GÓP-fréttir
Forsíða
--> |
Listi Hughes, Russell og McConachy frá 1979:
Undirbúningur skólamats
Spurningar sem vakna - og svara þarf - þegar skólamat er undirbúið.
|
> |
Undirbúningur skólamats |
1
Tilgangur
markmið |
Hver er tilgangur matsins?
Er markmið matsins afmarkað - til dæmis: að bæta starfsandann í skólanum?
Hafa þeir sem málið varðar gert sér grein fyrir markmiðum matsins og eru þau þeim að skapi?
Hver er líklegur til að vera andsnúinn matinu? |
2
Hvati |
Hvers vegna er ráðist í þetta mat einmitt nú?
Telja þeir sem málið varðar í skólanum að þörf sé fyrir þetta mat?
Hver vill verða þátttakandi í matinu?
Hver ætti að verða þátttakandi í matinu?
- Stjórnandinn?
- Gamalgrónir starfsmenn?
- Kennarar?
- Þeir sem hafa hagsmuna að gæta eins og foreldrar, nemendur, skólanefndarmenn?
- Aðrir?
|
3
Þátttak-
endur |
Hverjum er ætlað að framkvæma matið?
- Stjórnandanum og/eða reyndu starfsfólki?
- Bekkjarkennurum?
- Nemendum?
- Foreldrum?
- Fulltrúum útaðila s.s. ráðgjafa, meðlimum skólanefndarinnar, skólastjórnandanum, kennurum frá öðrum skólum?
- Nefnd sem samanstendur af aðilum sem taldir eru hér að framan?
Hvernig munu hinir ýmsu þátttakendur koma að og tengjast matinu?
Verður valin sú leið að mynda undirbúnings- eða stýrihóp?
Er líklegt að einhver þátttakendanna líti á matið sem ógnun við sig?
Hvernig er unnt að minnka sem mest hættuna á því að einhver telji matið ógnun við sig?
|
4
Mats-
hlutverk |
Um er að ræða fjölda hlutverka í matsstarfinu - og hver einstaklingur getur leikið fleiri en eitt þeirra:
- Matsmaður - sem safnar upplýsingum og metur og dæmir
- Liðkari - sem aðstoðar við mat en dæmir ekki
- Ráðgjafi - sem kallaður er til liðsinnis við tiltekna þætti - svo sem til að leiðbeina um framkvæmd viðtala.
Er gert ráð fyrir að fengnir verði einstaklingar til slíkra starfa?
Er matið skipulagt á raunhæfan hátt fyrir það fólk sem um er að ræða - sérstaklega með tilliti til:
- tíma - til að unnt verði að fá áreiðanlegar niðurstöður, halda áhuganum vakandi og samhæfa matið?
- starfsfólkið - hefur sá, sem matið hvílir mest á, tíma til að sinna því?
- Hver eru tímamörk matsins?
|
5
Birti-
hópar |
Hverjum verða niðurstöðurnar birtar?
Hvaða aðgang að matsgögnum munu áheyrendur fá? |
6
Hvað
skal
meta? |
Hvað er ætlunin að meta?
- Hvort markmið skólans eru hæfileg?
- Að hvaða marki skólinn hefur náð markmiðum sínum?
- Ferli - eins og samskipti nemenda og kennara, foreldra og kennara, stjórnenda og kennara, ... ?
- Kennsluáætlanir?
- Skýrslugerð?
|
7
Öflun
upplýs-
inga |
Tiltækar aðferðir eru meðal annars:
- Athugun - meira og minna skipuleg
- Viðtöl - meira og minna skipuleg
- Spurningalistar
- Skráðar athuganir og greiningar á skýrslum, skrám, samantektum og drögum
- Könnun á innihaldi gagna úr námsstarfi
- Skýrslur af óformlegum samtölum og skoðanaskiptum
- Margvísleg próf - bæði markmiðuð og hópmiðuð
- Dagbækur og sjálfsrýni
- Hljóð- og myndupptökur
Eru viðunandi tryggingar fyrir hendi um að upplýsingarnar verði marktækar og áreiðanlegar? |
8
Viðunandi
aðferðir |
Þær aðferðir sem nota skal verða að vera viðunandi með tilliti til:
- þess tíma sem verkefninu er skammtaður
- þess sérhæfða starfsfólks sem fengið er til starfsins
- þeirra einstaklinga sem ætlunin er að safna upplýsingar um.
|
9
Dóma-
grunnur |
Hver er grunnur dómanna:
- Hvernig er ætlunin að kanna og greina upplýsingarnar?
- Hvernig er ætlunin að flokka upplýsingarnar?
- Eru viðunandi tryggingar um áreiðanleika upplýsinganna?
|
10
Upplýs-
ingagjöf |
Hvað verður um þær upplýsingar sem safnað verður:
- Hver mun að lokum ráða því hverjir fái aðgang að þeim upplýsingum sem safnað hefur verið og skýrslum matsgerðarinnar?
- Hvaða reglur munu verða hafðar í heiðri um söfnun og miðlun þessara upplýsinga?
- Hver mun hafa rétt til að svara, leiðrétta og staðfesta skýrslur um viðhorf og gerðir þeirra einstaklinga og hópa sem verið var
að meta?
- Verður öllum upplýsingunum miðlað - eða aðeins hluta þeirra?
|
11
Skýrslur |
Hvernig verður skýrslugerð háttað?
- Verður matinu skilað á formi sem er ljóst og aðgengilegt fyrir þá sem það er ætlað?
- Er ætlunin að gera einnig grein fyrir neikvæðum hliðum á starfi skólans - og hverjum er ætlað að taka við því?
- Hefur þegar verið ákveðið hvenær lokaskýrslur skulu liggja fyrir?
- Er þörf á sinni lokaskýrslunni fyrir hvern viðtökuhóp - svo sem ein skýrsla fyrir foreldra, önnur fyrir starfsfólk skólans, þriðja
fyrir ráðuneytið - og svo framvegis?
|
12
Niður-
stöður |
Er hugsanlegt að segja fyrir um jákvæðar niðurstöður úr matinu?
Eru þessar niðurstöður skýrt afmarkaðar?
Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar í því skyni að niðurstöður matsgerðarinnar styðji á viðeigandi hátt þær ákvarðanir sem ætlað
er að taka í kjölfarið?
Eru þátttakendur frá upphafi meðvitaðir um hugsanlegar niðurstöður?
Hafa verið gerðar ráðstafanir til að gera þátttakendum grein fyrir þeim áhrifum sem matið getur haft?
|
13
Úrræði |
Er þörf sérstakra úrræða til að betrumbæta matið?
- sérhæft starfsfólk?
- ritara-aðstoð?
- stjórnunaraðstoð?
- tæki, pappír, umslög og frímerki?
- starfsaðstöðu?
- tíma aflögu fyrir það starfsfólk sem vinnur að matinu?
- prentun og fjölmiðlun?
- tíma af hálfu foreldra og/eða nemenda?
- dæmi um mat í öðrum skólum?
- leiðbeiningar til kennara?
|