GÓP
Sjá
|
Þeir sem liðka fyrir - liðkendurÞegar ákveðið hefur verið að vinna að breytingu á námskrá geta margir þröskuldar komið í ljós. Aukin þekking getur komið að gagni og aukin reynsla getur einnig hjálpað til. Ekki er sama hver velst til að stýra starfinu og ekki er sama hvar hverjum er raðað í verk. Er heppilegt að hafa lítinn starfshóp sem leggur línur og hvernig er unnt að fella eitt viðfangsefni inn í kennslu í ólíkum greinum? Ef um er að ræða umfangsmiklar breytingar sem ná til margra atriða getur það reynst flókið verkefni með tengingum við marga kennara og deildarstjóra og einnig við aðila utan skólans. |
Liðkar | Liðkendur nefnast hér þeir aðilar sem reynast veita heppilegt liðsinni við slíkar kringumstærður. Liðkendur geta auðvitað verið starfsmenn viðkomandi skóla en hér verður miðað við aðfengna liðkendur sem hafa sérstaka þekkingu, leikni eða reynslu sem reynist vel við að liðsinna um námskrárgerð og við úrlausn þeirra ýmsu erfiðu viðfangsefna sem þá koma óhjákvæmilega til úrskurðar. Liðkendur geta haft ýmis heiti svo sem tengiliður, þjálfari eða ráðgjafi en verkefni -ð er ætíð hið sama. Liðkendur geta verið starfsemenn þessa skóla eða annars skóla en einnig geta liðkendur verið sérstaklega ráðnir sem sérfræðingar í námskrárgerð við skólahéraðið eða við ráðuneytið - eða jafnvel hjá fjölþjóðlegum stofnunum. |
Hvernig er liðkara tekið? |
Mestu máli skiptir hvernig starfsstaðurinn tekur liðkandanum. Orðspor hans skiptir máli - og einnig ástæðan fyrir því að til hans var leitað. Miklu skiptir hver liðkar, hvenær og hvers vegna. Yfirleitt þiggja kennarar með þökkum þá aðstoð sem boðin er fram í samstarfs-anda, án nokkurra ógna og þegar einkaástæður njóta virðingar og trúnaður er haldinn. Hins vegar þarf oft ekki mikið til að kennarar upplifi aðfenginn liðkara sem útsendara til að afla upplýsinga um innri málefni skólans svo sem hversu vel kennararnir sinni starfi sínu. |
mat eða aðstoð ?? |
Mulford (1981) telur starf liðkarans hljóta að staðsetjast á kvarða þar sem á öðrum endanum er mat en aðstoð á hinum. Þegar aðstoð hans virðist tengjast ákvörðunum um hvort skólinn fær gögn og fjármuni og hvernig kennslu er skipt milli kennara þá er starf hans - í hugum kennaranna - staðsett við mats-endann og framlag hans skilst ekki sem aðstoð. Þess vegna ná þeir liðkendur bestum árangri sem tekst að firra kennara þeim ugg að verið sé að meta þá. |
Línan | Góðir liðkarar þræða meðalveginn milli þess of-stýringar og van-stýringar. Vandamál koma upp og svör liggja ekki á lausu en ef liðkarinn gefur of ítarleg ráð getur það verið miklu óheppilegra heldur en ef hann hefði ekki sagt orð. |
Heppileg hæfni |
Viltu taka að þér að vera liðkari? Líttu í barm þinn og íhugaðu að hve miklu leyti þú sérð í þér þessa persónu:
Raunar er ekki líklegt að margir liðkendur nái hæstu einkunnum í öllum þessu 12 liðum en listinn tekur til margra þeirra þátta sem skipta máli þegar eiga þarf við flókin viðfangsefni, nýsköpun og það úthald og þann drifkraft sem virðist einkenna marga þá einstaklinga sem taka að sér hlutverk utanaðkomandi liðkara. |
Í eldinum |
Liðkarinn þarf ekki aðeins að liðsinna við lausn þeirra erfiðu viðfangsefna sem tengjast námskrárgerð. Sífellt dynja á honum gagnstæður þrýstingur stjórnenda og kennara og oft alls óraunhæfar væntingar. Stjórnendur líta oft á liðkara sem ógnun við stöðu sína og virðingu innan skólans. Kennarar eru gjarnan tortryggnir og virða liðkendur því aðeins að þeir sýni verulega þekkingu og færni. Engu að síður vilja kennarar mjög gjarnan ná fundi hæfra liðkara. Orðspor slíkra liðkara virðist berast hratt meðal kennara. Þess vegna getur svo farið að þekktir og virtir liðkarar verði yfirhlaðnir störfum. |