THE PLANT PROGRAMME * bls. 13 - þyngdarstig matartegunda
Forsíða/Frontpage of GOP-frettir * *  
Saga Jane Plant >> http://www.GOPfrettir.net/open/JanePlant

Jane Plant og Gill Tidey:
ISBN 978 0 7535 0925 4

Opna þessa síðu >> http://www.GOPfrettir.net/open/JanePlant/Programme 

 Þyngdareinkunn matarrétta úr upptöldu hráefni:

  • 0 - Ferskir ávextir, grænmetissafar og salöt

  • 1 - Soya mjólk og jógurt, hnetur, þurrkaðir ávextir, ósoðin fræ og korn og tófú 

  • 2 - Blandað soðið og hrátt grænmeti og ávextir

  • 3 - Soðið: grænmeti, ávextir, korn, soðnir þurrkaðir belgávextir (ss kartöflur, maís, sólblómafræ, belgávextir)

  • 4 - Niðursoðið: baunir, grænmeti, soya rjómi (cream)

  • 5 - Meginhlutinn grænmeti og egg

  • 6 - Meginhlutinn grænmeti með kjúklingi, önd, fiski og sjávarfangi

  • 7 - Meginhlutinn grænmeti með lambakjöti, svínakjöti, kanínukjöti, villibráð

  • 8 - Meginhlutinn egg

  • 9 - Meginhlutinn kjúklingur, önd, fiskur og annað sjávarfang

  • 10 - Meginhlutinn lambakjöt, svínakjöt, kanínukjöt, villibráð

Í uppskriftum í bókinni er þyngdarstig hvers réttar tiltekið.
 

PLAN 1
fyrir þá sem eru með krabbamein:

Engin máltíð ætti að vera þyngri en 4 og stefnt skal á að heildarþungi máltíða dagsins verði á bilinu 15 - 20. Á viku má þó miða við að það verði meðaltal - svo unnt sé að hafa einhver hátíðabrigði.
 

PLAN 2
fyrir þá sem stefna að því að hindra krabbameinsmyndun eða halda sér á bataskeiði:

Hafa aðeins eina máltíð dagsins þyngri en 5 og samanlögð þyngs máltíða dagsins verði á bilinu 30 - 35. Hægt er að gera sér betur í máltíð með því að halda vikulegu meðaltali á því bili.

Árið 2001 - þegar bókin kom út - hafði Jane haldið þessari áætlun í hálft áttunda ár.
Hún skipti úr Plan 1 í Plan 2 sex mánuðum eftir að lyfjameðferð hennar lauk og tíu mánuðum síðar hvarf krabbameinið.