GÓP-fréttir
forsíða

Uppfært
16.9.2000

Fjarkennslu-sala, kaup og kjör

Gögn og útreikningar á mismunandi fjarkennslu-greiðslum

Fjarkennsla er seld á ýmsum verðum og ennfremur eru greiðslur fjarskóla til kennaranna nokkuð mismunandi. Hér er gerð tilraun til að henda reiður á atriðum sem þetta varða.

Athugaðu - að yfirvinna er hvergi reiknuð inn í þessar tölur. Ef þú færð þetta greitt sem yfirvinnu margfaldarðu það sem hér kemur út - með yfirvinnuálaginu sem er 1,45.

VMA Mikilvirkasti skólinn er VMA

Við VMA tíðkast þessi reikniregla - eftir Hauki Ágústssyni 8. júní 2000: Greiðsla byggir á taxta öldungardeildarkennslu, sem er um 110% ofan á dagvinnulaun í þeim launaflokki, sem kennarinn er í. Útreikingur fer síðan eftir formúlunni:

  • G=R/V*E, þar sem
  • G er greiðslan,
  • R raunfjöldi nemenda í áfanga, sem kennarinn kennir,
  • V viðmiðunarfjöldi nemenda til greiðsluútreiknings.
    Viðmiðunarfjöldinn er breytilegur.
    >> 6 er hann þegar kennari kennir áfanga í fyrsta skipti og hefur sjálfur búið hann til kennslu í fjarkennslu.
    >> 8 er viðmiðunarfjöldinn, þegar áfangi er kenndur í annað skipti af kennara, sem hefur gengið frá honum til fjarkennslu, eða þegar viðmiðunarfjöldanum 6 er náð. 8 er líka viðmiðunarfjöldinn, þegar kennari kennir í fyrsta skipti áfanga, sem annar hefur búið til kennslu í fjarkennslu.
    >> 10 er viðmiðunarfjöldinn, þegar áfangi er kenndur af sama kennara og viðmiðunartölunni hefur verið náð.
  • E einingafjöldinn í hlutaðeigandi áfanga.

- -

GÓP ályktar að G merki þann vikukennslustundafjölda sem greiddur skal fyrir þann áfanga sem nemendurnir eru skráðir í. Ef það er rétt þá mundu 12 nemendur í þriggja-eininga áfanga þar sem viðmiðunarfjöldinn er 6 skila 12/6*3 = 6 vikustundum á öldungadeildartaxta.

Heildarlaunin á mánuði fyrir þessa kennslu mundi þá verða 6 * niðurstaðan úr kaflanum hér næst fyrir neðan.

Hvað merkir
þetta?

Hér er reiknuð greiðsla fyrir kennslu

A: - einnar
vikukennslu-
stundar í
öldungadeild
sem hlutfall af
mánaðarlaunum



og



B: - einnar
viku-
kennslustundar í
öldungadeild á
stundakennara-
taxta.

Öldungadeildarkennslustund???
Hvað er greitt fyrir hana í dagvinnu??
Hvað merkir þetta í beinhörðum greiðslum?

Öldungadeildar-vikukennslustundar-greiðslu má reikna á tvo vegu:

A: Hlutfall af launum eins og kennarinn væri fastráðinn (hann getur auðvitað verið fastráðinn!): Þá skiptir máli hver kennsluskylda kennarans er. Sá sem er fastráðinn getur séð það af ráðningarsamningi sínum í þeim skóla þar sem hann er ráðinn. Hér eru tiltekin tvö dæmi. Annars vegar kennari með 23,87 kennslustunda vikukennslu og hins vegar kennari sem orðinn er sextugur og hefur 16,97 kennslustunda skyldu.

  • 23,87 dagvinnuvikustunda kennsluskylda: 1 öldungadeildarvikukennslustund margfaldast með 1,6 því að hún er 1,6-föld miðað við dagvinnukennslu í framhaldsskólanum. Þessi kennslustund verður því 1,6 / 23,87 = 6,7 % vinnuskyldunnar og skilar því 6,7 % mánaðarlaunanna í viðkomandi launaflokki. Í lfl. 150.6 eru mánaðarlaun
    kr. 135.418 og það skilar * 6,7 % = 9.073
    sem greiðist í 12 mánuði hjá fastráðnum ef þetta er að fylla upp í dagvinnu. Annars er þetta yfirvinna og margfaldast með yfirvinnuálaginu - sem hér er ekki gert. Ef þú kennir þetta sem yfirvinnu skaltu margfalda með yfirvinnustuðlinum sem er 1,45
  • 16,97 dagvinnuvikustunda kennsluskylda: Sama reikningsaðferð skilar 1,6 / 16,97 = 9,43 % mánaðarlauna launaflokksins. Í lfl. 150.6 eru mánaðarlaunin
    kr. 135.418 og það skilar * 9,43 % = kr. 12.770
    - og um greiðslurnar gildir það sama og fyrr segir.

B: Stundakennaralaun í lfl. 150: Tekin eru tvö dæmi.

  • Hið fyrra er almennur stundakennari en hann er alltaf í 3. þrepi og fær fyrir dagvinnukennslustundina kr. 1.476,08 sem margfaldst með 1,6 af því að hún er kennd í öldungadeild og verður að kr. 2.362 sem síðan bæta á sig launatengdum gjöldum - sjá hér á eftir.
  • Hin seinna er kennari á eftirlaunum en hann er alltaf í 6. þrepi og fær því kr. 1.660,37 * 1,6 = kr. 2.657 að viðbættum launatengdu gjöldunum - svona:

Launatengdu gjöldin:

  • Lífeyrissjóðsframlag er 11,50 % en við það bætist 5,83 % tryggingargjald svo það reiknast í einni tölu sem 12,17 %
  • Tryggingargjald launa er 5,83%
  • Önnur launatengd gjöld eru 1,0 %
  • Orlof er á bilinu frá 10,17 % til 14,51 %

Launatengd gjöld eru því á bilinu frá 29,17 % til 33,54 % og til einföldunar er hér notuð talan 30 %

Almenni stundakennarataxtinn við öldungadeildarkennslu verður því
samtals kr. 2.362 * 1,3 = kr. 3.051 pr kennslustund og á mánuði kr. 12.203
Stundakennarataxti eftirlaunakennara við öldungadeildakennslu verður á sama hátt
kr. 2.657 * 1,3 = kr. 3.432 pr kennslustund og á mánuði kr. 13.726

Verktaka
í
kennslu

Ármúlaskóli hefur jöfnum höndum greitt kennurum sem verktökum fyrir kennslu á námskeiðum. Upphæð fyrir hvern aðkeyptan tíma reiknast þá út frá öldungardeildartaxta og þar á ofan leggjast
30% fyrir launatengdum gjöldum - sem eru eru
Lífeyrisframlag 11,5%
Tryggingagjald af launum 5,83%
Tryggingagjald af lífeyrisframlagi 5,83%
Önnur launatengt gjöld 1,0%
Samtals 19,0%
Til viðbótar kemur svo orlofið en lægsta olofs prósenta er 10.17%. Þannig að talan ætti að vera frá 29.17% uppí 33,54% eftir þvi hve mikið orlof menn fá.

Dæmi fyrir kennara í 154. lfl og 6. þrepi:
Dagvinnukennslustundin kr. 1.583
Öldungadeildarkennslustund = 1.583 * 1,6 = kr. 2.532
30% vegna launatngdra gjalda >> kr.2.532 * 1,3 = kr: 3.293 pr kennslustund.
Þess ber að geta að fastráðnir kennarar telja að álagið þurfi að vera 50% til þess að sama kaup fáist.
Pr.
nemanda
Haustið 1999 keypti Kvennaskólinn af Ármúlaskólanum tölvukennslu fyrir fast gjald á nemanda - kr. 8.000. Ármúlaskólinn annaðist síðan fjarkennsluna innan síns greiðslukerfis - og tölvukerfis.

Efst á þessa síðu * Forsíða