Forsíða

Uppfært
18.11.99


Nokkrar skólagætur

3. kafli í vinnudrögum Kvsk/AE

Til baka í efnisyfirlit listans

2. Námsmat og innra eftirlit





2. Námsmat og innra eftirlit

1. Eftirlit og mat

1. Stjórnendur fylgjast með að stefnu skólans sé framfylgt

1. Eftirlitsaðferðir eru skipulagðar og byggðar á reglum um ábyrgð, tímasetningum og mælikvörðum sem nota skal

2. Stjórnendur fylgjast með árangri skólastefnunnar með því m.a. að skilgreina lykilatriði með starfsmönnum:

1. Markmið náms

2. Náms- og kennsluaðferðir

3. Hjálpargögn og kennslutæki

4. Mat og fyrirgjöf

3. Stjórnendur vita um vinnubrögð í skólanum með því að:

1. fylgjast með námi og kennslu

2. viðræðum við kennara

3. skýrslum frá kennurum

4. skoða glósur nemenda

5. skoða úrlausnir (records of work)

6. skoða handbækur deilda

4. Stjórnendur eru í sambandi við (funda með) deildarstjórum

5. Tengsl eru milli mats og ákvarðanatöku innan skólans

6. Stjórnendur fylgjast með eftirfarandi.

1. undirbúningi kennara fyrir kennslu

2. vinnu í kennslustofum

3. vinnu nemenda

4. niðurstöðum mats

5. sérkennslu

6. kennslugögnum og hjálpartækjum

7. eigin frammistöðu og árangri

2. Marktölur eru notaðar til þess að fylgjast með árangri

1. Námsárangur

1. Skráðar einingar á nemanda

2. Staðnar einingar á nemanda

3. Fall eftir árum og brautum

4. Endurtektarpróf eftir greinum árum og brautum

5. Haustpróf eftir greinum, árum og brautum

6. Meðaleinkunnir eftir greinum, árum og brautum

2. Stjórnendur nota tölur úr skólastarfinu til að gera samanburð innan skóla og út á við m.a.

1. samræmd próf grunnskóla

2. skólasóknartölur

3. fall nemenda

4. endurtökupróf

5. brottfall

6. innritun

3. Niðurstöður tölfræðinnar eru notaðar til þess að styrkja góðan árangur og bæta slakan þar sem þess er þörf

3. Innra eftirlit á sér stað

1. Hver deild gerir úttekt á starfsemi sinni árlega og ræðir við stjórnendur

2. Eftirlit er skipulagt, aðferðum lýst hverjir bera ábyrgð á því, tímamörk, mælitæki og mælikvarðar

3. Í skólanum ríkir andrímsloft símats á skólastarfinu sem lýsir sér í vilja starfsmanna til að ræða veika punkta og sterka, framtaks til umbóta, breytinga og þróunar

4. Innra mat byggist á forsendum og aðferðum

1. starfslýsingum

2. sérstökum úttektum

3. greiningu á þörfum starfsmanna

4. skriflegum úrlausnum nemenda

5. könnunum meðal nemenda,starfsmanna og foreldra

6. gátlistum

5. Stjórnendur endurskoða starfslýsingar sínar og stjórnunarhætti reglulega, boðleiðir, stíl og forystu

6. Starfsmenn sjá sér fært að taka þátt í mati á eigin störfum og starfi skólans í andrúmslofti trausts og gagnkvæmrar aðstoðar.

7. ?átttaka í umræðum og mati á eigin störfum og starfi skólans er sjálfsagður hluti af starfi kennarans

8. ?egar tiltekið svið er tekið til mats liggur fyrir samkomulag um

1. markmið

2. verkin sem þarf að vinna

3. hlutverk og ábyrgð

4. tímaáætlun í þrepum

5. efnislegar þarfir

6. mælitæki og kvarðar á árangur

7. skýrslur og endurgjöf í lokin

4. Niðurstöður námsmats eru skráðar og notaðar af kennurum viðkomandi greinar

1. Reglur kennarahandbókar um námsmat innihalda leiðbeiningar um greiningu og túlkun einkunna.

2. Reglum um námsmat er fylgt eftir í öllum skólanum

3. Margvíslegt námsmat liggur að baki dómum um framfarir

4. Námsmat er notað til þess að meta kennslu og námsaðferðir

5. Námsmat er notað til þess að bregðast skjótt við breytingum á frammistöðu nemenda

6. Skilvirkum aðferðum er beitt til þess að skrá og dreifa einkunnum og námsárangri emenda

7. Staðlað form er notað til þess að birta foreldrum námsárangur

8. Yfirförnum verkefnum og prófum nemenda er skilað svo fljótt sem verða má með athugasemdum eða einkunnum.

2. Próf og námsmat

1. Kennarar meta verk nemenda

1. Mat á vinnu nemenda er í samræmi við lög, reglugerðir og námsvísi

2. Framfarir nemenda eru lagðar á margvíslegar vogaskálar

3. Gert er ráð fyrir umræðum um framfarir nemenda og stuðningi við þá í framhaldi af því

4. Nemendum eru sköpuð tækifæri til að meta eigin framfarir miðað við sett markmið

5. Matsaðferðir eru valdar með tilliti til þess hvaða tilgangi matið á að þjóna

6. Matið byggist á eða er tengt vinnu nemenda

7. Og nú versnar í því: "Summative, formative and diagnostic assessment take place."

2. Árangur nemenda er skráður

1. Einkunnir eru hjá deildum, námsrágjafa og á skrifstofu

2. Einkunnir eru aðgengilegar öllum viðkomandi

3. Grundvallarskrá er haldin um hvern nemanda og starfsfóli er kunnugt hvernig í hana er farið og við hana er bætt.

4. Námsferilsskráningin og upplýsingakerfið sem byggist á henni er hornsteinn skólastarfsins sem allir leggja til og sækja í.

5. Námsferilsskráningin er á stöðluðu formi sem gefur yfirlit yfir öll námsár nemandans

6. Skráningin er einföld og ekki tímafrek

7. Skráningin er auðskilin jafnt inna skóla sem utan

8. Skjalamappa hvers og eins inniheldur:

1. sýnishorn af vinnu nemanda

2. yfirfarið námsefni

3. einkunnir

4. markmið náð

5. skýrslur til foreldra

6. ummæli foreldra

7. ummæli starfsfólks

8. ummæli nemanda

9. Aðgengi að nemendaskrá er háð ákveðnum reglum

3. Árangur og staða nemenda er höfð til hliðsjónar við skipulag kennslu

1. Einkunnir eru notaðar við skipulagningu kennslu m.a. við:

1. val efnis, bóka og hjálpargagna

2. val kennsluaðferða

3. óskir um sérstaka aðstoð og stuðningskennslu

2. Marktækar og snöggar breytingar á násáraangri komast í réttar hendur og þar er brugðist við þeim með viðeigandi hætti (sem er hver?)

4. Árangri einstakra nemenda er komið á framfæri ef ástæða er til

1. Skráning námsárangurs er skipuleg og dreift til:

1. til starfsfólks

2. til foreldra

3. til viðtökuskóla

4. til atvinnurekenda

2. Marktækar og snöggar breytingar til hins verra á násáraangri nemenda komast strax til stjórnenda og foreldra

3. Skráning er skipuleg, á tilsettum tímum og gloppulaus

4. Ritun umsagna er ætlaður tími

5. Námsferill hvers og eins er uppfærður um leið og nýr vitnisburður fellur til þannig að hann er alltaf réttur og honum treystandi.