Forsíða
|
Hugleiðingar um samstarf (framhalds)skóla við útaðila Útaðilar eru nemendur, foreldrar og aðilar utan skólans. Sumir þessara aðila hafa áhrif á starfsemi skóla og skipulagningu hennar. Eru áhrif þeirra æskileg? Væri æskilegt að gefa fleirum færi á að hafa áhrif á starfsemi skóla? Er þetta spurning sem hefur einhlítt svar? Skiptir þjóðfélag og svæðismenning skólahverfisins máli? Er samstarfsvettvangurinn pólitískur? |
Markmið skóla
Æskileg til hvers? |
Markmið skóla er að skila sem best menntuðum einstaklingum.
Einfalt - ekki satt!! Það er þó svo með þetta markmið eins og yfirleitt markmið allra flókinna kerfa að enda þótt til sé eitt og einfalt meginmarkmið þá hvílir það á ótal undirmarkmiðum sem sjálf hvíla á undir- og undir- og undirmarkmiðum. Ef öll undirmarkmið eru þolanlega uppfyllt situr yfirmarkmiðið eins og á baki skjaldböku sem hefur hvert undirmarkmið fyrir fót og miðar í rétta átt. Lítil dæmisaga um fótalausu markmiðaskjaldbökuna: |
Markmiðaklasi skóla |
Starfsemi skólans verður að uppfylla fjölmörg mikilvæg markmið allra aðila til þess að þeir geti í sameiningu stuðlað að uppfyllingu þess aðalmarkmiðs skólans að skila enn betur menntuðum einstaklingum. Þessi fjölmörgu markmið eru í innbyrðis samhengi. Ef kennarinn fær hjálp með Rúa getur svo farið að hann sjái fram á að geta liðsinnt hinum nemendunum sem honum hefur þótt ömurlegt að geta ekkert gert fyrir það sem af er skólaárinu. Það gæti jafnvel farið svo að hann hlakkaði til að koma í skólann og upplifa vinnugleði og námssókn nemendanna. Starfsgleði hans er aðalmarkmið en einnig gætu önnur kraftaverk verið í hópi aðalmarkmiða ef þau stuðla að starfsgleði hans. Öll aðalmarkmiðin mynda til samans einn markmiðaklasa, eina markmiðaskjaldböku, sem ber aðalmarkmið starfseminnar hæst við hún. Hins vegar er varla til svo fjarlægt úrlausnaratriði eða ólíklegt liðsinni við starfsmann eða nemanda skóla að það geti ekki reynst aðalmarkmið sem stuðlaði að fremd hins æðsta markmiðs. |
A
Markmiðin |
Samstarf við útaðila til að bæta möguleika skóla á að ná aðalmarkmiði sínu
|
Starfshættir þar sem betur tekst til |
Hvað einkennir starfsemi þeirra samstarfshópa sem betur gengur? Jane L. David segir í samantekt sinni um Site-Based Management að þar beri mest á:
|
B | Hvað leggja útaðilar með sér til samstarfsins?
Samstarf fleiri aðila um málefni sem færri þeirra áður réðu til lykta er valdaafsal hinna færri til þeirra sem áður stóðu utan við. Engin ástæða er til að álykta að slíkt samstarf fái staðið lengur en öðlingarnir meðal hinna færri eru fullir áhuga - nema til komi sýnileg og mikilvæg tillegg frá þeim sem bæst hafa í hópinn. Hér verður litið á hugsanlega samstarfsaðila og tíundað það sem fyrst kemur í hugann um mögulegt tillegg hvers þeirra inn í tækja- og valdamengi samstarfshópsins. Vissulega eiga allir þessir aðilar ótakmarkaða möguleika til að setja eigin markmið ofar markmiðum skólans og vinna þannig gegn markmiðum hópsins en það er ekki viðfangsefni þessarar samantektar hér og nú að skoða það eða aðrar aðferðir til að leggja slíkt samstarf í rúst. Upptalningin er í símskeytastíl og þarf meiri fyllingu við betra tækifæri: |
B 1
Nemendur: |
Nemendur: meira / betra nám, betri umgangur, betri aðlögun að normum samfélagsins, betra orðspor skólans, aukin hreykni bæjarfélagsins af einstökum nemendum og af skólanum. |
B 2
Eldri nemendur: |
Eldri nemendur: Veita skólanum ans um hvernig menntanestið nýttist í frekara námi og í atvinnulífi, veita upplýsingar um námsefnisþróun í kennslugreinum á háskólastigi, |
B 3
Foreldrar: |
Foreldrar: Lagt fram skipulegt lið sitt við og aðhald að nemendum sem þeir senda til skólans og þannig aðstoðað skólann við að ná því markmiði að fækka þeim sem falla út úr námi, eflt fýsi annarra foreldra til að sækja ráðstefnur og námstefnur til skólans um hlutverk sitt og heppilegar aðferðir, þátttaka foreldra er til marks um að skólinn uppfyllir það undirmarkmið að veita foreldrum tækifæri til að taka ábyrgan þátt í skólastarfi, |
B 4
Aðilar ofar |
Aðilar ofar úr fræðslukerfinu - t.d. frá fræðsluskrifstofu í héraði eða frá ráðuneyti: Veitt samstarfsvettvangnum aukið sjálfræði og heimildir til að ráða til lykta málum sem áður var ráðið ofan skólans, veitt aðgang að fjármagni til að kosta breytingastarf, liðsinnt við útvegun fjármagns og útvegun heimilda til að ráða enn fleiri málum til lykta, |
B 5
Aðilar |
Aðilar frá héraðsstjórn: Unnið að mótun virðingar héraðsbúa og landsmanna í garð skólans, lagt hugmyndum fjárhagslegt lið, lagt fjárhagslegt og tæknilegt lið breytinga-, þróunar- eða nýjungahugmyndum sem komið hafa fram innan skólans / héraðsins, veitt námsverðlaun, liðsinni opinberra stofnana við starfsemi skólans svo sem með sífelldri og óþreytanlegri gatnahreinsun og lóðarhreinsun og með því að taka við nemendum í fræðandi heimsóknir og til æfingastarfa, |
B 6
Aðilar frá |
Aðilar frá atvinnufyrirtækjum í einkarekstri: Liðsinni á tilteknu sviði tækni, þekkingar, faggreinar sem er á starfssviði eða/og áhugasviði fyrirtæksins, fjárframlag, liðsinni við útvegun tækniaðstöðu, fyrirlesara og fjármagns, endurgjaldslítil markverð þjónusta í skiptum fyrir kynningu sem eflt getur markaðssókn fyrirtækisins, |
B 7
Vísindamenn: |
Vísindamenn: Veita mikilvægan fag-fróðleik á sínu sérsviði sem hefur bein áhrif á framboð námsefnis og miðlun þess - jafnvel þótt engum skrifuðum stafkróki sé breytt í fyrstu lotu, |
B 8
Stofnanir |
Stofnanir innan fræðslukerfis:
|
B 9
Stofnanir utan |
Stofnanir utan fræðslukerfis:
|
B 10
Atvinnuráðgjafar: |
Atvinnuráðgjafar:
|
B 11
Erlendir aðilar: |
Erlendir aðilar:
Atvinnuráðgjafar frá menntastofnunum annarra landa eða frá fjölþjóðlegum samtökum geta veitt nytsamar upplýsingar um stöðu svipaðra mála hjá mörgum öðrum þjóðum sem gefur samstarfsvettvangnum væri á að átta sig á stöðu skólans innan litrófs heimsins. Reynsla annarra landa getur að mismunandi marki hentað í úrlausnum skólans og auðveldað honum þannig að ná fram sínu aðalmarkmiði. Einnig getur koma erlendra aðila opnað samstarf og nemendaferðir til erlendra skóla sem getur virkað hvetjandi á námsstarf nemenda skólans. |
B 12
Stjórnmálafólk: |
Stjórnmálafólk:
|
C
Hver er |
Um þátttöku foreldra
Möguleg þátttaka foreldra hefur verið greind eftir áhrifastigi þeirra allt frá því að taka einasta við tilkynningum um árangur nemendanna til þess að ráða námsefni, kennsluaðferðum og ráðningum við skóla. Hvernig skyldi samstarfi íslenskra skóla við foreldra vera háttað í þessum skilningi? Tiltölulega gott tækifæri hefur borist upp í hendur ritara til að skoða hvernig þessu er varið í grunnskóla nærsvæðis. Nokkra hugleiðingu hefur ritari fyrst uppi um samstarf við foreldra í framhaldsskóla.
|
Þátttökusvið foreldris í starfsemi hverfisskólans - í áhrifaröð |
Flokkun greina og atriða sem nefnd eru í blaðinu
Flokkunina framkvæmdi ritari - og er vísast að hún gæti orðið öðru vísi í annað sinn. |
1. Tekur við tilkynningum um framgang nemandans og skólaviðburði. * Skilaboð til heimilis * Einkunnaspjöld * Heimhringingar * Heimsóknir á heimili nemandans * Foreldradagar |
Sagt af skólabyrjun, öflugu bekkjarstarfi, góðu starfsfólki, um útivistartíma, um foreldrafélagið, um sérkennslu og námsráðgjöf, hvernig berast upplýsingar milli skóla og heimilis? Skáletrað hér og í öðrum liðum eru atriði í svari við þessari spurningu: nýnemakynningar í lok apríl og lok ágúst, sérstök skilaboð frá skólanum lesin inn á símsvara skólans, í vikuáætlunum nemenda er samskiptahorn, bekkjarpóstur sendur heim mánaðarlega, símaviðtalstímar kennara, foreldra- og nemendaviðtöl þrisvar á ári, símaviðtalstímar stjórnenda 4jóra daga í viku kl. 8:30-9:00, ýmsir einblöðungar sendir heim frá kennurum og stjórnendum, fréttabréf munu koma frá tómstundafulltrúa, þetta blað er sameinað fréttabréf skólans og foreldrafélagsins, stjórnendur og starfsmenn skólans hafa netföng, oft eru auk þess haldnir fundir með foreldrum um einstaka nemendur og nemendahópa. Foreldrar eru alltaf velkomnir í skólann. Upptalning bekkjarfulltrúa, forvarnarþemavika, nýtið ykkur viðtalstíma kennara, um félagsmiðstöð í skólanum, umsjónarkennari er nánasti tengill skólans við foreldra nemenda, hvað á barnið að drekka í skólanum? Um samfelldan viðverutíma barna í námskeiðum á sumrin. |
2. Tekur þátt í foreldradagskrá skólans * Nemendaferðir * Vinnudagar - til að hreinsa og laga hús og lóð skólans * Horfa á nemendur sýna leiki og listir. * Samkomur fyrir foreldra. * Skólinn hefur opið hús fyrir foreldra og aðra bæjarbúa * Foreldrakvöld |
beðið um samvinnu og komu í skólann, bekkjarfulltrúar fengu mýjar möppur, Lions Quest foreldrafundir tvisvar á ári í 7. og 8. bekk, opið hús í skólanum þrisvar á skólaárinu, foreldrar komi með börnum sínum á Þorrablót, taki þátt í skólahlaupinu í maí, komi á jólatónleikana og vortónleikana, fundir verða haldnir í foreldrafélaginu, nú er það laufabrauðið, |
3. Afla fjár * Kökusala, flóamarkaður. * Maraþon- ganga |
gíróseðlar fyrir áramót - 1000 kr. - fjármunirnir verða notaðirí þágu nemenda skólans. |
4. Óvirk þátt- taka í kennslu- atburðum * Þátttaka í foreldra-liðsinni * Sækir fræðslu sem skólinn ætlar foreldrum * Viðvera í skólastofu til að kynnast því sem þar fer fram |
verum jákvæð í garð skólans því það gerir börnin jákvæð, hvetjum börnin til að virða reglur, |
5. Aðstoð við atburði utan kennslu * Skipuleggja íþróttadaginn. Undirbúa spurningakeppnina. * Stýra og leiða nemendur á vettfangsferð * Semja við fyrirtæki í nágrenninu um starfsþjálfun fyrir nemendur * Skoða heimildir og leita í bókasöfnum og gagnabönkum * Finna fram útbúnað og gögn sem ekki eru ætluð til kennslu |
foreldrarölt, atvinna án launa auglýst: umsjón með spilakvöldi, keiluferð, karlar komið, leikhúsferð og fleira, |
6. Liðsinna kennurum í kennslu * Kenna leikni svo sem leirbrennslu eða körfubolta * Gestakennari * Stjórna skólaferð * Útbúa kennslugögn * Færa spjaldskrá nemenda |
> |
7. Taka ákvörðanir * Velja kennara úr hópi umsækjenda * Vera ráðgjafi eða taka virkan þátt í ráðstefnum um námsefni. |
umsögn um skólanámskrá |
Hvaða áhrif hefur þátttaka foreldris á námsárangur barnsins? |
Þetta er auðvitað lykilspurningin. Hvaða áhrif virðist þátttaka foreldris í starfsemi skólans hafa á námsárangur barnsins. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson tilfærir úr niðurstöðum víðtækrar breskrar rannsóknar (The Junior School Project - 2000 nemendur í fjögurra ára athugun) á 7-11 ára börnum að einn þáttur sem virtist hafa jákvæð áhrif á framfarir og þroska nemendanna var þátttaka foreldris í skólastarfinu. Þátttakan var í formi aðstoðar í kennslustofu, námsferða, þáttöku í fundum um árangur barnanna. Einnig reyndist þátttaka foreldris í menntandi og þroskandi viðfangsefnum á heimilinu vera til bóta og einnig hafði það jákvæð áhrif á námsárangurinn þegar foreldrar lásu fyrir börn sín, hlustuðu á þau lesa og veittu þeim aðgang að bókum. Sá sem ritar þessar línur hefur ekki aðgang að niðurstöðum rannsóknarinnar en heldur þeirri reglu sinni að túlka allar niðurstöður á einfaldasta hátt og tengir þessar við það í hvaða mæli foreldrar séu í raun áhugasamir um nám og viðfangsefni barna sinna. Þátttaka þeirra í skólastarfi er börnum þeirra meiri eða minni ytri staðfesting á þessum áhuga auk þess sem ætla má að þátttaka foreldrisins á vettvangi skólans geti gert aðstoð þess við barnið markvissari að metnum viðfangsefnum skólans. |
D | Hvaða viðhorf hafa aðilar til þátttöku?
Algengt er að menn gefa eigin hugmyndum bólfestu í hugskotum annarra. Slík hugmyndavörpun á aðra yrkir um leið eigin afstöðu inn í túlkun þeirra svara og viðbragða sem fást þegar viðhorfa er leitað. Það er þó ljóst að þeir fjölmörgu aðilar sem að skólastarfi koma með einhverjum hætti horfa þangað hver frá sínum sjónarhóli. Löngu útskrifaðir nemendur furða sig á eigin afstöðu þegar þeir voru í skólanum án þess að muna eftir þeim raunveruleika sem þá ríkti. Þegar þeir síðan koma í skólann með sínum eigin börnum uppgötva þeir að nú eru þeir í hlutverki foreldra - jafnvel þótt þeir séu kennarar við aðra skóla eða sitji á alþingi. Það er þess vegna fróðlegt að útbúa spurningalista sem dregur beinlínis fram óskir hinna ólíku aðila til beinnar og ábyrgrar þátttöku í mótun skólastarfsins að meiri eða minni hluta. Hvaða skoðanir hafa til dæmis framhaldsskólakennarar á eigin þátttöku í mótun starfsskrár grunnskólans þar sem börn þeirra stunda nám? Þessari hugmynd um að útbúa spurningalista til svara á netinu mun vaka um sinn í huga ritara - vonandi alveg þangað til tími vinnst til að hrinda tilurð hans í verk. |