin öll hin fögru sem verða á þínum vegi
þér verði bæði ánægja og bending fram til góðs.

Páll Guðmundsson 85 ára, 22. júlí 2010.

Heill þér fylgi heiðursmaður
hönd sé styrk og kraftur nægur,
áfram vertu óskaddaður
alveg fram á lokadægur.

Kristín Jespersdóttir sjötug. 16.12.  '79 

Þó aldur hækki, úrið tifi,
ekkert hindri velferð þína.
Gáskinn vaki, gleðin lifi
gæfu hljóttu lengi Stína.

Bernódus Finnbogason sjötugur. 21.2.'  '92  

Á þig vil ég vinur ljóða
og veita, ef gæti, bættan hag.
Hafðu sem oftast gleði góða
og gæfuríkan margan dag.

Að við sjáumst senn, ég trúi
samstarf vil ég þakka allt.
Vinátta gömul bilið brúi,
bið ég hún greiðist þúsundfalt.

Rúnar Steindórsson, heill þér áttræðum. 29.10.05 >> Efst á þessa síðu

Það skeður svo margt í vafstri veraldarinnar
á víxl er hlegið eða við grátum.
Hafðu það gott í faðmi fjölskyldu þinnar
þó finnist ei svörin við lífsins gátum.

Guðmundur Elíasson. Sjötugur 6. mars  '93. 
Ort f.h. Lionsklúbbsins.

Sjötugum ágætum siðameistara
sendum við þakkir og hvergi spara
heillaóskir og hamingju von
til handa þér Guðmundur Elíasson.

Sjötugan sæma þig viljum
og samstarf þakka á liðnum árum.
Við minninga-hafsjó okkur yljum
auðna þér veitist á lífsins bárum.

Munum góð og gömul kynni
gæfu þú njótir í framtíðinni.
Með heillaóskum og hamingjuvon
við heiðrum þig Guðmundur Elíasson.

Björn Steindórsson sextugur. 25.2.'72
(F. h. Gunnýjar dóttur hans.)

Til þín pabbi beri baga
bestu kveðjur okkar hér.
Eigðu góða ævidaga
ætíð gæfan fylgi þér.

Til Fjólu. 21.4.´95 

Til þín óskir bestar berist
bjart skal yfir þínum degi,
stundir jafnan glaðar gerist,
gjöful framtíð verða megi.

Guðfinna á Mófellstöðum 75 ára,  30.5.  '69.  >> Efst á þessa síðu
Fóstra Gunnýjar. 

Þú sem máttir margoft  áður græða
mína und á bernsku ljósum vegi,
njóttu lengi lífsins bestu gæða            
lánið fylgi þér á hverjum degi.

Önnur afmælisvísa til Guðfinnu.

Þér sem áður bjóst mér ból
bjarta æsku mína,
skíni björt og blessuð sól
og bæti daga þína.

Gullbrúðkaup KGJ og FP. 13.11.  '82.  

Eftir sambúð svona langa
sæmir vel að óska þess,
að áfram haldi ykkar ganga
og því fagnið glöð  og hress.

Elli kerling ykkur hafni
áfram stöðugt langa hríð.
Vökustunda vonir dafni
viljinn lifi alla tíð.

Brúðkaupskveðja. (T.B. og H.J.) '89.

Á fögrum degi fagnið bestum
félagsskap á jarðargrund.
Njótið heil með glöðum gestum
gæfu ykkar þessa stund.

Brúðkaup Ásgeirs og Halldóru.  6.9.  '86  >> Efst á þessa síðu

Að sigrum lífsins saman vinnið               
sólskin vermi ykkar leið.
Dagsins ljúfan fögnuð finnið
framtíð verði björt og greið.
                                 

Ásgeir Þorvaldsson fertugur. 23.4.  '87 

Í tilefni dagsins við óskum þess að
ekkert þér verði til baga,
og gæfan og konan keppist um það
að kæta þig nætur og daga.

Dóra Georgs sextug. 14.6. '95   

Þökkum góð og gömul kynni
gæfan snúist þér í hag.
Lifðu glöð í sál og sinni
sérhvern bjartan ævidag.

Ásgeir Þorvaldsson fimmtugur. 23.4.  '97  

Hlý er ósk frá hjarta mínu
hamingjunni aldrei glatir.
Lukkan fylgi lífi þínu
lífsins veg með gleði ratir.

1108 - 1143

>> Efst á þessa síðu

Hulda Karls sextug. 1.2. '97   >> Efst á þessa síðu

Þó æskan sé horfin og bernskan búin,
bakið sé slitið og fóturinn lúinn,
að lifa heil í sál og sinni
við saman óskum frænku minni.

Ferming Kristínar Harðardóttur. 16.3. '97 

Fagra, góða framtíð hljóttu,
fylgi lánið þessum degi.
Vertu gætin, gleði njóttu
guðs á björtum lífsins vegi.

Ferming Ingibjargar Torfadóttur.

Á lífsins gleði vertu vönd
þess viljum óska nú.
Vel þú treystir vinabönd,
og vertu þér sjálfri trú.

Til S.Gíslad. við útskrift frá Hvanneyri. >> Efst á þessa síðu
( Fylgdi leslampa).

Lífs þíns kafla lokið er
með láði að við fregnum.
Lampi þessi lýsi þér
lífið allt í gegnum.

Magnús Steingrímsson,  afmæliskveðja.

Verði ei lát á velferð þinni.
Vinur sértu áfram hraustur.
Þægileg við þökkum kynni
þú ert maður hlýr og traustur.

Við brottför frá B. St. og S. M. 1960.

Alltaf þið sýnduð mér ástríki og drengskap,
eins og þið gátuð hélduð mér selskap.
Aldrei má slettast upp á þann vinskap
að endingu þakka ég hlýhug og gleðskap.

Til Högna og Liv eftir dvöl í þeirra ranni.

Festist djúpt í sál og sinni
sem þið veittuð mér,
og það ég vildi að þakka kynni
þessar stundir hér.

Ragna á Laugabóli sjötíu og fimm ára. 6.2. '00 >> Efst á þessa síðu

Þú ert Ragna kjarnakona
kyngimögnuð enn.
Og ég bara ætla að vona
af þér læri menn,
að standa á sínum fótum fast
og finna hvað er verðmætast.

Síðbúin vísa sem fór því ekki í gestabók.

Húsbændurnir hafa laðað
hingað fólk sem lengi sat.
Allir hafa í sig raðað
eins og maginn þolað gat.

Til Baldurs vegna niðjatals.

Áhugann ég þakka þinn
á þeim í ætt við frúna.
Og bestu kveðjur Baldur minn
berist til þín núna.

Dóra Georgsdóttir sjötíu og fimm ára , 14.06.10.

Þökkum góð og gömul kynni,
og gjarnan við óskum þess
að þú Dóra ung í sinni
áfram verðir kát og hress.

Lán þér fylgi á lífsins vegi,
létta skapið er þú hlaust
um framtíð alla þér fylgja megi
svo fáir þú lifað glöð og hraust.

Kristín Sturludóttir áttræð, 14.06.10. >> Efst á þessa síðu

Eigðu marga auðnustund,
ósk þá sendi mina,
vertu áfram létt í lund
og lán þig elti Stína.

Þó aldur þinn sé orðinn hár
enn ég veit þú brosir
mörg og góð þú eigir ár
þó átta tugi losir.

A. T. fimmtugur. 13.3 '93.  

Að hamingjuna guð þér gæfi
gjarnan óska vildi ég.
Njóttu lífs um langa ævi
lán þig elti greiðan veg.

Ásu Friðbertsdóttir níræð. 2009.

Hefur lifað hátt í öld
heldur glöðu sinni,
yndi veiti ævikvöld
Ásu frænku minni.

Albertína áttræð. 19.9. '73.

Njóttu láns og lífsins gæða
lukkan snúist þér í hag.
"Ástarfaðir himinhæða"
haldi þér glaðan ævidag.

Baldur Árnason 25 ára. >> Efst á þessa síðu

Til þín brosi sól á sumardegi
og sendi geisla hvert sem litið er.
Að alltaf lifni vor á þínum vegi
það verður besta óskin handa þér
.

Baldur að eldast. 11.7.'74. 

Ekkert þér ég gefið get
en gjarnan máttu þakka,
enn hve mikils alltaf met
ykkur hjón og krakka.
         ----------
Sama er hvernig ég  velkist og veltist
vina úr dyrum inn.
Þó að á báðum ég heykist og heltist
ég held mig velkominn.

Hvort ég er einn eða margfaldur má ég
"marsera" í ykkar hús,
hversu lengi ég stoppa, ykkar á ég
alúð trúi ég fús.

Stimamýkt og stóra greiða,
stjan og sængu nógu breiða,
þakka ásamt þolinmæði
og þeginn beina í skrýtnu kvæði.

G..St. B. 45 ára. 8.4. '93.

Kveðju sendum kærum vini
kynni farsæl þökkum við,
og þér bröttum Björgmundssyni
blessun veiti afmælið.

Lán þig elti lífs um grundir
leiki þér í höndum flest,
hljóttu glaður gæfustundir
og góðra vina njóttu best.

Guðni Þorleifsson áttræður. 25.10.67.  >> Efst á þessa síðu

Öll ég þakka okkar kynni
ævispölinn minn.
Verður seint úr mínu minni
máður svipur þinn.

Hlýja býr í hýru geði
heillaóskin mín ;
Áfram verði ofin gleði
ellidægrin þín.
        ------
Stundum sást þín skeið á skriði
skera fjörðinn endilangan.
Dróstu fisk á djúpu miði
daginn eftir vinnu strangan.

Stundum voru lítil launin
lítið fyrir næturróður.
Heim að róa hörð var raunin
höndum þrotinn orkusjóður.

Aðrir róðrar aftur færðu
afla meiri heim í bæinn.
Þrek og seiglu þína nærðu
þina trú á guð og sæinn.

Þá varð ekki sigg að sárum
sjálfum fannst þér létt um róður.
Spyrntir áfram bát á bárum
blautum fótum, heilsugóður.

Horfin þreyta hvað var lúi
hvergi syfjuð mund né fótur,
gekkst frá skipi beint að búi
bóndi hress og verkafljótur.

Sveina frænka sjötug, var stödd í Hafnarfirði >> Efst á þessa síðu
og bauð Beta systir hennar óvænt til afmælishófs.

Mætrar stundar meðal gesta
megir njóta þennan dag.
Óska viljum alls hins besta
allt sé lífið þér í hag.

Þó okkar séu fundir fáir
af fögnuði minnist ég þín.
Ætíð góðar ævistundir
eigðu góða frænka mín.

Sumir leggja sál að veði
sumum reynist ævin fín.
Áfram sértu glöð í geði
góða Sveina frænka mín.

Lífið er fullt af striti og streði,
en stundum er annað hér og þar.
Í húsinu þínu hin góða gleði
geri sér dælt til frambúðar.

1144 - 1172

>> Efst á þessa síðu

Fjóla 17 ára. (Á Akureyri) 21.4. '77. >> Efst á þessa síðu

Gegnum himins heiði blátt
heyrðu vonir mínar.
Vindar mitt ljóð úr vestur-átt
vilji það bera í hlustir þínar.

Handa þér biðjum um hamingjudag,
þú ert hrós okkar dóttir mín góð.
Fagni þér sumarsins seyðandi lag
við sólar og vorhugans ljóð.
Afmælis- sumars- og ástarkveðjur, öll við sendum.
Standist þitt líf og lán á endum.

Systa sextug. 22.9. '99.

Systir góðri sendum kveðju þessa
því sextug er hún bráðum það ég veit.
Hennar allt við biðjum guð að blessa
með bestu ósk frá hennar gömlu sveit.

Þó árin líði og oft sé hverful stundin
ýms þó gildi lifa nýja tíð.
Þau verða mörg í fari þínu fundin.
Þér fylgi gæfan jafnan alla tíð.

Eðvarð Sturluson sjötugur. >> Efst á þessa síðu
Flutt í veislulok.

Hér á meðal góðra gesta
gef ég mér þá björtu von
að auðnudaga eigir flesta
Eðvarð frændi Sturluson.

Stormur enginn fang þitt fylli
en fá þú byr á nýrri slóð.
Þig frændfólk allt og félagar hylli
og framtíðin verði þér góð.

Ferming Huldu Rúnar.

Sum eru fögur sálartún
þú sjálf þar ræður gróðri mest.
Hamingju hljóttu Hulda Rún
og hafðu það sem allra best.

Ferming Hafrúnar Huldar.

Á þér rætist óskir mínar
eflist trú og góður hugur,
lánið varði leiðir þínar
líf þitt bæti þor og dugur.

T. G. S. í Hrútatungu sextugur. >> Efst á þessa síðu
(Kveðja frá vestfirskum kunningjum).

Heill sé þér Gunnar og hafðu það gott,
heilsa þín öflug og blóðið rautt.
Rétt er að sýna þér vináttuvott
og að vináttan sé ekki nafnið dautt.

Þú ert ennþá ungur maður
orð þín lengur velti þungu
vígreifur og verkahraður
valmenni frá Hrútatungu.

Lifðu heill og lifðu glaður
- lífsreglur þínar að góðu kunnar -
i framvarðasveit og framsóknarmaður,
fyrirliði áfram Gunnar.

Við höfum saman gengið götu
glímu orða stundað frakkir,
frá okkur hinum lúnu og lötu
er ljúft að senda bestu þakkir.

Afmælisvísa. Ekki vitað til hvers. >> Efst á þessa síðu

Gakktu jafnan gæfuleið
gleðin hjá þér búi.
Allt þitt ljúfa æviskeið
að þér veröld hlúi.

Hulda Karls fertug.

Okkur vart er óskafátt
öll þó verður kveðja,
sjónum bein í sólarátt
sjálfa þig að gleðja.

Til ömmu Kristjönu  -  aldrei sent.

Við sendum þér amma óskanna fjöld
aldrei þú deildir um ráð né völd,
en lífi og dauða þú greitt hefur gjöld
nú gleðin þér fylgi um ævikvöld.

Ort f. Ásgeir Þorvaldsson 7.10. '78.

Njóttu dagsins mamma mín
sem mesta  hljóttu gleði.
Þó lengist ævileiðin þín
lífsins kraftur ekki dvín
því skal vera glatt í þínu geði.

Páll Janus sextugur. 23.2. '85.    >> Efst á þessa síðu

Frá liðnum stundum er margs að minnast
met ég enn til hagnaðar,
það hve gladdi þér að kynnast
þá sem hróki fagnaðar.

Enn er dagur ekkert kvöld
enn er bjart í þinni lund.
Vil ég nú með vinafjöld
vera með þér glaða stund.

Gæfa þér veitist og gleði í dag
gangi svo allt í haginn.
Gefi þér lífið heimilishag
og hamingjufullan bæinn.
 

Aukavísa til móður Ásgeirs- ekki send.

Þó að alheims-auðvald vinni
allar stundir þétt og jafnt,
verður sól í sálu þinni
á svona degi að skína samt.

Jón Kristjánsson sextugur. 4.2. '77.  

Þó sértu nú orðinn sextugur afi
samt ertu jafnan kátur þó.
Og þú hefur verið gleðigjafi
sem getum við aldrei þakkað nóg.

Til Ragnars Þorvaldssonar, 17.2. '76. >> Efst á þessa síðu
F.h. Ásgeirs Þorvaldssonar.

Drottinn þínum degi fagnar
dýrðleg sólin skín.
Hamingjuna hljóttu Ragnar
hún sé fylgikona þín.

J Kr.. á Kirkjubóli, áttræð.

Þjóð og landi þú ert trú,
þínum anntu sveitum.
Alfaðir gjaldi, þess óskum nú,
með ást og fyrirheitum.

Kristín María Waage   v/ afmælis.

Við sendum þér Kristín, kæra
kveðju í tilefni dagsins.
Lífið þér lán megi færa
langt er til sólarlagsins.

Brúðkaup Ásgeirs og Halldóru.  6.9.  '86.  

Að sigrum lífsins saman vinnið               
sólskin vermi ykkar leið.
Dagsins ljúfan fögnuð finnið
framtíð verði björt og greið.                                 

Í gestabók Emils Sigurjónssonar. 21.8..'94. 

Um eina vísu Emil biður
erfitt er að neita því.
Þjóðlegur er þessi siður
og þessi staka alveg ný.

Eftir gistingu hjá S. og G. í Ytrihlíð. 22.8.'94.

Til ykkar margra leiðir liggja,
löngum vinir hingað sækja
ykkur bæði heim sem hyggja
heilt og sannan vinskap rækja.

Til ykkar leiðir liggja,                    (styttri útgáfa)
löngum vinir sækja
ykkur heim sem hyggja
heilt og vinskap rækja.

1173 - 1199

>> Efst á þessa síðu

Kristjana amma níræð. 24.4. 74.    >> Efst á þessa síðu

Hamingjudísir vænar vandið
vörn um ömmu hag,
því hún hefur elskað og erjað landið
ævilangan dag.

Henni í dag þið fyrstri færið
fagurofinn heillakrans,
því hún hefur til þess unnið ærið
elskar þjóð vors lands.

Léttið henni allt í elli
aukið veikan mátt,
því hún við starf á heimavelli
horfir enn í sólarátt.

Ferming Gunnars Ásgeirs. 8.4. '01. >> Efst á þessa síðu

Leggðu aldrei líf að veði
lífið hefur margt að bjóða.
Njóttu lífsins, láns og gleði
lífi stjórni aflið góða.

Til mömmu og pabba. 31.10 og 7.11.  '79. 

Óska viljum alls hins besta
ykkur hjónum báðum tveim.
Njótið lífs og góðra gesta
gæfan rati ávalt heim.

Albertína 85 ára.

Af einlægni viljum á afmælisdegi
óska þér gæfu og biðja,
að áfram þú njótir á ókomnum vegi
ástar þinna mörgu niðja.

Til Gústa. 1.8.  '76 .

Vertu áfram heill í háttum.
heilladísir þér veiti lið.
Heillavon úr öllum áttum.
Áfram heill þess biðjum við.

Til pabba. 31.10.  '67. 

Enn er dagur starfs og strits
stórir draumar bætast,
enn er nauðsyn afls og vits
eigi þeir að rætast.

Þó að hausti, þyngist raun
þessa kenning lærðu,
örugglega einhver laun
einhvern-tímann færðu.

Áfram markið hafðu hátt,
hröðu gakktu spori.
Enn þú getur elli grátt
eldað hverju vori.

G. A. G. fimmtugur

Lærir margt af sjálfum sér
sá er eigin leiðir fer.
Heiður þeim sem heiður ber
heilladísir skemmti þér.

Ferming Fannýjar Margrétar Bjarnardóttur. >> Efst á þessa síðu

Fanný Margrét fermist núna
fagna mun hún því í dag.
Hún af gleði tekur trúna
traust skal æviferðalag.

Hólmfríður Margrét Bjarnardóttir, ferming.

Nú í huga okkar er
ósk til þín sem gæfi
að löngum veiti lífið þér
lán og góða ævi.

Brúðhjónin, G. E. G. og R. H.

Ljúfa strengi leikið á
gegn lífsins ölduróti.
Blessist ykkur börnin smá
og búið gæfu njóti.

G. St.B. 8.4. '96.

Lífstarf þitt í góðum gír
gleði láttu vekja hjá þér.                         
Orkan sem að í þér býr
aldrei muni víkja frá þér.

V. H. G. sjötugur.

Þakka vil ég vel þau kynni
Valdimar að þessu sinni,
sem ég nýt í návist þinni
njóttu góðs af veröldinni.

Guðný Kristín Guðnadóttir áttræð >> Efst á þessa síðu
Sett samanfyrir Pöllu og Gunný.

Þökkum góð og gömul kynni
geymast stundir enn í minni,
er klúbbur okkar Velvinnandi
var í sínu besta standi.

Þar fór saman gagn og gaman
gott var því að vera saman,
vera þó við vinnu þarfa
vanar ýmsum lífsins starfa.

Nú hamingjan fylgi þér og þínum,
með þeirri ósk af hjarta sýnum,
hve kynni okkar mikils metum
og megum þakka sem við getum.

Til Guðnýjar Guðnadóttur  (Níní) Óviss tími.

Til heiðurs gömlum góðum súgfirðingi
sem gengið hefur fjölmörg heillaspor,
nú góðar vættir glaða söngva syngi.
Í sálu þinni ríki eilíft vor.

G.St.Björgmundsson fertugur. Sent með bókinni Perestrojka. Undirtitill hennar var að mig minnir. Ný hugsun ný von. 8.4. '88. 

Ef heimur fyllist HUGSUN NÝRRI
og hrjáðir eignast NÝJA VON,
hin góða veröld gerist hlýrri
Guðmundur Steinar Björgmundsson.

Þórður Harðarson fimmtugur. - Ort f. Ævar.

Kæri bróðir kveðju þér ég sendi
og kem að þökkum fyrir liðna tíð.
Þér góðar vættir hollri stýri hendi
svo hamingjan þér fylgi alla tíð.

G. I. K. níræður, >> Efst á þessa síðu
Flutt á afmælisfagnaði í Holti.

Frækornum þeim er fékkstu sáð
ég færi bestu óskir mínar.
Þau lifi og dafni í lengd og í bráð
þau liggja víða sem gjafir þínar.

Aukavísa til Ásgeirs og Halldóru.

Fögnuð lífsins finnið        
að framtíð saman vinnið
og látum ekki linnið
uns lukkuna þið finnið.

Ólafur Veturliðason sextugur.  1.8. '88 

Þínum degi þjóðin fagnar,
því er frí um landið allt.
Sól á himni hátíð magnar
hennar njóttu þúsundfalt.

Einar Guðnason sjötugur. 6.11. '96  

Þú ert kvæntur þekkri konu
þú átt líka dætur snjallar,
föðurland og frækna sonu.
Fylgi þér gæfan stundir allar.

1200 - 1240

 

>> Efst á þessa síðu

Í sumarbústað Systu og Hadda, sett þar í gestabók. >> Efst á þessa síðu

Á þessum stað við þáðum sól,
þreyttum veittist hlýlegt ból,
fallegt hús á fögrum hól
ferðalöngum reyndist skjól.

Víst má finna vinarþel,
var því rétt að semja ljóð.
Ykkur þakka viljum vel
veran hér því reyndist góð.

Í gestabók Systu og Hadda.

Þakka vil ég þessa stund
því að hér var gaman.
Hér er fólkið létt í lund
og ljúft að vera saman.

Sett í gestabók Kristínar og Baldurs. Nóv. '72. 

Þó sólin geisla sendi inn
á svarta gamla pennann minn,
enn ei leyfir veðrið vestur
ég verð því áfram heiðurs gestur.

Í gestabók Jóns Fr, Hjartar og Rögnu. '61.

Við höfum lengi lesið stökur,
líflegar vísur og kvæðin snjöll,
þegið bæði kaffi og kökur
kærlega þökkum við öll.

Í gestabók Trausta og Röggu. 10.6. '62. 

Nærri var ég saðning settur
svo ég varð af glaðning mettur.
Nú ég fer með frú og krakka
fyrir okkur hér með þakka.

Bergur Torfason sjötugur. >> Efst á þessa síðu

Margra funda minnast ber,
megir þú halda geði hressu.
Bestu kveðjur berist þér
á blaði  frá mér, þessu.
      ----------

Á fundum stundum hafðir hátt,
er hugmyndum varpaðir snjöllum.
Um þær stundum sæt var sátt,
þó sumir þar "kæmu af fjöllum."

En þó að svolítið reyndi á róm
er rökum beyttir í sókn og vörn
þín ræða var ekki "tjara tóm"
svo tæpast margir "steyttu görn."

Láttu svo áfram til þín taka
og talaðu enn með djarfri röddu,
enn er dagur, enn er þín vaka
eigðu svo hrós að lífinu kvöddu.

F. Ásgeir Þorvalds. Aldrei sent. '76.

Bjarta framtíð bræður hljótið,
brosi ykkur lífið við.
Í leik og starfi lífsins njótið
lífsins drottni fylgið þið.

Litla systir lífsins njóttu,
lán og gleði finnir þú,
í leik og starfi, lífsins hljóttu
lystisemdir, guði trú.

Silfurbrúðkaup Gústa og Jóu.

Til sifurbrúðkaups- sóma hjóna
sendum við okkar ljóð.
Vitum öll þau vilja þjóna
vorri mold og þjóð
meðan aldur yfir færist
og þeim rennur blóð.
Þegar ei lengur hárið hærist
hafa þau gefið drjúgan sjóð.

Til heilla við látum hringja í dag
hljómþýðum bjöllum.
Syngja við skulum saman lag
svari þá mál í fjöllum.
Sem væru það óskir öðrum frá
álfum, vættum og tröllum.
Það er eitt víst að þið skuluð fá
þakklætiskveðjur frá öllum.
 

Í gestabók Sigríðar og Össurar á Lága Núpi. 21.9. '91 >> Efst á þessa síðu

Hjá sæmdarhjónum sátum lengi dags
og saman lifðum notalega stund,
og því er meining þessa litla brags
að þakka fyrir góðan vinafund.

Í gestabók Magga og Ebbu á Hóli.
(Ritnefndarfundur vegna Vestfjarðarita). 7.5. '99.

Þakka vil ég þetta kvöld
því að hér var gaman.
Brátt við seljum bókafjöld
og borgum skuldir - allar saman.

Högni Egilsson áttræður.  17. September 2010.

Yrkja vildi ef ég gæti
afmælisljóð í þetta sinn,
vísur sem að vektu kæti
og væru snjallar Högni minn.

Efni gæti ég eflaust fundið,
annar reynist vandi minn,
að hafa það í háttum bundið
helst sem væri draumurinn.

Bestu kveðjur hef í huga
og heiðra vildi frænda minn
en næstu vísur verða að duga
ég veit þú skilur ræfilinn.
      -----
Njóttu dagsins drengur minn
dugur endist,  lundin kætist.
Vaki hjá þér vilji þinn
og vökudraumar rætist.

Alltaf vil ég að þú getir
auðnu notið, fjarri sút.
Vona að þú viljann metir
þó verkið líti svona út.

Til Högna og Liv. >> Efst á þessa síðu

Áfram megi okkar vinafundir
eins og þessi í hugum okkar geymast,
og þakka viljum þessar góðu stundir
því að ykkar hlutur seint mun gleymast.   

Síðari viðbót við kveðju til Högna og Liv.

Það var margt sem þakka bar
þegar heim við flugum,
því margar eigum minningar
ég mæli þær í tugum

Árni G. Brynjólfsson fertugur. Nýtt fjós vígt. 15.9. '03.

Hátíð stór skal haldin hér
til heilla verði dagur.
Búskapurinn blessist þér
og batni allur hagur.

Fjósið bæti framtíð þína,
fjósið góða lofa skal.
Fjósið mátt sem flestum sýna,
fjóssins gott er staðarval.
         --------                      Gáfum honum kassa af tölvupappír
Nú atvinna breytist Árni minn                   Gróðann þú reiknar og gætir þess
annað mun taka völdin.                             að geyma nú allt fyrir skattinn.
Að vinna á tölvu verður þinn                    Prentarinn tekur þær tölur hress
vani og iðja á kvöldin.                               og tætir á blöð eins og skrattinn.

Óskýrðar afmælisvísur

Yfir færast ár í kapp  
eftir bestu fregnum,   
leiki við þig lán og happ
lífið allt í gegnum.   

Meðan vaxa grös á grund                   
gáfur, fjör og orka mætist.                              .
Ævin verði óskastund                        
allir draumar þínir rætist.

Þóra Þórðardóttir sextug. 6.7. '99  >> Efst á þessa síðu

Súgfirskri kjarnakonu
kveðju við sendum nú.
Hún afmæli nýlega átti
ung er þó konan sú.

Því andinn er ferskur og auðlegðin stór
- átta börn og heiðursmaður-
og svo á hún þó nokkur barnabörn,
bernskuheimilið gott var Staður.

Og annarra barna hún eykur þroska
þeim ýmislegt kennt hefur marga vetur.
Ég veit ekki margar sem meiru orka
og myndu gera það nokkuð betur.

Áfram hún starfi af heilum huga
haldi sig frá henni "eplin súr".
Nú óskum við henni gengis og gæfu
gleðin sé förunautur trúr.
       -----------------------
Afmælisljóðið er auðvitað rýrt
og alltof síðbúið hjá mér
og ekki er kveðið þar alltof dýrt
einlæg er kveðjan samt frá mér.

Vigfús Ævar Harðarson. 65 ára, 14.05.11.  >> Efst á þessa síðu

Opnar dyrnar áttu hér
ef þú skyldir hingað vilja,
afmæliskvæðið þakka þér
þannig kveðjur flestum ylja.

Er hugur fylgir kveðju kærri
kætir alla jafnan mest
og hlýjar geði, og held ég nærri
að hamingjuóskir þá virki best.

Athygli þína á því vek,
aldrei vílið hjálpa kann.
Mundu best er lífið lék
við ljúfan svein og ungan mann.

Njóttu þess sem enn þú átt,
enn er minnið fjarska gott,
uppréttur gengur, berð höfuð hátt,
þér hæfir ei “lafandi skott.”

Og gangir þú keikur getur þú lengur
glaður kastað allri sút,
en enginn sína götu gengur
glaður allt lífið út.

Við skriftir og lestur lífsins njóttu,
löngun að fræðast þú stöðugt hefur,
þó einveran þjái, samt hamingju hljóttu
hafðu það gott hvern dag sem gefur.

1241 - 1285

>> Efst á þessa síðu

Ósendar vísur.

                                                  Eða.
Þú hefur verið traustur talinn,                    Þú hefur verið traustur talinn
trúnað vannst er uxu kynni,                       trúnað vannst á margar lundir.
oft til forystu varst þú valinn                     Til forystu oft og víða valinn
vel má una leiðsögn þinni.             vinir þakka liðnar stundir.
     

Nokkrar vísur sem urðu til við lestur á facebook. 2011. >> Efst á þessa síðu

Sumum finnst að þeir sýni kraft
ef svívirðingum ná að moka.
En seint ég hylli sóðakjaft
sem að þyrfti að loka.       

Vanti bæði vit og kraft
þá velja margir lastið.
Sumir æ með sóðakjaft
en sumir annað kastið.                  

Svívirðingum sýnist mér
að sumir kunni að dreifa.
Sitthvað slíkt menn sjá nú hér
sem ei skyldi leyfa.                                   

Sumir orða- sýna kraft
og sulla þeim beint á feisið.
Ausa þeim graut með opinn kjaft
þó efnið sé varla beisið.

Iðinn jafnan eins og maur
illum venjum hlaðinn,
gaman finnst að ata aur
að ólánsskrifum staðinn.

Á ýmsum síðum oft má sjá
að ýmsa reiðin skekur,
en rökin minna oft þá á
ónýtt fat sem lekur.

Hér má kannski bæta um betur
býsn af flónum, skrifa , tala.
Að íhuga rök þar enginn getur
aðeins kvarta, lasta, gala.

Þó ég lasti líkt og þeir,
ég líka kann að hrósa.
Þó að beri á þyrnum meir
þá er skammt til rósa.

Til Eðvarðs Sturlusonar. 21.3.  '72.  

Valt þó sé veraldar gengi
víst má því stundum dálítið ráða.
Þig hamingjan elti og líf þitt lengi
og lánið þér fylgi til nýrra dáða.

Afmælisvísur til Eðvarðs 23.03.92.

Taktu nú ellinni sæll og sáttur
svona er lífið – ungir gamlast.
Að bera sig vel er hraustra háttur
hár þó að gráni, þetta damlast.

Lifnar vor að liðnum vetri,
lífið sigrar, hugir kætast.
Dreymi þig frændi daga betri
draumar slíkir mega rætast.

Vísur í gestabók Valda og Eddu á Mýrum. Þar var oft fundað árum saman. Stjórnarf. BSV, Jarðanefnd. V.Ís, Útgáfufélag o.s.frv.. Vísum ekki raðað eftir tíma. >> Efst á þessa síðu

Ennþá get ég aðeins sagt
að erfitt sé með braginn,
en hér er að verða hellulagt
hringinn í kringum bæinn.
                                                      Breytt.

"Marga vil ég færa fórn                 Það teldist vera farsæl fórn,
til friðþægingar syndar".               þar færu nýir vindar,
Kona í minn stað komi í stjórn      ef kona í minn stað kæmi í stjórn
körlunum til fyrirmyndar               körlum til fyrirmyndar.

Enn er ég kominn inn í þetta hús.
Enn er ég kominn til að funda.
Enn mun ég koma aftur fús.
Enn mun ég glaður rápið stunda.

Fljótt ég þakka þetta kaffi
það var fjarska gott,
ek svo lendi ekki í straffi
ek vil sýna þakkarvott.
                                                                        Breytingar.                             
Enn á Mýrum vel er veitt               Enn á Mýrum vel er veitt
af veisluföngum smakka.               þó Valdimar sé einn að bjóða.
Að víkja frá þeim verður leitt       Við etum og drekkum sem yfirleitt,
en vert er nú að þakka.                  ekki þarf að borga neitt,
                                                       því höfum gróflegan gróða.

                                                      Hjónin á bænum við mikils metum,
                                                      mætti það hver og einn.
                                                      Hér duglega drekkum og étum,
                                                      dálítið meir en við getum.
                                                      Það hagnaður okkar er hreinn.
Héldum strangan stjórnarfund
stíft var spjallað saman.
Nú við þökkum þennan fund
því að hér var gaman.

Enn er fundað, enn er rætt,
enn er vakið gaman.
Enn er drukkið, enn er snætt
enn var hlegið saman.

Hér er ég kominn á ykkar inni,
enn til að þiggja veitingar.
Öll ég þakka ykkar kynni
ég ekki vil þar breytingar.

Þó andinn sé fjarri finnst mér rétt
að fáeinar línur ég pári.
Vini að hitta virðist létt
því veður er gott á þessu ári.

Þetta er bara þraut og pína
þó ég reyni sem ég get.
Erfiði þrungin er hver lína
allt þar til ég punktinn set.

Ritnefnd enn að verki var
vísast leit til framtíðar.
Ekki fékkst við öllu svar
enda litlir snillingar.

Fegurð Mýra mörgum verður
mikið jafnan starsýnt á.
Valdimar einnig vel er gerður
og vel má Eddu horfa á.

Vakan tekur talsverð gjöld
ég tel þar rétt að spara.
Nú er talað nóg í kvöld
nú er rétt að fara.

Ritnefnd hér að verki var,
verkið ekki niður skar.
Ritstjórarnir ráðið fá
hvað ritað verður blöðin á.

Öll er kvöð á eina lund
enn má hugann virkja.
Nú var fundur, nú er stund
en næði smátt að yrkja.

Önnur af tveim næstu vinstra megin fór í gestabók þeirra hjóna. >> Efst á þessa síðu
Tekjur virtust ekki ætla að duga fyrir útgáfukostnaði.

                                                                   Síðar hefði mátt segja ;
Auðvitað gerðum við eitthvað rangt          Auðvitað gerðum við ekkert rangt
enda fátt um snilli,                                     alltaf sýndum snilli,
því telst nú bilið talsvert langt                    því telst nú bilið tæpast langt
tekju og gjalda milli.                                  tekju og gjalda milli.
                                                                              Eða ;
Sjálfsagt við gerðum sitthvað rangt           Sjaldan gerðu seggir rangt      
og sjaldan réði snilli,                                 sjálfsagt réði snilli,
enda bilið ennþá langt                                er því bilið ekki langt
innkomu og gjalda milli.                            innkomu og gjalda milli.

Fátt þó mér sé lagt til lista
langar mig að geta þess
að hér mun flestum gott að gista
í glöðum hóp og vera hress.

Úti er suddi og engin sól
og ekki hlýtt að ráði.
Hjá Eddu fékk ég ágætt skjól
einmitt sem ég þráði.
                                                                  Hefði getað verið þannig ;
Á mig herma hjónin bæði                         Ef að vel þið biðjið bæði 
að hér ég geri vísu skil.                            um botn og fyrri part,
Þetta er mikil kvöð því kvæði                   ekki lengi á mér stæði
kann ég ekki að búa til.                            eftir þetta góða start.

Kveð ég nú með hýrri há,
held ég láti flakka,
brag sem loksins ljúka má
ljúfar krásir þakka.

Enn við höldum okkar fund
hjá Eddu og honum Valdimar.
Þetta var auðvitað ágæt stund
og ágætar þakka ég veitingar.

Held ég á penna með höfuð þreytt.
Hvað skal látið flakka ?
Enn á Mýrum vel er veitt
það vil ég saddur þakka.

Er hér gaman yfirleitt
og ýmislegt að smakka,
því enn á Mýrum vel er veitt
sem vil ég reyna að þakka.

Þökkum hjónum þennan fund
því hann veitti gaman.
Einhvern tíma aftur stund
eiga þyrftum saman.

Ætlað í gestabók hjónanna.

Helst ég ætti að hætta að hnoða
hér á þessum góða stað.
Víst mun annars við mig loða
vondur leirinn auðvitað.

1286 - 1312

>> Efst á þessa síðu

Á heimleið frá Mýrum - eftir að hafa séð Valdimar skanna 5000 kr. seðil.

Á Mýrum er aldeilis einvalalið.
ég öfunda húsbóndann snjalla,
er skálkurinn hlæjandi skemmtir sér við
að skanna fimm þúsund kalla.

Vinarböndin vefjið þétt um
vini og með hlýhug bestum,
þá ykkur verður áfram létt um
eins og fyrr að þjóna gestum.

Fór á jólakorti til þeirra.

Kveðja þessi kemur seint
en klökkur það ég vona
að hún hitti alveg beint
inn í hjörtun -  svona.

2011.

Langt er síðan lagt ég hef
leið á ykkar slóðum,
en hæstu einkunn hiklaust gef
húsráðendum góðum.

Smá viðbót við vígsluljóð Lionshúss 20.04.97. >> Efst á þessa síðu

Auðvitað margur asninn hló
í upphafi verks að Sigga Dó.
Í augum hans sindrar nú sigurglampinn
og sjálfur brosir hann nú í kampinn.

Og ef að þið lítið fréttinni flíkið
þá fór svo að kostaði alls ekki mikið
að versla þó vantaði flest.
Því Sigurður prúttaði og passaði aura,
pottþéttur snéri á verslunargaura
hann fékk ókeypis allt fyrir rest.

Fram kom í máli Sig. J. að hann sýndi bændum
stundum inn á lager mjólkursamlagsins.Talið var að þar
væri mest um "kvenbændur" að ræða. Ný reglugerð heimilaði
ekki opinn aðgang að viðkomandi kompu. Af því spruttu
nokkrar umræður og hugsað til úrbóta.

Mörg virðist Sigurði mæðan stór
og mannanna tilskipan rotin.
Áður með konum í kompuna fór
sá kappi og engin reglugerð brotin.

En nú er öldin önnur, verri
eins og þú á mörgu sérð.
Sá er verstur þar ó-þverri
þessi nýja reglugerð.
                  -----
Samlagsstjóra sárt það tekur
samúð stjórnar þetta vekur.
Lager skal færa á lánmeiri stað
líða mun Sigurði betur við það.

Kvennahópurinn kætist þá líka
kann að meta vinsemd slíka.
Allt mun þá fara í fyrra far
og fögnuður ríkja allsstaðar.

Þannig má ýmsum lífið létta
lengi mun trúlega vitnað í þetta
er hörmungar verða svo hlaupi í geð
hve hægt er að bæta ef viljinn er með.

Óvíst tilefni.

Allar stundir má ég meta
er megna vart að bera harm
hversu það er gott að geta
grátið við þinn barm.

Kýrin Geira að bera. >> Efst á þessa síðu

Er það sem mér sýnist að hún
sé að eignast kálf ?
Varla er hægt að vita hvað hún
virðist halda um það sjálf.

Ánægður með afurðina þó lítil sé.

Nú hef ég slegið margfalt met
mjög svo fagurlega
Því eins og sjá má ort ég get
afar snilldarlega.

Döpur niðurstaða.

Ekki hef ég aflað nóg
eignalítill nánast.
Heilann notað hef ég þó
hafi illa lánast.

Guðmundur Grétar sofnaði á heimleið frá Vogalandi.

Auðveldlega eitt má sjá
ekki í góðu lagi.
Þú ert orðinn þreyttur á
þessu ferðalagi.

Um stórskorinn vinnufélaga. ´54

Binni glennir gleiðan kvoft
grimmt við flennur keipar
skinn á enni skekur oft
um skökul spennir greipar.

Um fyrrum samheldinn hóp.

Nú er þáttur illur ofinn
afleit spor á vegi hálum.
Norðvestur-hópur nú er klofinn
næstum því í flestum málum.

Ósjáleg kvíga var með nautum í stíu.

Innan um nautin okkar vænu
er nú dýrið grannt og ljótt,
en þegar að koma grösin grænu
getur þetta lagast fljótt.

Tvær litlar – sín úr hvorri áttinni. >> Efst á þessa síðu

Aldrei leið ég nokkra nauð,
neitt var mér til baga.
Rakaði stöðugt að mér auð
alla mína daga.

Ekkert get og ekkert má,
upp sem huga lyftir,
núna líst mér illa á
allt sem máli skiptir.

Á góðri stund Nv.hópsins. (Gunnar reiddist snögglega og lét gamminn geysa).

Við kunningjar  sátum við gleði og glaum
gaspur og hlátur, en stundin var naum,
þá heyrði ég magnaðan fúkyrða flaum
sem fúlmenni hefði þar rifnað á saum.

Gleymdi lengi að skila afrakstri af  Lionssölu. 1997. Sent gjaldkera.

Öll mín gleymska enn er til
engu kann að svara.
Ég  kom þér í skömm með skil
og skammaðu mig bara.

Kvenmenn og hinsegin menn. (Þ,e. Karlar)
 (Á kynningarkvöldi Lionsþings).

Við höfum hér gott, hér er gaman
við getum vel skemmt okkur enn
á kynningarkvöldinu saman
konur og hinsegin menn.

1313 - 1347

>> Efst á þessa síðu

Illt er að vera einn við mjaltir ef að þarf að komast frá.

Bráðum ævin búin er              
bágt er líf að missa
en þá mun tími trúðu mér
til að fara að pissa.

Kýrin Birta. >> Efst á þessa síðu

Á báðum hliðum Birta hefur legið
og bannsett drullan fest á hennar skrokk.
Sóðametið margoft hefur slegið
en mjólkin hennar fer í gæðaflokk.

Kýrin Dúra.

Ekkert mjöl hún ennþá étur,
enda heilsan frekar slök
og því mjólkað ekkert getur
ekki telst það hennar sök.

Kýrin Lóa.

Fallegur kjálki og kjaftur
og kát er hún oftast í sinni,
en “brjóstin” þau ná ekki alveg nóg aftur
á henni Lóu minni.

Kýrin Lind.

Hún er mest af kúnum kunn
kvígu og nautamóðir.
En mjólkin hún er helst til þunn
hana svo þú bjóðir.

Kvígan Suga lét illa við mjaltir.

Þú mig tefur tíkarsvín
tæpast gott þitt hjarta,
en mikil er samt mjólkin þín
ég má því ekki kvarta.

Gæfa 154.

Þú ert ekki skepna skýr,
þér skammir held ég yfir,
en getur orðið kostakýr
kannske ef þú lifir.

Lind 160.

Lind mín er auðvitað ekki föl
og af því ég hafði gaman,
er hálfum stakk hún haus í mjöl,
hvað hún varð glöð í framan.

Óláns kýr.

Auðvitað það ergir fólk
en þó hennar gaman,
þegar að hún þvagi og mjólk
þvælir allvel saman.

Þrílit 234.  >> Efst á þessa síðu

Fegursta kýrin í fjósinu er hún,
fallega háan aldurinn ber hún,
um arðinn til sinna eigenda sér hún,
ekki til sláturhúss bráðlega fer hún.

Stutt eftirmæli um Goltu.

Föstum stóð á frægðartind
féleg ær og státin.
Féll á bakið föst í grind
og fannst svo þannig látin.

Önnur eftirmæli.

Inn úr byl í ærhús gekk
ólm um dyr sér þrengdi,
ekki langa auðnu fékk
yfir stamp sig hengdi.

Trippa og dæturnar Hippa og Sippa.

Móðir gimbra mér er kær
munu þær verða bráðsnjallar,
enda líka eru þær
úrvalsdætur Ráðsnjallar.

Ásetningur gimbra '89.

Sólgul, Kempa, Dalrós, Dós,
Dokka, Viða, Mjöll og Rós,
Lykla, Stubba, Hosa, Hespa,
Harka Blúnda, Snæja, Vespa.
Bagga, Gimsa, Breða, Krús,
(þær bítur ekki nokkur lús).
Fín og Snjóka, Krubba, Krukka,
(kannski að þeim fylgi lukka).

Krotað á snepla. >> Efst á þessa síðu

Þetta blað er býsna smátt
og bara hérna megin autt.
Eg því skrifa frekar fátt
og fjarskalega efnissnautt.

Þó að ég á síður sulli
svona kveðskap mætti gruna,
að mest af þessu bölvans bulli
best væri komið í Funa.

Ég fann hérna blað sem er bögglað en hreint,
það biður um skraut eða pár.
Það ætti´ ekki að ganga illa né seint
og alls ekki kosta nein tár.

Ábending til unglings.

Gróðursettu græna sprota
græddu landið vinur minn.
Skógur mun til margra nota
en mest til gleði fyrst um sinn.

Í tilefni Þorrablóts.

Kvöldið líður, kemur nótt
konur gleðjast megi.
Góða herra finni fljótt
og fagni næsta degi.

Fagurt og fitusnautt. >> Efst á þessa síðu

Við sem að heilbrigði höllumst að
höfum það fast í minni
að kjúklingar auðvitað eru það
eina sem borða má nokkru sinni.

Þó að þeir sjálfir þurrir reynist
þá má löðra vel í feiti.
Þó salmónella og sitthvað leynist
þeir samt eru góðir að mörgu leyti.

Brasaðir vel á borðum okkar
brúnir og fallegir til að sjá,
Og majonessósan mæta lokkar
margfaldast hreysti  okkar þá.

Þó bragðið af kjötinu sjálfu sé
svolítið dapurt, ei nefnum.
Á diskinum er þetta fiðurfé
falið í bragðmeiri efnum.

Í búrum þeir eyða æfi sinni
í allsnægtum fóðrast þeir vel,
þó dýravinir að flestu þar finni,
að framtíð breyti ég varla tel.

Landbúnað ytra um leið það styður
og léttir á erlendra þörfum.
Þó ýmsum þyki máski samt miður
hve mörgum við töpum störfum.

Úr því má bæta með álverum mörgum
annarra þjóða mengun leysum.
Um leið og þeirra bændum björgum
brattir okkur varðann reisum.

Skyldan kallar.

Af  Drottni mínum dæmdur er ég,
dómsorðin þau voru skýr.
Alla daga ársins fer ég
í mitt fjós að mjólka kýr.

Ég gæti auðvitað legið lengur
og látið mér renna í brjóst,
En ég er gegn og góður drengur
það getur öllum verið ljóst

Halldór formaður Ásgrímsson.

Halldór með tröllataki
treystir á flokknum völd,
oftast þó almenning saki
og auki hans byrðar og gjöld.

Mikil og stór er mannsins villan
metur ei þjóðfrelsi, hugsunin þrengd,
Efnahagsbandalag Evrópu vill hann
að okkur stjórni í bráð og lengd.

Morgunþankar. (undir lagi). >> Efst á þessa síðu

Til eymsla í skrokknum ég allstaðar kenni
og engu ég framvegis þori´ eða nenni,
að í sporin mín gengin nú fljótlega fenni
það finn ég sem afdankað gaamalmenni.  Ó Ó gaamalmenni

Þó fagna ég ennþá þeim framtíðarsýnum
sem finn ég að lifa í huganum mínum
og íslenskri þjóð gæti gagnast og blessast
ef gerðist það myndi ég ef til vill hressast. Ó Ó ég myndi hressast.

Baldur 50 ára, 11. júlí ´92.

Við sendum þér kveðju minn kæri 
og klökkur þess guðina bið  
að gleði þér framtíðin færi
að fornum og góðum sið. 

Heimurinn aldrei þig æri,
hið æðra og göfugra svið
þú halurinn hjartamæri
haldir þig jafnan við.

*

Stökur og lausavísur

 

Á sjúkrahúsi
Úr Listin að lifa blaði LEB/Landsambands eldri borgara, sumar 2017, Vísnaskrín Grétars Snæs Hjartarsonar - sem skrifar: Birkir Friðbertsson í Dúgandafirði þurfti að leggjast inn á spítala 24. febrúar s.l.. Hann orti af því tilefni og hefur sjálfsagt hugsað til reiknikúnsta alþingismanna:

Ligg inn á sjúkrahúsi
ástand mitt er ekki gott
en þó finn ég batavott
og hugsun mín er hrein og skýr.

Hundrað plús fjórir eru þrír.

Á stjórnarfundi S.B.

Umræðan fær í engu bætt
sé erfiðu málin við að glíma,
en oft um minni mál er rætt
minnst í klukkutíma.

Bersögli.

Ein er sagan afar merk
alveg týndist kvefið
er fjósalyktin firna sterk
fyllti á mér nefið.

Í febrúar  '95 >> Efst á þessa síðu
kom til umsagnar bráðbirgðastjórnar bændasamtakanna hvort forkaupsréttur væri fyrir hendi gagnvart erlendu tilboði í skagfirska stóðhestinn Vafa.

Illa kemur okkar sál
annan kostinn velja.
Þetta er versta vafamál
hvert Vafa á að selja.

Allur er varinn góður.

Góðar ræður mikils met
meira varla segi,
ekki talað af mér get
ef ég bara þegi.

7.11.'91

Hvert er þessi þjóð að fara
þyki henni vænt um sig.
Áhyggjurnar eru bara
alveg hreint að drepa mig.

Leikur með orð. >> Efst á þessa síðu

Orðum ég raða einstaka sinnum
eins og þau myndi dálítið ljóð.
En meira þarf til samkvæmt mínum kynnum
svo megi þau heita nokkuð góð.

Stökur.

Ég kominn er vel undan vetri,
en viljinn er tæpur samt enn.
Ég vildi hann væri mun betri,
og vonandi lagast hann senn.

Sól af himni sjaldan hopar,
og sjálfsagt meðal stærstu frétta
að það hafa varla dottið dropar.
dásamlegt að heyra þetta.

Ellin sækir að mér stýft,
eitthvað skal þó verjast,
auðvitað verður mér ekki hlíft
en örlítið reyni að berjast.

13.08.06 >> Efst á þessa síðu

Að hósta, ropa, hiksta, hnerra
hefur Sverrir Bjarki lært,
og baða höndum, sprikla, sperra,

sprækum stráknum er nú fært
.

Ein lítil.

Ýmsir munu fara flatt
fái ráðið holdsins girnd,
margur sínar byrðar batt
og borga þurfti fyrir synd.

Kveðja. >> Efst á þessa síðu

Braginn þakka Baldur minn
brátt mig fer að gruna
að aukast muni andi þinn
við æfinguna.

Við brottför héðan.

Huldu og Pétur mikils met ég
með þeim bestu að ég tel.
Ykkar komu gjarnan get ég
glaður þakkað afar vel.

Um stjórnarmenn BÍ., á vegum norðvesturhópsins.

Hér hef ég löngun að letra,
að líklega dugið þið enn,
hafandi bara betra
bakland enn aðrir menn.

Sumir vilja Evru í stað íslensku krónunnar.

Í vora krónu menn “fetta fingur”
en fljótt þið skulið trúa mér.
Aldrei getur íslendingur
Evru látið stjórna sér.

Heilræði.

Með peninga kunna fáir að fara
það fellir marga hef ég grun um,
en sá er kann að spara og spara
spyrnir móti vandræðunum.

Auðveldur leikur.

Eflaust kvæði yrki létt
enginn vandi á höndum.
Undir línu önnur sett
allt í réttum böndum.

Mars '95. >> Efst á þessa síðu

Það er fljóði fengur
að finna sér mann,
ef með góðu gengur
að gera allt fyrir hann.

Líklega mín fyrstu hnoð sem hafa geymst (2 vísur).

Föðurlandið finnst mér hlýtt 
það færir yl í kroppinn, 
en híalínið hitar lítt  
hylur manninn loppinn. 

Skilkarlinn skilur mjólk
það er skrýtið.
En hvað skilur fólk ?
Það er lítið.

13.2. '91.

Allan daginn er nú hringl inn í höfði mínu.
og langar stundir víl og vingl
og voða skrýtið heiladingl.
Allt það veldur afskaplegri pínu.
 

Sullum bull.

Þó ég á síðurnar sulli
svona leir, mig fer að gruna
að mest af þessu bölvans bulli
best sé komið í hann Funa.

Júlímorgunn  ´93.

Kalt er mér á “kló og væng”
kann ég að því hyggja,
enginn skanki undan sæng
óvart má nú liggja.

Vestfirðir sækja fram (Styrmir Gunnarson) >> Efst á þessa síðu

Ég hef lesið vitneskjuna vel
Vestfirðingar eiga góða von.
Á höfuð naglans hitti að ég tel
heiðursmaður Stymir Gunnarsson.

Sett saman að beiðni Kjartans Þórs á sólardegi kvenfélagsins 2009.

Hér sat ég í vetur og skalf í skugga
af skelfingu fylltist þá hugur minn.
Nú er það annað að gá út um glugga
er geislandi sólskinið flæðir inn.

Sent Guðm. Stef. Hann sendi mynd af stjórn Stéttarsambands ´91-´93.

Þó lítið að mér löngum sópi
og lífsýn mína ýmsir telji skakka,
sendinguna sjálfsagt vil ég þakka
sæmd var mér að kynnast þessum hópi.

Af gleymdu tilefni. >> Efst á þessa síðu

Sumt er mörgum mikið starf
málið eitt þó nefni,
Sómamaður sinna þarf
sínu konuefni.

Slæmt mál.

Ennþá penna held í hönd
og hamast við að skrifa
ljóð með gömul bragabönd
en bölvað ef þau lifa.

Allt er nú til.

Enn ég hlæ og enn ég græt
enn ég sit á fundum,
og þar jafnvel ennþá læt
undarlega stundum.

Sumt er til ánægju.

Ekki er lífið eintómt tap
eða regn og vindur.
Létta bæði líf og skap
litlar stúlku-kindur.

Upplýsingar
með
kveðjum
Mbl
á
útfarardegi
16. júní
2017

Birkir Friðbertsson
fæddist 10. maí 1936 í Botni í Súgandafirði.
Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 5. júní 2017.

Foreldrar hans voru Friðbert Pétursson og Kristjana Guðrún Jónsdóttir.

Birkir gekk í Barnaskólann á Suðureyri og Gagnfræðaskólann á Akranesi og útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1954.

Birkir giftist Guðrúnu Fanný Björnsdóttur, f. 16.7. 1936, þann 13.11. 1957.

Þau eignuðust sex börn;
1) Björn, f. 6.7. 1956, k.h. Helga Guðný Kristjánsdóttir, hann á fimm börn og fjögur barnabörn.
2) Hörður, f. 16.8. 1958, k.h. Málfríður Waage, hann á tvö börn og þrjú barnabörn.
3) Fjóla, f. 21.4. 1960, m.h. Ingvar Valur Gylfason, hún á þrjú börn og fjögur barnabörn.
4) Lilja, f. 31.7. 1962, m.h. Torfi Guðmundsson, hún á tvö börn og tvö barnabörn.
5) Björk, f. 6.4. 1968, m.h. Haraldur Örn Hannesson, hún á eina dóttur og stjúpson.
6) Svavar, f. 18.9. 1972, k.h. Svala Sigríður Jónsdóttir, hann á þrjú börn.

Birkir bjó alla sína ævi í Súgandafirði, fyrst á búi foreldra sinna í Botni en árið 1958 stofnuðu þau Gunný nýbýlið Birkihlíð. Hann var bóndi í Birkihlíð alla sína starfsævi, en sinnti þar fyrir utan félagsmálum af miklum krafti. Má þar meðal annars nefna setu á Búnaðarþingi fyrir Búnaðarsamband Vestfjarða frá 1983-1997 og formaður Mjólkursamlags Ísfirðinga 1977-1992, en þar sat hann í stjórn til 1994.

Hann var lengi þátttakandi í sveitarstjórnarmálum í Suðureyrarhreppi.

Birkir var framkvæmdastjóri útgáfufélags BSV og lagði þar fram mikla vinnu. Einnig gaf hann út "Ljóð og litlar vísur" með eigin ljóðum. Hann var skátaforingi skátafélagsins Glaðherja í Súgandafirði í nokkur ár og félagi frá stofnun þess árið 1953 og starfaði með tveimur Lionsfélögum á norðanverðum Vestfjörðum á mismunandi tímum.

Birkir var í varastjórn raforkubænda frá stofnun 1999-2002 og í aðalstjórn frá 2002-2007 og þar af formaður 2005-2007 og 2012- 2014.

Birkir var einnig í forsvari fyrir hóp innan Fornminjafélags Súgandafjarðar, sem skráði öll þekkt örnefni í Súgandafirði inn á myndir sem varðveittar eru á vef félagsins.

Birkir var jarðsunginn frá Suðureyrarkirkju föstudaginn 16. júní 2017.
 
Í dag. þriðjudaginn 20. júní, verður haldin minningarathöfn í Guðríðarkirkju klukkan 13.  

Minningarorð
Valdimars
Gíslasonar
á Mýrum
í Dýrafirði

sem
vonandi
fyrtist
ekki
við

þau
birtist
hér

Birting
hér
er
varúðar-
ráð
ef netið
bilar.

Minningarorð
Valdimars Gíslasonar á Mýrum í Dýrafirði
 
Í dag verður borinn til grafar Birkir Friðbertsson, bóndi í Birkihlíð í Súgandafirði. Fyrir 60 árum vorum við herbergisfélagar á Hvanneyri. Síðan þá hafa tengsl okkar verið vinátta og samvinna að ýmsum málefnum, einkum á vegum Búnaðarsambands Vestfjarða og útgáfunefndar þess. Birkir var ötull málsvari vestfirskra bænda, sat í stjórnum margra samtaka á þeirra vegum og var málsvari þeirra út á við, s.s. á Búnaðarþingi og Stéttarsambandsfundum.

Birkir var góður og virkur fundarmaður, rökfastur og lipur ræðumaður og afburðaritari fundargerða. En hans veigamesta starf fyrir vestfirska bændur og Vestfirðinga alla var útgáfustarfsemi unnin á vegum útgáfunefndar Búnaðarsambandsins. Má hiklaust segja að þar hafi hann unnið stórvirki. Á sínum tíma var samþykkt á aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða að láta rita sögu byggðar í Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslum sem er starfssvæði sambandsins.

Dráttur varð á framkvæmd verksins í áratugi. Þar kom að kosin var útgáfunefnd til að standa að þessu verki. Birkir var þar einn nefndarmanna. Vegna dugnaðar hans, áhuga og færni hvíldi starfsemin að mestu á hans herðum. Nefndarfundir voru haldnir í Birkihlíð hjá þeim ágætu hjónum, Birki og Gunný eins og hún er jafnan kölluð. Eftir umræður og sam- þykktir var það Birkir sem tók að sér framkvæmd þeirra. Síðan var sest að glæsilegu kaffihlaðborði sem Gunný framreiddi. Nú hafa komið út fimm rit sem merkt eru Vestfjarðarit I-V. Rit I og II fjalla um Vestur-Ís., III um VesturBarð., IV um Austur-Barð og V um Inndjúpið í Norður-Ís. Umsjón með fjármögnun og sölumálum rita I-IV hefur Birkir haft. Gerð Vestfjarðarits V var að mestu á annarra höndum þótt Birkir kæmi einnig þar að á seinni stigum. Þess má líka geta að Birkir var búinn að leggja grunn að Vestfjarðariti VI sem fjalla á um byggð í Útdjúpi. Vonandi tekst að ljúka því verki. Birkir þáði ekki laun fyrir sín miklu störf að útgáfumálum. Hann kleif hinn erfiða hjalla fjármögnunar og skilar skuldlausu búi og fjölda bóka sem seljast jafnt og þétt. Þá er það mikilvægt að öll Vestfjarðaritin fimm sem út eru komin eru þeim sem að gerð þeirra komu til mikils sóma. Einnig má geta þess að Birkir, með aðstoð Alþingis, náði að láta tölvusetja hið mikla vinnuhandrit Kjartans Ólafssonar um Vestur-Ís.

Það er nú aðgengilegt öllum sem áhuga hafa.

Hér hefur aðallega verið fjallað um tómstundastörf Birkis, en hann var þó fyrst og fremst hörkuduglegur bóndi.

Í Botni hafa nú þrír ættliðir byggt upp myndarlegt stórbýli. Birkir var góður hagyrðingur og hafa birst á bók ljóð og lausavísur eftir hann.

Það var föst venja þegar Birkir kom að Mýrum að fá hann til að yrkja vísu í gestabók hússins. Það var jafnan auðsótt. Ég birti hér eina af þessum vísum. Þar kemur nákvæmlega fram það sem ég myndi vilja sagt hafa við hjónin í Birkihlíð:

Oft var fundur ykkur hjá
er þá ljúft að muna,
og ég þakka ykkur má
alla vináttuna.

Ég færi þakkir fyrir samstarf og vináttu í 60 ár. Gunný og fjölskyldu votta ég samúð.

Valdimar H. Gíslason og fjölskylda, Mýrum. (Morgunblaðið 16. júní 2017.)

* * *

upp - efst á þessa síðu

Efst á þessa síðu * Forsíða * Höfundar *