Forsíða


Stjórnandi skóla

Hver eru viðfangsefni skólastjórnenda?

Algengt er að reyndur kennari ráðist til skólastjórnar. Þar mæta honum ný viðfangsefni af gjörsamlega ólíkum toga og allar líkur eru á að sérfræði hans í kennslunni fái lítil tækifæri til að njóta sín og að honum gefist lítill tími til að leggja út af brunni kennslureynslu sinnar við kennara skólans. Hann hefur hendurnar fullar af öðrum verkefnum og kennararnir eru hver um sig sérfræðingar í sínu fagi og í sinni kennslu.

Lítum ögn nánar á þetta ...

Skóla-
stig

Sérhæfni

Fjölgreina
eða
eingreina
kennarar

Kennarar yngri deilda grunnskólans hafa lengstum verið fjölgreina-kennarar. Það merkir að þeir hafa að mestu kennt allar greinar bekkjarins - nema þær sérhæfðustu. Þó kenndu grunnskólakennarar í fámennari skólum einnig greinar eins og handavinnu og leikfimi þótt þeir hefðu ekki lokið löngu sérnámi til þeirrar kennslu. Þegar einn slíkur kennari tekur að sér að vera skólastjóri er hann kunnugur kennsluferlinu í heild og aðrir kennarar skólans telja viðeigandi að hann geti liðsinnt þeim í þeirra eigin kennslustarfi.

Þessu er ekki svona farið í eldri bekkjum grunnskóla og alls ekki í framhaldsskólanum. Þar eru ein-greina-kennarar sem hver um sig fæst við sitt afmarkaða sérsvið sem sjaldnast er á færi nema í mesta lagi fárra annarra innan kennaraliðsins. Þegar einn sérfræðinganna verður skólastjóri órar engan fyrir því - hvorki hinn nýja skólastjóra né hina kennarana - að það sé til nokkurs fyrir skólastjórann að koma í kennslu-heimsókn til að gefa góð ráð og leiðbeiningar. Þetta merkir ekki að skólastjórinn geti alls ekki haft nytsamlegt fram að færa eftir að sitja og hlýða á kennslu - heldur undirstrikar þetta hið almenna viðhorf.

Skóla-
stærð

umfang
stjórn-
unar-
vafsturs

Þegar kennari í litlum skóla - með 10 kennara - tekur að sér skólastjórn í þeim skóla eru líkur til að hann geti haft allnokkur samskipti við kennarana og fylgst með fagmennsku þeirra. Þessu er ekki þannig varið þegar kennari við fjölmennan skóla - með 30 - 100 kennara - tekur að sér skólastjórn. Þá má gera ráð fyrir að stjórnunarvafstur hans, fjármálavesen og pappírsvinna taki um 90% af starfstíma hans og þá hefur hann lítinn tíma aflögu til að sinna þeim málum sem lúta að almennri kennslu eða kennslu einstakra kennara.
Viðfangs-
efni
skóla-
stjórans

M&W
(bls. 199)
eftir
Rutherford
og
Huling-
Austin
1984

Ath !!

Skipt-
ingin
getur
vel
verið
með
öðru
móti

!!

Verkefnasvið skólastjórnandans:

Námsefni og kennsla

  • Endurskoða og endurnýja námsefni í námsgreinum sem kenndar eru.
  • Stefna kennsluháttum til þess sem hann telur æskilegra.
  • Kynna nýjar námsgreinar og námsbrautir

Námsárangur nemenda

  • Hafa áhrif á atorku og árangur nemenda í öllum námsgreinum
  • Hvetja nemendur til að nýta eigin hæfileika til hins ítrasta.
  • Yfirumsjón með prófgerð og prófun í tilteknum námsgreinum

Þróun og þroski nemenda

  • Stjórnun og ögun nemenda.
  • Hafa áhrif á velferð og viðhorf nemenda.
  • Hafa áhrif á frístundastörf nemenda.

Fagleg og persónuleg starfsmannamál

  • Liðsinna og styðja kennara í störfum þeirra.
  • Liðsinna og styðja undirstjórnendur í störfum þeirra.
  • Auðvelda tilkomu nýrra kennara.
  • Liðsinna og leiðbeina kennaranemum.
  • Stuðla að velferð og vellíðan kennaranna og liðsinna þeim í þeirr persónulegu þróun.

Stjórnun og skipulagning skóla

  • Skipa nemendum í bekki, skipuleggja kennslu og alla aðra starfsemi skólans.
  • Hafa áhrif á námsbrautaval nemenda.
  • Hafa áhrif á annað val nemenda.
  • Stuðla að aukinni skilvirkni skólastarfseminnar.

Hús og búnaður skólans

  • Stýra nýtingu bygginga og skólasvæðis fyrir starfsemi skólans.
  • Hafa frumkvæði að breytingum og endurbótum til að betrumbæta kennsluaðstæður.
  • Hafa frumkvæði að breytingum, fegrun og snyrtingu.

Tengsl við útaðila

  • Ráðstafa byggingum og skólasvæðum til almannanota.
  • Koma á og viðhalda jákvæðum tengslum við sveitarfélagið og íbúa þess.
  • Halda reglulegu sambandi við fræðsluyfirvöld.
Hverjum
gengur
betur?

Í
grunn-
skóla

M&W (bls. 197) vitna til athugenda sem (1982-94) draga saman eftirtalin fjögur atriði sem virðast samkenni á vinnubrögðum þeirra stjórnenda í grunnskóla sem ná góðum árangri - þótt framkvæmdin geti verið með mismunandi áherslum eftir persónuleika stjórnandans og aðstæðum og menningu skólans:

  • Hafa sýn um þróun skólans til nokkurrar framtíðar.
  • Gera öllum þátttakendum samstarfs ljóst að hverju þeir vilja stefna. - og alveg sérstaklega kennurum og nemendum.
  • Vera virkir í að stuðla að framgangi stefnu sinnar.
  • Mynda og þróa góð tengsl við hvern kennara skólans og gera sér góða grein fyrir starfi og starfsþróun hans.
Hverjum
gengur
betur?

Í
fram-
halds-
skóla

Svipaðar athuganir á störfum stjórnenda í framhaldsskóla á árunum 1982-93 leiddu fram eftirtalin fjögur atriði sem einkennandi fyrir þá stjórnendur sem náðu góðum árangri:

  • Hæfur í mannlegum samskiptum og í stjórnun starfseminnar.
  • Hvetur til nýjunga - af því að hann lætur sér ekki nægja að allt sé á góðu róli.
  • Gerir sér grein fyrir hvernig skólanum miðar í áttina - og vekur athygli á þeim merkjum sem sýna að starfsemin er á réttri leið.
  • Aflar fjármagns, tækja og stuðnings við þá þróun sem hann telur skólanum hagkvæma og vill beita sér fyrir.
Persónan Hver stjórnandi hefur sinn stíl og sína sýn bæði á sjálfan sig, samstarfsfólkið, kennarana og nemendur og á þá aðra einstaklinga sem hann þarf að hafa samskipti við í starfi sínu. Ólík er einnig sýn stjórenda á stöðu sína í samskiptunum við samstarfsfólkið. Sumir taka breytingatillögum vel og túlkar þær sem enn eina lyftistöng til að þoka málum til sameiginlegs markmiðs. Aðrir telja sig þurfa að verja stöðu sína og starfsheiður og líta á breytingatillögur frá starfsliðinu sem tilraun til að grafa (enn frekar) undan forystunni.
Sumum lætur líka vel að vera í margmenni og í straumnum miðjum á meðan það fellur betur að öðrum að láta bera minna á sér.
Stjórnunar-
stílar
M&W (bls. 200-201) tilgreina þrjá stjórnunarstíla sem kortlagðir hafa verið hjá stjórnendum grunnskóla - eftir Hall & Rutherford frá 1983:
Skynjendur

Responders

Skynjendur

  • Telja sig fyrst og fremst stjórnendur.
  • Leyfa kennurum og öðrum að taka frumkvæði að ákvarðanatökum.
  • Líta á kennara sem fagmenn og blanda sér því ekki í kennslustörf þeirra.
  • Leggja sig eftir góðum og traustum persónulegum tengslum við starfsfólkið.
  • Bregðast við aðsteðjandi vanda.
  • Hafa ekki uppi umræðu um langtímamarkmið og áætlanir.
  • Eru sveigjanlegir og reiðubúnir að breyta fyrirætlunum með skömmum fyrirvara til að leysa mál sem óvænt koma upp.

Umsögn: Halda góðum tenglsum við starfsliðið. Hlusta á hugmyndir og tillögur annarra og styðja þá til verka. Deila út ábyrgð án sérstakra skilyrða. Halda sig til hlés. Aðstoða kennara þegar þeir óska. Hafa ekki uppi langdræg stefnumið. Sjá stundum ekki þau teikn sem þó eru á lofti um komandi þrengingar í starfinu.

Stjórnendur

Managers

Stjórnendur

  • Veita öllum starfsmönnum sínum traustan stuðning.
  • Láta kennarana stöðugt vita hvað er á seyði og hvaða ákvarðanir hafa verið teknar.
  • Eru næmir á þarfir kennaranna.
  • Vernda kennara fyrir ómálefnalegum utanaðkomandi þrýstingi.
  • Hvetja ekkert sérstaklega til breytinga og nýjunga en fylgja eftir breytingahugmyndum sem aðrir setja á oddinn - einkum þeim sem koma ofan frá.

Umsögn: Stjórnendum er árangur mun meira virði en góð tengsl við starfsfólk. Þeir eru skipulegir í vinnubrögðum og hafa komið sér upp föstum afgreiðsluvenjum fyrir venjubundin verkefni. Þeir geta lagt á sig verulega vinnu utan vinnutíma við að afgreiða stjórnunarstörf til að eiga aflögu tíma með starfsfólki og geta verið tiltækir fyrir kennara á starfstíma skólans. Sumir kjósa beinar viðræður við kennara en yfirleitt nota þeir rituð skilaboð. Þeir hafa bein tengsl við kennara um mál sem varða námsefni.

Stjórnendur gerðu mun meira heldur en skynjendurnir í að virkja starfsfólkið til að vinna að breytingum og nýmælum.

Frumkvöðlar

Initiators

Frumkvöðlar

  • Hafa skýra, afmarkaða langtíma stefnu og markmið fyrir þróun skólans.
  • Leggja mikið á sig til að hrinda áformum sínum í framkvæmd.
  • Miða ákvarðanir sínar við það sem þeir telja best fyrir nemendur - sem þá þarf hvorki að vera auðveldasti kosturinn né heldur sá sem fellur kennurum best.
  • Hafa miklar væntingar til nemenda, kennara og sjálfra sín.
  • Taka frumkvæði að breytingum sem þeir telja til hagsbóta fyrir skólann.
  • Eru tilbúnir til að endurtúlka stefnumörkun fræðsluyfirvalda svo að hún falli betur að þörfum skólans.

Umsögn: Leggja áherslu á að ná fram hagkvæmum breytingum og taka nauðsynlegt frumkvæði til að koma þeim í kring. Þeir eru yfirleitt öruggir með sig, hafa sjálfstraust og ganga skipulega til verks. Þeir gera skýra grein fyrir væntingum sínum og rökstyðja þær út frá hagsmunum nemenda.

Frumkvöðlar voru svipaðir stjórnendum í því að þeir gerðu mun meira heldur en skynjendurnir í að virkja starfsfólkið til að vinna að breytingum og nýmælum. Frumkvöðlar komu oftast inn í bekki til að fylgjast með þróunarstarfinu og leggja því lið.

En .. Allir þessir þrír stjórnunarstílar dugðu mjög vel til að koma á breytingum og nýjungum í skólastarfinu en hjá frumkvöðlunum náðu breytingar bestri fótfestu.

Þegar saman voru bornir skólar stjórnenda og frumkvöðla sýndi sig að hjá stjórnendunum var jákvæðara sálrænt andrúmsloft með betri starfsanda og minni streitu heldur en hjá frumkvöðlum.

Efst á þessa síðu * Forsíða