Forsíða


Námskrárbreytingaraðferðin AR

Action Research við upptöku

Vitnað til Marsh og Willis

AR =
Action
Research
Upphaf þessarar hugmyndar er rakið til Bandaríkjanna og nafngiftin kemur frá Collier 1945. Endurvakin af Stenhouse 1973 sem aðferð til að bæta skólastarf og Elliot 1975 í Bretlandi.
Elliot
1980
AR = Action Research hefur verið meginlikanið sem Teacher as researcher - hreyfingin í Englandi og Bandaríkjunum hefur unnið eftir. Vinnuskeiðin eru á þessa leið:

  • (a) Kennarar gera sér grein fyrir hver þörfin er,
  • (b) greina vandamálið,
  • (c) velta upp hugmyndum og afla sér margvíslegra upplýsinga,
  • (d) framleiða lausn - til dæmis: útbúa nýtt námsefni
  • (e) og þegar breytingin er komin til framkvæmda - eða er á prófunarstigi meta þeir hvort hún dugir til að leysa vandann.
  • (f) Þessi hringur er síðan farinn aftur og aftur - bæði á meðan verið er að vinna að lausn hins greinda vanda og svo aftur þegar heildin er endurskoðuð og leita skal nýrra lausna. Hver hringferð situr að nokkru á fyrri hringferð og þannig verður ferlið líkast eilífum spíral.
Þátttaka
-
ekki
sérstök
tækni
Mikil áhersla er lögð á hina einstöku kennara, samstarf þeirra um að skoða viðfangsefnið, ræða það og skilgreina og skipuleggja lausnarleið og hrinda henni í framkvæmd. Undirstaða aðferðarinnar sé fólgin í sjálfri þátttökunni en ekki í sérstakri tækni.

AR er í eðli sínu aðlögunarferli og styður því fremur að aðlögun en samkvæmni við upptöku nýs námsefnis. Kennarar sem stunda AR eru sífellt að framleiða nýtt námsefni. Þeir líta hreint ekki svo á að námsbókin eigi hina einu og sönnu kollgátu.

AR leysir úr læðingi eigin sköpunarmátt kennarans og knýr hann til að taka afstöðu. Það skiptir því miklu máli hver viðhorf hans sjálfs eru.McKernan (1993) tilnefnir þrjú virknistig AR-starfshóps:

  • Vísindalegt = scientific >> Hópurinn getur litið tæknilega á viðfangsefnið, vænst þess að tiltekinn hæfur einstalingur taki forystuna og leiði hópinn til nytsamrar vinnu, ályktunar og niðurstöðu, innan viðtekins ramma og látið mat þess einstaklings gilda.
  • Hagnýtt samstarf = practical-collaborative >> Annar hópur getur ákveðið að allir skuli móta stefnuna og starfa saman að lausn viðfangsefnisins og treysta á að fyrirliggjandi þekking innan hópsins gefi af sér nytsamar lausnir.
  • Gagnrýnið = critical >> Hópurinn getur líka tekið allt öðruvísi á vandanum og gert ráð fyrir að hver einstaklingur leggi verulega af mörkum og leitað í sameiningu nýrra leiða og rutt úr vegi hefð-lægum hindrunum til að geta mótað ný viðhorf og vinnubrögð.
Þess
vegna ...
AR getur því flett ofan af andúð, mótvirkni, grunsemdum og flokkadráttum innan stofnunar og - hugsanlega orðið til hjálpar við að leiða fyrirkomulag og skipan til betri vegar. AR getur leitt til betri samheldni starfsfólks og gefið því tilfinningu fyrir að það hafi einhver áhrif.

Í skólum opnar AR kennurum aðferðafræði til að hagnýta í rannsóknum á eigin kennslu í kennslustofunni og er þeim þannig til hjálpar við að þróa og betrumbæta eigin kennsluhætti.

En .. Gagnrýni á þetta fyrirkomulag beinist að ábendingum um að ef það á að virka þarf að koma til tími og fé. Nauðsynlegt er að fjalla um málin á tímafrekan hátt, koma saman utan starfstíma og á sumrin og auk mikillar vinnu fara miklar tilfinningar í gang svo starfið er afar krefjandi. Oft er tími alls ónógur til að fara nógu vandlega í gegnum allt undirbúningsferlið og ekki unnt að undirbúa breytingarnar á fullnægjandi máta.

Bent hefur verið á að AR-liðkendur geti hæglega oltið í þá gryfjuna að lenda í miðri valdabaráttu og jafnvel móta ný og hindrandi valdform í stað þeirra sem fyrir voru - til að ná valdi á kringumstæðum og koma AR til framkvæmda.

Efst á þessa síðu * Forsíða