Forsíða
Námsskrártorg
Tengibrautin
MK-miðstöðin


Nánar um matskerfi Bloom

Matskerfið er að finna í bókinni

Taxonomy of educational objectives
by A Committee of College and University Examiners.
Benjamin S. Bloom, ritstjóri,
Max D. Engelhart, Edward J. Furst, Walker H. Hill og David R. Krathwohl,
fyrst gefin út árið 1956.

Þessi uppsetning sem hér liggur fyrir er meðal annars unnin úr vef háskólans í Idaho þar sem nánar er fjallað um Bloom og hugmyndir þeirra félaga um skipan þekkingarinnar.

B-Mat Dæmdu, leggðu mat á, raðaðu, endurskoðaðu, veldu. Hvað finnst þér?
B-Nýmyndun Dragðu fram, gerðu áætlun, komdu með tillögu, settu fram hugmynd, orðaðu það, endurraðaðu, breyttu skipaninni, dragðu saman, búðu til, undirbúðu.
B-Greining Hvers vegna eigum við að virkja við Eyjabakka? Hvers vegna eigum við ekki að virkja við Eyjabakka? Taktu saman yfirlit, greindu, aðgreindu, reiknaðu, prófaðu, berðu saman, gagnrýndu, dragðu skýringarmynd, athugaðu, rökræddu, spurðu, tengdu, leystu, rannsakaðu ...
B-Beiting Þýddu þessa setningu. Hvernig ber að túlka þetta? Hvernig er hægt að orða þetta öðruvísi og í framsöguhætti? Hvernig notarðu þessa reglu? Sýndu mér ... Skrifaðu leiðbeiningar fyrir okkur. Hvað var svona sérstakt við Fjölnismenn?
B-Skilningur Geturðu lýst því með öðrum orðum? Hvað segirðu um það? Eru þau ólík? Rakstu á það aftur? Geturðu útskýrt það nánar? Þekkirðu þetta? Finndu ... Segðu frá ... Rifjaðu upp. Hvað meinti maðurinn?
B-Minni Hvað situr eftir af því sem átti að muna? Geturðu nefnt? sagt mér hvað átt er við með orðinu mannvirki? endurtekið? talið upp .. ? Veistu hver .. ?

Efst á þessa síðu * Forsíða * Tengibrautin * MK-miðstöðin * Námsskrártorg * Svona kennari er ég