GÓP
|
Foreldri og skóli Hver eru tengsl foreldris og skóla? Um þessi atriði eru skiptar skoðanir. Sumir fullyrða að foreldrar búi yfir fjölbreyttri leikni, þekkingu og áhuga sem mundu auðga námsefni og kennslu. Aðrir segja að ef foreldrar eru kvaddir á vettvang hins almenna skóla skorti þá bæði tjáningarmáttinn og valdið. Yfirleitt séu þeir óvelkomnir gestir í gagnrýna og ítarlega umræðu og endurskoðun vinnubragða og innihalds - og auk þess séu þeir aðeins lítill hluti af greiðendum opinberra gjalda í nærsveit skólans (- hvaða máli sem það svo skiptir?). Skoðun manna á þátttöku foreldris í starfsemi skólans fer eftir viðhorfum þess sem skoðunina hefur. Menn eru þá sammála um að áhugi foreldris að taka þátt í starfsemi skólans eykst með virkni- og áhrifastigi þeirrar þátttöku sem skólinn býður. Sjá eftirfarandi yfirlit þar sem foreldrið er algjörlega óvirkt í 1. þrepinu en hefur veruleg áhrif og vægi í því 7. |
Þáttöku- svið Sjá |
Þátttaka foreldris í starfsemi hverfisskólans
|
Hver er svo þátttakan? Virkni Getur |
Styður virk þátttaka foreldris barn hans í náminu? Ef svo er væri eðlilegt að hvetja foreldra til virkrar þátttöku og gefa þeim
raunveruleg tækifæri til nytsamrar virkni. Í rauninni er það mikill minni hluti foreldra sem tekur nokkurn virkan þátt.
Enda þótt virk þátttaka foreldris teljist æskileg fyrir nám barnsins er slík þátttaka alls ekki einföld í framkvæmd. Foreldrar hafa hugann fullan af sinni eigi skóladvöl og bera með sér margan annan kvíða þegar þeir eiga að vera þar aftur í námsdvöl með barni sínu. Þeim þykir þeir vera sem illa gerðir hlutir á röngum vettvangi og þekkja lítt til skólastarfsins. Þeir sem standa fremur höllum fæti í lífsbaráttunni geta verið óöruggir um sig og fundist sem þeir þurfi að vera í varnarstöðu. Þeir hafi hvorki erindi né aðstöðu til að láta ljós sitt skína innan skólans. Kennurum getur hætt til að nota sérhæfðan fagorðaforða í umræðu um sína kennslugrein án þess að gæta þess að mál þeirra sé auðskilið óinnvígðum. Það skákar almennu foreldri út fyrir greinina og setur það í sama mengi og nemendur, þ.e. í sama mengi og barnið. Þetta leiðir til þess að umræður kennara og foreldris verða aðeins almenns eðlis um heilsufar barnsins og hvernig því almennt gengur í skólanum - hvernig það hegðar sér og annað slíkt. Kennarinn tekur þar með námsefnið og kennsluna út úr umræðusviðinu. Á sama hátt getur foreldrið dregið heimilislífið og heimilisaðstæður út úr umræðusviðinu - ekki síst þegar nemendur bera bersýnilega með sér erfiðleika að heiman. Með þessu móti reisir hvor aðili um sig varnarmúr sem hinn kemst ekki yfir. Afar fáir foreldrar bjóðast til virkrar þátttöku í atburðum skólans. Flestir hafa þó miklar væntingar um það sem kennarinn ætti að gera fyrir barnið þeirra. Á sama hátt gera kennarar oftast litla grein fyrir kennsluaðferðum sínum en ætlast til þess að foreldrar styðji þær með því að hvetja börn sín til að ljúka því heimanámi sem þeir setja fyrir. Ef kennari leggur áherslu á að fá foreldra til samstarfs er giftudrýgra að hann hafi lagt vel niður fyrir sér hvernig hann ætlar að tala fyrir því. Hann þarf að hafa í huga að þetta er alls ekki einfalt og að hann og foreldrið hafa frá upphafi ólík sjónarhorn. Kennarinn miðar starf sitt til heilla fyrir alla nemendur bekkjarins á meðan foreldrið ber hag síns barns fyrir brjósti og finnst - að minnsta kosti í fyrstu - jafnvel óviðeigandi að hafa nokkur alvarleg afskipti af öðrum börnum. Heppilegt getur verið að báðir aðilar hefji umræðuna á því að velta upp leiðum fyrir báða aðila til að bæta og auka menntun barna. |