GÓP -
Forsíða Fjarn- áms- torg |
Matsblað
til að meta Eyðublaðið uppfært 19.10.1999 | |||
Ath! | Fyrir hvern lið eru gefin 1 - 4 stig. Ef gefið er 0 merkir það að viðkomandi þáttur á ekki við um þennan vef. | |||
Nafn þess sem metur: GÓP | ||||
Dagsetning matsins: 20.10.1999 | ||||
Nafn og setur vefsins: Engines for Education - http://www.ils.nwu.edu/~e_for_e/ | ||||
Um- fang |
Síðufjöldi vefsins er: af stærðargráðunni 100 Fjöldi námsáfanga/kennsluefna er: Um er að ræða eitt efni sem skoðað er frá mörgum hliðum. | |||
1 Andlit * Áhrif fyrstu sýnar Gestur rambar á kennsluvefinn. Vefurinn vill vekja athygli hans. * Fyrsta síðan virkar ekki sérlega spennandi. Ef maður stöðvar sig til að lesa fyrstu setninguna og gerir sér grein fyrir hvað átt er við er þó hugsanlegt að maður skoði meira. Ef áhugi manns er á sviði bókarinnar þá stendur maður lengur við og kemur aftur. | ||||
Þáttur: | 1 stig | 2 stig | 4 stig | Alls: |
Við fyrstu sýn |
Vefurinn er fyrst og fremst annars efnis s.s. einkavefur, skólavefur, stofnunarvefur. Vefurinn getur gengið sem miðstöð fyrir námshóp sem veit hvar á að leita og að hverju hann er að leita. | Vefurinn hefur greinilega lýsingu á kennsluhlutverki sínu. Kynningin varpar fram fullyrðingu eða spurningu sem vænta má að kveiki áhuga gestsins. Yfirbragð vefsins dregur dám af kennsluhlutverki hans. | Vefurinn hefur á forsíðu sinni mjög áberandi auglýsingu um kennsluhlutverk sitt. Þar er setning eða mynd sem fangar áhuga gestsins með spurningu eða vandamáli með innvísun til umfjöllunar. |
3 |
2 Yfirlit - kynning: Innihald * Námsgerð * Fræðavægi Gesturinn finnur yfirlit og sér hvort þetta er fyrir hann. * Yfirlit finnst um þá sem stóðu að gerð vefsins. Af fyrstu síðu og af annarri síðu er ekki að sjá leið til að komast í efnisyfirlit. Efnisyfirlit er hins vegar afar lýsandi fyrir verkið - þegar maður hefur komist svo langt að maður rambar á það. | ||||
Þáttur: | 1 stig | 2 stig | 4 stig | Alls: |
Yfirlit | Upptalning á því sem er að finna á vefnum. Segir ekkert um þekkingar og þyngdarstig vefsins. Tekur ekki tillit til þess að gesturinn kann að þekkja til efnisins. | Stutt lýsing á þáttum efnisins og við hvað þar er fengist. Auðvelt byrjendum að finna sinn stað. | Miðar við forþekkingu gestsins. Efni vefsins tengt við heildarnet lögmála viðkomandi fræða. Námsforsendur höfunda liggja fyrir. | rambaði á
gott
yfirlit
3 |
Fyrir hvern? |
Kemur ekki fram | Fyrir tiltekinn námshóp á tilteknu skólastigi | Margir geta nýtt sér vefinn. Vísað til vega eftir forkunnáttu. | 3 |
Náms- boð |
Ekki skilgreint. Skoða þarf efnið til að átta sig á því. | Tekið er fram til hvers konar náms vefurinn er ætlaður, t.d. fjarnám án/með kennara, netstutt nám ... | Leiðbeint er hvernig nota má vefinn til fjarnáms, til netstuðnings ... | 3 |
3 Vefnaður * hvetjandi? letjandi? lyftandi? Finnur gesturinn fyrir spennandi aðdráttarafli? * Vefurinn er mjög á eina lund - og myndir engar. Hann notar leturgerðir og hausa sem ætíð eru í sama stíl svo að brátt skilur gesturinn hvernig hann er upp byuggður. Hvatningin liggur í því að efnið er sett fram á forvitnilegan eða jafnvel spennandi máta. Vísanir eru innvísanir um afar stóran vef. Útvísanir hef ég engar fundið. | ||||
Þáttur: | 1 stig | 2 stig | 4 stig | Alls: |
Al- mennt |
Vefurinn er fábreyttur, lítið um grafík, texti og uppsetning mjög á eina lund. | Nokkur grafík finnst. Nokkur tilbreyting er í stærð leturs, litanotkun og uppsetningu. | Aðlaðandi og skýrandi myndræn innskot þar sem við á. Leturbrigði, litir og uppsetning vel notuð. | 1 |
Inn- vísanir |
Lítið notaðar. Vísað til fýrri síðu eða til síðu sem tengist forsíðu. Hver síða er eyland í vefnum. | Nokkuð er um innvísanir. | Innvísanir hjálpa til að fara milli allra skyldra síðna og á kennslutorgið. | 3 |
Út- vísanir |
Lítið er um útvísanir. Vísað er til síðna í öðrum vefjum með því að gefa slóðina án beinnar tengingar. Vísað er til efnis sem ekki er sérlega merkilegt og ekki tekur fram rituðum heimildum sem yfirleitt eru tiltækar í handbókum námshópsins. | Útvísanir eru nokkrar. Vísað er með beinum tengingum. Nokkrar útvísanir eru til síðna sem yfirleitt eru ekki innan seilingar gestsins eða á bókasafni skóla. Oft er sagt nánar um hvers vænta má ef vísuninni er fylgt. | Útvísanir eru til margra mikilvægra síðna s.s. í fræðimiðstöðvum, sérhæfðum bókasöfnum, fagtímaritum og háskólavefjum. Við hverja vísun er í stuttu en skýru máli af mikilli þekkingu tiltekið hvers er að vænta ef vísuninni er fylgt. | 1 |
Fléttur | Vefurinn er flatur. Efnið skal fyrst og fremst lesast. Það er einfalt að prenta efni hans út þannig að það nýtist til fulls. Gestinum dugar að eyða litlum hluta námstímans á netinu. | Vefurinn er margvirkur. nauðsynlegt er að nýta innvísanir hans til að öðlast fræðslu hans. Hægt er að prenta út margar síður hans en það rýrir fræðilega yfirsýn og leiðsögn vefsins. Gesturinn þarf að eyða verulegum hluta námstímans á netinu. | Vefurinn er slunginn. Fræðsla hans er að verulegum hluta fólgin í innvísunum og útvísunum. Gesturinn fræðist með því að feta sig eftir boðleiðum vefsins. Útprentun er til lítils. Gesturinn þarf að vera sí-tengdur. Leiðbeint er um hvernig hann helst getur stytt tengitíma sinn. | 3 |
4 Námsefni * Hvað skal kennt og hvernig metið? Gesturinn spyr: vil ég fræðast um þetta? nýtist mér það? ef ég tek próf - hvernig er metið? * Fjallað er um efnið - sem er gagnrýni á skólakerfið með hugmyndum að breytingum. Ekki er um nein verkefni að ræða og engin próf. | ||||
Þáttur: | 1 stig | 2 stig | 4 stig | Alls: |
Af- mörkun |
Lesa verður efnið til að sjá hvað verið er að kenna. | Tiltekið er hvar efnið er í efnisröð fræðinnar í skólakerfinu, t.d. fyrir nemendur í tilteknum bekk. | Tiltekið er hvaða kunnáttu gesturinn þarf til að hagnýta sér efnið og hvenær hann þekkir svo mikið að efnið er honum ekki til framdráttar. | 3 |
Þekja | Efnið fjallar um fá og afmörkuð efni, með eða án innbyrðis tengsla. | Efnið þekur flestöll viðfangsefni þess námsþreps sem fjallað er um | Efnið þekur öll viðfangsefni námsþrepsins og vísað er til nytsamra viðbóta með inn- og útvísunum. | 3 |
Texti | Verulega mætti endurbæta framsetningu og gera hann skipulegri. Prentvillur og málvillur draga úr stigagjöf. | Ágætlega skýr, yfirsýn sæmileg. Gallalaust málfar. Hlýleiki og virðing fyrir gestinum. | Viðfangsefnin sífellt tengd við yfirsýn um námsþrepið. Lipur og góður stíll. | 3 |
Verk- efni |
Engin verkefni. Gert ráð fyrir að verkefni séu send í póstlistum til skráðra nemenda. | Allnokkuð er af verkefnum. Víða eru verkefni sem eingöngu eru fyrir gestinn. Þar getur hann spreytt sig og síðan fengið sjálfvirkt yfirlit yfir rétt svör. | Fjölbreytt sjálfsverkefni. Gátur og próf þar sem vísað er til upplýsandi síðna. Skriflegar samantektir sem kennari fer yfir - og skilar aftur. | 0 |
Fræði- leg krefj- andi |
Nóg er að lesa og skilja það sem skrifað stendur og svara spurningum úr því. | Nauðsynlegt er að greina upplýsingarnar og/eða afla upplýsinga víðar að. | Afla þarf upplýsinga víða, taka afstöðu, draga ályktanir útyfir tiltækar upplýsingar, setja fram tilgátur, upphugsa nýja lausn til að tengja það sem fjallað er um. | 2 |
Tækni- leg krefj- andi |
Nóg er að svara með mæltu máli eða í einföldu ritmáli. | Svara þarf með skrifstofuforriti svo sem ritvinnslu, töflureikni eða framsetningarforriti. | Nota þarf margmiðlunarbúnað, myndband, ritfunda eða myndfundabúnað. | 0 |
Fjöl- breytni |
Verkefni hafa fá þrep og einhæf sjónarmið. | Nokkur verkefni lögð fyrir eða nemendum gert að skoða mál frá ólíkum sjónarhornum. Lausnir krefjast heldur flóknari hugsunar. | Margvísleg verkefni. Mál skoðuð í ýmsu ljósi og nemendum gert að gegna mörgum og ólíkum hlutverkum. | 0 |
Próf | Vefurinn er ekki miðaður við próf. | Miðað er við próf hjá innrituðum nemendum. | Gesturinn getur óskað eftir að fá að senda inn svör til mats gegn gjaldi - ef hann ekki er skráður í áfangann | 0 |
5 Skipulagt fjarnám í föstum tengslum Gesturinn er skráður í fjarnámið * Þetta er ekki skipulagt fjarnám í neinum tengslum öðrum en þeim að þjóna þeim gesti sem rambar inn. | ||||
Þáttur: | 1 stig | 2 stig | 4 stig | Alls: |
Skipu- lag |
Námið er selt og greitt fyrirfram. Tímamörk eru óljós, námsloturnar koma í ljós jafnóðum, nemandi sem ekki skilar verkefnum er strikaður út. | Tímamörk eru ljós, námslotur og verkefni eru boðuð í upphafi og koma á tilsettum tímum. Tiltekinn sveigjanleiki er í skilum. | Sérhvert þrep námsins er skýrt skilgreint. Flestir nemendur geta gert sér grein fyrir hvar þeir eru staddir og hvers er vænst af þeim. Gengið er eftir skilum með bréfum og símtölum. | 0 |
Sam- skipti |
Formleg, stöðluð, skrifleg. | Netbréf milli kennara og nemanda.Netbréf milli nemenda sem veita gagnkvæma hjálp | Kennari spyr hvernig gengur og fær svar og fyrirspurn sem hann svarar. Vettvangur er fyrir hugleiðingar um efnið - og annað óskylt. Nemendur hafa stuðning af tæknimanni á vef-stað. | 0 |
Birt- ingar |
Engar birtingar frá nemendum eru á vefnum. | Nokkuð er um birtingar - einkum frá þeim sem best hafa staðið sig. | Birtur er nafnalisti nemenda og netföng. Listi er yfir FAQ. Þegar lokið er skilum eru birt eldri og ný dæmi um góðar innsendar lausnir. Amk ein úrlausn eða umfjöllun er birt frá hverjum nemanda. | 0 |
6 Til móts við gestinn Gestvænleiki vefsins. * Vefurinn leggur mikið upp úr því að vera gestvænlegur. | ||||
Þáttur: | 1 stig | 2 stig | 4 stig | Alls: |
Við- mót |
Efnið er þarna. Sá sem vill nýta það verður að bera sig eftir því. Ef hann hættir þá glatar hann þátttökugjaldinu. Það verður að hafa það ef hann hættir og talar illa um vefinn. | Vinna er lögð í að skýra hvað við er átt, auðvelda umferð milli upplýsingasíðna. Hjálp er tiltæk. | Gesturinn er beðinn að senda inn athugasemdir svo vefarinn geti lagfært vefinn. Í viðmóti gerir vefurinn ráð fyrir að gesturinn sé forsetinn að leita sér fróðleiks. Hjálp er ætíð tiltæk. | 3 |
Lið- gæði |
Nokkuð er af upplýsingum og skýringum en þær eru ekki sérstakur fengur fyrir gestinn. | Leiðbeiningar og liðsinni eru að nokkru leyti um atriði sem gestinum kemur vel að vita. Flokkun vísana er til nokkurar hjálpar. | Gesturinn skilur og metur mikils flokkanir vísana og umsagnir um þær. Hann metur mikils leiðbeiningar vefsins. | 2 |
Tengsl | Gestinum finnst hann ekki vera í sambandi við neinn um þetta nám. | Gesturinn finnur tengsl við aðra nemendur. Honum finnst námsefnið afa gildi fyrir sig og tengir það við umhverfi sitt. | Gesturinn finnur góð tengsl við kennarann. Hann tengir námið við það sem er að gerast samtímis í heiminum. | 1 |
Gam- an |
Það er gaman að læra. Það er nóg. | Inn í vefinn eru fléttaðar frásagnir af vettvangi fræðinnar sem létta lundina. | Vefurinn geymir útvísanir til þess sem er forvitnilegt og heillandi í greininni. Textinn er skemmtilega skrifaður og myndir setja efnið í létt samhengi. | 2 |
7 Matsatriði og matsaðilar vefsins Gesturinn spyr: hverjir gefa þessum kennsluvef einkunnir? * Menntun aðstandenda vefsins er vel tilgreind og það gefur í skyn að til hans sé vandað. Hins vegar er hvergi beðið um mat á honum og mats hvergi sérstaklega getið - að ég sé. | ||||
Þáttur: | 1 stig | 2 stig | 4 stig | Alls: |
Hvað
og hver? |
Talinn er fjöldi síðna og námsefna.Talinn er fjöldi heimsókna og viðstöðulengdir | Óskað er athugasemda gesta og tillögum að endurbótum. | Fjöldi nemenda, brottfallshlutfall og gæði innsendra úrlausna er borið saman við nærnám. Gestir eru beðnir að útfylla vefmat og tiltaka það sem þeim féll best og síst. Tiltekinn er valinkunnur hópur hlutlausra matsaðila. |
1 |
8 Önnur atriði og umsögn | ||||
Þáttur: | 1 stig | 2 stig | 4 stig | Alls: |
Umsögn um vefinn. Nefnd atriði sem ekki koma fram að ofan: Í heild góð hugmynd. Efnið er allt á textaformi en nýtir möguleika textans vel með innskotu og boðum um margvíslegt framhald frá hverri síðu - öll meira og minna spennandi. | 3 | |||
Stig samtals - af 100 - Nei! af 72 Um stigagjöfina: 7 þættir fá 0 - sem merkir að þeir eiga ekki við um þennan vef. |
43 |