*
Gísli Ólafur Pétursson * Námskrár-torg Þessa síðu hef ég fengið lánaða úr vefsetri námskeiðsins í því skyni að geta haft hana tiltæka og skrifað inn í hana athugasemdir og viðhorf til spurninga sem í henni er að finna. Síðan er samin af Guðrúnu Geirsdóttur - en innsetningar mínar eru merktar stöfunum GÓP hverju sinni.GÓP: um kennsluna og kennarann Sjá hér drög að greiningu markmiða í aðalnámskrá og skilgreinandi afleiðingum þeirra á sjálfa kennsluna og kröfur til kennara. Í framhaldi af hugleiðingum um skilgreiningu kennara og kennslu er uppsett greiningartafla fyrir lokamarkmið upplýsinga-og tæknibrautar og áfangamarkmið í áfanganum TÖL-103. Þau eru metin á skala þeirra Bloom, Krathwohl og Simpson og einnig eru þau notuð til að skoða hvar viðhorf höfunda íslensku aðalnámsskrarinnar raðast í flokka Eisner og einnig í flokka Marsh og Willis. Í tengslum við þessar hugleiðingar um skilgreiningu kennslu og kennara hefur verið búinn til alvarlegi gamanleikurinn svona kennari er ég. |
Námskeið fyrir framhaldsskólakennara:
| |
Benda má á eftirfarandi ítarefni:
| |
UPPHAFSVERKEFNI (bls. 93) Hugleiddu kennslustund sem þú hefur kennt nýlega og rökstyddu kennslu þína út frá eftirfarandi spurningum: | |
GÓP: Í áfanganum er kennd notkun tölvu til ritvinnslu og töflureiknings og hagnýting netsins, þ.e. internetsins. Ritvinnsla og töflureikningur voru í raun valin inn í námsefni áfangans fyrir nærri 15 árum. Þá var ákveðið að nemendum væri nauðsynlegt að ráða yfir þeirri leikni í þessum greinum sem ætlunin er að þeir öðlist með því að sækja þennan námsáfanga. Á þeim árum sem námsefnið hefur verið kennt hefur upphafsfærni nemendahópsins breyst frá því að í fyrstu var innan við 1% þeirra kunnugur einhverju af því námsefni sem þeir unnu í áfanganum til þess að nú eru 50% þeirra kunnugir einhverju af námsefninu og margir þeirra hafa þegar tileinkað sér fyrstu undirstöðuatriðin. Á næstliðnum þremur árum hefur net-notkunin sífellt aukist og nú sækja nemendurnir nauðsynleg gögn þangað. Námsefnið er upphaflega valið af nokkrum ástæðum. Rétt er að telja fyrst að valið er í samræmi við línu menntamálaráðuneytisins. Í öðru lagi - sem þó er í raun í fyrsta lagi því það er ástæðan fyrir línu ráðuneytisins - er sú tölvunarþróun sem fer um samfélagið. Það er - með öðrum orðum - samfélagsleg nauðsyn að þegnarnir kunni undirstöðuatriði við að hagnýta sér tölvu við einföld og stöðluð tölvustörf. Slík tölvustörf eru nefnd skrifstofunotkun eða notkun skrifstofuforrita. Í þriðja lagi er það mat okkar, sem stóðum að ákvörðuninni um ritvinnslu- og töflureikningskennslunni, að það verði nemendunum til persónulegs framdráttar að kunna á tölvur að þessu marki þegar þeir koma á vinnustað eða til frekara náms. Til greina kom þá að leggja áherslu á öðruvísi tölvunotkun. Þá hafði um alllangt skeið verið lenska að kenna nemendum að búa til forrit á tölvur. Íhugun og umræður um væntanlega þróun tölvunotkunar varð til þess að með öllu var horfið frá skyldunámi í forritun en tekið upp í staðinn skyldunám í ritvinnslu og töflureikningi á tölvu. Þessi stefnubreyting var raunar komin til framkvæmda við MK allmörgum árum áður en línan kom úr menntamálaráðuneytinu.
Svarið við þessari spurningu er samofið svarinu við fyrri spurningunni.
Starfskenning - eða viðhorf mitt til míns hlutverks sem kennara gerir mér að leita leiða til að dvöl nemandans við nám hjá mér skili honum betri stöðu í tilverunni. Þetta er nokkuð almennt orðað en í dæmum tekið merkir þetta að ég leitast við að gera hverjum og einum grein fyrir hans eigin metnaði til að vera snjall og leysa verkefnin með þeim hætti að í hópvinnu eða á komandi vinnustað verði það aðrir sem leiti til hans um aðstoð. Útbreiddasta tölvunotkun almennings er ritvinnsla og sennilega er töflureikningur í öðru sæti. Nú er hins vegar svo komið að þótt netnotkun sé ekki flókin þá er mikilvægt að vera henni handgenginn og slík hæfni er öllum jafn sjálfsögð og að læra á bíl þegar aldur er til. Aldur til netnorkunar er nákvæmlega þegar einstaklingurinn opnar netið. Í þessu áfanga eru - með öðrum orðum - kennd undirstöðuatriði í almennri tölvunotkun. Þau atriði koma sér vel fyrir alla án tillits til þess hvað annað þeir læra eða leggja fyrir sig á lífsleiðinni. | |
Lestu kaflann um kenningar Töbu, Pinar og Schwab og veltu því fyrir þér hver þessara kenninga fellur næst þeim grunni sem þú byggðir þína ákvörðun á? | |
GÓP: | Þau rök sem lágu til grundvallar námsefnisvalinu eru af samofnum toga. Þau eiga samsvörun hjá Taba, Schwab og Pinar meðal annars eins og hér segir: |
Taba | . Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið að þegnarnir kunni að nota tölvur. |
Schwab | . Hvaða tölvunám á að bjóða fram? Eigum við að stefna að því að þegnarnir geti skrúfað saman tölvur, skrifað forrit á tölvur eða notfært sér tilbúin forrit við vinnu sína? Eigum við að stefna að því að gefa hinum fáu sem munu forrita forgang og láta hina læra forritanotkun annars staðar eða eigum við að snúa stefnunni við og láta alla læra dálítið á tölvur - nóg til að bjarga sér til almennra verka - en láta hina fáu forritara blómstra á eigin vegum og liðsinna þeim þegar þeir leita til okkar? Þessi umræða leiddi af sér ákveða stefnumótun sem önn eftir önn og ár eftir ár var borin saman við þá þróun sem virtist vera í þjóðfélaginu. |
Pinar | . Markmið áfangans er að gera nemandanum fært að standa sig meðal námsfélaga og starfsfélaga - strax. Gefa honum
færi á jákvæðri tilfinningu, sigurtilfinningu. Samvirkni kennslu-samvinnunni eru notaðar allar aðferðir sem kennari kemur
auga á í hita augnabliksins til að snerta innri strengi hvers og eins þegar færi gefst og helst áður en bert er að þess þarf.
Nemendur koma á vettvanginn og eru sumir kvíðnir og aðrir bera með sér innprentaðan lærdóm um eigið getuleysi.
Það sýnir sig að í þeim mæli sem tekst að láta eigin hugarfjötra falla af þeim tekst þeim af sjálfsdáðum að ná tökum á viðfangsefninu. Þetta er enn meira áberandi sökum þess að kennslutækin eru takmörkuð og námshópar fjölmennir og tileinkunarvinna nemendanna er þeim mun meiri. |
4.1. INTRODUCTION / INNGANGUR Í þessum kafla velta höfundar því fyrir sér hvort til sé einhver algild kenning í námskrárfræðum - kenning sem nýta má sem undirstöðu að allri námskrárgerð. | |
GÓP: |
Telur þú að svo sé?
Hvað er átt við með orðalaginu öll námsskrárgerð? Skoðum þetta ögn nánar. Setjum svo að átt sé við
Innan minnar andlegu seilingar er ekki að finna slíka algilda kenningu sem dugi til að smíða námsskrár hvenær sem er og til hvers sem er. Málið verður viðráðanlegra ef kenningunni er ekki ætlað að ákveða kennslumarkmið og jafnvel ekki námsgreinar heldur. Ennfremur er afar hjálpandi ef unnt er að lyfta sér yfir óþægilega enda námsskrárinnar, þ.e. sjálfa kennslustundina. Ef gera má ráð fyrir að nemendur séu allir með einum hætti svo sami kennari hafi sömu áhrif á þá alla í öllum greinum og á öllum tímum. Ef gera verður ráð fyrir að persónuleiki kennarans ráði einhverju um framferði hans og miðlun og að nemandinn hafi sérkenni og mismunandi heimilisaðstæður og séu mismunandi ástfangnir þá er spurning hvort ítarleg námsskrárgerð er ekki eins og fallbyssukúla til að drepa flugu - í glervörubúð. En - sem sagt - ég er þessi ekki umkominn að útiloka að til sé algild kenning sem dugi til allrar námsskrárgerðar. Ef að því kemur að hún finnst verður staða mín í dag sú sama og mér væri gert að svara spurningunni: Hver var stærsta eyja jarðarinnar áður en Grænland fannst? |
4.2. WHAT IS CURRICULUM THEORIZING? / HVAÐ ER NÁMSKÁRKENNING?
Gerðu þér glögga grein fyrir þessum þremur sjónarmiðum. Veltu einkum fyrir þér muninum á námskrárkenningu (curriculum theory) og kenningasmíð í námskrárgerð (curriculum theorizing)? ? | |
GÓP: |
Námsskrárgerð er viðfangsefni sem ekki er unnt að leiða hjá sér. Námsskrárgerð er viðfangsefni sem er til umfjöllunar innan þess mengis hugtaka, hugmynda og sérfræðinga þar sem aðeins tíðkast að fjalla um leysanleg viðfangsefni. Námsskrárgerð er viðfangsefni sem fjallað hefur verið um í hundrað og fimmtíu ár og eftir því sem lengra hefur liðið hefur betur komið í ljós að hin lýsandi lausn, hin algilda kenning er finnanleg þar sem menn hafa hingað til leitað. Þegar liðssveit hinna leysanlegu viðfangsefna gengur með oddi og eggju að svo marg-hlutlægu verkefni sem því að leita námsskrárgerðarlögmálsins er auðvitað að fram komi kenningar sem þekja umtalsverðan hluta á meðan aðrir eru látnir bíða eftir hinni endanlegu útgáfu. Í því ljósi er ekki erfitt að rökstyðja að fyrsta umfangsmikla kenningin er að Tylers hætti. Það má halda því fram með gildum rökum að ef Tyler hefði dáið af slöngubiti í frumbernsku hefði samt fyrsta námskrárgerðarkenningin verið í stílnum Tyler-'49. Það eru hinir lausu endar í Tyler-'49 sem halda leitinni gangandi. Það finnast ekki brýr yfir götin í kenningunni. Ef þær hefðu fundist er aldrei að vita hvenær önnur og afar frjó umræða hefði sprottið upp og þróast. Það eru hins vegar afar margir nytsamir og raunhæfir þættir sem Tyler-'49 nær yfir og þeir þættir verða margir gleggri og viðráðanlegri þegar þeir eru skoðaðir í því ljósi sem þar er varpað á þá. Önnur umræða og aðrar kenningar hafa ekki varpað þar neinu nýju inn í umræðu - eins og um aðferðir til að meta nám - þótt settar séu fram sértækar hugmyndir og viðhafður blæbrigðamunur á forgangsröðunum. Tyler-´49 tók völlinn af því þar var engin svo umfangsmikil kenning fyrir. Það er því ekki ástæða til að tíunda svo mjög hversu aðrar kenningar séu sammála Tyler'49 þegar um er að ræða atriði sem eru meira og minna sjálfgefin atriði sem Tyler'49 þræddi upp á band sitt. Það er til dæmis ekki auðvelt að koma auga á annað er Tyler-'49-skipulag á að kenna sérhæft og vel skilgreinanlegt námsefni en það er ekki vegna þess að Tyler-'49 setti fram kenningu um hvernig þar væri heppilegt að standa að. Engin ástæða er til að halda annað en að hver einasti námsskrárgerðar-leiðtogi mundi afgreiða slíka námsskrá á sama hátt. Það má líkja Tyler-'49 við hengirúm sem hangir glæsilega milli styrkra trjástofna. Áhorfendur sjá rúmið - en þegar nánar er athugað sjá þeir að spottarnir sem halda rúminu uppi eru víða í lausu lofti. Hins vegar er þetta hengirúm þess eðlis að það hrapar ekki í samfélaginu á meðan samfélagið trúir að það hangi uppi. Ef til vill er það mest einkennandi fyrir Tyler-'49 að sú kenning trúir því að það sem áætlað er að gera skili sér til nemandans. |
- -
Eftir því sem hin algilda kenning virðist fjarlægjast færist námsskrárgerðin utar í - og út úr - mengi hinna leysanlegu viðfangsefna og teygir sig inn í mengi hinna óleysanlegu viðfangsefna. Hún tekur smám saman á sig það eðli óleysanlegra vandamála að við það verður að lifa, leita viðráðanlegra sviða og skiljanlegra hliða og gera í sífellu sitt besta - sem alls ekki verður hið besta næst þegar til á að taka. Þetta verður hlutskipti þessa viðfangsefnis uns til kemur eitt hinna eilífu kraftaverka og maðurinn dettur niður á hina algildu námsskrárgerðarkenningu. | |
--
Enda þótt maðurinn lifi við öll sín meginvandamál óleysanleg eru það leysanlegu vandamálin sem veita honum öryggi í lífinu. Það mundi setja samfélagið alveg úr jafnvægi ef skyndilega væri kveðið upp úr með að það námsefni sem skólar hafa kennt næstliðna áratugi hefði ekki sýnt sig að vera heppilegra til að ala upp nytsama þjóðfélagsþegna heldur en hvaða önnur námsefni sem velja hefði mátt. Sú umræða að kennarar ættu að setja sig sérstaklega inn í væntingar og getu hvers nemanda og fylgja lítt skilgreindu námsefni eftir til persónulegrar virkjunar í hugskoti hans og þar með til sífellt óvissrar niðurstöðu mundi strjúka bæði gegn háralagi samfélagsins og rekstrarmenningu atvinnulífsins. Þess vegna þykir mér alveg eðlilegt að sjá í nýrri aðalnámsskrá einmitt þessi einkenni sterkust. Þar er Tyler-'49 í allri skilgreiningu námsefnis og sjálfsagt verður Bloom notaður við samræmda prófagerð sem beitt verður innan fárra ára. Jafnframt er aðalnámsskráin hlaðin samfélagsvænum og nemendavænum fyrirheitum og væntingum. Þess er engin von að neitt þeirra þátta verði síðar metið í prófum eða látið gilda til eins eða neins. Í því uppnámi gerir námsskráin síðan kröfu um að skólarnir setji þá þætti á eigin herðar í því sem þar er kallað sjálfsmat. | |
Í augnablikinu er mikið rætt um þær breytingar sem nýja aðalnámsskráin hefur í för með sér. Þar sjá sumir að skertur er sá tími sem ætlaður verður til einnar námsgreinar - en aðrir sjá nýjar og óþekktar greinar koma inn. Það er eðlilegt að boðendur þeirra greina sem átt hafa sæti í námsefni skóla tíundi mikilvægi þeirra og skilji ekki hvaða erindi nýir aðilar eigi þar inn. Það mundi auðvitað hafa farið kurr um samfélagið hefði námsskráin ákveðið að hvíla stærðfræðikennslu næstu tíu árin - nema sem dygði til þess að fara út í búð og taka lán í banka - á þeirri forsendu að þeir sem meira vildu tækju það í háskóla. Engu að síður eru fyrir slíku jafnmikil rök og það eru rök fyrir því að taka út - eða setja inn einhverja aðra námsgrein í almennt nám. | |
4.3 MAJOR CATEGORIES OF CURRICULUM THEORIZING / MEGINFLOKKAR NÁMSKRÁRKENNINGA Númer frá GÓP:
Lestu vel fyrrgreindar skilgreiningar og þau dæmi sem gefin eru um kenningar (Taba, Schwab og Pinar). | |
GÓP: |
(1) Tekur námsefnið eins og það er skilgreint (til hlítar) í dag og miðlar því með tilteknum þekktum aðferðum. (2) Skoðar burðarás framvindunnar sem ítarlega þróað samkomulag ólíkra sjónarmiða innan ríkjandi samfélags. (3) Benda á atriði sem mörg sanna augljóslega mál þeirra um félagslegan ójöfnum sem innbyggður er í samfélagið og skilar sér í uppbyggingu námsefnis og viðhorfa innan skólans sem þannig viðheldur honum. (4) Leitar leiða til að gera skólann að eftirsóknarverðum og gefandi stað fyrir nemandann, stað sem hann hlakkar til að heimsækja og öðlast gefandi náms-upplifanir og upplifa þroska og þróun. |
Mér þykir þetta ágæt flokkun. Mér þykja margar flokkanir ágætar þótt þær séu innbyrðis ólíkar og flokki alls ekki til fulls. Þær eru góðar tilraunir til að varpa greinandi ljósi á afar flókna umræðu sem einkennir vettvanginn. Það er ljóst að þessi flokkun er gerð út frá samfélags-víddinni. Það er þó ekki alveg ljóst að síðasti hópurinn vilji endilega breyta samfélaginu að umtalsverðu marki.
Þessu er svarað í töflunni hér fyrir neðan og svarið sótt í það sem Marsh&Willis segja í kennslubókinni. Það er til dæmis nokkuð lítið sem sagt er um markmið Taba en hér verður ekki leitað fanga víðar. Eins er um Schwab og Pinar. |
Hugsanlega getur verið gagnlegt fyrir þig að setja hugmyndir þínar um kenningarnar fram í einhvers konar töflu eins og þessari:
Markmið náms | Hlutverk kennara | Útbreiðsla | Gagnrýni | |
Taba
Við- |
Hugsun má kenna
Hugsun er virk aðgerð einstaklingsins þegar hann mætir staðreyndum. Hugarstarf fylgir fastri stigskiptingu |
Viðhalda andrúmslofti sem stuðlar að og eflir aðleiðandi hugarferli nemandans | Verið notað í verulegum mæli í several regions í US. Hugmyndir hennar notaðar í ýmsum samræmdum á árunum eftir 1970. Kennsluskipulagið notað enn víðar. | Hentugt til nota í kennslugreinum.
Gerir ráð fyrir að námsskrá geti orðið til með rökrænum og vísindalegum hætti. Lítil námsefnisyfirferð og aðrar aðferðir síst lakari til að ná sama markmiði. |
Schwab
Við- |
Nemendur skoða atburði
og hugmyndir ólíkum
augum og hugum og
ræða og rökstyðja viðhorf
sín og læra að ná
viðunandi samkomulagi.
Hvað viljum við? Um hvað getum við sammælst? Hvernig getum við framkvæmt það? |
* Námsefnið * Nemandinn * Kennarinn sem auðveldar nemendum að viðhalda spyrjandi og leitandi umræðu og dregur úr reynslusjóði ráð til að fleyta umræðunni yfir sker og grynningar og finnur leiðir til að kalla fram skapandi leiðir. * Umhverfið |
Hefur haft mikil áhrif á aðra fræðimenn um námsskrárgerð. | Skilgreining Schwab á námsskrá er verulegt
íhugunarefni (deliberative):
Þeir sem að kennslunni koma (námsefnis ákvarðendur, nemenda-þekkjarar, samfélags-þekkjarar, nærfélags-þekkjarar, kennarar og nemendur) semja um hvert námsefnið skal vera sem - í hæfilega tækjum búinni og viðunandi aðstöðu - vel hæfir - kennarar (og raunar líka nemendur) kenna nemendum (og raunar nemendur kenna líka kennurum). Það sem skilar sér - er námsskráin. |
Pinar
Við- |
Currere: Nemandinn rifji upp minningar og tengi þær til nýs skilnings í ljósi þess sem hann nú þekkir. Hann velti upp framtíðarsýn og setji stöðu sína í nútímanum í samhengi við þá sýn - og vinni úr því nýja lífssýn. | Kennarar verða að
Currere einnig til
að vera færir um að
vísa nemendum til
vegar.
Þeir verða að sjá um að umhverfi nemandans sé styrkjandi, öruggt og vinsamlegt. |
Hefur haft mikil áhrif á aðra fræðimenn um námsskrárgerð. | Sá sem kemur til Pinar til að fá lausn á
vandamálum námsskrárgerðar verður bæði
fyrir vonbrigðum og kemst í uppnám yfir því
að á hans vettvangi er ekki reynt að safna
öllum þekktum hliðum málsins undir eina
greiðandi kenningu.
Ljóst er að megin viðfangsefni hans er það sem fram fer á sjálfu augnabliki kennslunnar og hvernig það augnablik getur nýst nemandanum sem best. Hann hefur varpað fram nýjum hugtökum - svo sem raunar fleiri hafa gert - og þessi hugtök hafa fest sig í sessi meðal fræðimanna á sviði námsskrárgerðar. |
Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til að flokka hugmyndir námskrárgerðarmanna og má benda á eftirfarandi rit:
| |
4.4. CURRICULUM THEORY AND THEORIZING TODAY / KENNINGASMÍÐ UM ÞESSAR MUNDIR | |
GÓP: |
Marsh&Willis draga viðhorf sín saman í loka málsgreininni: Nú þörfnumst við mest aukinnar og áframhaldandi umræðu allra sem koma að námsskrárgerð, frá kennurum til oddvita fræðigreinanna, svo unnt sé að læra af reynslunni og draga lærdóma af mismunandi viðhorfum. Walker (1980) hélt því fram að einmitt sé heppilegt að semja námsskrá þegar viðfangsefnið er ólgandi af gagnverkandi vísbendingum - eða í uppnámi. Sú er einnig skoðun Marsh&Willis. Skoðaðu aftur upphafsverkefni þessa kafla:
Það eru tuttugu ár síðan ég hafði hugmyndir um námsskrárgerð. Skömmu síðar reis upp hópur skólameistara sem á vikunámskeiðum opinberuðu dýpstu leyndardóma kennslufræði og markmiða skóla. Þá var einfaldast að horfast í augu við þá staðreynd að kennsla við Menntaskóla er undirbúningur nemenda undir háskólanám. Þar með er fengið markmið kennslunnar. Á hinum endanum berst jafnóðum þekking á námsstöðu þeirra nemenda sem koma til skólans og þar með er Tyler-'49 hin hagnýta skipulagsskrá með Bloom-sku mati. Þá var kennslugrein mín stærðfræði í öllum bekkjum og til stúdentsprófs í stærðfræðideild. Einnig kenndi ég þá í tvö eða þrjú ár sálarfræði þar sem rammi námsskrár var rýmri en þó miðaður við að létta nemendum sálfræðinám við háskóla. Mér hefur alltaf þótt nokkuð hlálegt að hlýða á talsmenn byltinga í skólamálum eða námsskrám sem virðast telja sjálfgert að breytingin skoppi af námsskránni gegnum kennarann inn í nemandann - án þess eiginlega að kennaranum komi hin nýja áætlun nokkuð við. Sjálfur tel ég raunar að kennarinn sé alltaf listamaður að verki. Listamenn eiga ekki alltaf góða daga og þeim lukkast ekki allt en þeir eru alltaf að reyna. Listamennska kennara þykir mér felast í því hversu honum tekst að ná til persónu þess nemanda sem á þeirri aðstoð þarf að halda. Þetta viðhorf mitt gerir mig hallan undir það viðhorf til nemenda sem kemur fram hjá Pinar.
Ég vitna hér til þess sem ég skrifaði hér fyrir ofan um ugg samfélagsins við óreiðu og sagði: Þess vegna þykir mér alveg eðlilegt að sjá í nýrri aðalnámsskrá einmitt þessi einkenni sterkust. Þar er Tyler-'49 í allri skilgreiningu námsefnis og sjálfsagt verður Bloom notaður við samræmda prófagerð sem beitt verður innan fárra ára. Jafnframt er aðalnámsskráin hlaðin samfélagsvænum og nemendavænum fyrirheitum og væntingum. Þess er engin von að neitt þeirra þátta verði síðar metið í prófum eða látið gilda til eins eða neins. Í því uppnámi gerir námsskráin síðan kröfu um að skólarnir setji þá þætti á eigin herðar í því sem þar er kallað sjálfsmat. |
2. Greining aðalnámskrár, hugmyndafræði og markmið
Í þessu verkefni er stuðst við Aðalnámskrá framhaldsskóla í þeirri námsgrein sem þú kennir mest eða hefur mestan áhuga á.
GÓP: Sjá hér drög að greiningu markmiða í aðalnámskrá og skilgreinandi afleiðingum þeirra á sjálfa kennsluna og kröfur til kennara. Í framhaldi af því er uppsett greiningartafla fyrir lokamarkmið upplýsinga-og tæknibrautar og áfangamarkmið í áfanganum TÖL-103. Greint er eftir skilgreiningum þeirra Bloom, Krathwohl og Simpson en einnig eru markmiðin greind eftir flokkunum Eisner og þeirra Marsh og Willis til að álykta um hvernig þar mundu flokkast viðhorf þeirra sem réðu gerð hinnar íslensku aðalnámsskrár fyrir framhaldsskóla árið 1999. Þær flokkanir virðast alveg tvímælalausar. Hvar virðast megináherslur liggja? | |
3. Undirbúningur skólanámskrár, gagnaöflun
Þetta verkefni er hugsað sem fyrsti hluti lokaverkefnisins í þessu námi. Það byggist á því að afla og skrá allar upplýsingar sem þú telur mikilvægt að hafa til hliðsjónar við skólanámskrárgerðina. Hér má nefna dæmi:
GÓP: Í sameiningu höfum við, GÓP, Inga Karlsdóttir, Ingibjörk Haraldsdóttir, Samúel Lefever og Þórhildur Oddsdóttir, kennarar við MK, tekið saman fyrstu drög eða útlínur að sérstökum lista yfir atriði sem tengjast gerð skólanámsskrár fyrir Menntaskólann í Kópavogi. |