Forsíða
|
Námskrárbreytingaraðferðin ODM Aðferð við að taka upp breytingar Vitnað til Marsh og Willis |
Stofnunar- breyting ODM = |
(og handbók endurútgefin 1994 - leitaðu að höfundunum báðum á AskERIC): ODM = Organization
Development Model - sem Marsh og Willis:240 kynna svona: Er sérstök aðferð til að móta jákvætt
andrúmsloft innan stofnunar og hefur nýst vel í mörgum menntastofnunum, þar á meðal, grunnskólum,
framhaldsskólum og háskólum. Til eru rannsóknir sem styðja þá ályktun að því meiri stuðning sem
kennarar fá með ODM þeim mun betri verði upptaka hins nýja námsefnis og breyttu miðlunar.
Schmuck & Miles 1971: ODM er skipulögð og eftirfylgd viðleitni í notkun atferlisvísinda við að betrumbæta starfs-kerfi með því að nota samvirkar og sjálf-greinandi aðferðir. ODM sækir aðferðir til félags-sálarfræðinnar og reynir að opna fleiri samskiptaleiðir innan stofnunarinnar. Viðfangsefnið er stofnunin sjálf og kerfi hennar en ekki hver og einn af einstaklingunum sem starfa þar. Í skóla-samhengi á kerfi stofnunarinnar við skólann í heild eða tiltekinn hluta hans eða valinn hóp kennara. Kennararnir beita samvirkri og sjálf-greinandi aðferð við að meta, greina og breyta stofnuninni og þeirra eigin mótun á henni og samskiptum við hana. ODM gengur meir út á það hvernig viðfangsefni eru yfirleitt unnin og tekist á við vandamál en minna á einstakar lausnir. Kennarar reyna að bæta virkni og árangur starfshópa sinna með því að breyta starfsháttum hópsins, bæta samskipti og taka upp ný og breytt hlutverk. |
7 þrep | ODM-aðferðin gerir ráð fyrir sérstökum liðkara. Hann liðsinnir starfsfólkinu við að fara í gegnum þrepin 7
(Henderson 1985):
|
Úr 1994- bókinni: |
Þetta líkan gengur út frá því að allar meiri háttar nýjungar og námskrárbreytingar heimti breytingar í sjálfri
menningu skólans. Taka beri tillit til m.a. eftirtalinna atriða - sbr. útdrátt úr 1994 bókinni hjá AskERIC:
Líkanið gerir ráð fyrir að kennarar skólans þurfi iðulega að fá aðstoð utan frá til að fara í gegnum eftirtalin þróunar-þrep
|
Umsagnir
Athuga- |
McLaughlin&Marsh (1978) skrifa um Rand-skýrsluna og draga þar ályktun um notkun ODM. Þeir benda á
að þeir kennarar sem notað hafi ODM í starfsmannatengdum viðfangsefnum og þjálfun virðist ganga
upptakan mun betur heldur en þeim sem ekki þekktu til hópvinnu við lausnir á vandamálum. Það gæti verið
skólum mjög til hjálpar að þjálfa kennaranna í aðferðum ODM en til þess þarf fjármuni og utanaðkomandi
þjálfara.
Athugasemdir beinast að áherslu líkansins á þátttakendurna umfram sjálfa námskrárbreytinguna sem verið er að vinna að. Nokkuð misjafnar skoðanir hafa komið fram um ágæti þess. Bent hfeur verið á að ODM geri ráð fyrir að skiptar skoðanir og innbyrðis átök séu óheppileg fyrir starfsemina. Því sé hætta á að ODM líti framhjá þeim átökum um áhrif og völd sem sífellt eru í gangi í öllum stofnunum - líka í skólum. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að halda því fram að ODM sé í grunnatriðum ósamrímanlegt við starfsemi skóla því starfsemi hans sé á mjög háu flækjustigi og innbyrðis átök og samkeppni séu óhjákvæmileg megineinkenni - rétt eins og í öðrum stofnunum. |
Umsögn GÓP |
Þetta er draumfagurt líkan en ef til vill ekki fasttengt raunveruleikanum. Gert er ráð fyrir að
skipulagsmynstur stofnunarinnar sé óumdeild og enginn hugsi um annað en ítrasta framgang hennar á
starfsvettvanginum. Það virkar dálítið eins og að starfsmenn, stjórnendur og stofnunin í heild sé sett í
sérstaka veröld. Þeir stígi inn í hana þegar þeir koma til starfa - en væntanlega þurfa þeir líka að lifa í sínum
venjulega heimi. Í þeim heimi hafa þeir sjálfsagt skoðanir á eigin framgangi og fjölmörgu sem skákar
ýmsum verkefnum á vegum stofnunarinnar inn í ljós sem þeim er sérstakt og öðru vísi en annarra.
Einnig má velta fyrir sér hverjir það eru sem taka því vel að utanaðkomandi aðili hjálpi þeim til að ná betri tökum á því sem er þeirra sérhæfða starfssvið. Yfirleitt er nauðsynlegt að liðkari sýni tvímælalausa sérhæfni til þess að mark sé á honum tekið. Það þarf minni sérhæfni til að bera af í hópi lítillar sérhæfni. Þetta verður erfiðara í hópi þar sem hver einstaklingur er mjög sérhæfður og sviðin eru jafnmörg einstaklingunum. Allir eiga þó við þann vanda að etja að þurfa að lifa með öðrum að einhverju marki. Þar eru sífellt uppi skiptar skoðanir og ágreiningsefni sem leysa þarf út til að samveran geti gengið. Á því sviði telja menn sig ekki alltaf til hinna mestu sérfræðinga. Liðkari sem nær að sýna hæfni sína á því sviði á ef til vill möguleika til að gera gagn - einkum ef hann gætir hógværðar. |