Forsíða
|
Námskrárbreytingaraðferðin CACurriculum Alignment er upptökuaðferð Vitnað til Marsh og Willis s. 254-255 Curriculum Alignment = Nám eftir Bókinni |
Neb og Nebbar |
Mjög er til siðs að útbúa skammstafanir til að stytta heiti. Þannig er CA stytting á Curriculum Alignment. Á íslensku mætti nefna það Nám eftir Bókinni sem styttist þá í NEB og þá mundu þeir vera NEB-ar sem aðhyllast NEB. |
Curriculum Alignment |
Nám eftir bókinni
Með þessri nafngift er vísað til margra skyldra aðferða sem ríki og skólahéruð notuðu á síðastliðnum tveimur áratugum í því skyni að bæta árangur nemenda í skóla. Í grundvallaratriðum er viðfangsefnið að tryggja samkvæmni við upptökuna með stöðugu eftirliti og prófunum á því sem kennt er. Samkvæmni er krafan og lítið svigrúm veitt til aðlögunar. |
Betri árangur ... .. !?? |
Á þessum árum hefur á stundum komið upp krafa um að skólar eigi að bæta starfsemi sína og þar með skila
betur menntuðum nemendum. Þeir sem þessa krefjast trúa því að faglegri þekkingu útskrifaðra nemenda
hnigni stöðugt. Viðbrögð stjórnvalda við kröfunni hafa verið þau að skilgreina gæði skóla í hærri einkunnum
á stöðluðum prófum. Þessi aðferð til að skilgreina hvað gert er í skóla - er einföldust og fyrirhafnaminnst -
þótt hún geti hvorki talist sérlega góð né sérlega nákvæm.
Hugmyndir manna um hnignandi skóla má einnig rekja til þeirrar trár þeirra að námsefninu hafi farið aftur og það hafi verið sundurbútað í höndum misviturra kennara. Í ljósi þessa virðist næsta eðlilegt að stjórnvöld bregðist við með því að reyna að tryggja að kennarar kenni það sem í bókinni stendur. Námsefni sem samið hefur verið af þar til völdum snillingum og í samræmi við vitund og vilja héraðsins eða/og ríkisins ætti auðvitað að fara vafningalaust um miðlun kennaranna inn í menntun nemendanna. Satt best að segja er framleiðsla svo óumdeilds námsefnis ekki auðgerð og undir ýmsu komin. Eigi þetta að geta gengið eftir þarf að setja upp nákvæma námsefnisramma - eða kennaraleiðbeiningar, eftirlitsnefndir þurfa að sjá um kennslubækur og æfingaverkefni - og auðvitað verður að viðhafa umfangsmiklar og marktækar prófanir. |
.. ó - blessað próf ... |
Námsefnisrammar eru opinber gögn sem lýsa því sem kenna skal. Sumar lýsingar geta verið almenns eðlis en
aðrar verið tiltölulega mjög ítarlegar. Kennslubóka-nefndir á vegum ríkisins hafa mjög mikil áhrif en þær eru
oft undir miklum þrýstingi frá stærri bókaútgefendum um að fallast á staðlað námsefni.
Stöðluð próf leggja enn aðrar kröfur á kennara um einsleitni í vinnnubrögðum og alveg sérstaklega þegar kennarar eru sjálfir metnir eftir einkunnum nemenda þeirra. Þessi próf hafa sýna fylgjendur og einnig sína hörðu andstæðinga. Sumir taka svo djúpti í árinni að halda því fram að prófunum sé ætlað að ræna kennara öllu sjálfstæði, sköpun og frumkvæði. Aðrir benda á að með þessum hætti kenni kennararnir einungis fyrir prófin. |
California
= CA (!?!?) |
Sum ríki hafa verið öðrum iðnari við að tryggja Nám eftir Bókinni (CA). California hefur verið þar í fremstu
röð og lagt mikið í að koma á einsleitni í námsefni og kennslu - allt frá lagasetningu 1983. Sérstök nefnd
framleiddi og gaf út námsefnisramma fyrir allar helstu námsgreinarnar. Þar er tiltekið í höfuðatriðum hvað
skuli kenna, tilgreint sérstakt námsefni og hvernig það skuli kennt, kennslugögn, æfingar, leikni, viðhorf og
sagt til um hvernig skuli meta útkomuna hjá nemendunum.
Menntamálaráðuneytið samdi einnig sérstakar viðmiðunarreglur fyrir kennslubækur. Þar var lögð áhersla á hugsun, þrautalausnir og umfjöllun um siðferðis-spurningar þar sem uppi eru skiptar skoðanir. Ennfremur fór fram endurskoðun á prófunum. Þau voru endurbætt og færð að námsefnisrömmunum og viðmiðunarreglunum sem gilda um kennslubækurnar. Breytingarnar hafa ljóslega gert námskrár skólanna einsleitari, - samræmdari, en þó er nokkru svigrúmi haldið eftir fyrir einstaka skóla og skólahéruð til að þróa eigin áherslur og setja leiðbeiningar um námskeið og mörk um frammistöðu - þ.e.: ákveða einkunnagjöf. |
CA árangur ! |
Rannsóknir á árunum 1987-8 gáfu aðgerðum Californiu góðar einkunnir. Í 13-17-ára skólum (High schools)
væri ofan-og-niður samkvæmnis-upptaka árangursrík þegar:
|
Á öðrum nótum |
Þetta voru ályktanir um það hvernig til hefði tekist í Californiu við að koma í gegn samræmdri upptöku - en
ekki um það hvort upptaka nýjunganna og breytinganna hafði haft í för með sér breytingar til batnaðar fyrir
nám nemendanna. Könnun á því hefði þurft að taka yfir mun lengri tíma. Ekki var heldur verið að gera
úttekt á því hvort þessi aðkeppta einsleitni væri tilbóta eða yfirleitt hagkvæm.
Almennt voru þessar umsagnir um NEB á allt öðrum nótum en flestar aðrar upptöku-rannsóknir og ekki síst voru þær á öndverðum meiði við þær sem drógu fram mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. |
CA árangur ? |
Nýrri rannsóknir á þessum aðgerðum í Californiu gera árangrinum ekki eins hátt undir höfði. Þar eru
dregnar upp mun flóknari myndir af því hvernig margir menningarþættir hafa gagnvirk áhrif.
Þegar til þess er litið hversu flókið er að greina sundur þessa gagnvirkni er ósnjallt að ætla sér að gefa slíkri stóraðgerð einfaldlega einkunnina velgengni eða mistök. |