Forsíða Uppfært
|
Efnislisti
fyrir almenna skólanámskrá | |||
Skólanámskrá er gerð samkvæmt 22. grein laga nr. 80/1996 um framhalds- skóla >>>> |
"Í hverjum skóla skal gefa út skólanámskrá þar sem gerð er grein fyrir námsframboði, lengd og innihaldi námsáfanga og skiptingu
námsgreina á námsannir og/eða námsár. Þar skal einnig gerð grein fyrir áherslum í starfi skólans, kennsluháttum, námsmati og
stjórnunarháttum, svo sem gæðastjórnun.
Í skólanámskrá gera skólar grein fyrir hvernig ná skuli því markmiði framhaldsskóla að námið stuðli að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Skólanámskrá skal samþykkt af skólanefnd að fenginni umsögn almenns kennarafundar. Skólanefnd fylgist með framkvæmd skólanámskrár." | |||
Athugaðu
Kafla - skiptingu (1) - innihald (2) - röð (3) Kveðja! |
Hér fara á eftir drög að efnisþáttum og uppröðun þeirra í skólanámskrá fyrir framhaldsskóla. Listinn er settur upp sem tafla þar sem unnt
er að hafa yfirsýn yfir framvindu hvers þáttar.
Óskað er athugasemda um
| |||
Ath! Skammstöfunin skn merkir skólanámskrá.
Öftustu þrír dálkarnir standa fyrir:
| ||||
Formáli/inngangur að skólanámskrá | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Hverjum er skn ætluð? |
Nemendur, aðstandendur, kennarar, stjórnendur, ráðuneyti, fjölmiðlar, samstarfsaðilar innan lands og erlendis, ... | 0 | 0 | 0 |
Hvert er mark- miðið með útgáfu skn? |
Styðst við lög (nr. 80/1996 gr. 22)/reglugerð/aðalnámskrá, dregur saman veigamikil viðfangsefni skólans, kynning á skólanum, gefur starfsmönnum sameinandi yfirsýn yfir afar fjölbreyttan vettvang, ... | 0 | 0 | 0 |
Hvernig tengist skn við aðalnámskrá. |
Aðalnámskrá tiltekur mörg markmið skólastarfs sem þar er ekki nánar tiltekið hvernig koma skal til skila í starfi skóla og önnur sem betur þarf að útfæra, ... | 0 | 0 | 0 |
Hverjir komu að gerð skn |
Stjórn, nefndir og ráð, embættisfólk, almennt starfsfólk, nemendur, ráðgjafar utan skólans, ... . Ritstjóri, ritnefnd, ritvinnsla, myndir, ... | 0 | 0 | 0 |
Hvað er það sem gerir þennan skóla sérstakan? |
Gerð skólans, starfstími, nemendafjöldi, námsframboð, .. . Stjórnskipulag og ákvarðanaferli. Upplýsingaskylda til yfirvalda. ... | 0 | 0 | 0 |
Saga skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Stærstu viðburðir |
Upphafleg þörf, ákvörðun um stofnun, stofnun, fyrsta starfsemi, breyting, aukning, framtíðarsýn | 0 | 0 | 0 |
Ytri rammi | Lög og reglugerðir sem varða skólann. Ef þetta er umfangsmikið þá komi útdráttur ásamt vísun til þeirra í ítarlegra máli. | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið skólans |
Tildrög tengingar skólans og sérsviðsins, hvenær? fyrsta starfsemi, breyting, aukning, framtíðarsýn | 0 | 0 | 0 |
Vísun | Vísað er til sérstaks rits um sögu skólans og sérdeilda ... | 0 | 0 | 0 |
Skipurit skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Stjórnun og skipulag |
Heiti allra embætta, stjórna og ráða og stjórnunarleg tengsl þeirra. Nöfn og aðgengi að þeim sem gegna störfunum. | 0 | 0 | 0 |
Tengiliðir við útaðila |
Tilgreina þá aðila á skipuritinu sem hafa yfirumsjón með samskiptun við aðila utan skólans s.s. foreldra, atvinnulíf, aðra skóla, innlenda aðila, erlenda aðila | 0 | 0 | 0 |
Tenging sérsviðs |
Tenging sérsviðs skólans við skipuritið. | 0 | 0 | 0 |
Markmið skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Ytri rammi | Lög og reglugerðir sem setja starfseminni ramma. Lýsing á markmiðum námsins eins og þau eru skilgreind í lögum um framhaldsskóla, reglugerðum og aðalnámskrá. | 0 | 0 | 0 |
Samfélagið | Þjónusta við samfélagið: kennsla, uppfræðsla til starfa í síbreytilegu samfélagi, umhverfisstefna eða þjónusta við umhverfið, jafnréttisáætlun, starfsfræðsla, ... . Söfnun upplýsinga. Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Sveitar- félagið |
Gerð grein fyrir skólastefnu sveitarfélagsins og sérstaklega þann hluta sem varðar starfsemi skólans og þróun hans. Ennfremur tekið til þess fjármagns sem sveitarfélagið hefur ákveðið að ráðstafa í þessu skyni. Þjónusta við sveitarfélagið: sinna námsþörfum fólks í sveitarfélaginu. Söfnun upplýsinga. Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Einstakling- urinn |
Þjónusta við einstaklinginn: kennsla, sinna hópnum en koma þó til móts við einstaklinginn og sérþarfir hans, áfengisvarnir, reykingavarnir og aðrar fíkniefnavarnir - forvarnarstefna skólans, jafnréttisáætlun, stemma stigu við brottfalli úr námi, ... . Söfnun upplýsinga. Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Starfsmenn | Þjónusta við starfsfólk: starfsmannastefna, endurmenntun, stuðningur við sérstök verkefni og rannsóknir, kynnisferðir, upplýsingar, stuðningur í starfi, samskiptahættir, jafnréttisáætlun, ... . Söfnun upplýsinga. Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Þjónusta við þau atriði sem marka sérstöðu skólans. Lýsing á markmiðum. Söfnun upplýsinga. Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Þróun og nýbreytni |
Stefna skólans í þróunar- og nýbreytnistörfum. Þróun skólanámskrár. Gerð áætlana. Innra eftirlit. | 0 | 0 | 0 |
Aðbúnaður og öryggi |
Stefna skólans í aðbúnaðar- og öryggismálum s.s.: viðbrögð við bruna, jarðskjálfta, persónulegum áföllum á vinnudegi, áfallahjálp, finna og fjarlægja hættugildrur, ... . Söfnun upplýsinga. Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Starfsfólk skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Stjórnendur | Starfsheiti, nöfn og hlutverk allra stjórnenda. Skólameistari, aðstoðarskólameistari, fjármálastjóri, innkaupastjóri, kennslustjóri, sviðsstjóri, áfangastjóri, námsráðgjafi, deildarstjórar, félagsmálastjóri, netstjóri, öryggistrúnaðarmaður, áfallahjálp. Jafnóðum skráist viðtalstímar. Heimilisfang og sími ? Kjarafélög stjórnenda. Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Kennarar | Starfsheiti og nöfn allra kennara. Jafnóðum skráist viðtalstímar. Heimilisfang og sími ? Kjarafélög kennara. Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Annað starfsfólk |
Starfsheiti og nöfn annarra starfsmanna sem starfa á kennslutíma. Heimilisfang og sími ? Kjarafélög starfsfólks. Starfsmannafélag.Starfsheiti og nöfn annarra starfsmanna sem tengjast starfsemi skólans vegna sérstöðu hans. Heimilisfang og sími ? Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Fjöldi, aldursdreifing, kyn, menntun, endurmenntun, stefna í ráðningarmálum, endurmenntun og þjálfun, samvinna, ... Gæðamat. | 0 | 0 | 0 |
Nemendur skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Útskrifaðir | Úttekt á eða/og umræða um hagi útskrifaðra nemenda, hvar þeir eru staddir. Dregið fram að þeir eru dreifðir í öllum verkefnum samfélagsins. | 0 | 0 | 0 |
Félag | Kynning á félagi útskrifaðra nemenda skólans til styrktar starfsemi skólans. | 0 | 0 | 0 |
Fjöldatölur | Tölfræðilegar upplýsingar um fjölda innritaðra og útskrifaðra nemenda á ýmsum námsbrautum næstliðin ár. | 0 | 0 | 0 |
Brottfall | Tölulegt yfirlit yfir brottfall úr skóla, mat skólans á þeim vanda og áætlanir um aðgerðir til að stemma stigu við því. | 0 | 0 | 0 |
Viðhorf | Upplýsingar um kannanir sem gerðar hafa verið á viðhorfum nemenda sem og aðrar kannanir sem nemendur hafa tekið þátt í eða unnið að og þykja skipta máli. Tilgreind þau áhrif sem niðurstöðurnar hafa haft á skólastarfið. Fjallað um námsárangur næstlðinna anna eða lengra tímabilsog hann túlkaður með viðmiðun við samræmd próf, skólapróf og aðrar tiltækar viðmiðanir. | 0 | 0 | 0 |
Næstliðin nemendasaga |
Þættir úr skólaskýrslu síðasta starfsárs - og vísað til skólaskýrslna þar sem þær eru tiltækar í heild. Sérstaklega sagt af starfsemi skólakórsins og uppfærslu skólaleikrits, þátttöku í íþróttamótum, ... . | 0 | 0 | 0 |
Félagslíf | Upplýsingar um nemendafélag skólans og stjórn þess og starfsemi, hefðir, fasta viðburði og vísun til ítarlegri upplýsinga. Nöfn kjörinna stjórnarmanna nemenda. Heimilisfang og sími? | 0 | 0 | 0 |
Fastir liðir skólastarfs |
Fastir liðir í starfsemi skólans s.s. upphaf og lok kennslu, fastir frídagar, prófdagar, útskriftardagur, inntökuhátíð, nemendaferðir, námsferðir, gagnkvæmar skólaheimsóknir innan lands, utan lands, ... | 0 | 0 | 0 |
Námstengt | Nám og starf metið til eininga í skólakór og í leiknámi við uppsetningu leikrits, ... . | 0 | 0 | 0 |
Aðrar upplýsingar |
Hagnýtar upplýsingar um atriði sem nytsamt er fyrir skólaþegnana að þekkja svo sem um aðgang að bókasafni, tölvuveri, námsráðgjafa, áfangastjóra, kennslustjóra, ... | 0 | 0 | 0 |
Almennar upplýsingar |
Upplýsingar um tilboð sem nemendum standa til boða frá samfélaginu s.s. námsstyrki, verðlaun, ... | 0 | 0 | 0 |
Félagsmála- stjóri |
Nafn þess kennara sem liðsinnir nemendum í félagsmálum þeirra, skilgreining á hlutverki hans og ábyrgð. | 0 | 0 | 0 |
Einkunnir | Upplýsingar um einkunnaskil og varðveislu einkunna og aðgang nemenda að einkunnum sínum á meðan þeir eru í skólanum og eftir að þeir hafa útskrifast eða hætt námi. | 0 | 0 | 0 |
Sérstaða | Upplýsingar um þá þætti sem snúa að nemendum og tengjast sérstöðu skólans. Inntökuskilyrði og val á nýjum nemendum. Ábyrgð nemenda á eigin námi og áhrif þeirra á skólastarfið. Tengsl skólans við aðra skóla, háskóla, stofnanir og félög innanlands og utan. | 0 | 0 | 0 |
Stjórnir og ráð skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Mennta- mála- ráðuneyti |
Hvernig heyrir starfsemi skólans undir menntamálaráðuneytið? Hvaða þættir heyra þangað og hvaða áhrif hefur það á starf skólans? | 0 | 0 | 0 |
Skólanefnd | Skólanefnd, hlutverk og fulltrúar. Hvernig er valið? | 0 | 0 | 0 |
Skólastjórn | Skólastjórn, hlutverk og fulltrúar. Hvernig er valið? | 0 | 0 | 0 |
Siðanefnd | Siðanefnd, hlutverk og fulltrúar. Hvernig er valið? | 0 | 0 | 0 |
Nemenda- vernd |
Nemendavernd, hlutverk og fulltrúar. Hvernig er valið? | 0 | 0 | 0 |
Sjálfsmats- nefnd |
Sjálfsmatsnefnd, hlutverk og fulltrúar. Hvernig er valið? | 0 | 0 | 0 |
Gæðastjórn | Gæðastjórn, hlutverk og fulltrúar. Hvernig er valið? | 0 | 0 | 0 |
Aðrar nefndir |
Aðrar nefndir, hlutverk þeirra og fulltrúar og hvernig er valið í þær. | 0 | 0 | 0 |
Útaðilar | Samskipti við útaðila - foreldra, atvinnulíf, aðra skóla, innlenda aðila, erlenda aðila | 0 | 0 | 0 |
Kennara- fundur |
Hlutverk kennarafundar og fulltrúar þar. | 0 | 0 | 0 |
Deildar- stjórn |
Deildarstjórar, hlutverk þeirra og hvernig þeir eru valdir. Ábyrgð á að stýra starfi við að innleiða nýjungar í deild og þátttaka í samstarfi milli deilda. | 0 | 0 | 0 |
Sérstaða | Nefndir og ráð um þætti sem tengjast sérstöðu skólans. Hvert er hlutverk þeirra, hverjir skipa þær og hvernig er valið í þær? | 0 | 0 | 0 |
Stoðþjónusta skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Vinnuaðstaða | Gerð grein fyrir þeirri vinnuaðstöðu sem nemendum stendur til boða utan kennslustofa. | 0 | 0 | 0 |
Verknáms- aðstaða |
Gerð grein fyrir þeirri verknámsaðstöðu sem skólinn hefur fram að bjóða til sérhæfðrar verknáms- og tilraunakennslu. | 0 | 0 | 0 |
Skólasafn | Starfsmenn og hlutverk þeirra, lestraraðstaða, vinnuaðstaða, bókakostur, gagnakostur, tækjakostur, ... | 0 | 0 | 0 |
Tölvuver | Vinnuaðstaða, tækjakostur, bókakostur, gagnakostur s.s. forrit til notkunar, ... | 0 | 0 | 0 |
Náms- ráðgjöf |
Gerð grein fyrir námsráðgjafa, hlutverki hans, starfsaðstöðu, starfsvenjum og aðgengi nemenda að honum. | 0 | 0 | 0 |
Námstækni | Gerð grein fyrir leiðbeiningum innan hinna ýmsu greina skólans og námskeiðum í námstækni, nýtingu heimanáms og um sjálfstæði í vinnubrögðum. ... | 0 | 0 | 0 |
Umsjón | Gerð grein fyrir umsjónakennara-kerfi skólans, hlutverki umsjónarkennara, aðferðum til að fylgjast með námsframvindu og miðlun skólaupplýsinga til forráðamanna nemenda. | 0 | 0 | 0 |
Áfangastjóri | Tiltekin þau atriði sem nemendur geta þurft úrlausn á og heyra undir áfangastjóra. | 0 | 0 | 0 |
Námsaðstoð | Hverjar eru venjur skólans við að koma til móts við nemendur sem um stundarsakir þurfa aukna aðstoð við námið? Settir upp sérstakir námsáfangar, hjálparkennsla í hópi um tiltekið skeið, einkakennsla, liðsmaður, ... . Hvernig styður skólinn þá sem eiga í sértækum námserfiðleikum? hverjir geta sótt um þá aðstoð? | 0 | 0 | 0 |
Reykinga- hjálp |
Óheimilt er að reykja í og við skólann. Stefna skólans er að stuðla að því að þeir sem reykja hætti því. Gerð grein fyrir því liðsinni sem skólinn heitir þeim sem reykja við að hætta því. | 0 | 0 | 0 |
Önnur fíkniefni |
Gerð grein fyrir starfi innan skólans að fíkniefnavörnum í tengslum við forvarnarstefna skólans | 0 | 0 | 0 |
Sérstaða | Gerð grein fyrir því liðsinni sem felst í þáttum sem tengjast sérstöðu skólans. | 0 | 0 | 0 |
Húsnæði skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Byggingar | Hvert er húsnæði skólans? Hvernig er lóð skólans? Bílastæði? Aðkoma af nærliggjandi vegakerfi. | 0 | 0 | 0 |
Íþróttir | Íþróttahúsnæði, útiaðstaða fyrir íþróttir, aðstaða til að halda keppnir og mót. | 0 | 0 | 0 |
Heimavist | Ef skólinn rekur heimavist er gerð grein fyrir húsnæðinu og hversu það uppfyllir eftirspurn. | 0 | 0 | 0 |
Húsaþarfir | Hvernig uppfyllir húsnæðið þarfir skólans? | 0 | 0 | 0 |
Áætlanir | Er til áætlun um frekari byggingar eða þróun húsnæðisins svo það uppfylli betur þarfir skólans? | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Hvert er það húsnæði sem tengist sérsviði skólans og hvernig er gert ráð fyrir að það aukist eða nýtist betur? | 0 | 0 | 0 |
Kennsluaðstæður skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Miðlunartæki | Tölvu- og kennslutækjakostur. | 0 | 0 | 0 |
Aðstoðartæki | Tækjakostur fyrir kennara að undirbúa kennslu. | 0 | 0 | 0 |
Húsnæði | Hversu heppilegt er kennsluhúsnæði skólans? Þarf að taka sérstakt tillit til þess að einhverju leyti? | 0 | 0 | 0 |
Sérnám | Hversu fullnægjandi er sérnáms-húsnæði skólans? | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Hversu fullnægjandi er sú aðstaða sem notuð er í tengslum við sérsvið skólans? | 0 | 0 | 0 |
Reglur skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Aðgangur | Reglur um inntöku nemenda í skólann. Lög og reglugerðir sem lúta að rétti einstaklinga til inngöngu í skólann og skyldum skólans til að sinna fræðslu. | 0 | 0 | 0 |
Um námið | Reglur um könnunarpróf, anna-próf, lengd prófa, matsreglur sem vísað er til hjá viðeigandi námsgrein, einkunnaskil, einkunnir, sýningu prófa, lágmarkseinkunnir og framvindu náms. Reglur um mat á námi frá öðrum skólum. | 0 | 0 | 0 |
Stundatöflur og mætingar |
Gerð grein fyrir því viðamikla verki sem samning stundatöflu er fyrir upphaf hverrar annar. Hlutverk stundatöflunnar í skólastarfinu og gagnkvæmar skuldbindingar skólans og nemandans inna ramma stundatöflunnar. Reglur um skólasókn. Reglur um hraðferðir og önnur frávik frá reglubundnu námi. Umsóknir um leyfi til skemmri eða lengri tíma. | 0 | 0 | 0 |
Umgengni | Umgengnisreglur og samskiptareglur milli skólaþegna, þ.e. milli nemenda innbyrðis og milli nemenda og starfsfólks skólans. Umgengni í skólanum og á skólalóð og annars staðar á vegum skólans. | 0 | 0 | 0 |
Rétt og skylt |
Réttindi og skyldur skóla og nemenda | 0 | 0 | 0 |
Heimavist | Reglur á heimavist. | 0 | 0 | 0 |
Sjálfsmat | Reglur um innra eftirlit og sjálfsmat innan skólans. | 0 | 0 | 0 |
Viðurlög | Gerð er grein fyrir þeim viðurlögum sem eru við því að fylgja ekki settum reglum. | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Reglur er lúta að þeim atriðum sem tengjast sérstöðu skólans. Skóladagatalið - kennsludagar, prófadagar og dagar sem áætlaðir eru til afmarkaðra verkefna. | 0 | 0 | 0 |
Námsþróun skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Nám og námsgreinar |
Hvaða náms- og námsgreinaþróun er á döfinni? | 0 | 0 | 0 |
Þróunar- verkefni |
Hvaða þróunarverkefni hafa verið í vinnslu innan skólans? | 0 | 0 | 0 |
Ráðstefnur | Hvaða ráðstefnur hefur skólinn haldið - eða átt þátttakendur á og hverjar voru þar helstu niðurstöður? | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Hvaða þróun er í gangi á sérsviðum skólans? | 0 | 0 | 0 |
Kennsluhættir skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Lýðræði | Umsögn um kennsluhætti sem taka mið af lýðræðislegum uppeldismarkmiðum skólans í samræmi við aðalnámskrá. | 0 | 0 | 0 |
Skipulag og ábyrgð |
Skipulag og ábyrgð á kennslu nemenda: kennarar, umsjónarkennarar, deildarstjórar, áfangastjórar, ... | 0 | 0 | 0 |
Vísun | Vísað til nánari umsagnar um kennsluhætti og matsaðferðir sem skráð verði með hverri grein. | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Umsögn um kennsluhætti á sérsviðum skólans og vísun til þeirra þar sem þeir eru nánar tilteknir. | 0 | 0 | 0 |
Námsbrautir skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Upptalning | Hvaða námsbrautir eru í boði í skólanum? | 0 | 0 | 0 |
Lýsing | Lýsingar á námsbrautunum. | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Lýsing á námi sem tengist sérsviðum skólans. | 0 | 0 | 0 |
Námsframboð skólans | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Inngangur hverrar námsgreinar |
Hver námsgrein hefur sérstakan inngang. Þar er námsgreininni lýst og þeim markmiðum sem vænst er að ná með kennslu
greinarinnar. Auk þess er lýst
Bent er til nytsamra hjálpartækja og ítarefnis sem nemendur geta haft gagn af við nám í námsgreininni. Vísað er til námsgreinarinnar á vef skólans. |
0 | 0 | 0 |
Áfanga- lýsingar |
Sérhver áfangi hverrar námsgreinar hefur sína áfangalýsingu. Þar segir um markmiðin sem vænst er að ná með kennslu áfangans. Ef sérstakar reglur gilda um þennan áfanga svo sem um mætingar, kennslu, námsferðir eða mat þá er þess getið í áfangalýsingunni. | 0 | 0 | 0 |
Sérsvið | Lýsing námsbrauta og námsáfanga sem tengjast sérsviðum skólans. | 0 | 0 | 0 |
Viðbætur | ||||
Efnisþættir | Drög að innihaldi: | Með | Gert % | Lok |
Skýringar | Öll sérhæfð hugtakaheiti sem notuð eru í skn eru hér sérstaklega skilgreind og merking þeirra skýrð. | 0 | 0 | 0 |
Atriðis- orðaskrá |
Ítarleg atriðisorðaskrá | 0 | 0 | 0 |